Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Qupperneq 10
DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985.
íbúð óskast
2ja til 3ja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir starfsmann
okkar.
Upplýsingar í síma 83366.
PRENTSMIÐJAN ODDI.
Starf í brunadeild
Óskum eftir að ráða starfsmann í brunadeild til almennra
skrifstofustarfa.
Æskilegt að umsækjendur geti byrjað sem fyrst og hafi til
að bera hæfni í skrifstofustörfum.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá starfsmannahaldi,
Ármúla 3, sími 81411.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMULA3 SIMI 81411
STARF í
SKÝRSLUVÉLADEILD
Óskum eftir að ráða operator í skýrsluvéladeild vegna
tölvukaupa.
Æskilegt að umsækjendur hafi góða undirstöðumenntun.
Hér er um að ræða lifandi starf fyrir réttan og áhugasam-
an aðila.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfs-
mannahaldi, Ármúla 3, sími 81411.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SÍMI81411
Rover 3500 83
Til sölu ROVER 3500 VAIM-DEN-PLAS '83
ekinn 57 þús. km, sóllúga, rafmagn í rúðum og speglum,
mjög fullkomin ökutölva (test-tölva), beinskiptur, aflstýri,
aflbremsur. Má ath. með ódýrari bíl upp í. Þetta er einn
alveg sérstakur.
BÍLASALA MATTHÍASAR
v/Miklatorg. Símar 24540 - 19079.
GRUNNSKÓLINN
Á ÍSAFIRÐI AUGLÝSIR
SÉRKENNARAR—
ÞROSKAÞJÁLFAR
Grunnskólinn á Isafirði óskar að ráða til sérdeildar skólans
1. Forstöðumann
2. Kennara og þroskaþjálfa
i störfunum felst annars vegar skipulagning og
uppbygging sérdeildar og hins vegar kennsla og þjálfun
nemenda á þjálfunar- og hæfnisskólastigi.
Ennfremur sérkennsla rtemenda í hinum almenna grunn-
skóla. Hér er um nýjan starfsvettvang að ræða sem býður
uppá fjölbreytt viðfangsefni og spennandi uppbyggingar-
starf. Nánari upplýsingar veita formaður skólanefndar
grunnskólans, Lára G. Oddsdóttir, í síma 94-3580, skóla-
stjóri grunnskólans, Jón Baldvin Hannesson, í símum 94-
3146 og 94-4294 og sérkennslufulltrúi fræðsluskrifstofu
Vestfjarða, Valborg Oddsdóttir, í síma 94-3855.
Skólanefnd.
Hringferð um landið Síðasti hluti
FJALLGANGA 0G HÓTELDVÖL
Eins og ég sagöi frá i síðasta þætti
hafði konan mín spáð bliðviðri fram
að helgi enda fór svo að það stytti
ekki upp þá daga sem við áttum eftir
að dvelja á Austurlandi.
Á suðurleiöinni brá hins vegar til
betri tíðar og þar hafði sýnilega ekki
rignt mikið því að Blautakvísl var til
dæmis álíka blaut og æðsti templar
Stórstúku Islands og fannst okkur
dálítið einkennilegt að aka yfir brú
sem engin á rann undir.
Enn undarlegra fannst okkur þó
þegar okkur var sagt í Skaftafelli að
þar væri foss sem ekkert vatn væri í
ogvildustrákar fara og skoða þennan
foss og voru alveg jafnstaðráðnir í
því þótt ég segði þeim að þeir gætu
alveg eins skrúfað frá biluöum krana
og horft á hann. Upp að fossinum var
nefniiega tveggja stunda gangur fyr-
ir venjulegt fólk aö sögn þeirra sem
til þekktu en ég lagði ekki í að reikna
út hvað ég yrði þá lengi á leiðinni.
— Væri ykkur ekki sama þótt við
færum bara og skoðuöum Skeiðarár-
sand? lagði ég til málanna. Skeiöar-
ársandur er nefnilega á jafnsléttu og
þar aö auki virtist mér stutt að fara.
Ekki voru strákar hrifnir af þess-
ari uppástungu og sögðu að ef þá
langaöi til aö horfa á sand gætu þeir
gert það í sandkassanum heima hjá
sér.
— Ur hverju eru sandkökur búnar
til? spurði sá fimm ára þegar við vor-
um lagðir af stað upp að vatnslausa
fossinum.
— Ætli þær séu ekki búnar til úr
hveiti og smjöriíki, sagði ég másandi
og blásandi þar sem við vorum farn-
ir aö ganga upp í móti.
— Eru þær þá ekki búnar til úr
sandi? spurði sá fimm ára og var al-
veg hissa á þessu.
