Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Síða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985.
Menning Menning Menning Menning
Hólmfriður Árnadóttir — Pappírsverk.
Pappirssjóður
Sýning Hólmf ríðar Ámadóttur í Gallerí Borg
Meö því merkilegra sem gerst hef-
ur f nútímalistum er uppgangur
pappirs sem sjálfstæös listmiöils. Þá
þróun má rekja aftur til frum-kúb-
ismans þegar þeir Pikassó og
Braque tóku aö viöa aö sér efni úr
dagblöðum og tímaritum og líma þaö
á stríga. Þessi aöföng urðu síöan út-
gangspunktur fyrir ýmisleg máluö
tilbrigði.
En þeir Píkassó og Braque höföu
minni áhuga á sjálfum pappírnum
heldur en því sem á honum stóð,
orðanna lögun og hljóðan. Þetta
skeytingarleysi þeirra gagnvart
pappímum kom þeim, eöa kaupend-
um verka þeirra, siöar í koll, því
samklippur þeirra hafa bæði upplit-
ast og dottiö í sundur i timans rás.
Pappír eins og leir
Mér segir svo hugur um aö áhugi á
eðliseinkennum pappirs hafi ekki
vaknað meðal myndlistarmanna
fyrr en á sjötta áratugnum. Þá höföu
listhandverksmenn gert merkilegar
tilraunir meö pappír og pappirs-
massa, grafíklistamenn fylgdu í kjöl-
farið, og upp úr 1960 voru myndlist-
armenn eins og Rausehenberg farnir
aö meöhöndla pappír eins og leir.
Þeirri þróun hafa þeir haldiö áfram,
Frank Stella og David Hockney.
Islenskir myndlistarmenn hafa
verið tregir aö gútera pappír sem
fullgildan listmiöil. Aö undanskild-
um tilraunum nokkurra textíllista-
manna meö pappírsmassa er þaö
eiginlega ekki fyrr en í verkum
þeirra Hólmfríöar Ámadóttur og
Bjargar Þorsteinsdóttur að pappir
fær aö njóta sín til fulls.
Hólmfríður sýndi pappírsverk í
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Listmunahúsinu fyrir þremur árum,
að mig minnir, einföld verk en blæ-
brigðarik. Siöan hefur hún sýnt með
textílfólki á Textíltriennalinum svo-
nefnda.
Úr biksvörtu í skjannahvítt
Hólmfríöur viröist í stööugri sókn
sem myndlistarmaður. Þótt einfald-
leikinn sé enn í fyrirrúmi í myndum
hennar tekst henni að tæpa á ótal
möguleikum í uppbyggingu, áferö og
litrófi. Hún gengur að mestu leyti út
frá ákveðnu frumlagi, stórum
pappírsformum sem hún krumpar,
rífur til og frá, eða pressar. Þessi
form gefa tóninn, ef svo má segja,
bæöi i lögun og litbrigöum, og siöan
tekur listamaðurinn miö af þeim,
þegar hún skapar þeim andlag.
Þótt litir séu hér nefndir í tengsl-
um viö myndir Hólmfríöar er réttara
aö tala um litatóna. Hún er nefnilega
ekki að bruðla meö liti heldur spilar
hárfint á gráskaiann, allt frá bik-
svörtu upp í skjannahvítt, með ein-
stökum björtum litræmum inn á
milli. Því verður áhorfandinn næm-
ari fyrir því sem gerist á yfirborði
pappírsins en ella: samhljóman
gljúpra pappírsbúta og haröra, tog-
streitu ýfðra flata og glansandi, og
hvernig þessir partar allir eru
skeyttir saman, stundum með gyllt-
um eða silfruöum saumi.
Þ6 er í þessum verkum sterk rým-
iskennd, áréttuö meö flötum sem
steyptir eru hver ofan á annan. Sem
sagt: gagnvönduð myndlist sem
tekst aö vekja alls konar kenndir
meö áhorfandanum.
AI
Fyrsta
hlutabréfið
íHlað-
varpanum
Anna Siguröardóttir, stofnandi og
forstööukona Kvennasögusafnsins,
hlaut fyrir stuttu að gjöf fyrsta hluta-
bréfiö í Hlaövarpanum við Vesturgötu.
Er þaö viöurkenning fyrir störf hennar
í þágu kvenna. Hlutabréf í félaginu
geta hluthafar sótt á skrifstofu
Hlaövarpans.
DV-mynd GVA.
Iðnþing hefst a fimmtudaginn
— stendur íþrjá daga
Iðnþing Islendinga, hið 41. í röðinni,
veröur haldiö á Hótel Sögu, Reykjavík,
dagana 24., 25. og 26. október nk.
Iðnþing kemur saman annaö hvert
ár og hefur þaö æðsta vald í málefnum
Landssambands iönaðarmanna —
samtökum atvinnurekenda í löggiltum
iðngreinum. Á Iönþingum er fjallað
um margvísleg mál sem varða Land-
samband iðnaðarmanna og aðildar-
félaga þess. Sammerkt með þessum
Leiðréttingá
Vegna mistaka féll eftirfarandi
málsgrein brott úr kjallaragrein
Guðrúnar Jónsdóttur sl. föstudag:
„Viö getum fylgt fast eftir kröfum
um endurmat til launahækkunar á
málefnum er þo að þau f jalla öll með
einum eða öörum hætti um hagsmuna-
mál þeirra sem fást viö iðnrekstur á
sviði hinna löggiltu iðngreina sem og
almennt um þau margvíslegu vanda-
mál sem innlendur iðnaður á við að
stríða í bráö og lengd. Aö þessu sinni
eiga yfir 200 fulltrúar seturétt á
Iðnþingi. Ætla má að um eöa yfir 350
manns verði við setningu þingsins sem
fram fer í Súlnasal Hótel Sögu
fimmtudaginn 24. okt. nk.
kjallaragrein
störfum kvenna þannig að verkþættir
eins og umönnun, þjónusta og fram-
leiðsla verði metnir til jafns við hátt
metna verkþætti í karlastörfum.”
