Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Qupperneq 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER1985. 9 Útlönd Útlönd FISKUR OG OLÍA BLANDASTILLA Frá Björgu Evu Erlendsdóttur, frétta- ritara DV í Osló: Sambúö oliufélaganna, sem stunda boranir í Noröursjónum, og norskra sjó- manna hefur ekki verið neinn dans á rósum. Þó versnaöi hún enn eftir aö út kom skýrsla eftir vísindamanninn Steinar Andresen, sem segir aö ýmiss konar rusl sem er hent af olíuborpöll- unum hafi haft í för meö sér miklar skemmdir á veiöarfærum sjómanna. Halda mætti aö óathuguöu máii aö mengun af olíunni væri helsta skrá- veifa sem olíufyrirtækin gætu gert norskum sjómönnum. Svo er þó ekki. Andresen segir að á tímabilinu 1962 til 1982 hafi drasl á sjávarbotni, sem rekja má til olíuvinnslunnar, orsakaö skemmdir á aö minnsta kosti 4.000 veiðarfærum. Sjómenn hafa lengi kvartaö yfir ruslinu. En stjórnvöld sinntu þeim lít- iö. Þau trúöu ekki fullyröingum þeirra rnn drasliö sem lægi á hafsbotni eftir boranir. Olíufélögin hlytu að hreinsa upp eftir sig. Nú eru sjómenn farnir aö krefjast skaöabóta. Þeir benda á aö bændur fái bætur veröi þeir aö láta eftir hluta eignarjaröa sinna. Því sé rétt aö bæta sjómönnum þegar veiðisvæði þeirra eyöileggjast. Ovíst er þó hvort þær kröf- ur veröa teknar til greina enda eiga sjómenn eftir aö sýna fram á eignar- rétt sinn á hafsbotninum. EITURLYFJASMYGL FRÁ PAKISTAN TIL NORÐURLANDANNA Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari DVíOsló: Lögreglan í Pakistan handtók þrjá toppmenn sem standa á bak við stærstu heróíndreifingarstöö sem upp- víst hefur orðið um í Noregi. Þetta sama gengi hefur smyglaö eiturlyf jum í stórum stíl til allra Norðurlanda og Kanada svo að eitthvaö sé nefnt. Það var forseti Pakistan, Zia Ul-Haq, sem fyrirskipaöi handtökuna eftir aö hafa fengiö upplýsingar frá norsku fréttastofunni NTB. — Einn þessara þriggja manna hefur veriö eftirlýstur í Noregi síðan í janúar. Tveir mannanna eru bankastjórar í Rawalpindi. Búist er viö því aö yfirheyrslur yfir þessum mönnum geti oröiö til þess aö fletta ofan af enn meiru í fíkniefna- smygli til Vesturlanda. Vilja Titanic-flakid friðheilagt Titanic-sögufélagiö vill aö þetta sögufræga skipsflak veröi lýst friö- heilagt Ukt og stríösgrafreitur en slíkt var gert við sum herskip sem fórust í heimsstyrjöldinni. Eftir aö skipsflakiö fannst í sumar hefur mönnum veriö um og ó aö ævin- týramenn tækju aö gerast ágengir viö skipsflakiö. Með Titanic fórust yfir 1500 manns. ARIÐ 1984 Stórvíðburðír í mYndum og málí með íslenskum sérkafla Hefur nú komíð út í tuttugu ár Þetta frábæra bókmenntaverk er samsett af 480 fréttagrein- um og eru þær áréttáðar með jafnmörgum atburðamyndum og er helmingur þeírra prentað- ur í litum í heilsíðustærðum á köflum. Annáll ársins skiptist í 12 aðalkafla. Auk þess fjaliar verkið um einstök sérsvið, svo sem alþjóðamál - elhahags- mál - vísindi og tækní læknisfræðí - myndlist v fm - , Þessi bókaflokkur er orðinn ómissandí öllum þeim er iáta sig samtíðina einhverju skipta og vilja eiga möguleika á því að geta flett upp í óyggjandi heimildum um atburði hér á Iandi og um heim allan. Eldri árgangar eru á þrotum. Frábært bökmenntaverk fVrir afla fjölskylduna. Öll bökakaup hjá Þjóðsögu verið vaxtalaus . Pófeaútsáfanjjóöðaga Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavik. Símar 13510 — 617059. Pósthólf 147. Olíuprófið er fyrir alla eigendur einka-, sendi- og leigubíla með dieselvél. Það er með léttustu prófum og undirbúningur er einungis sá að lesa lítinn bækling frá Skeljungi. Olíuprófið getur hins vegar sparað þér stórkost- leg fjárútlát vegna kostnaðar- samra viðgerða og ónauðsynlegs slits. Litlar dieselvélar vinna með 2-3 földum þrýstingi og 4-500° hærri ' þrýstingshita en venjulegar bensínvélar. Þess vegna gera þær sérstakar kröfur til smur- olíunnar. Oiíuprófið sýnir sótmagn í smurolíunni, metur eiginleika hennar til þess að binda í sér sót, og segir þannig umsvifalaust til um efhætta erá ferðum. Þú kemur við á næstu Shellstöð, færð bækling og prófblað og getur þannig á einfaldan hátt kannað ástand olíunnar á dieselvélinni þinni. Stenst þín olía prófið? Shell Super Diesel T er olía sem stenst prófið. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi. SVONA GERUM VIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.