Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. Það er allt í Islendingasögunum: Dramatík, spenna, ástir, bardagar og aksjón — segir Björn Jónasson hjá Svörtu og hvítu „Eg sagöi áður en viö byrjuöum aö kynna Islendingasögurnar á heimilis- sýningunni að ég yrði ánægður ef hundrað manns skrifuðu sig á áskrift- arlista. Þegar upp var staðið skipti f jöldinn hundruðum,” sagði Bjöm Jón- asson, hjá bókaútgáfunni Svart á hvítu. Svart á hvítu mun gefa út fyrir jólin fyrra bindi af tveimur í heildarútgáfu Islendingasagnanna með nútima staf- setningu. Þetta er gríöarlega viðamik- il útgáfa því þarna eru gefnar út allar Islendingasögurnar í einu og sumar í tveimur geröum. „Ég hef tekið eftir þvi að yngra fólk, milli tvítugs og fertugs, var sérstaklega opið fyrir þessu. Það er engin furða: Islendingasögumar eru eins og al- fræöiorðabók um íslenska menningu. A hverjum einasta degi heyrir maður til- vitnanir í Islendingasögurnar, í blöð- um, útvarpi eða manna á meðal. Þegar þær verða komnar út á tveimur bókum hjá okkur ætti að verða hægur vandi að fletta upp í snarheitum viðkomandi til- vitnun,.. og hana, þetta var úr Njálu! Það les enginn Islendingasögurnar i eitt skipti fyrir öll. Það segir enginn ég kaupi ekki Biblíuna af þvi ég er búinn að lesa hana, eða ég vil ekki þetta mál- verk þegar ég er búinn að sjá það. Það er eins með Islendingasögurnar: mað- ur þarf alltaf að grípa til þeirra.” — Nú er Svart á hvítu komungt útgáfufyrirtæki, er þaö ekki óðs manns æði að fara út í eins viðamikla. útgáfu og þetta er? „Það er gamall draumur að gefa út heildarverk í fáum bindum af þessu tagi á íslensku. Eriendis tíðkast það í auknum mæli að gefa út verk stór- skálda í heildarútgáfum. Þetta hefur ýmsa kosti umfram það að gefa út hvert verk eitt og sér: prentvinnan verður öll ódýrari, bandið nýtist betur þegar fleiri rit en eitt eru komin í það. Með þessum hætti var hægt að gefa út sjálfar Isiendingasögurnar á ódýran og góöan hátt. Og sannast sagna hafa viðtökurnar verið góðar, fólki finnst þetta vera góð hugmynd. Ég vil ekki lasta aðrar út- gáfur en auðvitaö bjóðum við heildar- útgáfu Islendingasagna á mun betra verði en áður hefur þekkst. Það er saga að segja frá því hvernig þetta þróaöist. Við gerðum okkur ekki grein fyrir hversu mikið verk þetta yröi. Þetta er mjög dýrt í framkvæmd. Fræðimennimir tóku fljótlega völdin af okkur. Við héldum að þaö væri hægt að gefa þetta út með því að styðjast við eldri heildarútgáfur. Endirinn varö sá að allar sögurnar voru bornar við staf- réttar útgáfur eða aðrar vandaöar útgáfur textanna. Áratugur er liðinn frá því þetta hefur verið gert. Upphaflega vildum við hafa mjög mikla samræmingu á textanum. Við komumst fljótlega að því að það væri ekkert sniðugt! Við höfum auövitað nútimastafsetningu á sögunum til að þær verði öllum skiljanlegar. En við létum gamlar orðmyndir halda sér því annars flest stíllinn út, missir lífið og tapar krafti sinum.” — En hafa Islendingasögurnar enn sömu þýðingu fyrir íslensku þjóðina? „Já, ég held það. Islendingasögurn- ar eru allt í senn: Dramatík, spenna, ástir, hatur, bardagar og aksjón. — Háíslenskar að auki, og allt sett fram á alþýðlegan hátt. Einhver er ástæða þess að þær eru samgrónar Islending- um. Jafnvel fólk sem fúlsar við kúltúr og bókmenntum hugsar hlýlega til Is- lendingasagnanna. Þær eru hluti af því að vera Islendingur. TU að vera sannur Islendingur verður maöur að gera að minnsta kosti annað tveggja: fara á sjóinn eða lesa Islendingasögurnar. Ungu fólki finnst Islendingasögurnar ekki haUó. Það er sama hversu mikil ítök Danir höfðu eða hversu mikil ameríkaníseringin hefur orðið: Þær 'hafa aldrei verið halló. Þegar þær verða halló, hættum við aö vera Is- lendingar.” — Nú ber þessi útgáfa mörg nútíma- merki. Allt er tölvusett, og svo er farið að gefa út barmmerki með tilvitnunum í sögurnar. „Já, merkinhafa falUð i góöan jarð- veg og sýnir þaö best að þær eiga hljómgrunn meðal ungs fólks. Og svo höfum við breytt