Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Side 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKT0BER1985.
13
Sjálfræði sem póli
tísk skiptimynt
Réttur til þess
að ákvarða ...?
Við tölum stundum um rétt fólks
til frjálsrar iðju. Framvinda mann-
kyns er komin svo langt að þræla-
hald er orðið fremur sjaldgæft og
lénsskipan á sér fáa formælendur.
I mannréttindayfirlýsingu Samein-
uðu þjóðanna er skýrt kveðið á um
ýmiss konar frelsi. I stofnskrá
þeirra og mörgum samþykktum er
líka lýst ýfir rétti þjóða til sjálfs-
ákvörðunar. Með því er átt við
það að þjóðir (hópur með sömu
tungu, sögu og menningararfleifð)
skuli hafa rétt til að ákveða stjórn-
skipan og megindrætti sinna sam-
félagshátta; hvort sem er í inn-
byrðis átökum eða með fulltingi
þorra þjóðarinnar.
í orði kveðnu hafa flest stjórn-
málaöfl uppi stuðning við sjálfsá-
kvörðunarrétt þjóða og flest ríki
einnig. I verunni er sjálfsákvörð-
unarréttur þjóða oft lítið annað en
skiptimynt í pólitískum fjárhættu-
spilum. Og það eru þá ekki bara
risaveldin sem brjóta gegn réttin-
um. Nægir að benda á sögu flestra
Norðurlandaþjóðanna og vegferð
inúíta, sama, Færeyinga og okkar
íslendinga fyrrum. Hér á landi
kemur röng afstaða til sjálfsá-
kvörðunarréttarins fram í pólit-
ískri stefnumótun og afstöðu ein-
staklinga eða flokka.
Keypt eða hernumið?
Nokkur dæmi sýna hentistefnuna
vel.
Meðan Spánn var fasískt einræði
var fremur lítið að gert af hálfu
annarra ríkja. Stjórnarfarið var
Kjallarinn
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON,
KENNARI, MENNTASKÓLANUM
VIÐ SUND
gagnrýnt eða því hrósað en engum
þótti hæfa að hlutast beint til um
innanríkismál Spánverja, t.d. með
vopnavaldi. Vissulega hefði mátt
flýta falli Frankó-stjórnarinnar
með harðari milliríkjasamskiptum
en í aðalatriðum voru það Spán-
verjar sjálfir sem breyttu eigin
stjórnarháttum. Með öðrum orð-
um: Sjálfsákvörðunarréttur Spán-
verja var virtur og stéttabaráttan
innanlands markaði næstu framtíð.
Þetta er hér rakið sem andstæða
margra annarra dæma.
í smáríkinu Grenada var banda-
ríska alríkisstjórnin staðin að því
að hernema landið til þess að
steypa stjórn er hafði komist til
valda í innanlandsátökum að
meirihlutavilja. Hér á landi voru
margir til að verja stórveldið og
gleypa hin réttlætandi rök sem
voru nánast eins og rök furstanna
í Kreml eftir hernám Tékkóslóvak-
íu 1968. Og hverjir eru það hér á
landi sem beita sér eitthvað gegn
þjóðarmorði Sovétmanna í Afgan-
istan? Auðvitað hægrimenn. Fyrir
þeim gátu þó Bandaríkin keypt
Hawaií-eyjar vegna þess að með
því var allmörgum „villimönnum"
bjargað og fyrir þeim máttu Banda-
ríkjamenn „stýra" gangi mála í
Indó- kína eða þeir mega koma á
„lýðræði“ í Nicaragua. Umhyggjan
fyrir Afgönum er skilyrt af hags-
munum þeirra samherja sem is-
lenskt íhald velur sér. Sjálfsá-
kvörðunarrétturinn er skiptimynt.
Margir kalla sig sósíalista og hafa
gagnrýnt hræsni hægrimanna. En
hæverska alltof margra þeirra í
garð Sovétríkjanna og afskiptaley-
sið af Afganistan sýnir að þeir hafa
„Frelsisbaráttan gegn hvíta
minnihlutanum mun að lokum
breyta S-Afríku í fjölþjóðariki.
En hvernig á að koma málum
þjóðanna fyrir?“
sömu borgaralegu stefnuna í mál-
efnum sjálfstæðisbaráttu. Óþarft
er að minna á þá sem styðja kvisl-
ingana í Kabúl beint og ljóst.
