Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985. Nauðungaruppboð sem auglyst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Dalseli 33, þingl. eign Unnsteins G. Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl., Jóns Halldórssonar hrl., Þorsteins Eggertssonar hdl., Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Landsbanka islands á eigninni sjálfri föstudag 1 ..nóvember 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á’hkital Dalseli 36, þingl. eign Viðars Magnússonar og Bettý Guðmundsöbttur,' fer frárri eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Landsbanka islands, Sigríðár Thorlacius hdl., Gjaldheimtunnár. i. Reykjavik og Veðdéifdar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag' 1.nóvembér 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembaettið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Brautar- landi 16, þingl. eign Margrétar Sigrúnar Bjarnadóttur, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssona/ hrl. á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvémber 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Fifuseli 39, þingl. eign Hannesar Garðarssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Hjaltasonar hrl. á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Jöklaseli 1, þingl. eign Jóhannesar Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka islands, LJtvegsbanka íslands, Veðdeildar Landsbankans og Sigurmars K. Albertssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 48., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Kambaseli 30, þingl. eign Sigrúnar K. Sætran og Þórhildar Richter, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kll 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Kambaseli 71, þingl. eign Birnu Jóhannsdóttur og Jóns V. Sigur- mundssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands og Gjaldheimt- unnar i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í, 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Brekku- seli 13, þingl. eign Sigtryggs Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Flúðaseli 94, þingl. eign Hauks Hallssonar, fer fram eftir kröfu Péturs Guömundarsonar hdl., Magnúsar Fr. Arnasonar hrl. og Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembaettið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Háagerði 14, þingl. eign Guðmundar Lárussonar og Birnu Smith, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjlavík á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Kjarrvegi 3, þingl. eign Guðmundar H. Sigmundssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Veðdeildar Lands- bankans og Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudag 1. nóvember 1985 kl. 10.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Neytendur Neytendur Neytendur Það væri ekki úr vegi að fræða grunnskólanemendur um gildi þess að halda heimilisbókhald um leið og þeir hefja skólagöngu. Það er um að gera að láta börnin kynnast alvöru lífsins eins fljótt og auðið er. Börnin eiga öll eftir að standa fyrir heimili síðar á lífsleiðinni og þá er gott að vita hvernig á að láta heimilispeningana duga. Heimilisbókhaldid íseptember: Nærri 4200 kr. á mann Við höfum gert upp heimilisbók- haldið fyrir september. Meðaltal þeirra seðla, sem okkur bárust, var 4199 kr. Þá er ekki tekið tillit til einstakra fjölskyldustærða. Upplýs- ingaseðlar bárust frá 26 stöðum og var meðaltal þeirra hærra, eða 4410 knámann. Akaflega mismunandi tölur birtast á upplýsingaseðlunum, allt frá ótrú- 'ega lágum. Lægsta talan er frá eldri hjónum með aðeins rúml. 2 þús. kr. á mann. Fimm fjölskyldur af hinum ýmsu stærðum eru með meðaltals- kostnað upp á rúml. 2700 kr. á mann. Þessar fjölskyldur eru dreifðar um allt land og má þar nefna Innri- Njarðvík, Hvolsvöll, Grindavík, Höfn