Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Page 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson OLIUVOPNIÐ SNERIST í HÖNDUM ÞEIRRA Arabísku olíuríkiní sinni verstu „Þegar Saudi-Arabía hnerrar kvefast Vesturlönd." - Þetta var fyndni fréttaskýrenda í fyrstu olíu- kreppunni 1974. Síðan eru breyttir tímar. Ýkjulaust má segja að olíu- vopnið hafi snúist í höndum þeirra sem áður beindu því gegn Vestur- löndum. Arabaríkin, einkum olíulöndin, eru nú stödd í verstu kreppu serri þau hafa komist í síðan í lok sjötta áratugarins. Hún er mörkuð af pólitískum klofningi, minnkandi hemaðarmætti og efnahagshruni. Þegar olían var vopn Það var í janúar 1974 sem Yassir Arafat, er þá naut mikilla áhrifa, boðaði að olíuverðið mundi fjór- faldast og hótaði olíusölubanni þeim ríkjum er voguðu sér að styðja ísrael. Arafat réð auðvitað ekki yfir neinni olíu en arabísku olíuríkin höfðu falið honum - sem tákn um samstöðu þeirra með Þjóðfrelsishreyfingu Palestínu- araba - að kunngera þessi ótíðindi. Hvað stendur í dag eftir af þeim illgirnishroka sem þama birtist Vesturlandabúum? Hvernig standa arabaríkin í dag? Persaflóastríðið gerir stærsta strikið í reikninginn Arafat er ekki lengur á Hotel Intercontinental í Teheran eins og í janúar 1974. Hann hímir í Túnis í eins konar útlegð frá hinum pal- estínsku útlögum og ræður ekki lengur yfir óttavekjandi skæm- liðaher. Nú verður hann að halda sig flarri átökum, svikinn af hinum svokallaða harðlínuarmi samtak- anna sem lúta í staðinn algerlega sýrlenskri stjóm. Hann einangrað- ist jafnvel enn frekar eftir loftárás ísraelsmanna á höfuðstöðvar hans í Túnis 2. október. íran og írak hafa nú í fimm ár háð sitt Persaflóastríð sem þegar hefur kostað eina milljón fallinna og lætur eftir sig þijár milljónir særðra manna. Þar sýnist ekkert lát ætla að verða á. Að mati flestra njósnastofnana hefur Persaflóa- stríðið kostað milli 550 og 700 millj- arða Bandaríkjadala þegar allt er reiknað til, eins og samdráttur í olíuútflutningi ríkjanna, hernað- arútgjöldin, spjöll á mannvirkjum og ræktunarlandi og svo framvegis. Irak skuldar Frökkum orðið 750 milljarða króna fyrir hergögn. Persaflóastríðið hefur neytt Saudi Araba til þess að draga til hálfs úr olíuframleiðslu sinni og auk þess hafa þeir borið stóran hluta hernaðarútgjalda Iraks og líka Marokkó í stríðinu við Polis- ario. Jafnframt hafa þeir greitt Sýrlandi stórfé til þess að liðka fyrir samningum í Líbanon. Gaddafi í basli Efnahagsþrengingar steðja að Líbýu um þessar mundir og um leið magnast óánægja innanlands. Þar er Gaddafi ofursti ekki lengur sá guð í augum landsmanna sinna sem þeim áður þótti. Þeir eru hættir að trúa á þá framtíð sem hann hefur útmálað fyrir þeim. Þetta árið mun svarta gullið ekki færa eldhugan- um Gaddafi nema sjö eða í mesta lagi átta milljarða dollara í tekjur í staðinn fyrir 23-24 milljarða ár- lega. Alsír, sem einna skynsamlegast hefur ráðstafað olíutekjum sínum kreppusíðan ásjötta áratugnum anna í íran að leiðarljósi. Þeirra gætir í öllum löndum íslams, allt frá Marokkó til Sýrlands. Hins vegar er samdrátturinn í olíufram- leiðslunni og um leið mirinkandi olíutekjur vítahringur fyrir olíu- ríkin. Það leiðir til enn bágari lífs- kjara sem aftur eykur hættuna á uppreisn og gerir alþýðuna mót- tækilegri fyrir áróðri íslömsku byltingarinnar. Valdaránið í Ní- geríu í ágúst er aðeins forsmekkur- inn að því sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Valdaránin mis- heppnuðu í Líbýu (þrjú í fyrra og á þessu ári) spá ekki góðu um fram- tíð Gaddáfis. III tíðindi á Vesturlöndum Á Vesturlöndum er þessi þróun um leið váleg tíðindi. Hún gæti þýtt færri sölu- eða byggingar- samninga, minni útflutning til þessara markaða, aukið atvinnu- leysi, meiri vanskil skulda og jafn- vel afskrift þeirra eða greiðslu í meiri mæli