Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Síða 14
14
dv. lau(;akimguh;íi. A(;usT nms.
„SLÁÐU MIG,
ELSKAN”
— lostapyntarar og sjálfspyntarar sóttir heim
Kyrir ofan (lyragættina stendur
letraö „UeikfimLsalur”. Þegar inn er
komiö er fátt sern minnir á að þarna
hafi verið stunduð hefðbundin leik-
fimi. Veggirnir eru svartir og bólstr-
aðir ineð leðurlíki. ICina birtan sem
þarna er, keinur frá veiku rauöu
Ijósi, sem hangir í loftinu. Meðfram
veggjunum hangir ótrúlegt úrval af
hverskonar svipum, beltum, reimum
og hlckkjum. Tveir svartir bjálkar
standa í kross upp við einn vegginn.
Við hliö þeirra stcndur rúm og búkki.
Viö erum stödd í höfuöstöðvum Sam-
taka sadista og masokista í Dan-
mörku. Það kann að vera að þessi
nöfn hljómi ókunnuglega í eyrum les-
enda. Við því er lítið að gera því ekk-
ert íslenskt orð virðist vera yfir þessi
tvö fyrirbrigöi. Til að auövclda
áframhaldandi lestur er rétt aö geta
þess aö sadisti hefur ánægju af því aö
pína aðra, og reyndar stundum
nefndur á islensku lostakvalari eða
lostapyntari. Masokisti er sá sem
kann vel viö sig í návist sadistans, og
gæti heitið á islensku sjálfspyntari.
Þessi hegðun tengist kynferöislegri
hegðun viðkomandi fólks. Samtökin
segjast berjast fyrir því að allir eigi
að vera jafnir, sarna hvernig þeir eru
kynferðislega sinnaðir. En eins og
gefur að skilja á þessi hópur, eins og
aðrir hópar sem ekki eru eins lund-
aðir í þessum málum og fjöldinn,
mjög erfitt uppdráttar og mætir
skilningsleysi frá fordómafullum
fjöldanum.
400 meðlimir
Norskur blaðamaður heimsótti
samtökin fyrir nokkru og við skulum
heyra hvers hann varð vísari.
Höfuöbækistöðvar þessa sérstæða
félagsskapar eru við Sorgenfrigade í
Kaupmannahöfn. Hann hóf starf-
semi sína 1979 og nú eru 400 meðlim-
ir. Flestir þeirra búa í Kaupmanna-
höfn, en einnig eru meðlimir erlendis
frá. Eva Gall, Judith Hildebrand og
Mikael Jensen, sem eru stödd í „leik-
fimisalnum” þessa stundina, segja
aö tala meðlima samtakanna segi lít-
ið um hina raunverulegu útbreiðslu
sadista og masokista.
Herra og þræll
„Við komum fram undir nafni og
mynd. Það ætti að vera nóg til að
sýna fram á að við erum ekki hættu-
leg,”segirEva.
I sambandi sadista og masokista
Við þennan kross lætur fólk binda
sig af frjálsum vilja og hefur mikla
nautn af.
er annar í hlutverki „herrans” og
hinn í hlutverki „þrælsins”. Hins
vegar er ekki gott að gera sér grein
fyrir því að hægt sé að hafa kynferð-
islega nautn af því að pína aðra og
láta pína sig.
„Við ræðum þetta stöðugt viö nýja
meðlimi, en við höfum engin svör við
því hvers vegna viö erum svona. Mér
er nákvæmlega sama hver ástæðan
er. Ég er löngu búin að sætta mig við
aö það er þetta sem ég vil,” segir
Eva Gall. Hún segist ekki geta hugs-
að sér aö lifa venjulegu kynlífi. Hún
gegnir hlutverki þrælsins.
Judith er einnig þræll. Reyndar er
ekki allt hennar kynlíf í þessum stíl.
Samband af þessu tagi er áhugi,
löngun, leikur og skemmtun segja
Danirnir.
„Eg get vel skilið að fólk eigi erfitt
með að gera sér grein fyrir því að
það geti verið gaman að láta loka sig
inni í búri með höfuðhettu. Hins veg-
ar myndum við aldrei gera slíkt ef
okkur fyndist það ekki skemmti-
legt,”segir Judith.
Um þessi ákveðnu hlutverk segja
þau aö þau séu valin af frjálsum
vilja. Konurnar í hópnum segja að
þær séu kvenréttindakonur og að
þessi hlutverk þeirra í kynlífinu leiði
ekki til þess aö þær séu kúgaðar í
hinu daglega lífi. Samkvæmt upplýs-
ingum um meðlimina er helmingur
Uppi ð veggjunum hangir mikið úrval af hverskonar svipum og slag
vopnum.
kvenna „þrælar” og hinn helmingur-
inn „herrar”.
Tæki
Svart leður, svipur, hlekkir, hand-
járn, gapastokkar og kaðlar tilheyra
kynferðishegðun hóps. I bækistöð
þeirra í Kaupmannahöfn fyrirfinnst
allt þetta og meira til.