í Hornafirði og Þingeyri. Hæstu tölurnar eru rúml. 6800 kr. frá Keflavík, rúml. 6 þús. frá Selfossi og 6300 frá Kópavogi. Margir efast um réttmæti þessara talna. Við gerum það ekki. Umsjón- armaður heimilisbókhaldsins er byrjaður á ný að halda nákvæma búreikninga eftir nokkurt hlé. Nið- urstaðan var sú að meðaltalið var upp á 4030 kr. á mann. Okkur fannst það alltof mikið og nú í október höfum við reynt að spara eins og kostur er. Eftir er að leggja þann mánuð saman og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Við skrifum allt niður þannig að auðvelt er að sjá á hverju má spara, hvað má flokka undir algeran lúxus, enda hefur miskunnarlaust verið skorið niður. Það er eina leiðin til þess að spara! Og þrátt fyrir frekar leiðinlegt sjónvarp var m.a.s. sparað í videospólum í mánuðinum þótt það komi ekki beinlínis matarútgjöldun- um við heldur tilheyri útgjaldaliðn- um ,,annað“. Við bendum enn á gildi þess að fara ekki í daglegar innkaupaferðir. Mjög hentugt er að skipta innkaup- unum á milli verslana til þess að fylgjast með breytilegu verðlagi á hverjum stað. Það sem er mjög ódýrt á einum stað er kannski hreint ekki svo ódýrt annars staðar. En auðvitað verður maður að hafa umráð yfir bíl til þess að versla þannig. -A.Bj. íeldhúsinu með DV: Fínasti veislumatur með engrí fyrírhöfn Frosnir kjúklingar beint í heitan of ninn Eitt af þvi sem hægt er að kaupa rétt si svona á heimleiðinni er svo- kallaður helgarkjúklingur, þ.e. 1,2 kg af niðurhlutuðum kjúklingi í átta stykkjum. Fleiri tegundir eru á boð- stólum, eins og t.d. grill-partíkjúkl- ingur, orlando-kjúklingur, tando- ríkjúklingur o.fl. Verðið á öllum tegundunum er svipað, eða frá 363 kr. á helgarkjúklingi í 381 kr. á grill- partíkjúklingi. Þessar tölur eru úr Hagkaupi í fyrri viku. Beint í ofninn Helgarkjúklingurinn má fara gaddfreðinn beint í heitan ofn; mjög þægilegt. Kjúklingurinn er í álbakka með pappaloki en lokið er fjarlægt áður en bakkinn er settur í ofninn. Hið eina sem okkur fannst ekki alveg eins og stendur á umbúðunum er að það mætti elda hann lengur en þar stendur. Helgarkjúklinginn þurfti ekki að krydda og af honum kemur gott soð sem hægt er að nota sem sósu. Soðið má þykkja með því að hræra svolitlu af sýrðum rjóma saman við. Þegar uppgefnum matreiðslutíma er náð er gott að breiða álpappír yfir og láta kjúklinginn vera áfram í ofninum og matreiða áfram í ca 25-30 mín. En þetta er líka smekksatriði. Að þessu sinni matreiddum við helgarkjúkling en við erum ákveðin í að „borða“ okkur í gegnum allar tegundirnar sem á boðstólum eru af þessum tilbúnu kjúklingaréttum. Þetta er ljúffengur málsverður, hæfilega kryddaður og á að berast fram með hrásalati. Hrásalatið líka tilbúið Á heimleiðinni komum við við í Víði í Mjóddinni og keyptum okkur þar stóran bakka af gróft skornu hrásalati sem allt var glænýtt og ferskt, alveg eins og á fullkomnasta salatbar sem hægt er að hugsa sér. Og salatsósan: Þama var á boðstól- um sinnepssósa sem búin var til af kokkunum í Víði, hreinasta ljúfmeti. Salatskammturinn kostaði um 130 kr. en var hæfilegur handa fjórum. Hægt er að velja um fjölmargar grænmetistegundir og oft er skipt um salatsósu. Svo er alveg tilvalið að hafa annað- hvort ávaxtagraut, sem kemur beint úr fernunni, eða ís í eftirrétt. Þannig er hægt að hafa glæsilega máltíð án þess að þurfa svo mikið sem að óhreinka einn pott. Svuntur fara að verða óþarfar í eldhúsinu með þessu áframhaldi. Þetta er stórkostleg þróun. Og hvað kostaði svo veislan? Kjúklingarnir kostuðu um 654 kr. (einn og hálfur bakki), salatið um 130 kr., grautur og rjómi út á rúml. 116 kr., eða alls um 900 kr. Við vorum fjögur og það gerir 225 kr. á mann. Vel sloppið fyrir fínasta veislumat með engri fyrirhöfn. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.