Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Page 18
18 DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985. — Viötal viö hetju bikarúrslitaleiksins í knattspyrnu, PéturOrmslev, umskin og skúrir á knattspymuvellinum „Þaö var sérstaklega gaman að skora í úrslitaleiknum. Ég hef lítið skoraö í sumar og þess vegna var það æðisleg tilfinning aö bæta það upp meö tveimur mörkum. Það er ekki auðvelt að lýsa því hvemig manni er innan- brjóst þegar 5000 manns horfa á og mikiðeraðgerast.” Það er Pétur Ormslev, knattspymu- maöur í Fram, sem hefur orðiö. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Pétur maður úrslitaleiksins í bikar- keppninni um síðustu helgi. Eftir fremur slakt sumar blómstraði Pétur í stöðu sóknartengiliðs og skoraði tvö falleg mörk. „Jú, maöur er tjúnaður upp í svona leik og fagnar kannski enn meira þegar skorað er. Spenntur fyrir leikinn? Eg byrjaði að finna fyrir spennunni á föstudeginum og laugar- dagurinn var alveg agalegur. Spennan náði svo hámarki á fundinum fyrir leikinn. Maður fann „lyktina” af leikn- um, hvemig mannskapurinn var og hugsunin beindist aö andstæðingunum. Þetta hvarf svo og þegar til kom vor- um við grimmari en Keflvíkingamir.” Það er eðlilegt að spyrja Pétur fyrst um mörkin frægu sem hann skoraði í úrslitaleiknum. En Pétur byrjaði ekki aö leika knattspyrnu á sunnudaginn var. Hann á f jölbreyttan feril að baki. Hann var sem smápatti í KR, þaðan fór hann í Val og spilaði með frægum köppum eins og AtJa Eðvaldssyni, Guð- mundi Þorbjöms og Magnúsi Bergs. Síðan fór hann í Fram, komst í lands- liðið og hélt í atvinnumennsku. Nú er hann aftur kominn heim. Enda þótt Fram hafi gengið vel í sumar hefur Pétur ekki skarað fram úr eins og margir bjuggust við. Ekki fyrr en í úr- slitaleiknum. „Ég lék framar á vellin- um en undanfariö. Ég var sóknartengi- liður og í frjálsari stöðu. Það gekk vel og ég býst við að ég leiki þá stöðu áfram.” Að leita sér að vinnu Pétur lætur mikið að sér kveða á leikvellinum, ekki aðeins þegar hann er með boltann heldur engu síöur þegar röddin er eina vopnið. Maður gæti haldið að hann væri skapmaður en ég tók strax eftir hversu rólegur hann er þegar ég hitti hann morgunstund heima hjá honum. „Ég er mjög rólegur yfirleitt, en það bregöur við úti á vellinum að ég æsi mig mikiö. Ég veit ekki af hverju. . . kannski er þetta bara keppnisskap. Ég held að þaö erfi það enginn viö mann þótt maöur sé annað slagið með kjaft enda gleymir maður því þegar leikur- inn er búinn. En sumir hafa sagt mér að ég mætti tuða aðeins minna! ” Pétur er fyllilega sáttur við aö vera kominn heim í áhugamennskuna. Hann er þessa dagana að standsetja nýja íbúð og svo ætlar hann aö leita sér að nýrri vinnu. „Helst vildi ég að tungumálakunnáttan kæmi aö notum. Heldurðu að ég fái ekki fullt af tilboð- um ef þú skrifar það?” segir Pétur og hlær. Pétur er í sambúö meö Helgu Möller flugfreyju og á fósturdóttur, Maggý Helgu. Hin síðamefnda lætur mikið að sér kveða á meðan á viðtalinu stendur og hefur bersýnilega ánægju af því að kúldrast um með Pétri. Það væri gaman að kunna á saxa Rás tvö sér um hljómlistina. Pétur er sonur Gunnars heitins Ormslevs, hins þekkta saxófónleikara, og eiginkonan