„Þetta er algjörlega frjáls
staöur,” segja þau. Oft er erfitt að
iðka kynlífið í venjulegum hverfum
þar sem annað fólk býr. Hróp og
skrækir eru oft mikilvæg í hita leiks-
ins og gætu auöveldlega hneykslaö
og valdið nágrönnum óþægindum.
„Ég geng ekki dags daglega í
svörtum leðurfötum. Ef hins vegar
herrann minn myndi óska eftir því
að ég færi þannig klædd út í bakarí,
myndi ég að sjálfsögðu gera þaö,”
segir Eva Gall.
„En við förum ekki yfir mörkin,”
segir Mikael. „Þegar það gerist er
ekkert gaman. En stundum getur
maöur þó fengið einn og einn mar-
blett.”
Samtökin halda reglulega nám-
skeið í notkun allra þeirra tækja sem
meðlimirnir nota. Með réttri notkun
segja þau að tólin geti verið hættu-
laus. En hvernig er það í hita leiksins
berjandi með svipu, er ekki auðvelt
að missa stjórn á sér? „Nei”, segja
þau.
Slys
Það kemur í ljós að komið hefur
fyrir að menn hafa látið lífið vegna
notkunar tóla og tækja. Maður einn
lét lífið hjá vændiskonu sem hann
hafði látið binda sig fastan viö rúm-
iö. Hann fékk hjartaáfall og gaf upp
öndina, bundinn fastur í rúminu.
„En þetta var bara slys, sem heföi
getað komiö fyrir hvern sem er,”
segir Eva.
I blöðum sem sadistar og maso-
kistar gefa út er oft hroðalegum að-
ferðum lýst. I einni sögu í slíku blaði
er kona bundin og pískuö sundur og
saman þar til hún varla getur staöið.
Þá er einnig hringjum stungið í gegn-
um kynfæri hennar. En hversu langt
frá raunveruleikanum er þetta?
„Langt, mjög langt. En að sjálf-
sögðu er til ríkt hugmyndaflug. Þaö
eru allir sem hafa sína kynóra,”
segir Judith.
Hún hefur sjálf látið setja hringi í
báðar geirvörturnar og einnig í
blygðunarbarmana. Það er sárt en
þaö er nú einmitt eitt af markmiðun-
um.
„Eg kveið ákaflega mikiö fyrir
því að láta gera þetta. Mér hefði
aldrei komiö til hugar að láta ein-
hvern ókunnugan gera þetta. Eftir á
er svæöiö í kringum þessa staði mjög
tilfinninganæmt. Eg þoli þetta
reyndar ekki mjög vel svo ég er búin
að láta fjarlægja alla hringina nema
einn.
Lífsviðhorfin
Þegar menn eru kynferðislegir
þrælar og aörir herrar — hefur slíkt
áhrif á lífsviðhorfin á öðrum svið-
um?
„Nei, við erum algjörlega venju-
legt fólk. Við eigum böm og vinnum
„Þessi svipa er skaðlaus. Á nám-
skeiðunum hjá okkur læra
meðlimirnir að nota þessi tól
þannig að þau skaði ekki aðra,"
segir Eva Gall.
okkar vinnu eins og aörir. Börnin
okkar vita um hvers konar kynlíf við
stundum,” segir Eva.
Danirnir segja að hjá þessum 400
meðlimum séu jafnvel 400 aöferöir til
að stunda kynlíf af þessari tegund.
Það eru því margar aöferöir til að fá
nautn af því að kvelja aðra og láta
kvelja sig. Samtökin hafa í þessu
sambandi komiö sér upp ráðgjafa-
þjónustu fyrir þá sem eru haldnir
kvalalosta eða öfugt. Og pegar sím-
inn hringir og einhver byrjandi spyr
um hvernig eigi aö fara að, fær hann
það svar að það séu til hundruð að-
ferða.
Frjálst kynlíf
1 Danmörku hefur umræðan m.a.
fjallað um ofbeldisklám og aörar
tegundir af klámi. Samtök sadista og
masokista eru ekki hlynnt banni á
klámi af neinu tagi. Þau telja jafnvel
að vændi ætti aö vera leyfilegt.
Samtökin ferðast mikiö um landið
og halda fyrirlestra í skólum. Þeir
eru mjög virkir í allri umræðu um
kynlíf.
„Við erum ekki að þessu til að
meiða hvort annaö þó svo að af og til
komi fyrir að einn og einn taki of hart
á. Hluti af ánægjunni er að öskra
„Æ,Æ,” en þaö dugir ekki til ef
masokistinn fær ekkert út úr því,”
segja viðmælendurnir og eru ánægð-
irmeðtilveruna.
-ÞýttAPH.
BILBOXIÐ
bylting bílaeigenda
á tölvu- og plastöld
★ Svellþykk plasthúö sem þolir
grjótkast óendanlega vel.
★ Lungamjúk Diagonal dekk,
sérhönnuö fyrir íslenskar aðstæður.
★
★
★
★ Nýtist allan ársins hring.
Vatnsþétt
Rykþétt
Tekur alían farangur í
★ Ferðalagið
★ Sumarbústaðinn
★ Berjaferðir
★ Skíðaferðir
Stenst evrópska gæða-
og öryggisstaðla.
Þaulprófað í grjóthríð
og vegleysum.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
og kaupfélögin um land allt.