Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR12. JULl 1985. 3 Ánægjðir með störf rekstrar ráðgjafans — segir ráðuneytisstjóri samgöngumála „Mér er sagt að ástandið sé erfitt innan stofnunarinnar,” sagði Olafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytis- stjóri samgöngumála, er DV spurði hann um væringar innan Vita- og hafnamálastofnunar. Eins og DV skýrði frá í gær hafa átta starfsmenn stofnunarinnar farið þess á leit við Matthías Bjarnason samgönguráðherra að hann skipi rann- sóknarnefnd til aö kanna úttekt þá sem gerð var á stofnuninni og afleiðingar hennar. Starfsmennimir telja að landslög og siðareglur hafi verið brotnar, úttektin sé marklaus og mis- tök hafi verið að taka hana til greina. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött. Gjörsamlega út í hött,” sagði Olafur Steinar Valdimarsson. „Hvaða landslög eru brotin? Ég get ekki séð það. Hvaöa siðareglur? Eg veit ekki hvaö þeir eru að fara,” sagði Olafur Steinar. Hann sagöi að ríkisendurskoðun og hagsýslan heföu upphaflega óskaö eftir úttektinni. Hagsýslan hefði ráðið Kristján Kristjánsson rekstrarráð- gjafa til að gera úttektina. Síðar hefði samgönguráðuneytið komið inn í þetta. „Eg verð að segja eins og er að við vorum mjög ánægðir með störf Kristjáns við þetta verkefni. Kristján hafði fullt traust allra,” sagði Olafur Steinar. „Það var staðið einhuga aö baki þessum aðgerðum af öllum þeim sem um málið fjölluðu,” sagði ráðuneytis- stjórinn. Hann sagði að hafnaráð, bæði aðalmenn og varamenn, hefði allt mælt með þessum aögerðum. -KMU. Aðalsteinn ritar bréf til ráðherra „Á þessu stigi læt ég ekkert eftir mér hafa um þetta,” sagði Aöalsteinn Júliusson, vita- og hafnamálastjóri, er DV spurði um álit hans á úttektinni, sem gerð var á Vita- og hafnamála- stofnun. Aöalsteinn staðfesti þó að hann hefði ritað ráðherra bréf um máliö, þar sem hann lýsti skoðunum sinum. DV spurði Aðalstein hvort hann hefði gagnrýnt úttektina í bréfi sínu: „Það má segja það,” svaraði hann. „Eg vil ekki að neitt sé haft eftir mér á þessu stigi. Eg á von á sam- tölum við bæði ráðherra og aðra um þessi mál. Meðan þannig er læt ég engar skoðanir í ljós opinberlega,” sagði Aðalsteinn Júlíusson. -KMU. Davíð borgarstjóri: Fann sex dauða laxa Davíð Oddsson borgarstjóri fann sex dauöa laxa í kippu í Elliöaánum síðastliðinn laugardag er hann var þar við veiðar. „Ég var þarna að veiða við þrep og var eitthvað að skyggnast í kringum mig. Þá sá ég hvar búið var að fela sex nýveidda laxa undir barði. Ég tók þá með mér og rölti með þá upp í hús. Veiðifélagar mínir, sem þar voru, töldu að ég hefði komist í svona mikil uppgrip, að fá sex laxa á kortéri.” Davíð sagði að þá fyrr um morguninn hefði verið komið að mönnum sem haldið var að væru veiði- þjófar. Fundist höfðu net og einn lax úti í skógi. Þessir menn hefðu ekki játaö neitt á sig. Davíð sagði að sér væri ekki kunnugt um að sökudólgarnir heföu náðst. „Það er óskaplega erfitt að afla sannana í svona málum, nema menn náist með allt í fanginu. En það voru aö minnsta kosti ákveðnar grunsemdir um hverjir þetta voru,” sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. -pá Þaðeralltaf þörffyrir aukarúm handa óvæntum gestum * á heimilinu * í veiðihúsinu * í sumarbústaðnum * á hótelinu Verð aðeins kr. 6.800,- Það tekur örskamma stund að setja rúmið upp, rúmið leggst auðveldlega saman og er fyrirferðarlítið í geymslu. Sídumúla 30, sími 68-68-22. ^ Fyrirliggjandi í birgðastöð PLOTUR (ALMS3) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0.8 mm -10 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Verðhrun l^Nýir verslunarhœttir — vörur beint frá framleiðanda.Ti J[ Nú loksins eitthvað ^ I I Vörur á lágmarksverði Leðurpils, frá 2.480. Til dœmis: Leðurjakkar, frá 4.980, og aðrar gerðir af leðri. Stretsbuxur frá 490, bómullarjakkar 980, sokkar, frá 47 kr. Síðar dömuskyrtur frá 1.090, og margt, margt fleira. Fyrir þig Skipholti 35 (við hliðina á Tónabíói). Sími 84876. I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.