i olíu. I öllu falli mundi hún þýða harðari samkeppni við litlu iðnaðarrisana í Asíu sem standa betur að vígi í smærri verk- efnum og ódýrari framleiðslu. Hrikalegartölur Á árunum 1979 til 1981 hækkaði olíuverðið úr 12,70 dollurum olíu- fatið upp í 34 dollara. Síðan hefur það fallið aftur um 35% um leið og framleiðslan (á heimsmæli- kvarða) hefur minnkað úr 52 millj- ón olíufötum á dag niður i 42 millj- ón föt. En hjá arabaríkjunum í OPEC-sölusamtökunum hefur framleiðslan dregist saman um 50% á tíu árum. I dag leggur OPEC aðeins þriðjung til olíuneyslunnar í heiminum á móti rúmum helmingi árið 1983. Sem dæmi um hve hrika- legt þetta er fyrir einstakt ríki mætti nefna Líbýu þar sem olíu- tekjurnar hafa hrapað úr 24 millj- örðum dollara á ári niður í 8 millj- arða en reksturinn á hernum ein- um kostar um fjóra milljarða á ári. Illafarið meðguðsgjöf Alsírski heimspekingurinn Tahar Ben Jellun sagði ekki alls fyrir löngu: „Guð gaf okkur olíuna til þess að tryggja framtíð okkar og mannkynsins. Við höfum notað tekjurnar af henni til bræðravíga og hégóma sem við höfum enga þörf fyrir, svo sem eins og fasteignir og annan lúxus í Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og Þýska- landi. Við höfum sóað þeim í spila- víti á Vesturlöndum og sumt er falið á bankareikningum í Sviss til einskis gagns arabískri alþýðu. Þetta er glæpur gegn henni og mannkyninu." Og á það má líta að Tahar Ben Jellun þykir vera í hópi hinna hófsamari þarna eystra. Má þá ímynda sér hvað hinum róttæk- ari finnst. PersaflóastríðiO, sem staðið hefur i fimm ár, hefur kostað oliurikin þar eystra sitt. Hór ó myndinni er stund milli striða hjó óhöfnum iraskra skriðdreka. Kampagleiðir OPEC-róðherrar ó fundi ó meðan þeir hóldu orkumólum Vesturlandabúa i úlfakreppu. í gegnum árin, er í alvarlegri efna- hagskreppu. Eins og hjá nágranna- ríkjunum hafa tekjurnar dregist saman. Miðstýrt efnahagskerfi þess hefur þó ekki getað komið í veg fyrir einhverja sóun, óarðbær verkefni og spiUingu. Marokkó, sem að vísu hefur ekki úr olíu að spila en er stærsti fosfat- framleiðandi heims, blæðir mjög vegna eyðimerkurstríðsins sem það hefur háð síðustu tíu árin við Polis- ario, sem nýtur aðallega stuðnings Alsír eftir að Gaddafi hætti að aðstoða hreyfinguna (eftir „sam- eininguna“ við Marokkó 1984). Olíuauðurinn rann aðhluta tilbaka Eftir að olíukreppan hafði nær komið efnahagslífi Vesturlanda á kné varð olíuauðurínn til þess síð- ar á áttunda áratugnum að rétta hann að nokkru við aftur. Pening- arnir fundu sér farveg í gegnum bandaríska, svissneska og vestur- þýska banka til Vesturlanda aftur. Þar við bættist að þangað leituðu hin nýríku olíulönd til kaupa á tæknibúnaði og tækniaðstoð og þaðan keyptu þau uppbyggingu íjölmargra stórverkefna: sjúkra- húsa, skóla, flugvalla, verksmiðja, stífla, orkuvera og svo framvegis. Innflutningur neysluvarnings frá Vesturlöndum og Asíu jókst stöð- ugt. Olíukreppan hafði kostað milljónir verkafólks á Vesturlönd- um atvinnuna en myndaði í staðinn nýja markaði fyrir iðnaðinn. Vopnasalan tók mest við sér Sú útflutningsgrein Vesturlanda, sem hvað mest tók við sér á áttunda áratugnum, var vopnasalan - sömuleiðis vopnasala Sovétríkj- anna. Áður en Persaflóastríðið braust út höfðu íran og írak her- væðst svp að þau stóðu grá fyrir járnum. I tíð keisarastjórnarinnar var Iran talið fimmta stærsta her- veldi heims. Líbýa ræður í dag yfir fleiri skriðdrekum og orrustuþot- um en Frakkland. (Gaddafi á 4 þúsund skriðdreka á meðan NATO ræður yfir um 12 þúsund.) Aðallega eru þetta sovéskar vígvélar eins og T-72 sem er það nýjasta í skrið- drekatækni Rússa. Ógnunsteðjarað Öll arabísku olíuríkin standa frammi fyrir ófriðarógnun. Það eru annars vegar íslamskir öfgamenn með byltinguna og boðskap klerk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.