Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985. 3 HÖSKULDIBIRT OPINBER ÁKÆRA Höskuldi Skarphéðinssyni, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, var í flyrradag birt opinber ákæra í Saka- dómi Reykjavíkur fyrir hegningar- lagabrot og brot í opinberu starfi. Þess er krafist að Höskuldur verði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostn- aöar. Höskuldi er gefið að sök að hafa í bæjarþingsmáli sínu gegn Landhelgis- gæslu Islands og ríkissjóði „orðið sér úti um og látið leggja fram við þing- festingu málsins í bæjarþingi þann 19. mars 1985 til grundvallar stefnukröf- um sínum um greiðslu risnu vegna starfs síns sem skipherra hjá Land- helgisgæslunni tímabilið 1. apríl til 30. júní 1984 röng sönnunargögn, fjórar staðgreiðslunótur yfir keypt vínföng í Vínbúðinni, Snorrabraut 56, Reykja- vík, sem allar voru tilbúnar að efni og dagsetningum”. Staðgreiðslunóturnar fjórar eru samtals að f járhæð 4.870 krónur. Mál þetta hefur vakið töluverða at- hygli. Vegna þess samþykkti nýliðið þing Farmanna- og fiskimannasam- Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra. bandsins vantraust á forstjóra Land- helgisgæslunnar. Þingið krafðist þess einnig að Höskuldur yrði nú þegar lát- inn taka við sínu fyrra starfi en frá því í vor hefur hann ekki stýrt varðskipi. Var hann á biðlaunum þar til nýlega er honum var falið að annast námskeið fyrir kafara á vegum Landhelgisgæsl- unnar. -KMU. TF—SIF, hin nýja björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í gær. Lenti hún á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16.30 eftir fimm daga ferðalag frá Frakklandi. Lokaáfanginn í gær var frá Sumburgh á Hjaltlandseyjum með viðkomu í Færeyjum og Horna- firði. Flugstjórarnir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson flugu þyrlunni heim. Með um borð var Jón Pálsson yfirflugvirki. Við flugskýli Landhelgisgæslunnar tóku á móti þýrlunni og áhöfn hennar meðal annarra Jón Helgason dóms- málaráðherra, Gunnar Bergsteinsson, Óveðrið heilsaði upp á vegavinnuskúrana eins og gjörla má sjá á myndinni. Grundarfjörður: RASK AF VÖLD- UM ÓVEÐURSINS Frá Bæring Cecilssyni, fréttaritara DV í Grundarfirði: Umhleypingasamt hefur verið hér eins og viðast hvar annars staöar á landinu að undanförnu. Tvær óveðurs- hrinur gerði hér um daginn. I hinni fyrri fauk vagn á hvolf. A hann hafði verið hlaðið sperrum sem eiga að fara í íþróttahúsið hér í Grundarfirði, en það er núíbyggingu. Sama dag fuku tveir skermar af sjónvarpssendi sem er á Akurtröðum. Þar með varð sjónvarpslaust í Grund- arfirði og á utanverðu Snæfellsnesi. Síðar heilsaði svo önnur vindhviða upp á vegavinnuskúra rétt fyrir innan bæ- inn með þeim afleiðingum að einn þeirra hvarf út á haf og annar lagði af stað á eftir honum. Þeir sem eftir voru snerust við eöa fóru á hliðina. Þá urðu fiskitrönurnar skammt frá Grundarfirði einnig fyrir barðinu á óveðrinu, svo og trillur sem fuku á hlið- ina. Fiskitrönur fuku um koll og fleira lauslegt var á ferð i vindhviðunum. DV-myndir Bœring ÁLFTÁRÓS BAUÐ UEGST forstjóri Landhelgisgæslunnar, Gunn- ar Ásgeirsson, umboðsmaöur Aerospatiale á Islandi, fréttamenn og f jölskyldur flugliðanna. Þyrlan er af gerðinni Dauphin SA 365N. Hún kostar með öllum búnaði tæpar 135 milljónir króna. Landhelgisgæslan hafði sams konar þyrlu á leigu meðan á smíöi þessarar stóð. Leiguþyrlunni var skilaö í sumar. -KMU. Álftárós hf. átti lægsta tilboðið í inn- réttingu nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Tilboðin, sem voru fimm talsins, voru opnuð í gær. Tilboð Álftáróss í alla verkþættina f jóra hljóðar upp á 569 milljónir króna, sem er um 87 prósent af kostnaöar- áætlun. Næstlægsta tilboðið kom frá Hag- virki, 625 milljónir króna, sem er 96 prósent af áætlun. Aðrir sem buðu voru Istak, Flugtak og G. Pálsson. Tilboðin verða nú skoðuö nánar. Bú- ist er við að samið verði um verkið um áramót. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 1987. -KMU. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. nóv. 1985. Nýr framb j óðandi til borgarst j órnar Brynhildur K. Andersen húsmóðir í Reykjavík. Ég leita stuðnings þíns og legg áherslu á eftirfarandi: — að bæta kjör heimavinnandi húsmæðra — að gera mæðrum kleift að annast börn sín heima — að létta fólki kaup á fyrsta íbúðarhúsnæði — að auka aðstoð við aldraða í borginni - að sjúkrarými fyrir aldraða verði aukið sem fyrst — að efla skilning á mikilvægi starfsfólks sjúkrahúsa — að auka þjónustu í verslun og viðskiptum í borginni — að stuðla að endurhæfingu ungmenna sem ánetjast hafa _____________________vímuefnum,___________________ Stöndumvörð umheimilin og fjölskylduna. Takið þátt í prófkj örinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 266. tölublað (20.11.1985)
https://timarit.is/issue/190424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

266. tölublað (20.11.1985)

Aðgerðir: