Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Síða 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR 241. TBL. -75. og 11.ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1985. Flugvólin i læknum við Hólmavíkurflugvöll i gær. Mennirnir blotnuðu i fæturna. DV-mynd Kristjón Jóhannsson. Þrír menn sluppu þegar flugvél stakkst f læk — rann f ram af fiugbrautinni við Hólmavík á Ströndum Þrír menn sluppu ómeiddir þegar lítil eins hreyfils flugvél rann fram af flugbrautarenda á Hóltnavík og stakkst ofan í læk laust fyrir klukkan 15 í gær. Flugvélin, TF-STR skemmdist töluvert. Um borö í flugvélinni, sem er fjögurra sæta af gerðinni Cessna 172, voru flugkennari, flugnemi og farþegi. Flugvélin var að koma frá G jögri. I lendingu á Hólmavíkurflugvelli tókst ekki að stöðva flugvélina á 746 metra langri flugbrautinni með þeim afleiðingum að hún rann fram af brautarendanum. Féll hún fram af um þriggja metra háum endanum og niður í læk f yrir neöan og fór hálf á kaf. Vatn náöi upp að sætum. Mennirnir komust út úr vélinni óskrámaðir en blautir í fæturna. Annar vængur flugvélarinnar bognaði upp, skrúfan beyglaðist og skemmdir urðu á vélarhlíf. Veður var fremur óhagstætt til flugs, rigningarsuddi og vindur upp í 30 hnúta. Taliö er að sviptivindar geti hafa átt þátt í óhappinu. Á flug- vellinum höfðu menn á orði í gær að vindur stæði úr öllum áttum. Eigendur flugvélarinnar eru fjórir Strandamenn, þrír frá Hólmavík og einn frá Gjögri. -KMU. Ef ekki verða breytingar á starf- semi Unesco hafa nokkur ríki gefiö til kynna að þau muni segja sig úr samtökunum. Þar á meöal er Island. Bretland, Vestur-Þýska- land, Japan, Kanada og Norður- lönd hafa varað við þeirri stefnu sem Unesco hefur tekið. Fulltrúar þessara ríkja hafa bent á hin upphaflegu markmið Unesco, sem eru menningartengsl og fræðsla. Þykir starfsemi Unesco bera of pólitískankeim. Sem kunnugt er hættu Bandaríkjamenn að styrkja Unesco á síðasta ári en árlegur styrkur þeirra til samtakanna var um 43 milljónir dollara. Andri Isaksson á sæti i framkvæmdaráöi Unesco og situr nú fund samtakanna í Sofíu. Hann fylgir þar fram ýmsum skipulags- breytingum á stofnuninni. -ÞG Varaformanns- embættin ÍBSRB: Engin kona f innst enn Enda þótt konur séu í meirihluta í BSRB, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, gengur brösótt að finna þar konu sem gefi kost á sér í v sæti 2. varaformanns sambands- ins. Þegar þing BSRB hófst, í gömlu Rúgbrauösgerðinni við Skúlagötu, klukkan 10 í morgun var þessi fulltrúi kvenna ófundinn þrátt fyrir miklar hvíslingar undanfarna daga. Þær Guðrún Ámadóttir meina- tæknir og verkfallsstjóri og Sigur- veig Sigurðardóttir hjúkrunar- fræðingur hafa verið títt nefndar til sögunnar en hvorag gefur nú kost á sér. Aftur á móti slást karlar um sæti 1. varaformanns. Albert Kristinsson, formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar, vill halda sætinu. Að honum sækir Har- aldur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags borgarinnar. Albert er talinn mun sterkari á þinginu, meðal annars þar sem hann er nú 1. varaformaður og Haraldur virðist í ónáð hjá stórum hópum, ekki síst konum í bandalag- inu. Engin breyting er á því að Kristján Thorlacius muni taka endurkjöri sem formaður. Auk kjaramála verða skipulags- mál BSRB ofarlega á baugi á þing- inu svo og úrsögn Kennarasam- bandsins. Fleiri aðildarfélög eru óróleg og ýjað er að úrsögn Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar, nái formaður þess ekki sæti 1. varaformanns. Þingið stendur framívikulok. nbKJB NÆR HALF MILLJON FERÐAMANNAIHVERAGERÐI sjá fréttir á bls. 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.