Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Qupperneq 28
28
DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 31. og 34. tbl. Lögbirtingablaös 1984 á Kúrlandi
21, þingl. eign Hilmars Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Finnssonar
hrl. á eigninni sjálfri miövikudag 4. september 1985 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættiö l Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 142., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á Deildarási
20, þingl. eign Tryggva Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri miövikudag 4. september 1985 kl.
16.15.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1105. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 10. og 13. tbl. þess
1985 á hluta í Skógarhllö 10, þingl. eign Landleiöa hf., fer fram eftir
kröfu Hákonar H. Kristjónssonar hdl., Baldvins Jónssonar hrl. og Gjald-
heimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri þriöjudag 3. september 1985 kl.
11.00.
Borgarfógetaembættið (Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess
1985 á hluta I Engjaseli 31, tal. eign Guömundar Glslasonar, ferfram eft-
ir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl., Guöjóns Á. Jónssonar hdl., Helga V.
Jónssonar hrl., Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Jóns Ingólfssonar hdl.
á eigninni sjálfri þriöjudag 3. september 1985 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I
Gyöufelli 12, þingl. eign Auöar Kristófersdóttur, fer fram eftir kröfu
Skúla J. Pálmasonar hrl., Einars Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar I
Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 3. september 1985 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið I Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 51., 55. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1984 á hluta I
Æsufelli 6, þingl. eign Siguröar G. Kristinssonar, fer fram eftir kröfu
Ólafs Gústafssonar hdl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri
þriðjudag 3. sept. 1985 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess
1985 á hluta I Krummahólum 10, þingl. eign Hauks Nikulássonar o.fl.,
fer fram eftir kröfu Inga H. Sigurössonar hdl. og Gjaldheimtunnar I
Reykjavlk á eigninni sjálfri þriöjudag 3. september 1985 kl. 15.45.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 102. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 2. og 8. tbl. þess
1985 á hluta I Hrafnhólum 4, tal. eign Sveins Þ. Gústafssonar, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri þriöjudag 3.
september 1985 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið I Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
annað og slöasta á Mjóuhlíð 2, þingl. eign Ellnar Gunnarsdóttur og
Ólafs Arnarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk, Jóns
Ingólfssonar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl., Róberts A. Hreiöars-
sonar hdl., Ólafs Gústafssonar hdl., Jóns Þóroddssonar hdl., Búnaöar-
banka Islands og Tómasar Þorvaldssonar hdl. á eigninni sjálfri þriöjudag
3. september 1985 kl. 10.45.
__________________Borgarfógetaembættið I Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 102. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 2. og 8. tbl. þess
1985 á hluta I Nönnufelli 1, þingl. eign Birnu Björnsdóttur, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk, Veödeildar Landsbankans, Þorvald-
ar Lúövlkssonar hrl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Steingrfms Þor-
móössonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudag 3. september 1985 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 10. og 13. tbl. þess
1985 á Kambaseli 42, þingl. eign Einars M. Þórarinssonar, fer fram eftir
kröfu Tryggingast. rlkisins og Guðjóns A. Jónssonar hdl. á eigninni
sjálfri þriöjudag 3. september 1985 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk.
Stolt íslendinga?
Þesar íslenska
verður danska
Eitthvaö það ljótasta sem talið er
að íslendingur geti gert móðurmáli
sínu er að sletta í það dönskum orð-
um. Það er álitið mun verra en að
sletta ensku eða öðrum f ínni tungum.
Ekki ætla ég að fullyröa nokkuð
um ástæðu þessa en hún hlýtur að
tengjast yfirráðum Dana hér á landi
áður fyrr. En í þessu sem öðru eru
menn talsvert á eftir tímanum. Tím-
inn er nefnilega afstætt hugtak og
mér finnst stundum eins og hann líöi
undarlega hægt á lslandi.
Það er eins og sumir átti sig ekki á
því að Danir eru farnir heim til sín en
aðrir komnir í staðinn.
Ég sá það einu sinni haft eftir ráð-
herra að amerísk-islenska flugstöðin
í Keflavík væri stolt Islendinga. Ég
er þess fullviss að svipuö orð hafa
verið notuð um dansk-íslenska kónga
fyrráöldum.
Vont mál sem
ber að forðast
Til að forða Islendingum frá þeim
hörmungum að ruglast á íslensku og
dönsku hafa vísir menn lagt það á
sig að merkja einstök orð sem vont
mál sem beri að forðast. I orðabók-
um er þetta t.d. gert með spum-
ingarmerki fyrir framan orðið. Og
oftar en ekki er um að ræða orð kom-
in úr dönsku.
Ekki virðist þó vera til nein regla
um þetta atriði. Sumar „slettur” fá
náð fyrir augum orðabókarhöfunda
en aðrar ekki. Og þaö er hreint ekki
auðvelt að sjá eftir hver ju er farið.
Sagnirnar að ske og brúka og lýs-
ingarorðin slæmur og nískur eru öll
tökuorð frá 16du öld. Hvernig skyldi
standa á því að menn amast viö ske
og brúka en engum, ekki einu sinni
málhreinsunarmönnum, dettur í
hug að amast við slæmur og nískur?
