Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR11. JULI1985. Norskir sægarpar láta pússa sig saman á Islandi: „Ætlum að gifta okkur á morgun” — og daginn eftir sögðu þau „ jáfjá” á íslensku við Björn Ingvarsson borgardómara Sjö á siglingu og hún Rósa fleytti þeim létt yfir Atlantsála til Islands. Eftir einn dag viö legu í Hafnarf jaröar- höfn sögöu þau Jon Terje Bruun og Conny Tove Nilsson skyndilega viö félaga sína: „Viö ætlum aö gifta okkur á morgun.” „Ha?” sögöu félagarnir hvumsa. Daginn eftir varö þaö „já, já” á íslensku hjá þeim Jon og Conny viö Bjöm Ingvarsson borgardómara. Brúöarvöndurinn var kominn upp, baugfingur fram og brúöarkossinn smali. Sjö dagarnir á Islandi eru nú þeir sælu. Nilsson er oröin Bruun. saman á Islandi aðeins fyrir ánægjuna. Ætli það hafi ekki verið í janúar eða febrúar sem viö ákváðum þetta og auðvitað höfum viö haldið þessu leyndu,” sagöi Jon Terje Bmun í rabbi í Rósu. Þau voru sjö sem sigldu Rósu til Is- lands, öll frá bænum Tonsberg í Noregi. Bærinn er í um 100 kílómetra fjarlægö frá Osló. Yndi þeirra sjö- menninga er siglingar og köfun. „Nei, það hefur enginn tími gefist tQ aö kafa í ferðinni. Búningarnir eru þó meö,” sögöu þau, og bættu viö að þau tækju líka ævinlega mikiö af myndum er kafað væri á djúp ævintýranna. Ákváðu í janúar að gifta sig á íslandi „Viö ákváöum aö láta pússa okkur Ættingjarnir vita enn ekki um brúðkaupið Foreldrar þeirra Jon og Conny vita Það geta fleiri tekið sveiflu en Bobbysocks. Jon og Conny hóldu veislu I Lækjarbrekku eftir brúðkaupið siðastliðinn föstudag. Þau voru svo á Hótel Óðinsvóum á brúðkaupsnóttina. Norsku sœgarparnir sjö stiga ölduna ó snekkjunni sinni, Rósu. Brúðhjónin Jon Terje Bruun og Conny Tove (Nilsson) Bruun „la det swinge" meö þeim félögum sinum (t.v.) Jan Carlstedt, Catarina Kristiansen, Lasse Rui, Turid Stadheim og Oddvar Marthinsen. Sú litla Ijóshærða á myndinni er íslensk. heitir iris Björg Árnadóttir. DV-mynd VHV ekki enn að þau hafa gengið í þaö heilaga á Islandi. „Þaö er allt í lagi, við erum ánægð,” var sagt meö norsku brosi á vör. „Við ætlum að hringja hvaö úr hverju heim og láta vita af þessu.” — Þið hafið skiliö „prestinn”, Bjöm Ingvarsson borgardómara? „Viö skildum ekki orö í íslenskunni en hann snaraði þessu yfir á mál sem hann kaliaði skandinavísku. Og „já, já” svöruðum við honum svo á ís- lensku.” Létt fólk og brosmilt, „vík- ingamir” frá Noregi. Skipiö þeirra, hún Rósa, er 50 fet að lengd og 24 tonn, gott sjóskip. Rósa var áöur fiskibátur og komin til ára sinna er sjömenningamir keyptu fleyið. Þeir breyttu því strax í snekkju og hafa til þessa eingöngu siglt meö- fram ströndum Noregs. Ferðin hófst 17. júní „Þetta er fyrsta ferðin okkar út fyrir landsteinana. Við lögöum í hann til Islands frá Stafangri þann 17. júni. Sjálf feröin til Islands tók samt aðeins sjödaga.” Þau sögöu þaö tilviljun aö 17. júní heföi orðið fyrir valinu. „Ekkert nema tilviljun, viö höföum það ekki í huga að þetta væri þjóðhátíðardagur Islend- inga.” Fyrst sigldu þau til Shetlandseyja (Hjaltlands), þaðan til Fjereyja og loks var stefnan sett á landið bláa. „Viö notuöum bæöi vél og segl, svona til skiptis.” Byrinn var góöur og gott veður alla leiöina. „Viö hrepptum þoku við Shet- landseyjar, annars var veörið ljómandi, helst að veðrið hafi verið slæmt þegar viö nálguðumst Vest- mannaeyjar.” — Á að halda veislu fyrir ættmenni þegar út til Noregs verður komið? „Já, en það veröur ekki brúðkaupsveisla, bara venjuleg veisla, sýnum þó örugg- lega „slidesmyndir” frá brúðkaupinu.” Brúðkaupsnóttin var i Hótel Óðinsvéum Norsku sægarparnir sjö eiga vini á Islandi. Þeir hafa veriö heimsóttir. Einnig hafa þeir feröast örlitiö um. „Höfum fariö á Þingvelli og til Laugar- vatns, nú og við komumst í Broadway á laugardagskvöldiö.” Ferðin til Islands var skemmtileg og föstudagurinn í síðustu viku hjá borgardómara ógleymanlegur. Þau fóru með félögunum í Lækjarbrekku um kvöldið. Fimm sneru aftur um borð í Rósu en þau Jon og Conny skunduöu upp í Hótel Oðinsvé. Þar dvöldu þau brúökaups- nóttina....