Vond stjórn ...
Ég heyri margtuggin mótrökin.
Menn mín megin á stjórnmála-
kantinum benda á að Afganistan
sé á „yfirráðasvæði“ Sovétmanna
(eins og E1 Salvador hjá hinum).
Talað er um að „uppreisnarmenn"
séu studdir af erlendum aðilum
(eins og Nicaragua-búar); að
stjórnarandstæðingarnir séu mið-
aldaruddar (eins og lýðræðisþjóð-
irnar sögðu um barbarana í Afríku)
og að „beðið hafi verið um aðstoð"
Sovétmanna. Allt er þetta yfirlæti
og hræsni. Þróunarbraut Afgana
var þeirra mál, að hefðbundnum
milliríkjasamskiptum slepptum.
Hvergi hefur virðingarleysið fyr-
ir sjálfsákvörðunarréttinum komið
betur fram en i Indókína.
Þjóðfrelsisöflin þar háðu rétt-
mæta baráttu gegn Frökkum og
Bandaríkjamönnum. En Sovét-
menn grófu undan sjálfræði Víet-
nama þannig að þeir ekki einasta
glötuðu forræði eigin mála (og
ljáðu þar með bandariskum stjóm-
völdum nýtt áróðurstromp) heldur
urðu að peði í refskák. Undir
yfirskini „samvinnu" hafa þeir í
raun hernumið Laos með um 50.000
manna liði. Undir yfirskini yfir-
gangs stjórnvalda' í Kampútseu
(blóðug bændabyltingin þar var
vissulega voðalég) halda þeir uppi
leppstjórn í landinu. Um hana er
farið viðurkenningarorðum í tíma-
ritinu Rétti og sendiherra Víet-
nams telur þjóð sína frjálsa að því
að ráða málum annarrar þjóðar í
viðtali í Þjóðviljanum.
Ekki einfalt
Nú má ekki skilja orð mín svo
að algildar reglur séu til um sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóða. Saga og
efnahagsaðstæður koma til. Fjöl-
þjóðaríki eru mörg og munu ekki
liðast í sundur. Þjóðirnar em t.d.
orðnar efnahagslega háðar heild-
inni. En réttinn til sjálfsákvörðun-
ar eiga þær að hafa. Ekki má held-
ur gleyma að sumar þjóðir, t.d.
Tíbetar og Alúteyingar eða Kor-
síkumenn, hafa ýmist verið innan
ríkjaheildar eða utan. Einnig þær
eiga að hafa óskoraðan rétt til
sjálfsákvörðunar en gegn honum
hefur oft verið unnið. Vandamálin
eru ef til vill augljósust i S-Afríku.
Þar býr ekki ein þjóð (ómerkilegur
áróður stjórnvalda) heldur margar.
Frelsisbaráttan gegn hvíta minni-
hlutanum mun að lokum breyta
S-Afríku í fjölþjóðaríki. En hvemig
á að koma málum þjóðanna fyrir?
Hvert mun sjálfsákvörðunarréttur
þeirra leiða? Eitt er þó víst:
Blökkumenn verða að virða rétt
eigin þjóða og hinna brotanna.
Annað er líka víst: Það hefur eng-
inn rétt til þess að ráðast inn í
S-Afríku til að breyta stjórnarfar-
inu þar.
í raun réttri er afstaðan til sjálfs-
ákvörðunarréttar þjóða eitt af
lykilatriðum framsækinnar stjórn-
málabaráttu.
Ari Trausti Guðmundsson
• „I verunni er s;
oft lítið annað
fjárhættuspilum.
:j álfsákvörðunarréttur jh ó
en skiptimynt í pólitiski
óða
um
Skálkaskjól og skammarstrik
Ýmislegt hefir borið til tíðinda í
stjórnmálaheiminum að undan-
förnu og sumt sýnist mér að hafi
varla fengið verðskuldaða athygli
- eða er það ekki merkilegt framtak
að stærsti stjórnmálaflokkur
landsins, og þar að auki gamalgró-
inn lýðræðisflokkur að eigin sögn,
skuli vera að bisa við að koma sér
upp einræðisherra? - Eða er það
ekki rétt skilið að verið sé að dubba
Þorstein Pálsson upp í slíkt fyrir-
bæri? - Annað mál er svo það að
meira sýnist mér reyndar stóla-
hringekjan í stjórnarráðinu minna
á dreng sem er að leika sér að
legókubbum en harðsvíraðan ein-
ræðisherra.
