Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Síða 26
26
DV. FIMMTUDAGUR 25. JULI1985.
„Sagan kemur til með að
leggja sinn dóm á þessa
ráðstefnu og allar hennar
samþykktir."
Gerald Ford.
og vesturvelda. Samþykktar voru
vissar skoröur á heræfingum hvors
aöila um sig og skuldbundu vamar-
bandalögin tvö sig til aö tilkynna
hinu um fyrirhugaðar heræfingar
meö vissum fyrirvara. Aö auki var
samþykkt aö ef fjöldi hermanna á
heræfingum færi yfir ákveðið mark
skyldi viðkomandi þjóö eða
hemaðarbandalag leyfa fuiltrúum
hins aö fylgjast meö. Skyldi siík sam-
vinna og uppiýsingaskyida
hemaðaryfirvalda draga úr spennu
og óvissu um hemaðarbrölt
gagnaöilans.
Endalaust
ráðstefnuhald
Þrátt fyrir endalaus skoöanaskipti
um raunverulegt mikilvægi Helsinki-
sáttmálans eru flestir þó sammála
um aö áframhaldandi fundahöld
þátttökuríkjanna 35 síöustu tíu ár
hafi verið til hagsbóta. Árangurinn
hafi reyndar ekki veriö mikill en rík-
in hafi haft allt að vinna og engu aö
tapa. I kjölfar Helsinkisáttmálans
hafa þátttökuríkin fundað um
evrópsk öryggismál reglubundiö.
Oryggismálaráðstefna Evrópu hefur
verið haldin í beinu framhaldi af
samþykktum Helsinkisáttmálans.
Rikin komu saman í Belgrad 1978, í
Madrid reglulega frá 1980—1983, i
Stokkhólmi á síðasta ári og búiö er
aö boöa til næsta fundar rikjanna 35 í
Vínarborg á næsta ári.
Eftir að Reagan komst til valda í
Bandaríkjunum hefur hann verið
óvæginn í gagnrýni sinni á meint
brot Sovétmanna á Helsinkisátt-
málanum. Forsetinn hefur harölega
gagnrýnt Kremlverja fyrir aö til-
kynna ekki um meiriháttar her-
æfingar meö réttum fyrirvara og
bjóða ekki fulitrúum Atlantshafs-
bandalagsins að fylgjast meö.
Formlegt afmælisboð
Þátttökuríkin, Bandaríkin, Kan-
ada og öll ríki Evrópu nema
Albanía, senda utanríkisráðherra
sina til Helsinki 1. ágúst næstkom-
andi til aö minnast tíu ára afmælis
undirritunarinnar meö pomp og
prakt. Fréttaskýrendur telja að
„afmælisfagnaöurinn” verði nær
eingöngu formlegheit. Þó hafa menn
ekki gleymt því tækifæri er fuiltrú-
um gefst til óformlegra viðræðna á
meöan á afmælisboðinu i Helsinki
stendur.
Á öðrum vettvangi Helsinkisam-
þykktanna er litið um raunverulegan
ávinning. Sex vikna ráðstefnu um
mannréttindamál, er haldin var í
Ottawa, lauk í skipulögðu fússi þátt-
tökuríkja. Eins og einn stjórnar-
erindrekinn orðaði það: „Menn virt-
ust aðeins sammála um aö vera
ósammála.”
Fyrirhuguð er ráöstefna í Bem í
næsta mánuði um fjöiskyldumál og
vegabréfsáritanir. Fundafúss í
Ottawa er ekki tilefni mikillar bjart-
sýni um árangur þeirrar samkomu.
Sambúð stórveldanna fór kólnandi
eftir innrás Sovétmanna i Áfganistan
í desember 1979 og ólguna í Póllandi
áriðeftir.
Kalda stríðiö virtist aftur komiö í
algleyming og samskipti stórveld-
anna voru með minnsta móti.
Á síðustu fimm árum hefur ráö-
stefnuvettvangur Helsinkisáttmál-
ans verið eina tilefni þar sem fulltrú-
ar stórveldanna hafa komið saman
og fundað um stöðu sína. Stjóm-
málaskýrendur telja að þrátt fyrir
litinn afrakstur alls fundahaldsins til
þessa megi greina örlitla vonarglætu
í samskiptum stórveldanna. Sú
vonarglæta sé til komin vegna þess
lágmarkssambands sem tekist hefur
að halda vegna reglubundinna funda
öryggismálaráðstefnunnar og þeirra
óformlegu stórveldaviðræðna sem
þar hafi átt sér stað.
Fordþiðan skjalfest. Ford Bandaríkjaforseti 09 Brósnef, leiðtogi Sovétríkjanna, við undirritun Helsinki-
sáttmðlans 1. ógúst 1975. Utanríkisróðherramir, Kissinger og Gromyko, óttu drjúgan þótt í undirbúningi
ráðstefnunnar.
Tíu ár f rá undirritun Helsinkisáttmálans:
Mikilvægur fríðar-
áfangi eða marklaus
pappírssnepill?
Evrópu. Með undirskrift Helsinki-
sáttmálans fengu þau formlega
staðfestingu vesturveldanna á þess-
ari landamæraskipan. Vesturveldin
lögðu megináherslu á aö fá Sovétrík-
in til að samþykkja ákveðin grtmd-
vallaratríði er vörðuðu mann-
réttindamál. Að áliti Vesturlanda
höföu mannréttindi löngum verið
fótum troðin í Sovétríkjunum og nú
sóttu þau fast aö Kremlverjum um
endurbætur.
Megininntak
Helsinkisáttmálans
Mikilvægustu atriði sáttmálans
koma fyrir í þrem síðustu köflum
Hið glœsilega Finlandia hús í Helsinki þar sem þátttökuríkin 35
skrrfuðu undir.
hans. öryggismál í Evrópu, sam-
vinna á sviði efnahagsmála, vísinda,
tækni og umhverfismála, auk sam-
starfs á sviði mannréttindamála.
