Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14, SlMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ Áskriftarver.ð á mánuði 400 kr. Verö f lausasölu virka daga 40 kr. Helgarblað45 kr. Jakkalaus kerfisflokkur Guðfaðir núverandi forustu Alþýðubandalagsins er Lúðvik Jósepsson. Hann er kunnastur fyrir að bera manna mest ábyrgð á offjölgun togara og þar með á þeim erfiðleikum, sem leiddu til kvótakerfisins í sjávarútvegi. Margir sjávarútvegsráðherrar áttu þátt í þessu, en Lúð- vík langmestan. Löngu eftir að allir aðrir og jafnvel sjávarútvegsráð- herrar voru búnir að sjá þennan vanda, hélt Lúðvík áfram að prédika stækkun togaraflotans. Hann er vafa- laust enn sömu skoðunar, svo aö heppilegt er fyrir Al- þýðubandalagið, að hann er hættur að tjá sig um stjórn- mál. Lúðvík kemur nú helzt fram á opinberum vettvangi, þegar hann þarf að verja bankastjóra fyrir gagnrýni vegna sérkennilegra fríðinda þeirra. Og svo, þegar óvart eru teknar myndir af honum í laxveiði með bankastjór- um. Enginn efast um, að Lúðvík er einn kerfiskarlanna. Krónprinsar hans í Alþýðubandalaginu hafa meira eða minna farið með völd í þjóðfélaginu á undanförnum ára- tug. Fólk er orðið vant Svavari Gestssyni í ráðherrafötun- um og man enn, að Ragnar Arnalds var einn af helztu for- vígismönnum hinnar eftirminnilegu Kröfluvirkjunar. Fólk ypptir bara öxlum, þegar kerfiskarlinn Svavar Gestsson er kominn á skyrtuna og talar í sjónvarp af heil- agri vandlætingu um hina voðalegu stjóm, sem nú sé á landinu. Menn efast um, að hann meini það í alvöru að vera þrútinn af bræði út af framgöngu ríkisstjórnarinnar. Hitt andlit Alþýðubandalagsins er Þjóðviljinn. Þar birtast nálega daglega hneykslisfréttir af ríkisstjóm eða borgarstjóm. Þess á milli fjalla fimmdálkamir um kísil- gúrinn og aðra vonda aðila. Þetta er hið daglega svart- nætti Þjóðviljans, daglega neyðarópið. Reikna má með, að venjuleg ríkisstjóm geri mistök í svo sem annað hvert skipti. Léleg ríkisstjóm kemst ef til vill upp í tvö sinni af hverjum þremur. En fráleitt er, að allt sé alvont eins og halda mætti af síbylju fjölmiðils og formanns Alþýðubandalagsins. Annað einkenni þessara aðila er að taka undir allt væl, sem heyrist úti í bæ, jafnvel þótt það stangist á. Annan daginn felst hneykslið í of lélegum kjörum fiskvinnslu- fólks. Hinn daginn er fiskvinnslan að fara á hausinn. Og allt er þetta ríkisstjóminni að kenna. í augum almennings er Alþýðubandalagið að verða að fyrirbæri, sem fer úr jakkanum, þegar það er ekki í ríkis- stjóm og reynir að rækta hverja öfund, sem finnst, og hvert væl, sem heyrist. Ábyrgðarleysið lekur af síðum fjölmiðilsins og reiðisvip formannsins. Þess vegna er ekki undarlegt, að Alþýðubandalagið sé í kreppu og höfði ekki lengur til unga fólksins. Vandinn felst ekki aðeins í, að formaðurinn sé einræðishneigður og vilji ekki ræða ágreiningsefnin. Ekki heldur eingöngu í sífelldum árásum Þjóðviljans og órólegu deildarinnar á verkalýðsforingja flokksins. Vandinn felst ekki heldur bara í, að þeir séu sniðgengn- ir, sem komu í flokkinn á áttunda áratugnum og höfðu ekki verið í Sósíalistaflokknum gamla. Það er að vísu dýrt að bola Ólafi Ragnari Grímssyni af þingi og missa hvem breiðlínumanninn á fætur öðrum úr flokknum. Auðvitað er hreinlína órólegu deildarinnar flokknum Óhagstæð, því að hún er frá nítjándu öldinni. Hitt vegur jafnþungt, að meðal kjósenda er ekki til nógu mikil öfund og nógu mikið væl til aö halda uppi fylgi kerfiskarla- flokksins. Jónas Kristjánsson. Fleira en fótbolti? — Þú sérð hvað þetta er tragískt ástand, sagöi hann og haliaði sér aft- ur í stólnum. — Þetta hefði verið kjörið viðfangsefni fyrir Evrípídes, eða ... — Daríó Fó? greip viðmælandinn frammi og þóttist góður. Þeir stóðu við hliðarlínu á Hlíðar- endavelli og nutu góða veðursins meðan þeir