Hins vegar, eins og núverandi
Ijármálaráðherra sagði um kjötmál
hernámsliðsins, „kemur það í ljós“
- og auðheyrt var að strax veit
hann hvað á að gera í því máli.
Segja mætti mér að það vissi heið-
ursforseti NATO líka.
Mannfórnir á Alþingi
Ýmsir fjölmiðlamenn hafa vart
mátt vatni halda út af þeirri á-
kvörðun Geirs Hallgrímssonar að
láta af störfum sem utanríkisráð-
herra. „Besta manninum fórnað,"
segir Ellert B. Schram í DV 12.
okt. Og væmnisleg aðdáunarvella
Magnúsar Bjarnfreðssonar í DV
10. okt. um störf Geirs sem utan-
ríkisráherra var fremur hjákátleg
runa af ágætiseinkunnum. Það er
því miður allt of satt er hann segir
- að lítið hafi verið gert að því að
gagnrýna störf Geirs sem utan-
ríkisráðherra. - En það sýnir hins
vegar að þjóðin er stödd í háskaleg-
um andlegum flækjum. - En sá
sómi, sem hann segir að utanríkis-
ráðherra hafi verið sýndur og komi
þjóðfélaginu til góða, eru greini-
lega væntingar manns sem er sálu-
félagi fyrrv. utanríkisráðherra í
vígbúnaðarbrölti og undirlægju-
hætti.
Líflengingargrautur
Þó að alllangt sé síðan forsætis-
ráðherra hélt stefnuræðu sína
langar mig aðeins að minnast á
hana hér vegna sérstakra þátta er
mér virtist hún fela í sér. Það er
kunnara en frá þurfi að segja að
rétt í byrjun forsætisráðherraferils
síns gerði Steingrímur allt sem
honum var unnt til að kenna þjóð-
inni að lifa á graut. Hrísgrjóna-
grautur sagði hann að væri fjarska
góður matur sem hann borðaði oft.
I fyrrnefndri stefnuræðu kom
grautur svo sannarlega við sögu.
Hvert einasta orð var útatað í
graut. - Guð minn góður, hugsaði
ég, skyldi blessuðum manninum
ekki verða meint af öllum þessum
graut? En í ljós kom að ástæðu-
laust var að óttast og ekki mundi
sannast í þessu sambandi hið forn-
kveðna: - af grauti mun greyið
sprungið hafa - því þarna var á
ferðinni alveg ný tegund af stein-
grímsvellingi, svokallaður lífleng-
ingargrautur, gerður með sérstak-
lega handhægum verkfærum og
eftir hans eigin uppskrift svo sem
hér segir: Ríflegur skammtur fimb-
ulfamb, niðurskurður samneysl-
unnar, sparnaður nema í gælu-
verkefnum, þjóðarsátt, ásamt fjöl-
bragðafræði og talnaleikjum Þjóð-
hagsstofnunar, allt til ársins 1988.
Einnig skyldi koma til fram-
kvæmda niðurdýfingarskírn
verkalýðsforingjanna í steingríms-
vellinginn. Og skyldu þeir þar á
höfði standa uns þeir mættu yfir-
skyggðir verða, sjá dúfur og sælir
í sínu hjarta þar næðis njóta.
Töframaðurinn
og gullkálfurinn
Og nú hefir Steingrímur aftur
AÐALHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
VERSLUNARMAÐUR
vitjað lýðs síns í ísrael sem trúir
takmarkalaust á töfrasprota hans
til að slá niður verðbólgudrauginn
og leiða þá til fyrirheitna ... bólgu-
lausa landsins.
Gæti ekki alveg farið svo að
Steingrimur ætti eftir að verða
Móses II í vitund þessarar stríðs-
glöðu þjóðar og gæti fengið hana
til að hætta að trúa á gullkálfinn
og leggja niður allar árásir á
granna sína en lifa þess í stað frið-
samlegu lífi í einingu andans?
