Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985. —. Sjávarútvegsráðherra: Oraunhæft að taka skrapdagakerfi að Á fjóröungssambandsþingi Fiski- deilda á Vestf jöröum, sem haldið var um helgina, var kvótakerfinu hafnaö og samþykkt aö stefna bæri að eins- konar skrapdagakerfi. Þá var einnig samþykkt að fiskveiðistjómun ætti aö vera til fimm ára og jafnframt aö þaö ætti aö ákveöa aflamagn fyrir- fram þessi fimm ár. „Ég er sammála Vestfiröingum aö það sé nauösynlegt aö vita hvers konar stjómun sé framundan á veiðunum. Hins vegar tel ég aö þaö sé ákaflega erfitt aö ákveða afla- markið til langs tíma. Það geta alltaf komið upp einhverjar breytingar á því sviði. Eg er því þeirrar skoöunar aö þaö sé óskynsamlegt aö ákveöa aflamarkið til lengri tíma en eins árs í senn,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra í viötali viö DV. — En er skrapdagakerfiö raun- hæfurkostur? „Eg minni á að það voru miklar kvartanir yfir því þegar það var á sínum tíma og ég tel aö þaö sé mjög gallað. Eg tel það vera gallaðra kerfi en það sem við búum viö núna. Viö verðum líka aö viöurkenna aö öll stjórnun hefur sína kosti og galla. Mín skoðun er sú aö það sé óraunhæft að taka upp skrapdagakerfið aö nýju,” sagöi Halldór. APH Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis: Nýjung hjá Eiðfaxa Sú nýjung hefur veriö tekin upp hjá tímaritinu Eiöfaxa að birta ættbók hrossa fyrir árið 1985. Árlega fara fram f jölmargar sýning- ar þar sem kynbótahross eru leidd til dóms en hin siöari ár hefur nokkuö skort á aö dómsniðurstöður væru birt- ar almenningi. Á þessu veröur nú ráöin bót og í því tbl. Eiöfaxa sem nú er aö koma út verður birt skrá yfir alla stóö- hesta sem færöir voru í ættbók á árinu, en þeir eru 18 talsins. Einnig veröur birt skrá yfir 50 fyrstu hryssumar sem færöar voru í ættbók, auk ítarlegra upplýsinga. -JSS „Við lokum ef þú fjar lægir ekki stólana” — þetta stóð í tilkynningu sem verslunareigandi við Síðumúlann fékk „Mér var tilkynnt aö ef ég myndi ekki fjarlægja stólana strax yröi versluninni hjá mér lokað,” sagöi Steingrímur Felixson, verslunar- eigandi í Síðumúla, en hann fékk heimsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sl. föstudag. „Viöskiptavinir mínir óskuðu eftir aö ég fengi mér stóla hér í verslunina. Eg varö strax viö ósk þeirra og lét smiöa þrjá barstóla,” sagöi Steingrímur þegar hann sýndi okkur stólanaþrjá. „Mér var tilkynnt aö til þess aö fá aö hafa stóla hér inni yrði ég aö sækja um veitingaleyfi og til að fá veitingaleyfi þyrfti ég að hafa eldhús hér á staðnum. Þessar reglur eru löngu úreltar og eru skerðing á persónufrelsi. Það er hreint furöulegt að ég skuli ekki fá aö veita viöskiptavinum nu'num þá þjónustu sem ég get. Þaö er eingöngu vinnandi fólk hér á svæðinu. Hingaö koma ekki börn og unglingar. Þá hef ég ekki opið hér á kvöldin,” sagöi Steingrímur. Steingrímur sagöi að Heilbrigöis- eftirlitið heföi einnig bent honum á aö hann mætti ekki hafa öskubakka á boröum. „Mér var bent á aö setja límmiða upp á vegg með áletruninni: Við reykjum ekki hér. Það er hreint furöulegt aö það skuli mega selja tóbak hér en fólk fái ekki aö reykja,” sagöi Steingrímur. „Eg vil taka þaö fram að mennimir frá Heilbrigðiseftirlitinu sýndu kurteisi. Þeir voru aðeins aö vinna eftir úreltum lögum og reglum sem maöur á erfítt aö sætta sig við,” sagðiSteingrímur. -SOS „Fórum fjórir frá Skotveiðifélagi Is- lands og vorum tveir og tveir saman, bjuggum aö Sveinatungu. En veöurfar- ið var afleitt og viö, ég og félagi minn, fórum niður um hádegi á laugardag og fengum lítiö. Það var slydduhríð þar sem viö vorum uppi viö Tröllakirkju. ” — En hvernig gekk hinum? „Hinir tveir, þeir voru fram í myrk- ur og svo komu þeir, annar með 11 rjúpuroghinn meö8.” — Tröllakirkja? „Fór upp í Tröllakirkju að noröan- veröu, en Tröllakirkja er svipmikiö f jall vestan viö Holtavörðuheiöi, norö- ur af Snjófjöllum. Af Tröllakirkju er afar víösýnt.” — Nú voruö þiö aö Sveinatungu, hvernig var það? „Gott veiðiheimili, herbergi meö kojum og mjög þægilegt fólk, þetta er skemmtilegt framtak. Þegar félagarn- ir komu ekki eins fljótt og vonast var eftir var variö frá Sveinatungu fram á heiði til aö athuga með þá höröustu, svo þetta fólk hugsar um þá sem hjá þeim eru. Skotveiöimennimir komu skömmu seinna.” — Svo það hafa margir fariö til rjúpna um helgina? „Þaö hafa verið svona 15—20 manns á Holtavöröuheiöi aö sunnan um helg- ina, skotveiöimenn voru í Munaöarnesi og höfðu þeir fengið mest 40 í vikunni. En tregt var hjá þeim um helgina og veöurfariö spilaöi inn í þar. En veiði- svæðiö er á alla kanta og þaö hefur talsverö veiði verið um miöja vikuna. En rjúpan er ennþá ofarlega í Borgar- firöinum og töluvert labb í hana. ” G. Bender. Staingrimur — sést hér tylla sér é einn af stólunum þremur. Hann heldur é bréfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikursvœðisins. Þessir þrir stólar voru mjög vinsœlir. Menn gótu tyllt sér ó þé — sporðrennt einni pylsu, drukkið gos og lesið dagblöðin. Veðurfar hef ur spillt rjúpnaveiði Rjúpnaveiöin heldur áfram og mönnum gengur misjafnlega, veður- farið hefur spilaö mikiö þar inn í. Nú var fyrsta rjúpnahelgin og skotveiði- menn fóru til rjúpna. Við náðum tali af Braga Melax, stjómarmanni í Skot- veiðifélagi Islands, sem fór í Borgar- fjörðinn. — Voruö þiö margir? Rjúpur, rjúpur og aftur rjúpur er það sem allt gengur út ó þessa stundina. DV-mynd G. Bender -- ■ -:-'V ** Það getur verið leiðinlegt að ganga til rjúpna sé veðurfarið slœmt eins og var þegar þessi mynd var tekin. DV-mynd G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.