Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER1985. 3 Í Hvaragerði eru hafnar framkvæmdir við stórt hótel. Búið er að tyrfa og planta trjám. Lúxushótel með golfvelli, sundlaugum og leirböðum Leirböð, leiksvið, sundlaug, golf- völlur, ráöstefnusalur, heitir pottar, læknir, sjúkraþjálfari. Þetta verður meðal annars á nýja hótelinu sem verið er að reisa í Hveragerði. „Þetta verður alhliða hótel. Það á að höfða jafnt til útlendinga sem „Það er ekki ofsögum sagt að hingað hafi komið 400 þúsund ferðamenn á tímabilinu frá apríl til september,” sagði Bragi Einarsson, eigandi Eden í Hveragerði. Bragi stendur einnig að tívolíinu Eden-Borg, sem er við hliðina. „Þetta eru bæði helgargestir, sem eru í sunnudagsbíltúr, og aðrir ferða- menn, bæði erlendir og innlendir. Svo til allir erlendir ferðamenn, sem koma til landsins, koma hingað til Hvera- gerðis. Þetta eru um tuttugu vikur sem ferðamannatíminn er. Það koma tuttugu þúsund manns í hverri viku. Á sunnudegi er algengt að tíu þúsund manns komi hingað inn. Þetta er svakalegur fjöldi en það voru fáir dagar í sumar sem komu færri en átta til tiu rútur hingaö. Tívolíið hefur dregið geysilega mikið af ferðafólki hingað. Eg gæti trúað að tslendinga,” sagði Helgi Þór Jónsson er DV hitti hann í Hveragerði í gær. Það er Helgi sem byggir hótelið fyrir eigin reikning. Framkvæmdir hófust fyrir mánuði. „Það veröur unnið á fullu í vetur,” það hefði verið 80 prósent meiri aðsókn vegna þess. Hluta af þessari auknu aösókn er veðrinu að þakka. Það hjálpaði mikið í sumar,” sagði Bragi Einarsson. „Veturinn hérna er mjög ólíkur sumrinu. Það er litið umleikis á vetuma. Á haustmánuðum fer þetta niður en strax í febrúar fer allt að fyllast aftur um helgar. Ef heiðin er fær fer fólk í sunnudagstúra strax í febrúar. Ég hef einnig byggt mikið á sumar- bústaðafólki, sem er til dæmis í Gríms- nesi, einnig fólki í ölfusborgum og fólki sem er að heimsækja ættingja á heilsu- hælið og elliheimilið, ” sagði Bragi. Ferðamannaaukningin kallar á stækkun hjá Braga. Hann er þessa dagana að byggja við Eden. Hann er aö stækka veitingaaöstöðuna og ætlar að koma upp stærra og fullkomnara eldhúsi. -KMU. sagði Helgi. Spurður um opnunardaginn svaraði hann: „1. apriL” Brosið á andlitinu fékk DV- menn til að taka þeirri dagsetningu með fyrirvara. Ekki var þó annað að heyra en að stefnt væri að því að opna næsta sumar, að minnsta kosti hluta af starfseminni. „Hugmyndin vaknaði í vor þegar ég var að vinna við að koma upp tívolíinu. Þá sá ég Hveragerði í réttu ljósi, sá þann mikla mannfjölda sem kemur hingað. Þegar erlendu ferðamennimir komu í röðum til okkar á vinnusvæðið í tívolíinu og spuröu hvar hótelið væri fór ég að velta þessu fyrir mér,” sagði Helgi. Hveragerðishreppur hefur úthlutað Helga stóru landi undir hótelið, 2,5 hekturum. Þegar er búið að planta trjám og tyrfa hluta af landinu. Byrjað er að sfá upp fyrir húsgrunni. 1 hótelinu verða milli 40 og 50 gisti- herbergi. Það verða þrír stórir salir sem alls munu rúma yfir 700 manns. Stærsti salurinn, sem verður með leiksviði, rúmar 400 manns. Minni salur á efstu hæð tekur um 100 manns. Loks verður stór ráðstefnusalur. Starfsemi hótelsins mun nálgast þá starfsemi sem rekin er á heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins. Gert er ráð fyrir tveimur sundlaugum, þar af annarri sem barnalaug með renni- braut. Einnig heitum pottum, leirböðum og aðstöðu fyrir lækni og sjúkraþjálfara sem verður fastur starfsmaður. Á stóru útisvæði verða tvær æfinga- brautir fyrir golfmenn, önnur um 300 metra löng en hin til að æfa styttri högg. Það verður einnig mini-golf- völlur. Hótelið er sérstaklega hannaö með þaö í huga að hreyfihamlaðir eigi auðvelt meö aö komast leiöar sinnar. Kjartan Sveinsson teiknaði húsið. Helgi Þór Jónsson leynir því ekki að hann hefur mikla trú á Hveragerði. „Jarðhitinn býður upp á ótal möguleika,” sagði hann. Helgi er verktaki að atvinnu. Meðal annars hefur hann séð um viöhald hjá álverinu í Straumsvík. Hann rekur vélaleigu og á meðal annars stærsta kranabíl á landinu. -KMU. Ólafur Viflir Björnsson og Bragi Einarsson við taikningu af Eden-Borg eins og hún verflur eftir stækkun næsta vor. Tívolí hefur sannað tilverurétt sinn á íslandi — segir f ramkvæmdast jóri Eden-Borgar f Hveragerði „Tívoii hefur sannaö tilverurétt sinn á Islandi í Hveragerði,” sagði Olafur Víðir Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Eden-Borgar, en svo nefnist tívolíið í Hveragerði. „Reksturinn gekk ljómandi vel í sumar. Þaö er óhætt að segja það. Aðsóknin kenndi okkur að það er betra að hafa tívolí í Hveragerði heldur en í Reykjavík. Aðsóknin hefði ekki orðið eins mikil í Reykja- vík. Þaö er eins og fólk þurfi aö fara út úr bænum. Það er meira spennandi að fara til Hveragerðis í tívolí,” sagðiOlafur. Akveðið hefur verið að stækka tívolíiö verulega. Svæðiö verður meira en tvöfaldað að stærð fyrir næsta vor. Bætt verður við tækjum. Á teikningu eru meðal annars stór rússíbani og parísarhjóL Ekki er lík- legt að þau komi fyrir næsta sumar. Bæði er að rússíbaninn er dýr fjár- festing og reyndar parísarhjólið líka. En einnig spilar inn í að stór tæki eins og parísarhjól taka á sig mikinn vind. Ekki er víst að þau þoli íslensk veður. -KMU. moo Útlitsteikning afl hótelinu. Það er ó þremur hæflum. Þar verfla veitingasalir fyrir 700 manns og 40 — 50 gistiherbergi. 400 þúsund ferða- menn komu til Hveragerðis — á 20 vikum, segir Bragi í Eden

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.