Eg kunni ekki viö aö segja hon-
um að gyðingakökur væru líka búnar
til úr hveiti og smjörlíki enda var
mér orðið dálitið erfitt um mál en
komst þó ekki hjá því að spyrja hvort
hann væri orðinn brjálaður þegar
hann bað mig allt í einu að bera sig á
háhesti það sem eftir væri upp að
fossinum.
— Ef þú ert orðinn þreyttur getum
við snúið við mín vegna, sagöi ég en
þá var sá stutti ekki þreyttari en svo
að hann fór að hlaupa upp eftir stígn-
um og sagðist bara hafa verið aö
grínast.
Þeir sem hafa lent í þeim lífsháska
að fara í fjallgöngu eftir að hafa
gengið i hæsta lagi á milli stofunnar
og eldhússins heima hjá sér síðastliö-
in þrjátíu ár vita að til að byrja með
veröur maður alveg ógurlega móður,
síöan fær maður verk í kálfana og að
lokum sinadrátt í tæmar og þegar
svo er komið óskar maður þess heitt
og innilega að einhver fossspræna
komi í ljós svo að maöur geti skrökv-
að því að afkvæmi sínu að nú séum
við loksins komnir að fossinum og
því mál að halda til baka.
Sem betur fer þurfti ég ekki aö
grípa til þessa ráös því að stuttu áður
en ég ákvað aö gefast upp hvað sem
hver segði kom í ljós foss og þegar sá
fimm ára spurði hvort þetta væri
fossinn sem við ætluðum að skoða
var ég alveg ógurlega fljótur að játa
því.
Á niðurleiðinni bar fátt til tíöinda
og þegar viö höfðum aftur jafn-
sléttu undir fótum kom okkur
feögunum saman um að þaö væri
lítill vandi að stunda svona göngu-
feröir að því tilskildu að fjalls-
hlíðarnar lægju eingöngu niður í
móti.
Hóteldvöl
Við hefðum vafalaust skemmt okk-
ur lengur í Skaftafelli ef við hefðum
ekki átt bókað tveggja manna her-
bergi talsvert langt frá þjóðgarðin-
um og urðum við að vera komin á
hóteliö að sögn konunnar minnar að
minnsta kosti áður en við færum að
sofa.
Á hótelinu komumst við að raun
Fimm hundruð manna
mót i Flórída
— Spassky, Seirawan og Benjamin deildu sigrinum
Það er ekki á hverjum degi sem
skákmót er haldið á glæsihóteli þar
sem finna má hér um bil allt sem
hugurinn gimist. Opna bandaríska
meistaramótið fór fram á einu sliku,
í Hollywood í Flórída, og virtist
íburður þar engu minni en í kvik-
myndaborginni frægu í Kalifomíu.
Við hótelið er baðströnd, golf- og
tennisvöllur og verslunarmiöstöð svo
fátt eitt sé talið og þar leið skák-
mönnum eins og kóngum á borði
sínu.
Tæplega fimm hundruð skákmenn
frá ýmsum löndum tóku þátt í mót-
inu, þar af fimm Islendingar: Sævar
Bjarnason, Dan Hansson, Ingvar Ás-
mundsson, Jóhann Þórir Jónsson og
Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó-
leikari sem býr í Flórída. Islending-
unum tókst ekki að ná í sneið af verð-
launafénu, sem var samtals 30 þús-
und dalir, en Þorsteinn Gauti hlaut
sérstaka viðurkenningu fyrir
frammistöðu sína sem stigalaus
skákmaður.
Heimsmeistarinn fyrrverandi,
Boris Spassky, var heiðursgestur á
mótinu og ásamt honum voru líklegir
til þess að blanda sér í baráttuna
Yasser Seirawan, Bandaríkjameist-
arinn Alburt, Dzindzhihasvhili (fjár-
hættuspilarinn með langa nafnið) og
góðkunningjar okkar Islendinga de-
Firmian, Lein og Gurevic. Séra
Lombardy var einnig meðal þátttak-
enda, eða a.m.k. einhver sem líktist
honum. Hann var fremur fámáll við
íslensku keppendurna. Og Florencio
Campomanes, forseti Alþjóðaskák-
sambandsins, tefldi með en hann
mun hafa átt erfitt uppdráttar gegn
„minni spámönnunum”.
Spassky tókst að reka af sér
slyðruorðið og varð efstur ásamt
Seirawan og Benjamin með 10 v. af
12 mögulegum. Spassky tefldi af
meiri hörku en oft áður en leyfði þó
nokkur jafnteíli gegn lítt þekktum
skákmönnum, m.a. gegn kornungum
Bandarikj amanni. I síöustu umferð
vann Spassky Lev Alburt auðveld-
iega og Benjamin vann Bandaríkja-
manninn Kogan. Joel Benjamin
vakti heimsathygli er hann varð
yngsti Bandaríkjamaðurinn nokkru
sinni til þess að ná meistarastyrk-
leika — sló met Bobby Fischers um
nokkra mánuði. Nú er Benjamin liö-
lega tvítugur og á 2535 stig þótt ekki
sé hann enn orðinn stórmeistari.
