Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Side 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 25. JUU1985. REYÐFIRDINGAR BÍÐA OG VONA Segja má aö á Reyðarfirði ríki vonleysi. I nokkur ár hafa bæjarbúar beðið eftir því að endanleg ákvörðun verði tekin um byggingu kísilmálm- verksmiðju þar. Sú ákvörðun hefur dregist að mati Reyðfirðinga og þar eru menn orðnir vonlitlir um að verk- smiðjan verði reist i þessum lands- hluta. Nú eru hins vegar horfur á því að draga muni til tíðinda í þessu máli. Fullvist þykir nú að ákvörðun verði tekin um framtíð verksmiðjunnar á þessu ári. Sú ákvörðun mun að öllum hkindum auðvelda Reyðfirðingum að taka ákvarðanir um sina eigin hagi. Þar hafa margir haldið að sér höndum vegna óvissu. DV kom við á Reyðarfirði og rabbaðiviðmennþar. APH Lfkan af kfsilmálmverksmifljunni þar sem gert er ráfl fyrir afl hún verfli reist vifl Reyðarfjörfl. APH ÞOLINMÆÐIN ÁÞROTUM — GunnarHjaltason verslunarmaður „Eg er orðinn mjög óánægður með að ekki skuli vera hafnar fram- kvæmdir hér vegna verksmiðj- unnar,” segir Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfiröi, í samtali viðDV. „Þessi dráttur er orðinn allt of langur. Það verður að taka ákvörðun um þetta mál. Þó svo að hún verði neikvæð er betra að vita að hverju við eigum að stefna héma á Reyðar- firði. Enn erum við sæmilega bjart- sýn á aö þessi verksmiðja risi hér. Eg tel víst að ákvörðun verði tekin á þessu ári. Þessi dráttur hefur haft þær af- leiðingar að óvissa hefur ríkt hér í skipulagsmálum. Þá er ákaflega erfitt að vinna að skipulagningu bæjarins þegar ekki er vitað hverjar þarfimar verða,” segir sveitarstjór- inn. Hann nefnir dæmi um hvaða stefnu á að taka i skólamálum þegar ekki er vitað hversu mörg böm verða á næstu árum. Fjölmörg önnur dæmi er hægt að nefna í þessu sambandi. Þau bera öll að sama brunni. Ovissa ríkir á flestum sviðum og það er hún sem fer illa orðið í bæjarbúa. „Það er gert ráð fyrir að það fjölgi um 500 manns hér um slóðir vegna verksmiðjunnar. Þessi fjöldi mun að einhverju leyti dreifast um byggðina. Einhverjir munu koma frá Eskifirði og aörir ofan af Héraöi. Á Reyðarfirði er hugsanlegt að fjölgun vegna tilkomu verksmiðjunnar verði um 300 til 350 manns. Það gefur augaleið að við yrðum í erfiðleikum meö að taka á móti svo mörgu fólki á stuttum tíma. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að ákvörðun verði tekin um þetta svo hægt verði aö undirbúa þessa fjölgun sem best. Við kviðum ekki þessari þenslu heldur þeim samdrætti sem verður ef verk- smiðja verður ekki reist hér. Viö erum í raun sæmilega undir það búin að fara út í skipulag vegna verksmiðjunnar. Hins vegar höfum við ekki þorað aö fara út í neinar framkvæmdir á meðan ekkert er á hreinu í þessum efnum,” segir Hörður. Eins og við flestar framkvæmdir munu í fyrstu koma starfsmenn sem vinna munu að byggingu verk- smiðjunnar. Samkvæmt áætlun sem gerð hefur verið er stefnt að því að þetta starfsfólk flytji í húsnæði sem seinna nýtist fyrir þá starfsmenn sem koma til með að starfa í sjálfri verksmiðjunni. Sveitarstjórinn segir að búast megi við því að um helm- ingur þeirra sem starfa munu við byggingarframkvæmdir muni koma úr byggðarlaginu. En hvað segir Hörður um ummæli iðnaðarráðherra að það séu takmörk fyrir því hversu mikið sé hægt að borga fyrir byggðastefnuna. „Eg efast ekki um að það hljóta að vera takmörk fyrir því hversu mikiö er hægt að greiða fyrir byggða- stefnuna. Hins vegar