Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Qupperneq 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd VAR ÁREKSTUR HERSKIP ANNA AF ÁSETNINGI? Svíargramir B Rússum fyrir ögranirsovéskra herskipa á umdeilda svæðinu við eyjuna Gotland >5;« >! k. 'C' SfoiUitt* u- •- mffljSsfflíW' y ... PP#'" ***«&**»' v*»wr*« *7 *$$»*' gsYtf&fcww l,AK < «5T WUt'Crt* Sovét- sjéari vill heim Sovéski sjómaöurinn, sem tvisvar kastaöi sér af skipi sínu út í ískalda Mississippiána í tilraun sinni til aö komast til lands í New Orleans í Bandaríkjunum, viröist nú vera hættur viö allar flóttahugmyndir og segist ákveðinn í aö fara heim á ný. Sjómaöurinn, Miroslav Medvik aö nafni, var í gær yfirheyrður af starfs- mönnum bandaríska útlendingaeftir- litsins eftir aö hafa komist í land í ann- arri tilraun á föstudag úr komflutn- ingaskipinu Konev sem lá viö akkeri í New Orleans. Við yfirheyrslurnar staöfesti sjómaðurinn ákvörðun sína. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaöi í dag fullyrð- ingum í fjölmiðlum um aö bandarísk stjómvöld heföu reynt aö kæfa flótta- tilraunina í samvinnu viö stjómvöld í Moskvu til að koma í veg fyrir við- kvæma milliríkjadeilu örfáum dögum fyrir leiötogafund Reagans og Gorbatsévs í Genf í næsta mánuði. Nýstjómíburðar■ HönumhjáCraxi Bettino Craxi, leiötogi ítalskra sósíalista, mun að líkindum ganga í dag að fullu frá nýjum stjómarsátt- mála flokkanna fimm sem stóðu að síð- ustu ríkisstjórn Italíu en hún féll út af innbyrðis ágreiningi um Achille Lauro-málið. Craxi forsætisráöherra átti í gær fjögurra stunda fund með leiðtogum hinna flokkanna og þegar honum lauk í gærkvöldi voru flestir þess álits aö stutt væri orðið í nýja stjómarmyndun sömu flokka. — Leiðtogi frjálslyndra spáði því aö gengið yröi frá stjórnar- sambræðingnum í dag. t* ' yS V. "• ■ .♦ • *>&ví tiestfB'r Tí».i< SO.ur*”**1*' s Wí • d.'.. * 't ■ * ' , %; .4» ' "V &> i i { ftNI K-.*<P««>*Í * Hambofg [**««"'% * Tftiíintt Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVÍLundi: Sænsk blöð leiöa getum aö því í morgun að áreksturinn milli sovéska tundurspillisins og sænska eftirlits- skipsins við Gotland í gær hafi verið vísvitandi ögrun af hálfu Sovétmanna. — Blaöafulltrúi sænska sjóhersins vill þó ekki staðfesta það. Itarleg skýrsla af árekstrinum verð- ur lögö fram i dag eöa á morgun, en áhöfn sænska skipsins, Orion, sem búið er hlustunarbúnaði til þess að fylgjast meö talstöðvarmasinu í þessum hluta Eystrasaltsins, tók upp á myndband aúan aödraganda árekstursins. Bæði skipin löskuöust en engin meiösli uröu á áhöfnum þeirra. Á 1985 lélegt í flugrekstrí Ársfundur alþjóðasamtaka flugfé- laga, IATA, stendur yfir þessa dagana í Hamborg og hefur þar komiö fram að rekstraráriö 1985 hefur veriö eitt þaö versta í sögu flugsins vegna slysa og lélegrar afkomu flugfélaga. I skýrslum sem lágu fyrir ársfundin- Popparar gera það um kom fram að tekjuafgangur aöild- arfélaganna muni að líkindum hrapa úr 500 milljónum dollara samanlagt niður í 100 milljónir sem mundi ekki nægja til þess aö kaupa eina nýja júmbóþotu. 329 fórust meö indverskri farþega- þotu í júní og 520 meö japanskri þotu í ágúst og ofan á þaö bættust síöan nokkur flugrán. Umræður hafa verið um hvort gefa beri fargjöld frjáls en sumir töldu ekk- ert geta örvaö farþegaflugið nema lækkun fargjalda. Flest Vestur-Evr- ópufélögin munu því andvíg. Orion var 35 manna áhöfn. Orion var statt á svonefndu „hvítu svæði” viö Gotland en um þaö hefur staöiö síöustu sextán ár landhelgis- deila milli Svía og Sovétmanna. Svíar vilja miða landhelgismörkin viö mið- línu milli Gotlands og Eystrasalts- strandar Sovétríkjanna en Sovétmenn vilja miða hana viö miðlínu milli stranda Svíþjóöar og Sovétríkjanna og telja eyjuna Gotland ekki skipta höfuð- máli. Á „hvíta svæðinu” hefur oft orðið ásteytingur milli Svía