Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
en síðari daginn einlyftingu. Þá var
strax mótað það sem átti að baka
úr deiginu og það látið lyfta sér á
bökunarplötunni.
Fyrri daginn var búið til ameriskt
heilhveitibrauð og heilhveitibollur,
seinni daginn jólahringur með kanil-
fyllingu og grófar bollur sem raunar
mátti forma hvernig sem hver vildi
og bjuggu margir til fléttubrauð úr
deiginu.
Það stóðst á endum að þegar allir
nemendurnir á námskeiðinu voru
búnir að koma fyrri plötunni sinni
inn i ofninn var framreitt kaffi með
lostætinu sem kennarinn bjó til,
ilmandi brauði, bollum og hornum
með osti og gúrkum. Nemendurnir
tóku sannarlega hraustlega til matar
síns. Síðan var seinni platan bökuð
og allir fóru heim með heit og ilm-
andi brauðin.
Hagnýtar upplýsingar
Alveg er sama hvort notað er þurr-
ger eða pressuger. Mjög handhægt
er að nota þurrger sem fæst í hand-
hægum, litlum pokum. í uppskriftum
er oft gefið upp bæði þurrger eða
pressuger.
Þá er gott að vita að 1 teskeið af
þurrgeri jafngildir 10 g af pressugeri.
Stór bakstur, eins og afmælis- eða
jólakringlur, á að bakast við 200° C
og vera á neðstu rim í ofninum.
Smábrauð og bollur eiga að bakast
við 225°C og vera í miðjum ofni.
Hægt er að blanda saman heitu
kranavatni og mjólk til þess að leysa
gerið upp í. Oþarfi er að nota mjólk
eingöngu og hita hana upp. Það er
þó nauðsynlegt ef ekki er neitt gróft
andi vökva í sig. Ef okkur verður á
að deigið verði of þurrt getur það
bjargast með því að bleyta hendurn-
ar og hnoða deigið áfram. Þá er
hægt að láta stálkönnu með vatni á
botninn á bökunarofninum þegar
bollurnar eða brauðið er bakað. Það
gefur meiri raka og betri undirlyft-
ingu í baksturinn.
Undirstöðuuppskrift
Loks langar okkur til að stelast til
Stutt námskeið í Hússtjórnarskóla
Reyk javíkur f ram að áramótum
mjöl í brauðinu. Hveitibrauð með
vatni verður of glært að sjá. Einnig
geymist gerbakstur síður ef vatn er
notað í stað mjólkur.
Gerbakstur er vel fallinn til fryst-
ingar, en ekki til geymslu á annan
hátt. Hentugt er að baka nokkurt
magn í einu og frysta.
Mjög mismunandi er hve mikið
mjöl þarf í uppskriftirnar og ekki
víst að það passi alltaf við það sem
upp er gefið. Mjölið tekur mismun-
að gefa ykkur undirstöðuuppskrift
sem vhð fengum á námskeiðinu, gró-
farbollur:
2 dl vatn (30-35°C heitt kranavatn)
2 tsk. þurrger
1 msk. púðursykur
1 msk. olía
1 tsk. salt.
Þessu er blandað saman í volga
skál. Allt sem á að nota í gerbakstur
verður að vera með stofuhita. Ef
nota á egg er gott að það hafi staðið
á borðinu nokkurn tíma, sömuleiðis
mjólk og smjörlíki.
Ut í gerblönduna kemur svo:
1 matskeið af t.d. hörfræi, klíði, ses-
amfræi, völsuðu korni - má nota ejna
eða allar tegundirnar, 2 msk. kím og
loks eins mikið hveiti og deigið þolir.
Þetta deig var látið lyfta sér einu
sinni, þ.e. búnar til bollur eða, eins
og margir gerðu, fléttubrauð sem
látið var lyfta sér yfir glóðheitum
bökunarofni.
Við höfum prófað gerbaksturinn á
heimavelli og hrærðum deigið í stórri
Electroluxhrærivél með deigkrók.
Það gekk eins og í sögu en Ásdis
kennari benti okkur á að maður
verður að fá „tilfinningu" fyrir deig-
inu, og ekki má gleyma því að verið
er með „lifandi" deig í höndunum
þégar unnið er með gerbakstur.
Það voru glaðar og stoltar konur
úr Mosfellssveit sem lögðu út í versta
veður ársins með ilmandi gerbak-
kelsi í pokum að námskeiðinu loknu.
Flestar ef ekki allar voru fast-
ákveðnar í að koma aftur á námskeið
í Hússtjórnarskólanum við fyrsta
tækifæri.
A.Bj.
Þurfti að byrja á
að fata mig upp
lllugi Jökulsson talar viö
Halldór Reynisson forsetaritara
Lífsreynsla:
Kvennaathvarfið
Nokkrar konur segja trá
Á að banna kíámvísur
í íslenska útvarpinu?
Grein um íslenska dægurlagatexta
A BLAÐSOLUSTOÐUM
Stefán Jón Hafstein segir frá
hjálparstarfi í Eþíópíu
Byggt og búiö:
Fyrsti íslenski
kvenarkitektinn
Halldóra Briem Ek
Kópavogsbúar—
Kópavogsbúar.
Hijómsveitin
Harvest
'leikur i kvöld frá kl. 10.00.
ÍÍCíftttUmnt iíjibílabtgi 26,i
20OíJópaUogur, &lmi 42541
rTTTTTWTfc
vandaðaðar vörur
Raísuðuvélar
Handhægar gerðir
eru fyrirliggandi
gott verð
Skeljungsbúðin
Siðumúla33
símar 81722 og 38125
Einhell
vandaöar vörur
boftpressur
FYRIR LIGGJANDI
ALLTAF SAMA LÁGA
VERÐIÐ
Skeljungsbúðin
Siðumúla33
símar81722 og 38125
vandaðaóar vörur
Hleðslutæki
6,12 og 24 volta.
Margargerðir.
BENSÍNSTÖÐVAR
SKELJUNGS
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
simar 81722 og 38125