í dag mælir Dagfari______________í dag mælir Dagfari___________I dag mælir Pagfari
Er Byggðastofnunin hættuleg?
Framkvæmdastofnun ríkisins var
lengi þrætuepli stjómmálamanna. I
f yrravetur var gripið til þess ráðs aö
sklpta um nafn á þessari rfkisstofn-
un og heltir hún nú Byggðastofnun.
Þeir sem höföu haft horn í síöu
Framkvæmdastofnunarinnar hrósa
sér af þvi aö hafa lagt hana niður,
enda þótt enginn viti til þess að neitt
hafl breyst nema nafnið. Segir ekkl
meira af þvi nema hvað uppi hafa
veriö hugmyndir um að Byggða-
stofnun flytjl bækistöðvar sínar norö-
ur tU Akureyrar. Þykir þaö í sjálfu
sér eðlilegt þar sem stofnunin hefur
þann tflgang aö skammta dreifbýl-
Inu styrki og ölmusufé eftir geðþótta
þelrra þingmanna sem eiga þingsetu
sína undir kjósendum fyrir norðan
ogneöan.
Allt heitir þetta landsbyggðarpóU-
tik og hefur það markmið að haf a at-
kvæðln í lagi með þeirri aðferð að
pkHHfcn.ar hafi sem greiðastan að-
gang að fjárhlrslum Byggöasjóös og
Byggöastofnunar.
Nýlega var gert samkomulag um
að Guðmnndur Malmquist skyldi
ráöinn forstjóri stofnunarinnar og
getur það varla þýtt annað en að
stjórnarflokkarnir telji Guðmund
þennan geta þjónað hagsmunum sin-
um með því að hafa hann í vasanum.
Lítið hefur farið fyrir forstjóran-
um enn sem komið er og er ekki í frá-
sögur færandi þangað til svo bar við
að eitt dagbiaðanna hafði við hann
viðtal nú um helgina vegna hug-
myndarinnar um að Byggðastofnun-
in flytti norður.
I viðtalinu kemur fram að stofnun-
in hefur ráðiö sér ráðgjafa til aö
kanna hvaða áhrif þaö hafi á Akur-
eyri að stofnunin flytji þangað.
Nú hefði maöur að vísu haldið aö
Byggðastofnun hefði nú þegar á sin-
um snærum urmulinn allan af ráö-
gjöfum sem eru sérhæfðir í því að
lrnnnn hvaða áhrif það hefur á lands-
byggðinni þegar ríkisstofnanir eru
settar þar niður. En sjálfsagt veitlr
ekki af einum ráðgjafanum til. Nú er
ekki gott að átta sig á þvi hvort þurfi
frekari könnunar við að Byggða-
stofnun hafi Ult af þvi að vera sett
niður á Akureyrí eða þá hitt að Akur-
eyri muni líða fyrir það að Byggða-
stofnun hafi þar aðsetur. Vist er um
það, að forstjórinn telur augljóslega
að það geti haft slæmar afleiðingar
úr þvi að hann telur ástæðu tfl sér-
stakrar athugunar á flutningunum.
Hann vill sem sé kanna hvaða
áhrif það hefur á Akureyri ef þessi
landsbyggðarstofnun flytur norður.
Á hann von á því að Akureyringar
neiti að taka við stofnuninni? Eða að
Akureyringar leggist í óreglu? Eða
flýi bæinn? Eða smitist af Aids?
Eða þá hitt að blessað starf sfólkið i
Byggðastofnuninni, sem hefur það
verkefni að efla jafnvægi i byggð
landsins, neiti sjálft að flytja norð-
ur?
Það værí nú saga til næsta bæjar ef
boðberar landsbyggðarstefnunnar
hefðu ekki meiri ást á landsbyggð-
inni en svo að þeir neituðu að halda
áfram störfum ef þeir sjálfir yrðu
fluttir út á iand. Og ef þeir flytja,
nauðugir, viljugir, óttast forstjórinn
að þeir hafi svo slæm áhríf á bæjar-
lifið á Akureyri að það þurfi sérstak-
an ráðgjafa til að plægja akurinn.
Ekki er þetta góður vitnisburður um
Akureyri né heldur Byggðastofnun,
hvað þá landsbyggöarpólitíkina.
Væri nú ekki ráð fyrir forstjórann og
byggðapólitikina i framtíðinni að
Byggðastofnun léti kanna almennt,
hvort fjáraustur og stofnanaflutning-
ur út og suður sé ekki dreifbýlis-
plássunum til mestrar óþurftar? Er
nokkurt vit í því að gera landsbyggð-
inni þann grikk að senda henni pen-
inga og stofnanir sem leggja stórbæi
á borð við Akureyri í rúst? Og þarf
ekki sömuleiðis að kanna hvaða áhrif
það hefur á Reykjavík að Byggða-
stofnunin sé þar staðsett? Þarf ekki
ráðgjafaíþað?
Dagfari