Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 4
DV. FÖSTUDAGUR12. JULI1985. Of mikill af li „slys” hjá sjávarúf veginum: Þetta átti ekki að geta gerst enda eru menn að átta sig, segir Kristján Ragnarsson, f ramkvæmdastjóri LÍÚ „Ég get ekki svaraö þessu öðruvísi en þannig aö sumum tekst aö stjóma en öörum ekki,” sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, er DV spuröi hann hvers vegna sumum fyrirtækjum í sjávarútavegi tækist að samræma veiðar og vinnslu en öörum ekki. „Viö sem erum fylgjandi kvóta- kerfinu teljum aö kvótarnir séu þaö stjómtæki sem geri menn ábyrga, komi í veg fyrir aö menn veiði of mikiö og fái lítiö fyrir fiskinn. Þess vegna vil ég alls ekki aö veiöunum sé stjómaö ofan frá, aö stjómvöld gripi inn í, þaö eru auðvitað útgerðarmenn sjálfir og stjómendur frystihúsanna sem eiga aö vera ábyrgir. Þaö sést einmitt vel núna aö mjög mörgum fyrirtækjum tekst aö sam- ræma veiðar og vinnslu með prýöi á meðan öörum tekst þaö ekki. Norö- lendingum gengur mjög vel og Vest- firðingum miklu betur en í fyrra. Aö vísu hafa Vestfirðingar leyst sín mál aö hluta meö því aö selja fiskinn út í gámum. Það hefur komið ágætlega út hjá þeim. Menn verða aö fá aö vega það og meta sjálfir hvaö kemurbest út fyrirþá.” — Telur þú þetta „slys” sem hefur gerst hjá mörgum aö undanfömu, aö þeir hafa veitt of mikið? „Þaö er min skoðun aö þessi mikli umframafli aö undanfömu hafi ekki átt aö geta orðið, kvótinn á aö sjá fyrir því. Enda held ég aö menn séu að átta sig á að þaö gengur ekki aö veiða meira en hægt er aö vinna. Menn veröa að skoða dæmiö í heild, hvort sem þeir eru eingöngu með út- gerö eöa bæöi útgerö og vinnslu. Þaö verður að setja samasem-merki á milli vinnslu og veiða. Þaö sem fer kannski hvað mest í taugarnar á mér varðandi þaö, sem hefur veriö að gerast aö undanförnu, er aö menn, sem eru ábyrgöir fyrir því sem þeir eru aö gera, skuli vera aö kvarta yfir því aö of mikill afli berist að landi og ekki sé hægt aö vinna hann.” -JGH „Segi þeim að koma í land” — seglr Vilhelm Þorsteinsson hjá Útgerðarf élagi Akureyrínga um sína stjórnunaraðferð „Mín stjómunaraöferð er ákaflega einföld, ég er í sambandi viö skipin og segi þeim aö koma aö landi. En ég segi aldrei viö skipstjóra aö hann skuli fiska minna,” sagöi Vilhelm Þorsteinsson hjá Utgeröarfélagi Akureyringa í gær. Utgerðarfélagi Akureyringa hefur tekist hvaö best fyrirtækja í sjávarút- vegi aö samræma veiðar og vinnslu. „Við höfum líka hvað eftir annað tafiö skipin eftir túra, ekki látið þau fara strax út, ef mikið hráefni er komiö aðlandi.” Vilhelm bætti viö: „Vandamálið viö aflatopp eins og aö undanfömu er sá aö þaö er ekki hægt að mæta svona toppum lengur með því aö láta vinna lengur, þaö er til dæmis bannað aö vinnaumhelgar.” Vilhelm sagöi aö aflinn hjá þeim hefði veriö góöur að undanförnu: „Þetta er gott hráefni og þaö hefur verið unniö úr því á eölilegan hátt.” -JGH „Læt skipin liggja í nokkra daga” —segir Marteinn Friðriksson, f ramkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks, um sína st jórnunaraðf erð „Þaö hefur gengiö ágætlega aö vinna aflann, viö höfum ráöið við þetta þaö er aðeins þessi eini farmur um daginn úr Hegranesinu, sem var lé- legur,” sagöi Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauöár- króks ígær. Marteinn sagöi aö aðalstjómunar- aðferöin, ef kominn væri mikill afli aö landi, væri aö láta togarana liggja í nokkra daga eftir túrinn. — En er hægt að hringja út í tog- arana og skipa mönnum aö hætta aö veiða? „Þaö er nú ekki gert, en auðvitaö er mikiö samband viö skipin um veiöina. Sem dæmi get ég nefnt að viö báöum Drangeyna nýlega aö veiöa ekki nema í kassana og það var gert,” sagöi Marteinn. -JGH Rás S: Á Sauðárkróki: r Sóra Sigmar Torfason til vinstri og Sigurður Björnsson, smiður frð trésmiðju Vopnafjarðar, sniða þak- jórn. DV-mynd PK Prófasturinn sníður þakjám — Forseti íslands verður við messu á Skeggjastöðum ásunnudag Séra Sigmar Torfason, prófastur