Spyr sá sem ekki veit.
Að korta,
kort og kortér
I Orðabók Menningarsjóðs er sett
spumingarmerki við sögnina að
korta (=stytta, spara) en nafnorðin
kort og kortér fá ekkert slíkt. Og
maður skyldi ætla að á þessum
þremur orðum væri einhver munur.
En því er ekki að heilsa. Þetta eru
allt tökuorð úr dönsku og þangað
komu þau úr lágþýsku sem Danir
kalla platþýsku.
Nú er það ekki einu sinni svo vel að
Þjóðverjar hafi fundið upp þessi orð.
Nei, nei, þau eiga sér miklu lengri
sögu. Orðið kort er komið úr grísku,
kjártes, sem ku þýða pappir. Sögnin
að korta á rót að rekja til latneska
orðsins curto (að stytta) en kortér er
komið af latneska orðinu quartus
(=fjórði).
Og hvers vegna er þá gerður mun-
ur á notkun þessara orða i íslensku?
íslensktunga
28.
Eiríkur Brynjólfsson
Finnst mönnum að þessi setning úr
Islandsklukkunni, „Mundi þá fara að
kortast saga Jóns Hreggviössonar,”
hefði verið betri svona: „Mundi þá
fara að styttast saga Jóns Hregg-
viðssonar?”
Um þetta mál, útrýmingu töku-
orða, f jallaði Stefán Karlsson í grein
í Samvinnunni 1971. Þar mælir hann
með nýyrðasmíð en segir jafnframt:
„En ég er andvígur skipulagðri út-
rýmingu tökuorða sem hafa unnið
sér þegnrétt í tungunni því að fækkun
tökuorða jafngildir minnkun á orða-
forða tungunnar og dregur úr mögu-
leikum á að segja þaö sama á tvo eöa
fleiri vegu, annaðhvort til þess að
forðast endurtekningar, ellegar til
þess aö aðlaga sig að mismunandi
stíl eða aðstæðum...”
Mikill og fjölbreyttur orðaforði
hefur löngum verið talinn aðall
íslenskumanns og við skulum hafa
hugfast að mestu stílsnillingarnir
hafa ekki vílað fyrir sér að nota slett-
ur og slangur til að prýða með texta
sína.
Um grús og möl.
Einn af málvörðum Ríkisútvarps-
ins fjallaði í Daglegu máli þann 15.
ágúst sl. um oröin grús og möl.
Þannig var mál með vexti að vörubíl-
stjórar hjá Vörubílstjórafélaginu
Þrótti auglýstu að þeir tækju að sér
að útvega fólki meðal annars möl og
grús. I Daglegu máli var haft fyrir
satt aö möl og grús væri nákvæm-
lega það sama. Um það ætla ég ekki
aö deila en umsjónarmaður þáttar-
ins taldi aö vörubílstjórarnir töluðu
dönsku þegar þeir auglýstu að þeir
tækju að sér að bjarga fólki um grús.
Eg fullyrði hins vegar aö setning-
in: Eg skal selja þér tonn af grús er
íslenska en alls ekki danska.
Orðið möl er norrænt orð, þ.e. það
var til áður en norræna greindist í
sundur. Orðið grús er hins vegar
tökuorð í íslensku, komið úr dönsku á
seinni öldum, jafnvel á þessari öld.
Það telst vera tökuorð í dönsku frá
tímabilinu 1500—1700. Það er komið
úr þýsku og er talið vera skylt orðun-
um grjón og grautur. Orðið grús
tengist þannig einkar þjóðlegu mat-
aræði sem er við hæfi hárra sem
lágra eins og dæmin sanna.
Niðurstaða mín er þessi: Ef vöru-
bílstjórar eöa aðrir á Islandi hafa
áhuga á því að aka um með grús og
selja fólki er að sjálfsögðu ekkert
athugavert við það og ekki nokkur
ástæða fyrir nokkurn mann að halda
því fram að þeir séu aö tala dönsku.
Hver gefur leyfi?
I framhaldi af þessu vaknar spurn-
ingin um þaö hvað gefi mönnum leyfi
til að fella dóma yfir málfari ann-
arra?
Því er til að svara að þaö er próf í
íslensku frá Háskóla Islands. Þang-
að fara menn sem stúdentar (úr
latínu, studere sem þýðir m.a. að
læra), ljúka þaðan baccalaureorum
artium prófi (úr latinu) eða cand.
mag. (úr latínu). Þá getamenn orðið
doktorar (úr latínu, sögninni að
docere sem þýðir að kenna) og jafn-
vel endað sem prófessorar (úr
latínu).
Þannig læra menn að greina á milli
góðs og ills í þessum efnum og að
segja fólki til um það hvenær það tali
dönsku og hvenær íslensku.
Es. Það þarf varla að taka fram að
undirstrikuðu oröin hér að ofan eru í
orðabókum án allra varúðarmerkja.