Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 28
28 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 68., 80. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Þverbrekku 4 — hluta —, þingl. eign Vikings Hermannssonar, fer fram aö kröfu Veödeildar Landsbanka Islands og Ævars Guömunds- sonar hdl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Nýbýlavegi 102 — hluta —, þingl. eign Gunnars Breiðfjörð, fer fram aö kröfu Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. september 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Alfhólsvegi 149 — hluta —, þingl. eign Guðrúnar Halldórsdótt- ur, fer fram aö kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Bæjarsjóös Kópavogs og Brunabótafélags Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. septemberkl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 69., 79. og 83. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Engihjalla 19 — hluta —, tal. eign Helga Hjörvar, fer fram aö kröfu Róberts Arna Hreiðarssonar hdl. og Bæjarsjóðs Kópavogs á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Efstahjalla 25 — hluta —, þingl. eign Jyttu J. Pétursson, fer fram aö kröfu Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðju- daginn 17. september 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 68., 80. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Digranesvegi 63 — hluta —, þingl. eign Sigurðar Lövdal og Gunnars Lövdal, fer fram að kröfu Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Álfhólsvegi 46, þingl. eign Trés hf„ ferframaökröfu Veödeild- ar Landsbanka Islands og Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri þriðju- daginn 17. september 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Alfhólsvegi 57, þingl. eign Sturlu Snorrasonar, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Bæjarsjóös Kópavogs og Bruna- bótafélags Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Digranesvegi 42-A, — hluta —, þingl. eign Kristmanns Arna- sonar, fer fram aö kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands og Ara Isberg hdl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Engihjalla 19 — hluta —, þingl. eign Gunnars Ó. Gunnarsson- ar, fer fram að kröfu Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri miðviku- daginn 18. september 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Kjarrhólma 6 — hluta —, þingl. eign Ómars Magnússonar og Þórveigar Gísladóttur, fer fram aö kröfu Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 18. september 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. Austur í Indlandi töluðu menn áður og rituðu hina fornu tungu, sanskrrt — sem or skyld íslensku. UM SKYLDLEIKA MÁLAI. Allir vita aö tungumál geta veriö En þrátt fyrir allan þennan fjölda Það kom í ljós að sanskrít var skylt lík innbyröis. Þegar viö lærum er- lend mál sjáum við kunnugleg málfræöiatriöi skjóta upp kollinum í erlenda málinu. Til aö mynda kann- ast flestir viö óreglulegar sagnir í ensku og þýsku. Það fyrirbæri er sama og kallaö er sterkar sagnir í íslensku. Sömuleiðis veröa oft á vegi okkar sömu oröstofnar og í íslensku. Til dæmis má nefna ensku oröin knife, bridge, bell og son, sem samsvara íslensku orðunum hnífur, bryggja, bjalla og sonur. Ogrynni slíkra dæma væri unnt að telja upp. Atriði á borö við þessi benda til skyldleika milli málanna og hægt er aö rekja skyldleikann eftir þeim. Þannig hefur komiö í ljós að skyld- ust íslensku eru færeyska og norska. Aöeins fjarskyldari eru danska og sænska. Reyndar eru þessi mál komin út af einu og sama málinu, sk. norrænu. Þ.e. norrænir menn tóku aö setjast aö á óhkum stöðum og hver hópur þróaöi með sér norrænuna á ólíkan hátt þannig aö til uröu fimm meira og minna ólík tungumál. Enn fjarskyldari íslensku eru fjarlæg mál eins og indverska og íranska. Ef viö teljum íslensku, færeysku og norsku vera systur þá mætti kalla írönsku langalanga- langaiangalangaömmusystur