Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Qupperneq 12
12 DV. LAUGARDAGUR31. AGUST1985. Stálgeymir Til sölu er 600 m3 stálgeymir smíðaður 1978, t.d. hentug- ur fyrir vatnsveitur. Upplýsingar eru veittar í síma 93- 4132. Útöoð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Steingrímsfjarðarheiði II (Lengd 2,6 km, fylling 46,000 rn3, burðarlag 12,000 m3 og sprengingar 5,000 m3). Verki skal lokið 1. júlí 1986. Styrking Hólmavíkurvegar 1985 (Lengd 14 km, styrking 25,000 m3). Verki skal lokið 10. nóvember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins Reykjavík (aðalgjaldkera) og hjá Vegagerð ríkisins Isafirði, frá 2. september 1985. Tilboðum skal skila fyrir kl. 14.00, 16. september 1985. Vegamálastjóri. ÚRVALS NOTAÐIR Arg. Km Kr. Mazda 929, sjálfsk.. 1981 36.000 310.000 vökvast. Range Rover 1981 56.000 950.000 Opel Rekord 2,0 lúxus 1982 79.000 395.000 Opel Kadett GL, 2ja dyra 1985 10.000 450.000 Daihatsu Charade runab. 1983 25.000 265.000 Volvo 244 DL, sjálfsk. 1982 44.000 420.000 Mazda 323,5d. 1980 70.000 180.000 Daihatsu Charmant 1979 150.000 Chrysler Le Baron st. 1979 51.000 390.000 Toyota Crown d. 1981 85.000 400.000 Oldsm. Cutl. Brogh., 2ja dyra 1980 53.000 450.000 Vauxhall Chevette 1977 48.000 95.000 Ford Escort LX 1600 1984 20.000 400.000 Dodge Omni 1980 67.000 260.000 Toyota Carina GL 1981 67.000 250.000 Opel Ascona 1983 22.000 440.000 Citroén CX 2400, st. 1983 57.000 650.000 Opel Ascona Berl. hatchb. 1982 44.000 400.000 Volkswagen Golf 1981 66.000 235.000 Ch. pickup 4x4 1982 29.000 650.000 Aro 244 jeppi 1979 41.000 180.000 Ch. Chevy sportvan, 11 manna 1979 400.000 Pontiac Grand Prix 1979 300.000 Ch. Caprice CL st.d. 1982 101.000 850.000 Buick Century Brougham 1982 49.000 695.000 Opel Rekord Bexl. dísil 1982 134.000 390.000 CH. Malibu sedan 1980 320.000 Izusu Trooper bensín 1982 38.000 610.000 Mercedes Benz 200 1972 138.000 210.000 Opiö virka daga kl. 9—18 (opiö i hádeginu). Opiö laugardaga kl. 13 — 17. Simi 39810 (bein lina). BSLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Laxdalshús á Akureyri Nýsmíðadar fornminjar Laxdalshús er sérkennilegt dæmi um nýsmíðaöar fornminjar. Að utan ber það góðlátlegan svip hins gamla húss, sem hér var í tæpar tvær aldir. Annað kemur í ljós innan dyra, enda er mér sagt, að húsið sé 85% nýsmíöi. Neðri hæðin, sem er fyrst og fremst kaffihús í tveimur stofum, lít- ur alls ekki út eins og fornminjar, heldur eins og einingahús úr Bo Bedre. Kuldalegt er þar mannlaust. Þegar fólk er komið og búið að kveikja á kertunum, getur hæðin samt oröið nokkuð rómantísk á skandinaviska vísu, en hljóðbær. Til skamms tíma var borðað niðri. en nú er rishæðin oröin aö um 40 sæta matsal. Hún er ekki eins eininga- hússleg. Viöarliturinn er bara í gólfi, veggjum og súð, en hvítt í lofti, stiga- gangi og bar í miöjum sal. Ekki er eins kuldalegt uppi, en jafnhljóð- bært. Notalegast er að sitja við norðurgluggana, þar sem tré er fyrir utan. Laxdalshús hefur smám saman verið að breytast í