Seirawan, sem tryggöi sér sæti í
áskorendakeppninni á dögunum, lét
sér nægja jafntefli í síðustu umferð-
inni gegn þeim skákmanni sem mest
kom á óvart á mótinu. Dozorets heit-
ir sá og er tiltölulega nýfluttur til
Flórída frá Sovétríkjunum. Þar hef-
ur hann varla verið nema miölungs
skákmaður en í Ameríku mátar hann
alla. Þykir góður í flækjunum og
strategían er á stundum dýpri en
gengur og gerist. Hann er kominn af
léttasta skeiði en fróðlegt verður að
fylgjast með því hvort hann nær aö
koma undir sig skákfótunum í nýja
landinu.
Næstir á eftir þeim þremenningun-
um komu Robert Byrne, Dozorets,
Joshi og Celerio — nöfn sem utan eitt
eru framandi í skákdálkum. Þeir
hlutu 91/2 v. og tókst að skáka mörg-
um meistaranum. Meðal þeirra sem
hlutu 9 v. voru Gurevic og Lein.
Af Islendingunum hlaut Sævar
flesta vinninga, 8 1/2, Dan hlaut 8 v.,
Jóhann Þórir 7 v. og Þorsteinn Gauti
5 1/2 v. Ingvar varð að hætta keppni
eftir 7 umferðir en var þá kominn
með 6 v. Sævar var rétt við verð-
launapallinn en sagðist hafa teflt of
vélrænt. Þó kom það sér vel gegn
mótherjum sem vildu leita á vit
ævintýra. I einni skákinni vildi
óþekktur Bandaríkjamaður afstýra
drottningakaupum og jafnteflislegu
endatafli og lék drottningu sinni út í
horn, til a8. „Ég hef aldrei fengiö
vitlausari leik á móti mér,” sagði
Sævar sem lék hrók til c7 og þar með
var andstæðingurinn óverjandi mát.
Dan tefldi nokkrar fjörugar skákir
og „grjótgarðsvörn” Jóhanns Þóris
reyndist bæði vel og illa. Bandaríkja-
mennimir neyttu allra bragða gegn
honum. Einn kom með skákklukku
sem gekk ekki nema öðrum megin og
þarf ekki að spyrja hvorum megin
það var.
Ingvar tefldi vandað og lét ekki slá
sig út af laginu í byrjuninni eins og
svo oft áður. Nú kom hann vopnaður
drekaafbrigðinu alræmda af Sikil-
eyjarvörn. Hann fékk tvisvar tæki-
færi til þess að beita drekanum og
þótt kunnáttan væri kannski ekki
upp á marga fiska tókst honum að
ramba á bestu leiöina og endurbætti
„teóríuna” í báöum skákunum.
Hvítt: Herstrom (Bandaríkin)
Svart: Ingvar Ásmundsson
Sikileyjarvöra.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 g6 6. f4 Rc6 7. Rxc6 bxc6 8.
e5 Rd7 9. exd6 exd6 10. Be3 Rf6 11.
Dd4Be7!
Afbrigðið sem hvítur teflir er talið
fremur bitlaust en ef svartur er ekki
með á nótunum getur hæglega farið
illa. Leikir Ingvars eru viðurkenndir
af fræðimönnum en það tók langan
tíma að finna þá yfir borðinu.
12. Be2 0—013.0—0 He8! ?
I skákinni Szabo—Reshevsky á
ólympíumótinu í Helsinki 1952 var
leikið 13. —c5 14. Dd2 d5 15. Bf3 Bb7
16. Hadl Hb8 og svartur náði að
jafna taflið. Leikur Ingvars felur í
sér gildru sem andstæöingurinn fell-
urí.
14. f5? Bxf515. g4
abcdefgh
15. —Rxg4! 16. Bxg4 Bf6
Svartur nær manninum aftur því
að drottningin getur ekki valdað
báða biskupana.
17. Df4 Be5 18. Dh6 Bg7 19. Df4 Bxg4
20. Dxf7+ Kh8 21. Df4 Bf5 22. Hadl
Be5
Með peð yfir og biskupaparið er
svartur náttúrlega með yfirburða-
stööu.
23. Df2 De7 24. Hfel Dg7 25. Kg2 Hab8
26. a3 Hxb2 27. Hxd6 Hf8!
Einfaldara en 27. —Bxd6 28. Bd4
He5 því að nú fær hvítur engin gagn-
færi.
28. Bd4 Bxd4 29. Dxd4 Dxd4 30. Hxd4
Hxc2+ 31. Re2 He8 32. Kfl c5 33. Hd5