í Múlaprófastsdæmi, var í byggingar- vinnu er DV-menn hittu hann á Bakkafirði í síöustu viku. Hann var aö sníöa þakjám fyrir geymsluhús á Skeggjastööum sem er prestssetur og kirkjustaöur sveitarinnar. Næstkomandi sunnudag veröur forseti Islands, Vigdis Finnboga- dóttir, viö messu hjá séra Sigmari í kirkjunni á Skeggjastöðum. Þak- jámiö veröur þá væntanlega komið á sinn stað. Ohætt er aö segja að Skeggja- staðir séu menningar- og stjómmið- stöö sveitarinnar. Þar hafa séra Sigmar og kona hans, Guöríöur Guö- mundsdóttir, í áraraöir annast kennslu skólabama. Oddvitaembættiö hefur einnig veriö á heröum hjónanna undanfarin ellefu ár. Sigmar var oddviti í fjögur ár en undanfarin sjö ár hefur Guðríður veriö oddviti. Prófasturinn sagöi DV að hún ætlaði aö láta af starfinu þegar þessu kjörtímabili lyki. „Síðastliðið vor sagöi konan min lausri stöðu sinni sem skólastjóri og kennari. Hún var þá búin aö kenna í 35 ár,” sagöi séra Sigmar. Fyrsta skólahúsið sem rís ð Bakkafirði. DV-mynd KMU. Þau hafa búið á Skeggjastöðum í 41 ár, fluttu þangaö áriö 1944. „Hér í sveitinni var farskóli til ársins 1950. Eftir aö farkennslan hætti tókum viö aö okkur aö kenna börnum. I 18 ár var heimavist á okkar heimili. Síðan tók við skóla- akstur, áriö 1967 eöa ’68, og er enn. Bömin koma á morgnana og fara síðdegis heim,” sagði Sigmar. I haust verður breyting á. Fyrsta skólahúsiö er að rísa á Bakkafirði. Hluti af því verður tekinn í notkun í haust. Böm á skólaskyldualdri í sveitinni voru 17 í fyrra. Böm í 7., 8. og 9. bekk hafa verið í heimavist á Vopnafirði. Ibúafjöldi í Skeggjastaðahreppi er um 130 manns. Þar af búa um 90 manns á Bakkafiröi. Þar er smá- bátaútgerö og fiskvinnsla. -KMU Grýlan fyrrverandi með jólasveininn" í fanginu. fœddist 23. júní og vai grömm og 54 sentímetrar. DV-mynd Hreinn MAMMA „JOLASVEINS ff Meðan sumarsæluvikan stóö yfir á Sauðárkróki var rekin þar útvarps- stöð í ófullgerðri heilsugæslustöð sem er áföst sjúkrahúsinu. Stöðin nefndist rás S og útsendingar voru sem næst samfleytt alla vikuna frá klukkan 14.00—23.00. Leikin var létt tónlist og spjallaö viö fólk. Fyrsta sending rásar S var laugardaginn 29. júní og þátturinn kallaðist Píreygöir undir kollunum. Þar sem útvarpsstööin var í sjúkra- húsinu þótti útvarpsráði rásar S tilvaliö aö fá fyrst í viðtal einhvem, sem þar heföi dvalið nýveriö. Fyrir valinu varð Inga Rún Pálmadóttir, Sauökrækingur og gítaristi Grýlanna. sálugu. Hún var nýbúin að eignast lítinn strák, eða jólasvein, eins og sumir vildu heldur segja. JBH/Akureyri Davíð Oddsson um hugsanleg kaup Landsvirkjunar á Kröflu: SKULDIRNAR HAFI EKKIÁHRIF Á RAFMAGNSVERÐ Drög að samningi um sölu á Kröflu- virkjun til Landsvirkjunar liggja nú fyrir stjóm Reykjavíkur og Akureyrarbæjar, fjármála- og iðnaöarráðuneytinu og stjóm Lands- virkjunar. Gert er ráö fyrir aö Lands- virkjun yfirtaki virkjunina upp aö 1,2 milljöröum, en að ríkið yfirtaki af- ganginn af skuldunum sem alls eru 3,2—3,4 milljarðar. Ríkiö, Reykja- víkurborg og Akureyrarbær eru eignaraöUar Landsvirkjunar. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í samtali viö DV að málið væri til meö- feröar hjá borgarráöi. „Menn hafa ekki enn tjáö sig um þaö aö ööru leyti en því aö tvö skilyrði þarf að uppfylla. Annars vegar þaö aö skuldir þær, sem fylgja virkjuninni, hafi ekki áhrif á rafmagnsverð í landinu, verði hvorki til hækkunar né komi í veg fyrir þá raunlækkun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum. Hins vegar aö sú áhætta, sem er á staðnum vegna jaröhræringa og annarra slíkra atburða, sé borin af seljanda en ekki kaupanda. Þetta tvennt er aö hluta til í því samnings- uppkasti sem fyrir liggur, menn þurfa síöan að kanna hvort það gengur nógu langt,” sagði Davið Oddsson. Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akur- eyri, kvaðst ekki vilja tjá sig um máliö fyrr en bæjarstjómin hefði um þaöfjallað. -pð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.