forlaginu í geimstöð um stundarsakir! Hér er tölva í hverju homi því þetta hefði aldrei verið hægt án þess að nýta sér tæknina. Að öðrum kosti hefðum við þurft að vélrita Björn Jónasson, Sverrir Tómasson, Margrót Þóra Gunnarsdóttir, Örnólfur Thorsson, Bragi Halldórsson og Jón Torfason. N útímastaf setning en haldið í fornar orðmyndir íslendingasögurnar að koma út allar á tveimur bókum „Um útgáfu Islendingasagnanna gildir tvennt: Þær þurfa að vera til í traustum vísindalegum útgáfum, annað hvort með stafréttum texta eftir handritum eða samræmdri staf- setningu. En þær þurfa líka alltaf að vera til með nútima rithætti, í lestr- arútgáfum sem byggðar eru á hinum vísindalegu útgáfum.” Svo mælti Sverrir Tómasson, einn ritstjóra að nýrri útgáfu á Islendingasögum sem verið er að búa undir prentun fyrir Svart á hvítu. „Sumar sögurnar eru að visu ekki til í stafréttum vísindalegum útgáf- um og þar á meðal er Brennu-Njáls- saga, eins ótrúlegt og það kann að virðast.” Það er ekki auðhlaupið aö því aö gefa út allar íslendingasögumar á tveímur bókum eins og Svart á hvítu gerir. Sögurnar í fyrra bindinu eru alls 14 en eins og kom fram hjá að- standendum útgáfunnar eru sumar prentaðar í tveimur mismunandi gerðum. Gildir þetta um Gísla sögu Súrssonar og Bandamannasögu auk þess sem textaafbrigöi af Flóa- mannasögu og Fóstbræðrasögu eru birt. Hvort bindi Islendingasagnanna um sig er 1120 blaðsíður og má því nærri geta að mikið verk er að setja og prófarkalesa. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn við setningu, en tölvutæknin hefur þar auðveldað verkið. Prófarkalestur er gríðarlega umfangsmikill og hafa 15 manns starfaöaðhonum. Sverrir Tómasson, örnólfur Thors- son og Jón Torfason ritstýra verkinu en Jón hefur ásamt Braga Halldórs- syni búið sögurnar til prentunar. Þeim til aðstoðar hafa verið Margrét Þóra Gunnarsdóttir, Bergljót Krist- jánsdóttir, Brynjúlfur Sæmundsson, Bjarni ðlafsson og Sigurður G. Tóm- asson. Aöstandendur útgáfunnar svöruðu spumingum blaðamanns DV á dög- unum. „Utgáfan veröur með nútímastaf- setningu en haldið er í allflestar orð- myndir og fomar beygingamyndir. Við teljum aö allir þeir sem mæla á annað borö á íslensku eigi að geta skilið sögurnar nokkuð auðveldlega. „Við höfum farið þá leið að búa textann ekki til prentunar eftir út- gáfum þar sem ritháttur er sam- ræmdur eins og tíðkast hefur t.d. í skólaútgáfum. Við teljum að „sam- ræmdur ritháttur forn” eigi ekki er- indi til almennings. Hann var fund- inn upp á 19. öld með það fyrir aug- um að auðvelda skilning fommáls- ins. Samræmd stafsetning fom er notuð í hinum vönduðu útgáfum Hins íslenska fomritafélags og er máliö þar í búningi 13. aldar eða eins og fræðimenn ætia að það hafi verið. Flestar Islendingasögurnar eru hins vegar varöveittar í 14. aldar handrit- um og er búningur málsins í þeim ekki mjög óskyldur nútímasatafsetn- ingu. Eins og kunnugt er þá hefur ís- lenskt beygingakerfi haldist nær óbreytt. I útgáfunni fá gamlar orð- myndir að njóta sín og aðeins fáein- um beygingamyndum sagnorða er vikið við. Ef við hefðum breytt fleiri atriðum þá hefðu blæbrigði í málfari og stíl sagnanna ekki notið sín og þá væri verra af stað farið en heima set- ið. Því varö ofan á að fara eftir aöal- handritum sagnanna eins og þau lágu fyrir prentuö í staf réttum útgáf- um og orðmyndir fomar haldast. Þetta skýrist betur með dæmum, í sögunni stendur ýmist flt. sakir eða sakar sem er eldri og fá báöar mynd- ir aö fljóta með. Hins vegar var þetta ekki alltaf hægt, þar sem sumar Is- lendingasögurnar eru ekki til í vís- indalegum stafréttum útgáfum eftir handritum. Þar á meðal má nefna Njálu. En bót er í máli aö til er traust útgáfa af henni sem Konráð Gíslason gerði á siðustu öld. Þess má geta aö við höfum notiö aðstoðar og fyrirgreiðslu f jölmargra fræðimanna, einkum starfsmanna Stofnunar Áma Magnússonar, og viljum við nota tækifæriö og færa þeím hinar bestu þakkir. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.