Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 26
*
26
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985.
Andlát
Greta Björnsson listmálari, Noröur-
brún 20 Reykjavík , veröur jarösungin
frá Fossvogskirkju á morgun,
miðvikudag, kl. 13.30.
Hanna Kristín Gisladóttir lést 12. októ-
ber sl. Hún fæddist í Hafnarfirði 1.
desember 1924. Foreldrar hennar voru
hjónin Gísli Guðmundsson og Anna
Hannesdóttir. Eftirlifandi eiginmaður
Hönnu er Ölafur Oskarsson. Þeim
hjónum varð fimm barna auöið. Utför
Hönnu veröur gerð frá Hafnarf jarðar-
kirkju í dag kl. 13.30.
Fanný Sigriður Þorbergsdóttir,
Austurbrún 2, andaðist í Borgar-
spítalanum laugardaginn 19. þessa
mánaðar.
Brynjólfur Magnússon, Gautlandi 15
Reykjavík, sem andaðist 8. október sl.
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 24. október kl.
13.30.
Hafsteinn Davíðsson, Uröargötu 18
Patreksfirði, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 24.
október kl. 16.30. Minningarathöfn um
*- hinn látna verður í Patreksfjarðar-
kirkju laugardaginn 26. október kl. 13.
Einar Guðbjartsson, Efstasundi 6,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 23. október kl.
10.30.
Sigríður Guðmundsdóttir, Skipholti 18,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 24. október kl. 15.
Guðni Bridde rafvirkjameistari, Víöi-
hlíð 2, andaðist í Borgarspítalanum 18.
október.
Randý Kristmannsdóttir Sellevold lést
á heimili sínu á Dal í Noregi aðfaranótt
17. október.
Einar Kr. Þorbergsson frá Isafirði lést
í Borgarspítalanum þann 19. október
sl.
Hafliði Gísli Gunnarsson, Kjalarlandi
25, lést af slysförum 20. þessa
mánaðar.
Maria Björnsdóttir, Kárastíg 13, lést í
Landakotsspítala 18. október.
Aage Nielsen-Edwin myndhöggvari
lést í Landspítalanum þann 19. októ-
ber. Utförin fer fram frá Nýju kapell-
unni í Fossvogi föstudaginn þann 25.
októberkl. 10.30.
Ásgeir M. Ásgeirsson kaupmaöur, Sjó-
búðinni, Grandagarði, Melabraut 7
Seltjarnarnesi, sem lést mánudaginn
14. október sl., verður jarðsunginn frá
Neskirkju miðvikudaginn 23. október
> kl. 13.30.
Tilkynningar
Myndasýning hjá félögum ís-
lenska alpaklúbbsins
Miðvikudaginn 23. október sýna fimm félagar
í Islenska alpaklúbbnum myndir frá vel
heppnaðri ferð þeirra í Andesfjöll í Perú sl.
vor. M.a. verða sýndar myndir af klifri á
Kólaraju (8040 m), AUapamayo (5947 m) og
hæsta fjall Perú, Huascaran (6768 m). Sýn-
ingin verður í Risinu, Hverfisgötu 105, á homi
Snorrabrautar og Hverfisgötu, og hefst kl.
20.30. Aðgangseyrir kr. 150. Allir velkomnir.
Eiðfaxi, 10. tbl. 1985,
er kominn út
Það eru nýir ritstjórar sem stýra blaðinu að
þessu sinni, Þorgeir Guðlaugsson og Guð-
mundur Birkir Þorkelsson. 1 Eiðfaxa eru
margar fróðlegar greinar um hesta og hesta-
mennsku. Þar er meðal annars að finna grein
um folahlaup og er það fyrsti þátturinn af
mörgum fyrir krakka og unglinga. Knúið er
dyra hjá Asmundi Eysteinssyni á Högnastöð-
um, fjallað um Evrópumótið í hestaiþróttum.
Skrá er yfir ættbók allra stóðhesta frá númer-
unum 1016 til 1033. Einnig er ættbók hryssa
sem færöar voru i ættbók árið 1985. Kristinn
Hugason skrifar grein nr. 2 um hrossarækt,
sagt er frá hestamótunum i Holtsmúla og af
móti Snarfara og Öðins í Húnavatnssýslum.
Einnig er smælki með ýmsum fróðleiksmol-
um.