hefur sá samanburður á staðsetningu verksmiðjunnar á Grundartanga eða á Reyðarfirði verið ákaflega villandi. Það er sára- lítill munur á að byggja verk- smiðjuna hér eða á Grundartanga. I Ég ar orflinn mjög óánægður segir sveitarstjórinn á Reyflarfirði, Hörflur Þórhallsson. DV-mynd PK fréttum hefur verið talað um að Elkem eigi hafnarmannvirki á Grundartanga sem það gæti nýtt fyrir kisilmálmverksmiðju þar. Þaö rétta er að fyrirtækið á ekki höfnina. Hún er í eigu ríkisins og viökomandi hrepps. Þannig yrði það hér líka. Þaö rétta er að Elkem fór út í offjár- festingu á Grundartanga. Þar eru ekki nema tveir ofnar í stað fjögurra eins og gert er ráð fyrir í skipulagn- ingu jámblendiverksmiðjunnar. Okkur finnst því óréttlátt að þessar fjárfestingar skuli bomar saman,” segir sveitarstjórinn á Reyðarfirði. Eins og kunnugt er hafa tvö erlend fyrirtæki komið til greina í sambandi við rekstur kisilmálmverksmiðju hér á landi. Þaö er Elkem Spiekel- verket, norskt fyrirtæki sem einnig er meö eignaraðild að jámblendi- verksmiðjunni á Grundartanga. Síðan hefur annað fyrirtæki, enskt, Rio Tinto Zink, verið að hugleiöa reksturhér. Búist er við að svar frá því fyrir- tæki komi á næstunni. „Þó að svarið frá RTZ verði nei- kvætt er það ekki sönnun þess að þetta sé óaröbær fjárfesting. Þaö getur vel verið að forráðamenn þess fyrirtækis meti það svo að skynsam- legra sé fyrir þá að setja peningana sina í eitthvað annað þar sem hægt eraðfámeiriarð. „Þessi verksmiðja er prófsteinn á það hvort það er stefnan að byggja landiö allt eða bara suövestur- homið,” segir Gunnar Hjaltason, verslunarmaður á Reyðarfirði, sem er orðinn mjög gramur yfir því að verksmiðjan skuli ekki hafa séð dagsins ljós enn. Sverrir segir reyndar að hann sé tilbúinn til að greiða fyrir byggða- stefnuna. En hann segir einnig að það séu takmörk fyrir því hversu mikið það geti verið. Við viljum fá að vita hver þessi takmörk em. „Við verðum að fá úr þessu skorið strax. Annars er eins gott að fá sér stóran pramma og safna öllum á hann frá landsbyggöinni og sigla til Reykjavíkur. Síðan er hægt að fá skrattann í lið með sér og reka fisk- inn líka suður,” segir Gunnar. Hann segir að nú sé ljóst að En það verður að ljúka þessum viðræðum við erlendu eignaraðilana áður en ákvöröun er tekin í þessu máli. Allar rekstraráætlanir sem gerðar hafa verið em nokkuð væn- legar. Og ef erlendir aðilar vilja ekki vera með í þessari verksmiðju ættum við sjálf að íhuga að byggja þessa verksmiðju. Því fylgir reyndar áhætta og kann vel aö vera að nauð- synlegt sé að vera með erlenda aðila til að draga úr þeirri áhættu og til að tryggja sölu framleiöslunnar og fleira,” segir Hörður Þórhallsson, sveitarstjóriáReyðarfirði. APH sjávarútvegurinn geti ekki tekið við fleira fólki. Þess vegna verði eitt- hvaö annað að koma til. Og það sé ekkert sem geti réttlætt það að byggja ekki þessa verksmiðju hér á. Reyðarfirði. „Það verður að taka ákvörðun um þetta mál. Það er margt sem spilar inn í. Hér hafa menn verið að biða í langan tíma. Margir hafa veigrað sér við að fara út í framkvæmdir vegna þess að þeir vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir Gunnar. „Við erum búin að vera í start- holunum í 6 ár og ég er hræddur um að fáir hefðu sætt sig við það,” segir GunnarHjaltason. APH tii afl reka fiskinn suflur til Reykja- vtkur," sagir Gunnar Hjaitason á Reyðarfirði. ÞAÐ VERÐUR AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN — segir Hörður