Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 32
<SI FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1985. Þrennt hand- tekiðíHer- _ kastalanum Frá Jánl G. Haukssyni, blaða- nuuani DV á Aknreyri: Englendingur og tvær íslenskar vinkonur hans voru handtekin í fyrradag í Herkastalanum í Reykjavík með 150 grömm af hassi. Eiturlyfin fundust falin í grind bakpoka. Hassið keyptu þau þrjú í Marokkó. Upp komst um fólkið í kjölfar hassmálsins á Raufarhöfn. Þar voru tveir menn handteknir um síð- ustu helgi grunaðir um eiturlyfja- neyslu. Fundust tvö grömm af hassi í fórum annars þeirra. Grunur beindist þegar að Eng- lendingnum sem hafði unnið í fisk- „ verkun á Raufarhöfn og bjó í sömu verbúðogmennimirtveir. Það var svo á mánudagsmorgun sl. sem hann var handtekinn í her- bergi sinu í Herkastalanum, húsi Hjálpræðishersins. Vinkonur hans tvær voru einnig handteknar þar. Þær voru í næsta herbergi við Eng- lendinginn. Um 100 grömm fundust í fónun Englendingsins en 50 grömm hjá stúlkunum. Þau höfðu farið þrjú til Marokkó og keypt hassið í sept- ember sl. Þar voru þau handtekin af lögreglunni í Marokkó og um eitt kíló af hassi tekið af þeim. Marokkólögreglunni yfirsást þó hassið í grind bakpokans, að sögn þremenninganna. -JGH. „Loftsteinninn”: Þaðvoruþá gæsir „Þaö kemur oft fyrir á þessum tlma aö eldglæringar sjáist þegar fuglar fljúga á rafmagnslinurnar. Við fengum tilkynningar um það sl. miðvikudagskvöld að eldglæringar hefðu sést hér um slóðir. Rafmagn sló út á Víkurlínu rétt augnablik,” sagði örlygur Jónasson, rafveitu- stjóriáHvolsvelli. ''égr „Það voru sendir menn með lín- unni í gær. Þeir fundu tvær dauðar gæsir við Berjanesflugvöll. Eg tel líklegt að gæsimar hafi náö að brúa á milli línanna, þannig að skamm- hlaup hafi myndast,” sagði örlygur. Það bendir allt til að gæsimar hafi orðsakað þær eldglæringar sem sáust á svæðinu á niilli Þverár og Markarfljóts. -SOS. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA ,25050 SENDIBÍLASTÖÐIN HF DV ræð/r við Hermann Aöalsteinsson sem fékk steinveggyfirsig: „Kvalimar mestar fyrst eftir slysiöff Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: „Eg leið mestu kvalirnar fyrst eft- ir að veggurinn hrundi yfir mig. Mér gekk þá mjög illa aö ná andanum og Varð að taka á öllu sem ég átti. En ég held nú að það hafi aldrei hvarflað annað að mér en að ég bjargaðist. Eg fann mátt í höndum og fótum og var Hermann Aðalsteinsson á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri i gær. Hann sagðist þrátt fyrir allt hafa brosað einu sinni undir veggnum. „Það var þegar sveitungi minn, sem ég gantast gjarnan við, kom að mér. Ég sagði honum að þetta væri allt í lagi. Hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þeir risu alltaf upp þessir gömlu djöflar." DV-mynd JGH. ekkert að ímynda mér það versta með því að geta í eyðurnar.” Þetta sagði Hermann Aðalsteins- son, 53 ára bóndi og oddviti Tjörnes- hrepps, í gær. Hann varö fyrir þeirri ótrúlegu lífsreynslu sl. föstudags- morgun að 22ja sentímetra þykkur steinveggur hrundi yfir hann. Hermann lá á bakinu í möl með vegginn ofan á sér upp að höku í um hálfa klukkustund. Hann er nú á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri mjaðmargrind- ar- og rif beinsbrotinn. „Mér líður þokkalega. Það er dekr- að við mig hér. Eg má borða allt, landbúnaðarafurðir líka,” sagði Her- mann og kímdi. Um óhappið sagðist hann hafa ver- iö að leiðbeina pilti, Jóhannesi Ein- arssyni, sem var á gröfu að moka meðfram fiskverkunarhúsinu í Tungulendingu á Tjörnesi. En fyrir- hugað var að steypa varnarvegg fyr- ir framan húsið. „Eg stóð til hliðar við húsiö og var að mæla hæðina upp á nýja vegginn þegar ég skynjaði að veggur hússins var kominn á hreyfingu. Það gerðist á sekúndubrotum. Eg henti mér til hliðar og reyndi að halda andlitinu fríu. Jóhannes kom þegar út úr gröf- unni. Hann gróf fyrst með höndunum undan öxlunum á mér. Eg sagði honum að það væri skófla í bílnum mínum. Hann náði í hana og hélt áfram að moka. Eftir að honum tókst aö losa aðeins um axlirnar var léttara fyrir mig að anda. Hann studdi síðan við mig. Við töluðum saman allan tímann. Eg spurði hann hverja hann hefði náð í í talstöðinni. Eins ræddum við hvernig best væri að losa mig. Eg sagði að við skyldum ekki fara að þessu með neinum látum. ’ ’ Hermann sagði að hann hefði ekki hugsað svo mikið um biðina. Hann þekkti vegalengdina sem sjúkraliðið þurftiaðfara. -JGH. Varnarliðsflutningarnir: Geir líst ekki á lög gegn einokunarlögunum — nema Ijóst verði að þau kalli ekki á nýjar verndunaraðgerðir Lagasetning á Alþingi gegn einok- un á sjóflutningum til landsins og frá því er ekki einföld lausn á Rainbow- deilunni um flutninga varnarliðsins. Utanríkisráðherra, Geir Hallgríms- syni, list ekki á þessa leið nema ljóst verði að hún kalli ekki á nýjar að- gerðir í Bandaríkjunum til varnar einokuninni. Það sem menn óttast er að banda- rísk verkalýðsfélög trufli eða stöðvi afgreiðslu á islenskum skipum. Þau eru meðal eigenda í Rainbow Navi- gation skipafélaginu og hafa hvort sem er hagsmuna að gæta vegna starfsmanna félagsins. Það gæti semsé skollið á siglingastrið sem næði langt út fyrir varnarliðsflutn- inga. I samtali við utanríkisráðherra sagði hann að málið væri enn í hönd- um Bandaríkjamanna. t undirrétti hefur dómur fallið gegn útboði á varnarliðsflutningunum. Rök dóm- arans kveikja síöur en svo bjartsýni varðandi aðra niðurstöðu eftir áfrýj- un málsins. Því er málið í blindgötu. Samt segir utanrikisráðherra að hann vonist eftir einhverri lausn áður en langt um líður. Síðan Rainbow Navigation hreppti forgöngu að varnarliðsflutn- ingunum, í skjóli einokunarlaga varðandi herflutninga Bandarikja- manna frá 1904, hafa íslensku skipa- félögin misst af viðskiptum upp á stórar fúlgur. Utboð myndi á hinn bóginn ekki tryggja þeim flutning- ana á ný. Enginn veit hver yrði lægstbjóðandi, það gæti eins orðið skipafélag frá einhverri þriðju þjóð, semsé hvorki íslenskt né bandarískt. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.