biðu eftir því að liðin hlypu inn á völlinn. Evrípídesarsinninn var rúmlega meðalmaður á hæð og gróflega með- almaður á breidd, minniháttar blók í meiriháttar fyrirtæki hér í borginni. Viömæiandi hans, lágvaxinn, hjól- beinóttur, fyrrverandi kantspilari, var meiriháttar yfirmaður (og eini starfsmaður) minniháttar heildsölu (sem hann átti sjálfur). Við skulum bara kalla þá eftir leikskáldunum,” Evrípídes og Daríó. Þeir voru aö sjálfsögðu að ræða helsta atburðinn í menningarlífi höf- uöborgarinnar í vikunni, þ.e. lúxus- skýrslu Alþýðubandalagsins sem er einskonar pólitísk endurskoðun á reikningum síöustu ára. — Þetta er eins og í harmleikjun- um grísku, maður. Flokkurinn hefur verið að sigla í stormum og stórsjó síðustu árin og aldrei verið tími til þess að líta lengra en rétt út yfir borðstokkinn. Svo lygnir þegar hægristjómin tekur við og þá gefst tími til þess að líta yfir farinn veg. Þeir líta í spegil og hrökkva undan. Daríó leiddist greinilega þetta ruglingslega myndmál Evrípídesar og greip frammí: — Þetta er ekki harmleikjastöff, þetta er farsi. — Neinei. Hetjan komin heim úr orrustunum og kemst þá að þvi að til einskis var barist. Víkingurinn kom- inn heim og finnur bæinn sinn í rúst. Daríó glottir við og hristi hausinn. — Sko, þetta minnir mig á vin minn sem fékk þessa dulspekidellu þegar jógamir komui löngum röðum frá Indlandi til þess að bjarga heim- Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason inum. Hann fór sko út og hitti ein- hvern meiriháttar spámann og fékk tilsögn hjá honum. Svo loksins var hann tilbúinn og lagði upp í fyrstu köfunina ofan í undirvitundina eöa sálina. Og það var eins og að stinga sér af tíu metra palli ofan í tóma laug, sagði hann mér seinna. „Þú hefðir nú mátt vara þig,” sagði ég við hann. „Sumir eru bara óintress- ant og leiðinlegir, og það er ekkert viö því að gera. Og það getur ekki verið gaman að skoða sálir fýlu- poka.” Daríó þagnaði andartak, og leit yfir völlinn, hugsi. — Annars fór honum mikið fram við þetta, stráknum. Hann hafði allt- af verið svo andskoti rogginn, en hann læknaðist alveg af því við þetta, sem var eins gott, því ég hef engan mann þekkt sem hafði jafnlitla ástæðu til þess að vera montinn. Hann var alveg einfættur, gát ekki notað vinstri fótinn, sama hvaö hann reyndi. Evrípídes hristi hausinn ákveðið og reiðilega. — Það er nú fleira til en fótbolti, maður! Daríó horfði undrandi á vin sinn, en kinkaði síðan kolli. — Já, ég efast svosem ekkert um það en ég hef bara aldrei haft áhuga áþví. Þeir félagarnir horfðu út yfir grasflötina, hugsi báðir, en Daríó varð fyrri til að grípa orðið. — Allavega er þaö eins með Alla- ballana og með vin minn forðum. Eftir japl og jaml og fuður er það bara að renna upp fyrir þeim að þeir eruleiðinlegir. Það varð nú löng þögn meðan þeir félagarnir tvístigu þarna við hliðar- linuna og vissu ekki almennilega hvað þeir áttu að tala um næst. Loks- ins fékk Evrípídes hugmynd. — Hvað varð um hann þennan vin þinn sem fór í sjálfsköfunina? — Hann lærði viðskiptafræði og vinnur hjá ríkinu, greyið. Hann á fjögur börn og litla íbúð, að hálfu, á móti ýmsum lánastofnunum. — Æ, greyið, hvílík örlög. Ég hef aldrei skilið af hverju menn fara ekki út í einkabisness frekar en í þessa launavinnu. — Þarna koma þeir, loksins. Eg hélt þeir ætluðu að aflýsa leiknum, þessir andskotar. Og það fór kiiður um áhorfenda- fjöldann því inná völlinn komu Vals- arar og KR-ingar og það sem málið snerist um var Islandsmeistaratitill- inn. öll önnur umhugsunarefni hlutu að víkja. Réttlætið sigrar að lokum og Vals- arar urðu Islandsmeistarar eftir æsispennandi leik. Það er engan veg- inn loku fyrir það skotið að til séu jafnáhugaverð umræðuefni og fót- bolti, en þau geta ekki verið mörg eða auðfundin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.