Þórhallsson I dag mælir Dagfari í dag mælir Pagfari I dag mælir Dagfari Nú er komið að sköttunum. Hver og einn islendingur, jafnvel ómálga börn, fær sendan skattseðilinn vinsæla heim í pósthólfið sitt. Nú er það þannig með skattana að hver meðalgreindur maður getur nokkurn veginn reiknað út í lófa sér hversu mikið hann skuli greiða í skatt eftir að hafa skilað framtalinu í byrjun árs. En annaðhvort eru menn búnir að gleyma hvaða tekjur þeir höfðu ellegar þeir eru búnir að gleyma hvemig á að leggja saman og draga frá, þvi alltaf skal skatturinn koma fólki jafnmikið á óvart. Ýmist era menn ofsakátir yfir lægri sköttum heldur en þeir áttu von á eða það þeir eru fúlir og æstir yfir hærri sköttum en þeir bjuggust vlð. Nú, svo eru það þeir sem alls ekki trúa því sem þeir fá uppgefið, eins og fór fyrir huldumanninum sem efstur var í skattstiganum í Reykjavík. Sjálfsagt trúir hann því ekki heldur hvað hann hafði í tekjur eða þá að hann trúir ekki sínu eigin framtali, enda er ekki hægt að gera ráð fyrir því að skattframteljendur séu allir trúaðir menn. Skattstjóri upplýsir aö skattar lækki á hvern einstakan en hækki Hin skattpínda þjóð þegar allt er samanlagt, sem er auðvitað sú töfraformúla sem allir hafa verið að leita að. Ef unnt er að haga skattlagningu í framtiðinni með þeim hætti að skattar lækki þó þeir hækki geta báðir aðllar vel við unað. Ríki og sveitarfélög fá þá meira í sinn hlut meðan borgararair greiða hver um sig minna en árið áður. Sú skýring er að visu höfð uppl að heUdarskattlagning hækki vegna þess að laun hafi hækkað meira en riklssjóður hafi áætlað en á sama tima hefur launþegahreyfingin haldið þvi statt og stöðugt fram að laun hækki ekki nóg. Þetta sannar að menn hafa tekjur þó þelr hafi ekki laun, sem getur leitt tU þess að menn hætti að karpa um laun úr þvi þeir hafa tekjur án launa. Þannig leiðir skattskráin ýmislegt í ljós sem kemur þjóðarbúinu tU hjálpar. Nú borgar almenningur minni skatta en nokkru sinni fyrr en rikissjóður græðir samt 400 milljónir króna fram yfir það sem fjárlögin gerðu ráð fyrir. Skattskráin er með öðrum orðum mikil himnasending og er þá af sem áður var þegar þessi sama skattskrá hræddi líftóruna úr öUum mönnum. En hún gerir fleira, skattskráin. félaginn borgar í skatt. Menn geta Nú geta íslendingar fengið það svart ýmLst náð sér niðri á f jandmönnum á hvítu hvað nágranninn og vinnu- sínum með því að hlakka yfir skatt- píningunni sem bíður þeirra eUegar þeir geta hneykslast á skattleysinu sem þeir njóta. t báðum tUvikum er hægt að tala Ula um náungann, sem er sú óskastaða og uppáhaldsiðja sem tslandsmaðurinn hefur mesta ,unun af. Annars er það meiri háttar brandari hversu mUda athygU það vekur þegar blessuð skattskráin kemur út. Tekjuskatturinn og út- svarið er ekki nema brotabrot af þeim sköttum sem hver og einn borgar. Tökum tU að mynda bílana. Fyrst borgum við skatt af innflutn- ingi þelrra, síðan söluskatt i kaupverðlnu, þá næst vegaskatt af bensininu og bifreiðaskatt fyrir umráðaréttinn. Og ekki má gleyma söluskattinum af viðgerðunum, gúmmigjaldinu og þungaskattinum, bifreiðaeftirUtinu og eignaskattinum og svo öUum hinum sköttunum, sem lagðir eru á mann af maður er svo óheppinn að eiga eitthvað afgangs til að festa kaup í þegar tekju- skatturinn er greiddur. Skattskráin er aðeins upplýsing um það hvað menn gefa upp tU skatts, ekki hvað þelr greiða, eða hvað þeir eiga að greiða. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.