Það væri aldrei nema eftir Stein-
grími að geta þetta. Góðir menn í
sögu mannkynsins hafa oft gert þá
hluti sem öðrum kunna að sýnast
yfirmannlegir.
Vökunótt og vítaspyrna
Meiri háttar uppákomur hafa
staðið yfir hjá stjórnvöldum að
undanförnu, nú siðast lagasetning
til að aflétta verkfallinu hjá flug-
freyjum. - Ósmekklegt var það í
hæsta máti að berja þetta í gegn í
þinginu aðfaranótt kvennafrídags-
ins og knýja forseta íslands til að
staðfesta lögin einmitt þann dag.
Þetta hraðaupphlaup Matthíasar
Bjarnasonar og hótanir í því sam-
bandi eru býsna kynlegar, svo ekki
sé meira sagt. Og þó að stjórnar-
herrarnir séu marguppvísir að því
að framkvæma flest eins og það
væri gert í gáleysi, án þess að
nokkurt samband hefði verið haft
við heilbrigða hugsun, þá er það
jafnvíst að þessi vinnubrögð sam-
gönguráðherra voru ekkert út i
bláinn. Og satt best að segja hefir
mér aldrei fundist orðið „karl-
rembusvín eiga annan eins rétt á
sér og í þessu tilfelli. - Gaus þarna
ef til vill upp niðurbæld gremja
yfir því að þjóðhöfðingi íslands er
kona? - Voru það kannski eins og
agnarlitlar sárabætur að haga
þessu svona til? Enginn hefir getað
verið svo mikill glópur að sjá ekki
í hve mikinn vanda þetta setti for-
setann. Og allur hamagangurinn
og offorsið í samgönguráðherra út
af lögunum minnir einna helst á
tarf sem sloppið hefir út af bás
sínum og rótar upp jörðinni með
hornum og klaufum i æðisgengnum
vígamóð.
Launhelgar Flugleiða
Það er svo sannarlega allrar
athygli vert hvernig stjórnvöld
meðhöndla öll mál er snerta Flug-
leiðir.
Þingmenn leggja á sig heila
vökunótt til að þjóna þeim með
lagasetningu. Hróðugur blæs svo
forstjórinn sig út með því að laga-
setning hafi verið það „eina mögu-
lega“. - Manni getur næstum því
dottið í hug JR Ewing í Dallas.
Lögin varð að setja til að koma
í veg fyrir neyðarástand, sagði
samgönguráðherra. - Þó gátu flug-
félögin á landsbyggðinni að mestu
annað farþegaflugi innanlands og
Arnarflug bætti við sig ferðum í
millilandaflugi. Ótrúlegt er að
hægt sé að kalla þetta neyðar-
ástand. En hins vegar hefir þetta
að sjálfsögðu ekki verið eins gróða-
vænlegt fyrir Flugleiðir og ýmis-
legt annað - og það var að sjálf-
sögðu mergurinn málsins. Þetta
fjölskyldufyrirtæki kann svo sann-
arlega á kerfið. Það er alveg ljóst.
Hvað er spilling?
Það hefði ekki verið heiglum
hent að vita alveg hvað þurfti að
bjóða í hlutabréf ríkisins í Flug-
leiðum til að tryggja það að maður
með sterka stöðu ryddist ekki inn
i helgidóminn og gæti kynnst
leyndardómunum - hefði svo opnað
allar gáttir og kannski farið að
sýna hallalausan búskap. Þá var
eins gott að fá hlutabréfin sjálfur
á svo hlægilegum kjörum að þegar
til lengri tíma er litið þá hafi ríkið
líkast til að mestu leyti endurgreitt
allt saman í vaxtalausum lánum
og skattafríðindum. Hvað skyldi
það annars vera sem Albert Guð-
mundsson lítur á sem spillingu?
Skyldi hann sem fyrrverandi knatt-
spyrnumaður - fljótur að hugsa og
framkvæma - ekki hafa gert sér
fylliléga grein fyrirþví enn?
Aðalheiður Jónsdóttir.
A „Gaus þarna ef til vill upp niðprbæld
gremja yfir því að þjóðhöfðingi Islands
er kona? - Voru það kannski eins og agnar-
litlar sárabætur að haga þessu svona til?