var ein þekktasta popp- söngkona Isléndinga um skeið. — Þú ert ekki af íþróttafólki kom- inn? „Nei, ég get ekki sagt það. Pabbi spilaöi aö visu fótbolta þegar hann bjó í Danmörku. Einhverjir frændur mínir sparka en ekki alvarlega held ég.” — Ertu músíkalskur eins og hann? „Ég spila ekki á hljóðfæri en hlusta mikið á plötur. Ég hef mjög gaman af músík og sé eftir að hafa ekki látiö pabba kenna mér á gamla saxann. Ég fæ stundum þá tilfinningu að það væri gamanað spila...” — Þú hefur gert meira að því að sparka fótbolta. Hefurðu alltaf verið í Fram? „Nei, ég byrjaði í KR og varð Islandsmeistari með þeim í fimmta flokki. Reyndar var það þannig að úr- slitaleikurinn var við Vestmannaeyjar og jafntefli varð. Þaö varð því að leika annan leik daginn eftir en um morgun- inn vaknaði ég með hettusótt. Ég bjó alltaf í miðbænum, í Skólastræti, og gekk í Miöbæjarskólann. Hann var mitt á milli áhrifasvæða Vals og KR. Ég kynntist Magga Bergs þar og hann gabbaði mig á æfingu hjá Val. Það æxl- aðist þannig að ég gekk í félagið og vann marga titla með liðinu enda góðir menn saman komnir.” Félagsskapurinn — Voru KR-ingar ekki æfir yfir því aömissa þig? „Eitthvað reyndu þeir að halda í mig. Ég man alltaf eftir því að þjálfar- inn kom heim til mín. Þegar ég var sextán ára gekk ég í Fram. Ég spilaöi senter á þessum ár- um og skoraöi mikið. Ég man þó eftir því aö ég var látinn spila haffsent um tíma hjá Val en gekk bara ágætlega að skora þrátt fyrir þaö! ” — Pétur var einn þeirra sem komust mjög snemma í meistaraflokk, strax á fyrra ári í öörum flokki. Ég spyr hann hvað valdi því að menn komnir á þrítugsaldur, jafnvel komnir í hús- byggingar, hjónabönd, og barnaupp- eldi, standi í þessu streöi kauplaust. „Það er félagsskapurinn fyrst og fremst og svo er þetta bara skemmti- legt! En það fer mikill tími í að leika knattspymu, svo mikið er víst. Þaö er æft fjórum til fimm sinnum í viku og spilað tvisvar. En þegar vel gengur gleymist þaðfljótt.” Fékk krampa í fótinn fyrir fyrsta leik — Pétur hleypti heimdraganum og gerðist atvinnuknattspyrnumaður með Fortuna Diisseldorf. Hvemig atvikað- ist það? „Það kom mest til af því aö Willy Reinke umboðsmaður fylgdist með íslenskum knattspyrnumönnum á þessum tíma. Kveikjan að þessu var að hann fylgdist með landsleik okkar við Dani úti og var með forráðamönn- um Fortuna. Nei, ég átti ekkert sér- stakan leik, en þeim leist á mig.” — Var þaö draumur þinn að gerast atvinnuknattspymumaður? „Ja, mér fannst spennandi að prófa þetta. Ég fór til Diisseldorf og æföi um tíma en fðr svo til Irlands til aö spila meö Fram í Evrópukeppninni. Eftir þann leik komst málið á hreint og ég skrifaði undir samning. Um svipaö leyti keypti Fortuna Atla Eðvaldsson frá Dortmund. — Pétur lék þó ekki fyrsta leik sinn í þýsku deildakeppninni fyrr en aðeins seinna. Þetta var haustiö ’81. Það var í leik gegn Stuttgart (áður en Ásgeir hóf að leika með þeim) að Pétri var skipað að byrja aö hita upp. Og það var markl Pétur lyftir knettini „Það vesri erfiflara núna afl fara í atvinnurnennsku. Maflur var einhleypur þá, en núna er maður mefl fjölskyldu." Pétur mefl fósturdéttur sina, Maggý Helgu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.