Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Qupperneq 36
FRETTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fróttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985.
Keflavík:
Víkur-
bær
gjald-
þrota
—skuldirfyrir-
tækisins nema
tugummilljóna
Víkurbær í Keflavík er gjaldþrota.
Fyrirtækið hefur rekið tvær af stærstu
matvöruverslununum á Suðurnesjum
og var þeim báðum lokað á hádegi í
gær eftir að beiðni um gjaldþrotaskipti
höfðu borist frá eigandanum.
Samkvæmt upplýsingum frá bæjar-
fógetaembættinu í Keflavík nema
skuldir fyrirtækisins tugum milljóna
og óvíst hvort eignir fyrirtækisins
hrökkva til ef ná á endum saman.
Víkurbær hafði fengið greiðslu-
stöðvun í 5 mánuði og átti að nota þann
tíma til að koma f jármálum fyrirtæk-
isins í lag. Það tókst ekki og verður úr-
skuröur um gjaldþrotaskipti kveðinn
upp hjá bæjarfógetanum í Keflavík á
mánudaginn.
-EIR.
Frá og með 1. september kostar
DV í áskrift 400 krónur á mánuði,
í lausasölu virka daga 40 krónur
og helgarblað 45 krónur. Grunn-
verð auglýsinga verður 260
krónur hver dálksentímetri.
iA|l
£;
■"illP
\i
ómissandi
LOKI
Teigahverfið er að
verða algjört Tauga-
hverfi. . .
Miklar verðhækkanir í Rotterdam að undanf örnu:
NÍGERÍA HLEYPTl
OLÍUVERDINU UPP
— við Islendingar eigum nokkuð af birgðum á gamla verðinu
Oliuverð á Rotterdammarkaði
hefur skotist hressilega upp á við að
undanförnu. Mest varð hækkunin í
byrjun þessarar viku þegar byltingin
varö í Nígeríu. En fyrr í mánuðinum
hafði verðið tekið dágóðan kipp
vegna árásar Iraka á olíustöðvar
Irana á Cargeyju.
„Veðrið hefur verið að hækka jafnt
og þétt í allt sumar, en þó langmest
undanfarnar vikur. Gasoh'utonnið
kostaði til dæmis í vor 218 dollara, en
var komið upp í 250 dollara núna í
vikunni,” sagði Indriði Pálsson, for-
stjóri Skeljungs, í gær.
Indriði sagði að ýmsar ástæöur
væru fyrir hækkuninni. Rússar hefðu
minnkaö sölu á unninni oliu til
Vestur-Evrópu. „En árásin á
Cargeyju og byltingin í Nígeríu eru
þó höfuöástæöur hækkananna að
undanförnu,” sagöi Indriði.
Sem dæmi um verðhækkanirnar á
unnum ohuvörum í Rotterdam í
ágúst, var tonnið af gasolíunni 7.
ágúst 232 dollarar en skaust upp í 240
dollara við árásina á Cargeyju og
upp í 250 dollara við byltinguna í
Nígeríu.
Þá hefur tonnið af svartohunni
hækkað einnig í sumar á Rotter-
dammarkaði, eða um 20 dollara. Og
rekstrarkostnaður flugvéla á eftir að
hækka. Þotueldsneytið hefur hækkað
um 25 dohara, er nú í kringum 265
dollarar tonnið. Ekki hefur orðið
mikilhækkun á bensínverði.
Við Islendingar erum sagðir geta
vel við unað þrátt fyrir þessar
hækkanir. Við eigum birgðir á gamla
verðinu. Þegar hður á haustið fara
þó hækkanimar á Rotterdammark-
aði að segja til sín.
-JGH
Ásta Eggertsdóttir við lóðina sem íbúar Teigahverfis vildu ekki að á risi hús fyrir fimm fötluð börn.
DV-mynd S.
Ekki ífyrsta skipti sem íbúar Teigahverfis mótmæla:
Vildu ekki fötluð
böm í hverfið
— húsið skyggði á kvöldsólina í eldhúsglugga
Mönnum hefur orðið nokkuð tíð-
rætt um þau mótmæli sem risið hafa
upp meðal íbúa í Teigahverfi gegn
væntanlegri aðstöðu fangahjálpar-
innar Verndar þar. En þetta er ekki í
fyrsta skipti sem íbúar þar mótmæla
komu nýrra gesta í hverfið. I fyrra
stóð til að byggja þar heimih fyrir 5
fjölfötluð börn. Þvi var mótmælt
kröftuglega af íbúum hverfisins og í
því sambandi var safnað 160 undir-
skriftum í mótmælaskyni. Niður-
staðan varð sú að byggja verður
þetta hús annars staðar í bænum.