veitingahús. Það byrjaði sem kaffistofa. Síöan fór það að bjóða upp á fáa rétti fyrir leiksýn- ingar og snarl eftir þær. Síðast þegar ég vissi, var farið að hafa opið öll kvöld og bjóða fullgildan matseðil, en ekki enn farið að hafa opið í há- deginu. Samt er þetta tæplega matar- gerðarhús. Fólk fer ekki hingað tii að svala matarást sinni. Þaö kemur, af því aö innan um timburveggi og kertaljós finnst því þægilegt að tala um væntanlega eöa nýafstaðna sýn- ingu á Edith Piaf í leikhúsinu. Lax- dalshúsi er ætlað aö vera skjól fyrir menningarvita eins og Torfan í Reykjavík. Séra Jóni sinnt t bæði skiptin voru hvítir klæðis- dúkar á borðum, en gestir fengu munnþurrkur úr pappír. I síðara skiptið sá þjónninn allt í einu og rétti- lega, að slíkár þurrkur hæföu ekki háu verölagi staðarins og setti klæðisþurrkur á okkar borö. Hann hafði samt ekki fyrir því að skipta um á hinum borðunum. Hér er þann- ig gert upp á milli gesta. Þeir séra Jónar fá betra atlæti, sem annars væru taldir líklegir til vandræða. Vínseðill Laxdalshúss var nauða- ómerkilegur. Hann var samt ná- kvæmlega þrisvar sinnum betri en seðlar salanna í Sjallanum. Til viðbótar við Chateau de Saint Laur- ent var nefnilega líka hægt að fá Santa Christina og Gewurztraminer. Hið síöasta er mikilvægt, af því að það þýðir, aö eitt drykkjarhæft hvít- vín er þó á boðstólum. Matseðillinn var mátulega langur, með tveimur súpum, tveimur for- réttum, fjórum fiskréttum, fjórum kjötréttum og tveimur eftirréttum. Hann var handskrifaður og gert ráð fyrir, aö honum væri breytt á nokk- urra vikna fresti. Síðast, þegar ég k«n, var í boði nýr seðill með sumum réttum áhugaverðum, svo sem silungasúpu, laxakæfu, pönnu- steiktri blálöngu og koníaksristuðum lunda. Nánari athugun leiddi í ljós, að blá- löngunni var ætlað að vera á seðlin- um í nokkrar vikur. Kokkur, sem býður upp á slíkt, er liklegur til að stunda veiöiskapinn í frystikistunni og hafa dálæti á örbylgjuofninum. Þessi tvö tækniundur geta sam- anlagt dugað fyrir kleinur, en eyði- leggja allan fisk. Mér er sagt, að gott kaffihlaðborð sé í Laxdalshúsi. Eg hef ekki prófað það. En ég hef kynnzt eldamennsk- unni og komizt að þeirri niðurstöðu, að húsið hafi ekki bætt matargerðar- list á Akureyri. Matreiðslan reyndist ekki aðeins lakari en í Smiðjunni, Mánasal og Kea, heldur einnig nokkru síðri en í Bautanum, sem er þó mun ódýrara veitingahús. Fyrstu réttirnir héldu staðnum uppi. Silungssúpan var sérstaklega góð, með mögnuöu silungsbragði, borin fram með hveitiflautu og þriggjakornabrauöi, svo og smjöri í álpappír. Þetta var bezti rétturinn, sem prófaður var. Laxakæfan var lagskipt og þrílit, með laxi, reyktum laxi og grænmeti. Þetta leit skemmtilega út, en lax- bragðiö vantaði. Áður haföi ég fengið hér betri kæfu, bragðsterka fiski- kæfu. I síðara skiptið var kæfan bor- in fram meö skemmtilega hringlaga ristarsneið og góöri dillsósu úr sýrö- um rjóma. Skreytilist í matar stað Annað meðlæti kæfunnar var fall- egt og gott, sérlega góöur kapers, vínber, ananasbiti