Minningakort Áskirkju
Minningarkort Safnaöarfélags Áskirkju hafa
eftirtaldir aðilar til sölu:
Þuríður Ágústsdóttir,
Austurbrún 37, sími 81742.
Ragna Jónsdóttir,
Kambsvegi 17, sími 82775.
Þjónustuíbúðir aldraðra,
Dalbraut 27.
Helena Halldórsdóttir,
Norðurbrúnl.
Guðrún Jónsdóttir,
Kleifarvegi 5, sími 81984.
Holtsapótek,
Langholtsvegi84.
Verslunin Kirkjuhúsið,
Klapparstig 27.
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt,
kostur á að hringja í Áskirkju, síma 84035,
milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkju-
vörður annast sendingu minningarkorta fyrir
þásemþessóska.
Opinn fræðslufundur
um ónæmistæringu
Fimmtudaginn 24. október nk. heldur ung-
mennahreyfing Rauöa kross Islands opinn
fræðslufund um ónæmistæringu (AIDS) í
kennslusal RKI, Nóatúni 21.
Læknarnir Sigurður Guðrnundsson og Soili
Erlingsson halda fyrirlestra og svara fyrir-
spurnum.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og er ungt fólk sér-
staklega boðiö velkomið.
Aðalfundur .íþróttafélagsins
Leiknis
verður haldinn í Gerðubergi 29. október 1985
kl. 20.30.
Stjórnin.
Aðalfundur Norræna
félagsins í Garðabæ
verður haldinn í dag, þriðjudaginn 22. okt.
kl. 20.30 í Garðaskóla (gengið inn hjá bóka-
safninu). Auk venjulegra aðalfundastarfa
verður sýnd mynd frá Færeyjum og Hjörtur
Pálsson, útvarpsmaður og rithöfundur, mun
flytja erindi um Færeyjar þar sem vinabæjar-
mót verður haldið í Þórshöfn næsta sumar.
Einnig verður kaffi í boði félagsins.
Kvennaathvarf
Opið allan sólarhringinn, simi 21205. Húsa-
skjól og aöstoð við konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir
nauðgun. Skrifstofan að Hallveigarstöðum er
opin virka daga kl. 14—16, sími 23720. Póst-
gírónúmer samtakanna 4442-1, Pósthólf 1486
121 Reykjavík.
Kópavogsbúar —
vesturbæingar
Fyrrverandi nemendur úr Kársnesskóla og
Þinghólsskóla, fæddir 1958, ’56 og '60. Mætum
öll á stórdansleik í veitingahúsinu Ríó í Kópa-
vogi föstudaginn 1. nóvember. Húsið verður
opnað kl. 21. Takið með ykkur gamla góða
skólaskapið, makar og kennarar velkomnir.
Æskilegt að sem flestir tilkynni þátttöku í
símum: ’58 árg. Hóffý s. 46108 eða Harpa s.
11266, '59 árg. Ola Bjarna s . 78653 eða Jana s.
54670. ’60 árg. Hrabba s. 641381 eða Magga s.
45129.
60 ára er í dag, 22. október, Sigurður
Sigurjónsson, Teigagerði 12 hér í bæ.
Hann ætlar að taka á móti gestum
sínum í Ármúla 40 í dag eftir kl. 17.00.
70 ára er í dag, 22. október, frú Björg
Anna Sigvaldadóttir frá Hrafna-
björgum í Svínadal, A-Hún., Snæfells-
Nýlega héldu þessir ungu piltar
tombólu í leikherberginu í Suðurhólum
28. Ágóðann, kr. 253, gáfu þeir Rauöa
Skeleton Crew til landsins
Hingað til lands er væntanleg allsérstæð ensk-
amerísk hljómsveit sen kallast Skeleton Crew
(Beinagrindaáhöfn). Hún er skipuð þremur
fjölbragðamúsíköntum, þeim Fred Frith,
Tom Cora og Zeenu Parkins. Þau spila hvert
um sig á mörg hljóðfæri samtímis jafnframt
þvi sem þau syngja öll.
Tom og Zeena störfuðu bæði í sirkus áður en
þar njóta svona „One-Man bönd” mikilla vin-
sælda. Fred Frith er hins vegar kunnur úr
rokkheiminum. Hann hefur m.a. verið í
ási 5 Hellissandi. Hún er í dag stödd á
heimili dóttur sinnar, Krummahólum 4
í Breiðholtshverfi. Eiginmaður
Bjargar önnu var Oskar Bergþórsson
bifreiðarstjóri er lést i ágústmánuöi
1984.