og Sovétmanna. I febrúar síöasta ráku sovésk herskip þrjá sænska fiskibáta út af svæöinu en eftir milliríkjadeilu út af þeim atburöi lofuðu þeiraö láta sænsk skip afskipta- laus á svæðinu en amast við annarra þjóöa fiskiskipum þar. Af fréttum sænskra um áreksturinn í gær er helst aö heyra aö sovéski tund- urspillirinn hafi elt Orion þónokkurn spöl áður en til árekstursins kom en þá voru bæði skipin stödd á alþjóðlegri siglingaleiö. Sœnska hlustunarskipið Orion mun hafa verið statt á svæðinu austan Gotlands þegar sovéski tundurspillirinn hóf að eltast við það. Svæðið þar eystra hefur ver- ið þrætuepli Svia og Rússa. Frá Björgu Evu Erlendsdóttur, fréttaritara DV í Osló: Norskir popparar eru ánægðir þessa dagana. Þaö er ekki oft sem þeir komast á vinsældalistana annars staðar en heima hjá sér. En núna hafa þrír þeirra gert þaö gott. Það eru strákarnir í A ha, sem komust í fyrsta sæti á bandaríska listanum og voru þar í heila viku. Núna eru þeir á feröalagi um Astralíu og búast viö miklum vin- sældumþar. Af öðrum stórstimum norskum er helst aö segja aö Jan Teigen, hinn margfrægi úr Evrópusöngva- keppnum síðustu ára, varð hálfri milljón norskra króna (tveim og hálfri milljón íslenskra) ríkari um daginn. Astæöan fyrir því var sú aö slúöurblað nokkurt kom af staö þeim orörómi að Jan væri að skilja viö konu sína, Anítu Skorgan,*sem einnig er þekkt úr söngvakeppn- inni. Þau fóru í mál og blaðið var dæmt til aö borga þeim hjónum hálfu milljónina. Aö sögn annarra slúöurblaöa hefur hjónabandiö aldrei verið betra. Heimsmeistarakeppnin íbridge: Tvísýnt um úrslit Brasilía og Austurríki stefndu bæði í sigur í leikjum sínum í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í bridge. Brasilíumenn ríghéldu í forskot sitt á heimsmeistarana bandarísku og var staðan þar 213—193. Israel náöi aö brúa ögn bilið í leiknum við Austurríki, Evrópumeistarann, en staöan var þar samt 263-213. I kvennaflokknum töpuðu frönsku konurnar forskoti sínu á þær bresku sem hafa þó 221—218. Bandarísku kon- umar stefna í öruggan sigur yfir Taiwan með 298—160. Hvítir menn i Suður-Afríku ganga að kjörborðinu i dag. Aukakosningar eru i fimm kjördæmum um allt land. P.W. Botha forseti hefur i kosningabaráttunni orðið fyrir miklu ámæli hvítra harðlinumanna fyrir lin- kind gagnvart erlendum þrýstingi og krefjast þeir harðari aðgerða gegn blökkum óróaseggjum. Enn held- ur ofbeldið áfram. Að minnsta kosti sjö blökkumenn voru myrtir i nótt og búist er við miklum óróa á með- al blökkumanna á þessum kosningadegi hvita minnihlutans. Suður-Afríka: Ofbeldisalda á kosningadag? Þjóðarflokki Botha, forseta Suöur- Afrácu, er spáð fylgistapi í fimm mikil- vægum aukakosningum til þingsins í Pretóríu. Þjóöarflokkurinn er undir mikilli pressu frá hvítum öfgamönnum til hægri sem heröa vilja aðgerðir gegn róstusömum blökkumönnum og láta hótanir erlendis frá um refsiaögerðir sem vind um eyru þjóta. öfgamennirnir hafa lýst sig alger- lega andvíga hvers konar endurbótum Sjöfélluínótt á umdeildum ríkislögum um aðskilnaö kynþáttanna. Þjóðarflokkurinn hefur aftur á móti boðað breytingar á lögun- um í kjölfar mikils þrýstings erlendis frá að undanfömu. Utan Suður-Afríku er litiö á tilvon- andi breytingar sem smávægilegar en innaniands hafa þær verið í sviösljós- inu. Aukakosningarnar í dag eru tald- ar einar þær mikilvægustu í sögu Suö- ur-Afríku og koma til með að gefa raunsæja mynd af fylgi hvítra viö þjóö- arflokk Botha forseta og stefnu hans síöustu mánuöi. Hvítir stjómarand- stæöingar, er krefjast harðari aögeröa gegn svörtum óróaseggjum, kynda undir hræðslu hvíta minnihlutans á meirihlutastjóm blökkumanna og segja aö ef ekki veröi tekið á móti bylt- ingaröflum í landinu af fyllstu hörku séu endalok minnihlutastjómar hvítu á næsta leiti. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.