Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR12. JULl 1985.
5
Jónas Ragnarsson hjá
Krahbameinsfélaginu:
„MIKILVÆGUR
ÁRANGUR”
„Við teljum þetta mikilvægan
árangur, ef tekið er mið af þeim tölum
sem sýna lækkun,” sagði Jónas
Ragnarsson hjá Krabbameinsfélaginu
í samtali við DV er hann var inntur
álits á minnkandi tóbakssölu það sem
af er árinu.
„Það er erfitt að segja til um hvert
framhaldið verður. Hér hefur verið
verðstríð sem ég held að hljóti að fara
að linna. Við vonum að nýju merk-
ingarnar veki fólk einnig til um-
hugsunar. Allir sigarettupakkar eftir
1. júlí verða merktir með aðvörunar-
miðum og við vonum að það hafi sin
áhrif, hvort sem það sést í sölutölum
eða ekki. Þessir miðar hafa vakið
mikla athygli og jafnvel hugsanlegt að
þeir verði teknir i notkun í Noregi á
næsta ári,” sagði Jónas.
Egilsstaðir:
Velti jeppa
ogkerru
Bronco-jeppi með kerru aftan í valt í
fyrrinótt hjá Fagradal i nágrenni
Egilsstaða. Tveir voru í bílnum og
sluppu báðir ómeiddir. Bifreiðin fór á
þakið en skemmdist lítið.
Að sögn lögreglunnar á Egilsstööum
þá var aögæsluleysi ökumanns um að
kenna. Leit hann af veginum sem
snöggvast og vissi ekki fyrr en bíll
hans var á leið út af. Afleiðingamar
urðu eins og frá segir.
-EH.
PRESTUR
SLASAST
Frá Regínu Thorarensen, Gjögri:
Séra Einar Jónsson, prestur hér á
Ströndum, slasaðist illa nýlega og
liggur þungt haldinn á spitala í
Reykjavik. Prestur var að mála útihús
snemma morguns og enginn er til frá-
sagnar um hvað gerðist, en sumir
álykta að hann hafi dottið úr stiga.
Þess má geta að þrjú ár eru síðan hann
flutti hingað og likar öllum vel við
hann.
ísafjörður.
Tekinná
140 km
hraða
ábifhjóli
Ungur maður var tekinn á 140 kíló-
metra hraða á bifhjóli á Isafiröi i
fyrradag. Pilturinn var sviptur öku-
leyfi á staðnum.
Að sögn lögreglunnar á Isafirði eru
nokkur bifhjól þar í bæ og margir
kvarta yfir því hve ökumenn þeirra
keyri hratt um götur bæjarins.
-EH.
Heilsugæslustöð
íkaupfélaginu
Fró Reginu Thorarensen, Gjögri:
Læknishjónin á Hólmavík voru á
ferð í Arneshreppi nýlega að athuga
heilsufar hreppsbúa og hafa þau að-
stöðu í húsakynnum Kaupfélags
Strandamanna, Norðurfirði, en óðum
er verið að flytja fullkomin læknistæki
þangað.
Læknishjónin Þorsteinn Njálsson og
kona hans, Olöf Pétursdóttir, fluttu
fyrir tæpu ári til Hólmavíkur. Þau
vinna bæði á hinni nýju heilsugæslu-
stöð sem var vígö 28. júní síðastliðin.
Fannst ungu læknishjónunum mikill
munur að flytja í hina nýju heilsu-
gæslustöð. Olöf er hjúkrunarkona og
vinnur 75 prósent vinnu.
Onæmistæringarumræðan hefur áhrif:
Selur verjur í matvöruverslun
„Þetta er til komiö af allri þessari
umræðu um ónæmistæringu, eða
AIDS. Því má segja að þetta sé DV
aö þakka,” sagði Guðbjöm
Magnússon, kaupmaður í Brekku-
vali í Kópavogi, í samtali við DV.
Brekkuval er matvöruverslun og
fyrir viku hóf Guðbjöm sölu á
verjum í verslun sinni. Það mun
vera einsdæmi hér á landi þar sem
þessi vara hefur hingað til einungis
fengist í apótekum.
„Skoðun mín er sú að þessi vara
eigi ekki að vera neitt feimnismál.
Fólk á að geta tekið þetta úr hillu og
sett í innkaupakörfuna um leið og
það kaupir inn til heimilisins.
Fólk á ekki lengur að þurfa að vera
að telja í sig kjark fyrir utan apótek-
ið vanhagi það um verjur.”
— Hvemig hafa viðskiptavinimir
tekið þessari nýjung?
„Það er nú svona upp og ofan. Mér
sýnist aldurinn skipta þar máli.
Annars er ekki mikil reynsla komin á
þettaenn.”
— Hefur verið mikil sala í verjun-
um?
„Þærhafa hreyfst.”
— Hvar er þessi vara í verslun-
inni?
„Hún er viö kassann svo þetta er
mjög handhægt fyrir fóik.”
— Hvemigdattþérþettaíhug?
„Þetta bara kom svona. Starfs-
fólkið skoraöi á mig svo ég sló til.
Sjálfum finnst mér þetta góð hug-
mynd enda hef ég heyrt lækna stinga
upp á þessu,” sagöi Guðbjöm
Magnússon. -KÞ.
Verjurnar eru viö kassann í versluninni. Kaupmaðurinn segir að vara
þessi sé til sölu til reynslu. DV-mynd VHV.
■pj,,,...
m
vV &>• .,íi
•vy
m
Ófrúfegt en satt!
FM 88 8» ©8 1ÖO 108 MH*
i wto .a,,x
***** AIV» • 80 70 80 100 130 180 KH| x
Sambyggt bíltæki — 2x8 wött. FM. Steríó. MW.
Adeins 3340
'^^mmmmmmm^-
'^mmmmmmmmm'
'mmmmmmt
Bíltækjapakki
sumarsins!
.. ■
k ./***-. f*** f'"'
k *** ■
^ |
'mmmmmmi
'mmmmmmí
mmmmmm\
'^mmmmml
wvt — ** tm 400
; ftM »+ «o «© too' tso KM* < :
, \tOi~
TUfSítS 0AL
!######■'
|######^
|#####:ifiP
|####'2#í
I <<***
mwmrnm
Verd adeins 4.950
Sambyggt bíltækl — 2x7 wött. FM. Steríó. MW. Ásamt 15 watta hátölurum.
Og aftur komum vid á óvart!
SS sa 100 104 1D» MHi
AM »« &0 70 80 10D 130 130 KM*
IC
Sambyggt bíltæki — 2x7 wött. „Auto Reverse". FM. Steríó. MW. Adeins 5390
• VV'iís. V.
\i}Vt
í/-f
f'V i'-W
Hátalarar í alla bíla — Verð ffrá 1.370 parið.
Tónjafnarar með 30 watta aflí ffrá 2300.
Leitið ekki langt yfir skammt. — Úrvalið er hjá okkur.
SJÓNVARPSBÚDIN
Lágmúla 7 — Reykjavík
Simi 68 53 33