þetta gat oröiöerfið... -JGH Það verður að kvitta fyrir aitt stykki giftingu. I dag mælir Dagfari_____________i dag mælir Dagfari ___________I dag mælir Dagfari Dallas og íslandssagan Dallas er komiö aftur á skjáinn og þurfa nú aödáendur JR, Pamelu og Bobby ekki lengur aö leggja leiö sína á bensínsölur Olís til aö fylgjast meö lifshlaupi þessara heimilisvina sinna. Þökk sé islenska ríkissjón- varpinu, sem hefur nú látið undan kröftugum þrýstingi þeirrar nútíma- kynslóðar, sem á sér þann draum aö búa við svipuö kjör og Dallasfjöl- skyldan. Um aldamótin krafðist íslenska þjóöin heimastjómar og fékk hana. Á fyrsta áratug aldarinnar kröfðust konur kjörgengis og kosningaréttar og fengu hann. Á styrjaldarárunum kröfðust Islendingar frelsis og sjálfstæðis og fengu það. Á síðustu tveim áratugum börðust Islendingar fyrir stækkaöri fiskveiðilandhelgi og fengu hana. Á því herrans ári 1985 sótti þjóöin enn fram í sjálfstæðis- baráttu sinni og krafðist Dallas í sjónvarpið. Og sú barátta hefur nú boriðárangur. Öll er þessi framfarasókn vottur þess að þjóðræknin og vitund þjóðar- innar um þarfir sínar sé í fullum blóma. Ástir Kjartans og Guðrúnar Osvífursdóttur endurspeglast í sam- skiptum JR og fráskilinnar eigin- konu, Bobby og Pamela eruGunnar og Hallgerður endurborin og gamla Miss Ellie er í hlutverki Njáls, sem ætíð ber klæði á vopnin og hvetur til sátta og samlyndis. Og JR er marg- faldur í roðinu, því hann er bæði Mörður Valgarðsson, Snorri Sturlu- son og Egill Skallagrímsson í einum sama manninum. Meö önnur smærri hlutverk í þessum dramatíska og endalausa söguþræði fara margar persónur, sem einnig má heimfæra upp á Islandssöguna og þarf þá eng- an að furða þótt þessir margfrægu sjónvarpsþættir eigi nokkurt erindi viðmörlandann. Dallasþættimir eru að þessu leyti eðlilegt og órjúfanlegt framhald af lifnaöar- og hjúskaparmálum þjóðarinnar í gegnum aldimar. Eftir að sjónvarpið hætti útsend- ingum á þessu sögulega efni tóku bensínstöðvar Olís sig til og leigðu myndbandaspólur með Dallas. Þannig hafa bensínsölur verið helsta athvarf þjóölegrar menningar nú um nokkurt skeið og mættu landsfeður hugsa til þeirra, næst þegar menningarverðlaunum verður út- hlutað. Hið félagslega vandamál, sem hlýst af því að sjónvarpið tekur til við útsendingar að nýju, felst hins- vegar í því aö allur sá skari íslenskra ■ góðborgara, sem lagt hefur leið sína á bensínsölumar, þarf nú að horfa á þættina ööm sinni. Áð einhverju leyti mun þetta draga úr áhuganum, því auðvitað er það miður, þegar maður veit fyrirfram hvað JR er að bralla, eða hvort Pamela heldur framhjá Bobby eða Bobby framhjá Pamelu. Á hinn bóginn verður að hafa í huga að videoeign landsmanna er ekki jafnútbreidd og sjónvarpstækin og þá menningarstefnu verður að viðurkenna, að ekki megi miða sígilda fræðslu opinberra stofnana við videovæðinguna, enda eiga menn, sem ekki hafa aðgang að bensín- stöðvum Olís, ekki að fara á mis við menninguna. Fastakúnnar hjá ESSO og BP eiga líka sinn rétt. Þetta hefur reyndar komið skýrt fram í lesenda- bréfum dagblaðanna, er þar er að finna raddir hins þögla meirihluta, einsogalþjóðveit. Vonandi hefur framtak sjónvarps- ins með endurbomum Dallasþáttum ekki alvarleg áhrif á rekstrarstöðu Olís, enda væri það ósanngjarnt í meira lagi ef þetta þjóðþrifafyrir- tæki þyrfti að gjalda fyrir að hafa hlaupið undir bagga með menning- unni og Islandssögunni. Islenska sjónvarpið hefur nú endurheimt sína fyrri reisn og íslenska þjóðin getur aftur sameinast fyrir framan tækin sín á miðvikudagskvöldum. Menn- ingunni er borgið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.