þeuTa. Fjöldi tungumála Menn eru ekki alveg á eitt sáttir um fjölda tungumála í heiminum. Nefndar hafa veriö tölur frá 3—8000. Menn greinir nefnilega á um það hvað skuli teljast tungumál og hvaö mállýskur af sama máli. 1 amerískri kennslubók í almennri málfræöi, An Introduction to Language, stendur til aö mynda aö danska og sænska séu nægilega lík mál til að geta kallast mállýskur af sömu tungu en af pólitískum á- stæöum sé rétt aö telja þetta tvær tungur. Þaö er að segja einungis vegna þess aö þær eru talaðar hvor í sínu ríkinu. Hins vegar telst til dæm- is jóska vera mállýska af dönsku þótt hún sé talsvert ólík venjulegri dönsku. tungumála þá tala um þrír fjóröu mannkyns þrettán tungur. Þ.e.a.s. ef maður kann tilteknar þrettán tungur getur hann talaö viö þrjá fjóröu mannkyns, á móðurmáli þeirra! Ef maður kann kinversku, ensku, hindú ogrússnesku þá getur hann talaö viö helming jaröarbúa, að vísu aðeins þann part sem býr í hluta af Evrópu, Norður-Ameríku, Ástralíu og hluta af Asíu. Af þessum málum hefur enska sérstööu. Enskumælandi maöur getur talað viö um það bil hálfan milljarö manna í ýmsum löndum og að auki skiliö útsendingar 60% af út- varpsstöövum heimsins og lesið helming allra tímarita í heiminum. íslensktunga 30 Eiríkur Brynjólfsson Latína, gríska og „hin málin" Á miðöldum voru tvær höfuötungur, latina og gríska. Þetta voru mál allra menntaöra manna en almúginn skildi ekkert í þeim. Prestar í kaþóisku messuöu á latínu, jafnvel þótt þeir skildu hana ekki. Og söfnuðurinn hlustaði en skildi auðvitað enn síður en klerkarnir. Svo mikiö kapp var lagt á að ungir verðandi menntamenn læröu þessar heimstungur aö til dæmis meistari Jón Vídalín hóf latínunám aöeins sjö ára gamall. Málfræðingar sem vildu láta taka sig alvarlega lögðu stund á latínu og latnesk málfræði varö í mörgu fyrir- mynd seinna meir. Á 19. öld hófst alda þjóöernis- vakningar um alla Evrópu og menn fóru að gefa meiri gaum aö þjóö- tungum. Og ýmislegt kom á daginn. Olík tungumál sýndust vera skyld þegar sameiginlegir oröstofnar fund- ust. Nokkru áður höfðu menn kynnst sanskrít en það er ævafornt ind- verskt mál sem hefur varöveist á gömlum helgiritum, sk. Vedabókum. latínu og grísku. Nú voru góð ráð dýr. Evrópumál sýndu innbyrðis skyldleika og þaö var rakiö til yfirburða latínunnar en þegar sanskrít og jafnvel fleiri mál í Asíu bættust í hópinn þá flæktist máliö. Meö auknum rannsóknum á þjóötungum kom í ljós aö samsvar- anir milli latínu og þeirra voru reglulegar. Gott dæmi eru fornöfnin ég—mig. Við getum farið suður til Evrópu og rekumst alls staðar á svipaöa stofna. Dæmi: jeg—mig (da.), I-me (ens.), ego-me (lat.)ogego-me(gr.). Söguleg málfræði Þetta er tímabil hinnar sögulegu málfræði. Það var á síðustu öld og málfræðingar báru saman ólík tungumál með þaö aö markmiði aö útskýra skyldleikann milli þeirra. I ljós kom aö skyldleiki var milli flestra Evrópumála og nokkurra mála í Asíu. Skyldleikinn er aðallega rakinn eftir oröstofnum. Við getum tekið sem dæmi orðið faðir. Þaö er af- komandi orösins pater á latinu. Þetta sjáum viö á því aö orðin eru svipuð í útliti og hafa sömu merkingu. Ef viö skoöum sama orö í t.d. dönsku, ensku og þýsku (fader, father og Vater) sjáum viö hvernig þaö hefur tekið misjöfnum breytingum eftir málum. En vitaskuld gæti verið um tilviljun aö ræða. En þaö útilokar þá kenningu að dæmin um skyld- leikann eru ekki fá, einangruð og einstök heldur regluleg. Við tökum eftir því aö latneskt p hefur breyst í f í íslensku. Á sama hátt hefur latneskt c (borið fram k) breyst í h í íslensku. Dæmi þar um er orðið collis (frb. kollis) sem þýðir háls. Lesendur geta síðan dundaö við aö finna íslenska sögn sem er af- komandi latnesku sagnarinnar capio. Þegar slík líkindi eru milli mála er unnt aö útiloka að um tilviljun sé aö ræða heldur hlýtur skýring- arinnar aö vera að leita í ööru. Meira um þaö næst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.