Sá hluti sáttmálans er fjallaði um
öryggismál Evrópu tiltók tíu grund-
vallaratriði um samskipti ríkja er
farið skyldi eftir. Fullkomið jafnræði
á milli fullvalda og sjálfstæðra ríkja,
ríki skyldu ekki hóta beitingu her-
valds eða beita við framkvæmd
utanríkisstefnu, óvefengjanleg
landamæri, engin afskipti af innan-
ríkismálum hver annarra og virð-
ing fyrir mannréttindum og grund-
vallarréttindum einstaklinga.
Á sviði mannréttindamála sam-
þykktu ríkin 35 að virða grundvallar-
mannréttindi eins og skoðana- og
tjáningarfrelsi einstaklingsins, að
auðvelda samskipti vina- og vensla-
fólks er byggi hvort sinum megin við
jámtjald og minnka hömlur stjóm-
valda á upplýsingastreymi til
borgaranna.
Á sviði hermála var samþykkt að
auka samskipti á milli herja austur-
„Ekki benda ó mig". Helsinki-
sóttmólinn í höfn en menn
greinir ó um efndirnar. Sífelldar
ósakanir stórveldanna um brot ó
sáttmólanum hafa stórlega
grafið undan trú manna ó
mikilvsagi hans. En ófram halda
fundahöldin.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
„Mikilvægur sigur fyrir þá
er aðhyllast frið og öryggi
á plánetu okkar."
Leonid Brésnef.
„Mikilvægur sigur fyrir þá er að-
hyilast frið og öryggi á plánetu
okkar,” sagði Leonid Brésnef, leið-
togi Sovétríkjanna, 1. ágúst 1975,
fyrir tæpum tíu árum, við undirskrift
Helsinkisáttmálans um frið og ör-
yggi í Evrópu.
Með samþykkt öryggissáttmálans
hófst samvinna 35 Evrópuríkja um
öryggis- og vígbúnaðarmál er miðaði
að slökun spennu í álfunni og þíöu í
samskiptum ríkja.
Meö undirritun sáttmálans skuld-
bundu málsaðilar sig til að virða
ríkjaskipan þá og stöðu landamæra
sem komist hafði á við lok síðari
heimsstyrjaldar.
Fyrir tíu árum var slökunarstefna
stórveldanna í algleymingi. Aðeins
voru liðin þrjú ár frá undirritun
SALT I samningsins um takmörkun
kjarnavopna auk toppfunda leiðtoga
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á
skömmu tímabili. Andi slökunar lá í
loftinu. Sljákkað hafði í norðangarra
kalda stríðsins og raunverulegur
vilji virtist vera á batnandi sambúð
austurs og vesturs. Auðmýking
Bandaríkjamanna í Víetnam til-
heyrði sögunni. Töluvert var enn í
grimmdarverk Rauða hersins í
Afganistan.
Leiðtogi Sovétríkjanna var bjart-
sýnn í ávarpi sínu eftir lokaundir-
skriftina í Finlandia húsinu í Hel-
sinki. Utanríkisráðherrar 35 Evrópu-
ríkja, báðum megin járntjalds, höfðu
sameinast í ailsherjarsáttmála
friðar og samvinnu Evrópuríkja.
Aldrei áður hafði slík samþykkt ver-
ið gerð. Ekki þurfti gamalmenni til
að minnast stríðshörmunganna í
Evrópu fyrir aðeins rúmum þrem
áratugum.
Bjartsýni þjóöarleiötoga var þó
bundin vissu raunsæi. Gerald Ford,
þáverandi forseti Bandaríkjanna,
varaði menn við og sagði að
raunverulegur friður væri annað og
meira en undirskrifað pappírssnipsi.
„Sagan kemur til með að leggja dóm
sinn á þessa ráðstefnu og allar
hennar samþykktir. Ekki vegna
þeirra loforða er við efnum til heldur
hvemig okkur teksf að efna þau,”
sagði Bandaríkjafors _*ti.
Ágreiningur urn
mannréttindaákvæði
Að tíu árum liðnum eru menn ekki
sammála um hvort samþykktir Hel-
sinkisáttmálans hafi i raun náð
markmiði sínu og dregið úr spennu
ríkja á milli. Vestræn ríki, með
Bandaríkin í broddi fylkingar, hafa
sakað Sovétmenn og fylgifiska
þeirra í Austur-Evrópu um síendur-
tekin brot á mannréttindaákvæðum
sáttmálans. Minnst er á fangelsanir
pólitískra andófsmanna og skort á
ferðafrelsi borgara i rikjum austan-
tjalds. Tregða sovéskra yfirvalda tii
að leyfa fólki að flytjast úr landi hef-
ur einnig verið ofarlega á baugi.
Sovétmenn ásaka Vesturlönd hins
vegar fyrir aukinn vígbúnað í
Evrópu og fyrir afskipti af innan-
ríkismálum með því að gagnrýna
meint brot á mannréttindum í
Sovétríkjunum.
Fékk hver sitt?
Það er almennt álit stjómmála-
skýrenda á Vesturlöndum að með
Helsinkiundirrituninni hafi náðst
ákveðin málamiðiun á milli austurs
og vesturs.
Austurblokkin sótti það fast að fá
formlega viðurkenningu vesturveld-
anna á iandamæraskipan í Evrópu
eftir stríð. Sovétrikin telja það höfuð-
atriði í utanríkisstefnu sinni að
tryggja vesturlandamærin gegn
hugsanlegri óvinainnrás meö vin-
veittum landamæraríkjum Austur-
Umsjón:
Hannes Heimisson