„Borgarráð var búið að sam-
þykkja þennan stað. Og við töldum
að hann væri mjög heppilegur fyrir
þessa starfsemi og að þessi lóð nýtt-
ist íbúum hverfisins ekki á nokkurn
hátt,” sagði Ásta Eggertsdóttir,
framkvæmdástjóri svæðisstjómar
málefna fatlaðra í Reykjavík, í
samtali við DV.
Heimihð átti að vera við endann á
Laugarnesvegi, vestur frá Laugar-
neskirkju. Þar er stórt, autt svæði.
Þar áttu 5 böm að dvelja. Þetta átti
ekki að vera stofnun og ÖU starfsemi
átti að fara fram annars staðar í
borginni. Þessi staður var heppileg-
ur hvað skólasókn barnanna snerti
og einnig rétt við höfuðstöðvar
Sjálfsbjargar.
Þegar kom að því að auglýsa
breytingar á skipulagi risu íbúar
hverfisins upp.
„Rökin hjá íbúum voru ákaflega
léttvæg miðaö við þá starfsemi sem
átti að fara fram þarna. Þau komu
mér því á óvart og oUu mörgum von-
brigðum og ekki síst foreldrum þess-
ara barna, ” segir Ásta.
Rök íbúa voru m.a. þau að þama
hefði verið plantað nokkrum trjám á
ári trésins og einnig að þetta væri
grænn blettur sem ekki ætti að
byggja á. Einnig höfðu íbúar áður
mótmælt byggingu safnaðarheimUis
á svipuðum slóðum. Þá kom einnig
fram að húsið ætti eftir að skyggja á
kvöldsólina í einum eldhúsglugga í
hverfinu.
Niðurstaða þessa máls varð sú að
heimUið verður byggt í Laugardaln-
um. Þessi mótmæli hafa orðið þess
valdandi að framkvæmdum hefur
seinkaö um marga mánuði og þær
hafa orðið kostnaðarmeiri. Verkefni
þetta hefur verið algjört forgangs-
verkefni og á þessu ári hefur verið
úthlutaö 5 mUljónum tU verksins.
APH.
Þráinn Bertelsson:
Kvikmynd
fyrirþýskt
sjónvarp?
Suður-þýska sjónvarpið hefur leitað
eftir því við Þráin Bertelsson kvik-
myndaleikstjóra að hann skrifi handrit
aö kvikmynd sem gerð verði á vegum
sjónvarpsins og jafnvel að hann
leikstýri henni einnig.
Þráinn staðfesti þetta í samtali við
DV í gær. Hann sagði að von væri á
manni frá suður-þýska sjónvarpinu
hingað til lands tU viðræðna um málið
eftir mánuð.
Þá sagði Þráinn aö þessi sjónvarps-
stöö hefði keypt sýningarrétt á Dalalífi
ásamt forkaupsrétti að nýju kvik-
myndinni sem Þráinn vinnur nú að —
Lögguhfi.
KRvann
iónsmálið
Iþróttadómstóll ISI kvað í gær upp
dóm í svonefndu Jónsmáh þar sem
íþróttafélögin Þróttur og KR deildu um
hvort Jón G. Bjarnason, leikmaður
KR, hefði verið löglegur er hann lék
hluta úr kappleik þrátt fyrir leikbann.
Dómstóll KSl hafði dæmt KR-ingum
í hag. Þróttur áfrýjaði tU íþrótta-
dómstóls ÍSI og í dómsorði, er kveðið
var upp í gær, segir: ,dírafa áfrýjenda
um ómerkingu allrar meðferðar máls
fyrir dómstóli KSI, 16.8.’85 í málinu
Knattspyrnufélag Reykjavíkur gegn
Knattspyrnufélaginu Þrótti og um
heimvísun tU löglegrar meðferðar
fyrir dómstóh KSl er ekki tekin til
greina.”
KR vann.
-EIR.
Stórslasaðist
íNorðurárdal
ökumaður stórslasaðist í gærmorg-
un er bifreið hans fór út af veginum við
brúna yfir Norðurá í Norðurárdal.
Tveir farþegar hans slösuðust minna.
Tahð er að ökumaðurinn hafi misst
stjórn á bifreiðinni í lausamöl með
þeim afleiðingum að hún valt út af veg-
inumogernúgjörónýt. -EIR.