Tapað -fundiö
Búbbúlína er týnd
Hún er 7 mánaða bröndótt læða og hvarf frá
heimili sinu að Laufásvegi 2A sunnudaginn
20. okt. sl. Hún er merkt og með bláa ól. Þeir
sem hafa orðið ferða hennar varir vinsamleg-
ast hringi í síma 23611.
krossi Islands. Piltamir heita, frá v.,
Oskar Gíslason og Snorri Marteinsson.
hljómsveitunum Henry Cow, Art Bears og
Residents. Hann er einnig afar eftirsóttur
stúdíógítarleikari og hefur m.a. spilað á plöt-
um hjá Brian Eno, Phil Collins, Robert Fripp,
Lindsay Cooper, Robert Wyatt o.m.fl. Þá hef-
ur Fred Frith sent frá sér nokkrar sólóplötur
og 1980 náði hann hátt á vinsældalista meö
lagið „Dancing in the Street”, sama lagi og
David Bowie og Mick Jagger syngja nú.
Hér munu Skeleton Crew koma fram á fjöl-
bragðarokkhátiðinni „Velkomin um borð” í
Menntaskólanum við Hamrahlið 3. nóv.
Heimsmeistarakeppnin
íbridgeíBrasilíu
Spennandi
umf erð í gær
Brasilía hefur flest stig í undanúr-
slitum heimsmeistarakeppninnar í
karlaflokki eftir 3. umferð sem lauk í
gærkvöldi. Israel fylgir í kjölfarið og
munar aöeins einu stigi. Argentina ef í
3. sæti. Eftir 4 umferðir kemur í ljós
hverjir það verða sem spila til úrslita í
karlaflokki með Bandaríkjunum og
Ástralíu.
I kvennaflokki hefur lið Bandaríkj-
anna flest stig eftir 3. umferð en í öðru
sæti er Argentína. Fjórða umferð
verður spiluö í báöum fiokkum í dag.
-KB.
Olíufélögin fara
fram á verðhækkun:
Neyðarfarmur
af gasolíu
f rá Noregi
„Verð á unnum oliuvörum hefur
hækkaö mjög verulega síöustu fimm
mánuði. Við erum að selja nú gamlar
olíuvörur undir markaðsverði,” sagði
Indriði Pálsson, forstjóri Olíufélagsins
Skeljungs, í samtali við DV í gær. Olíu-
félögin hafa farið fram á 7,2% hækkun
á gasoliu. Verö á gasolíulitra er nú
11,10 kr. en beðið er um 80 aura
hækkun.
Indriði sagöi aö tonnið af gasoliu
hefði hækkaö um 40 dollara siðan 19.
maí sl. Tonniö kostar nú 259 dollara
sem er meðalverð á Rotterdam-
markaði.
Ástæðurnar fyrir þessari miklu
hækkun sagöi Indriði að væru meiri
eftirspurn en framboð en stríð Irans og
Iraka hefur áhrif á framboðið. Lækkun
dollars hefur einnig áhrif. Hann sagði
einnig að Rússar hefðu ekki staðið við
umsamdar afgreiðslur á gasoliu til
Isiendinga. Þvi heföu nú þurft að gripa
til þess aö panta neyðarfarm af gas-
olíu frá Noregi og væri hann yfir
meðalverði. Flugvélasteinolía hefur
einnig hækkað verulega en svartolía
lítið.
-ÞG
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 102. tölublaöi Lögbirtingablaðs 1984 og 2. og 8. tölu-
blaði þess 1985 á Selási 13, Egilsstööum, þingl. eign Benedikts Vil-
hjálmssonar, fer fram samkvæmt kröfu innheimtumanns rikissjóðs á
eigninni sjálfri mánudaginn 28. október 1985 kl. 16.45.
Sýslumaðurinn I Suður-Múlasýslu.
Amadeus
Ný hársnyrtistofa hefur verið opnuð í húsi eru Pétur Pétursson og Jökull Jörgensen. Við-
Kjörgarðs, Laugavegi 59, 2. hæð. Eigendur skiptavinirgetapantaðtímaísíma 22540.