og sneið af kiwi. Þaö átti þó eftir aö koma í ljós, aö þetta meðlæti var staölaö, því aö það fylgdi lika með aðalréttunum. Hins vegar fylgdi þeim ekkert hrá- salat, aðeins svokallaður „garni- túr”, sem íslenzkir kokkar halda, að sé eitt af hástigum matargeröarlist- ar. „Garnitúr” er skreytilist í formi Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús og litum, sem á að gera miöur ætan mat lystugan í útliti. Skreytingar þessar eru ekki sérstaklega ætlaðar til matar sjálfar og koma því ekki í stað hrásalats. Lambageiri á teini var næstum grár af mikilli eldun. I fyllingunni var ostur og mynta, sem yfirgnæfði í bragöi. Þrátt fyrir myntuna var lika mikið magn af steinselju á diskinum, ef til vill í samkeppnisskyni. Enn- fremur kartöflur, sem velt haföi ver- i w E3 1 Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. iö upp úr steinselju og síðan brún- aðar sykurlaust, ágætur matur. Einnig ofsoðið brokkál. Og loks skreyting sú, sem áður er getið. Koníaksristaöi lundinn var borinn fram með nákvæmlega þessu sama, staðlaöa meðlæti og til viðbótar dósa- peru með rifsber jasultu og grænkáls- blaði. Lundinn sjálfur var ekki til- takanlega ofeldaður, en reyndist þó fremur þurr, eins og lunda hættir stundum til að vera. Annar ísinn var sagður með heitum ananas og piparmyntusósu. og hinn með koníaksristuðum jarðar- berjum. Þetta voru ómerkilegir ísar með dósaávöxtum. Safinn á hinum síðamefnda var hreinn niðursuðu- dósasafi án nokkurs votts af koniaki, ekki einu sinni af matargerðar- brandíi. Kaffi með konfekti kostaði 65 krón- ur, hæsta verð á Akureyri. Miðjuverð þriggja rétta máls- verðar með kaffi og hálfri flösku af ódýrasta frambærilegu víni var 1.202 krónur á mann. Það er sami verð- flokkur og Smiðjunnar og Hótel Kea, nokkru lægri en Mánasalar og nokkru hærri en Lautar. Erfitt er að sjá, að nýsmíðaðar fornminjar einar sér hafi erindi í þennan háa verðflokk, sem var fyrir þéttskipaöur matsölum. Sameigin- legt einkenni allra þessara veitinga- húsa Akureyrar er, að þau voru þunnskipuð gestum eða tóm, þegar þau voru prófuð. Gaman væri, ef einn þessara veizlusala reyndi að koma sér upp áþreifanlegri sérstöðu til að réttlæta verðið, til dæmis matreiðslu, er risi upp úr átakslausu metnaðarleysi. -Jónas Kristjánsson. Es. Skýringarmyndir víxluöust meö grein hér í blaðinu fyrir réttri viku um veitingahúsið Laut. Réttur átti fjöldi blómvanda að vera einn og fjöldi krónupeninga tveir. Matseðill 255 Koníaksbœtt trjónukrabbasúpa 240 Rjómalöguð silungasúpa 280 Laxapaté meö dillsósu 235 Blandaðir síldarréttir 480 Smjörsteiktur karfi með jógúrtsósu 490 Rauðspretta að hcetti Laxdalshúss 495 Pönnusteikt blálanga með hvítvínssósu 580 Reyktur lax meö eggjahrœru 570 Koníaksritaður lundi 620 Rauðvínsgljáð hamborgarkótiletta 780 Nautabuffsteik með sinnepssteiktri kálfalifur 580 Lambageiri fylltur með camembert osti og myntu 150 ís með heitum ananas ogpiparmyntusósu 170 ís með koníaksristuðumjarðarberjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.