Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985. Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri:. HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM , Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍASSNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingar og skrifstofa: ÞVERHOLT111.SIMI 27022 Sími ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12 Prentun: ARVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 400 kr. Verð i lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Niðurstöður launþegaþinga Margra hagur er bágur. Því er sitthvað rétt, sem segir í ályktunum þinga launafólks nú um helgina. „Launafólk hefur orðið illa úti í öfugþróun síðustu ára. Kaupmáttar- rýrnun hefur þrengt hag heimilanna, og bág afkoma og vaxtaokur gert fólki nær ókleift að stofna og halda heimili.” Svo sagði í ályktun Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Þarna er fast að orði kveðið. Verka- mannasambandið sagði, að mikil umskipti hefðu átt sér stað í afkomu almennings undanfarin þrjú ár. Nú væri svo komið, að íslenzkt verkafólk byggi við einhver lé- legustu lífskjör allra þjóða á norðurhveli jarðar. Menn verða að skilja, að skerðing lífskjara varð ekki fyrir þremur árum. íslenzkir landsfeður höfðu um langt árabil þar á undan haldið svo á málum, aö lífskjör okkar höfðu í raun skerzt. Það sem gerðist fyrir þremur árum, var það eitt, að við tókum ábyrgð gerða okkar. Þetta var uppskeran. Hitt er rétt, að hagur heimilanna er víða bágborinn eftir þetta. Skuldir hrannast upp. Æ fleiri eru á leið undir hamarinn, ef svo heldur áfram. Húsbyggjendur síðustu ára hafa verið illa sviknir og eru enn. Sjálfsagt er, að launþegahreyfing hafi forystu um úrbætur. Ályktanir þinganna um helgina gefa til kynna, að einhverjar vonir séu um, að rétt verði á spilum haldið. Ekki stoðar lengur það eitt að gera sem hæstar kröfur og berjast fyrir miklum krónutöluhækkunum á kaupi. Þetta skildi Verkamannasambandið aö nokkru. Á þingi þess var meðal annars undirstrikað, að sambandið væri reiðubúið til viðræðna um nýjan kjarasamning án þess að gera kröfur um, að gamla vísitölukerfið yrði aftur tekið upp. Þetta er mikill áfangi. Fagna ber því, þegar þing stórra launþegasamtaka viðurkenna, aö mikilvæg atriði í baráttu fyrri ára hafa verið á misskilningi byggð. Kjarabætur launþega þurfa að verða að mestu með Öðrum hætti en hárri krónutöluhækkun. Af nógu er að taka. Landssamband verzlunarmanna talaði um vaxta- okur, en í reynd þýðir ekki að halda uppi lægri vöxtum en markaðurinn gefur tilefni til. Ella stefndi að nýju í það ástand, að „gæðingar” stjórnenda gengju fyrir um lán. Kjör almennings í landinu yrðu ekki bætt. En talið um vextina á rétt á sér, þegar hugsað er til þess tímabils, er lánskjaravísitalan hækkaði margfalt meira en launin. Stjórnvöld skulda því fólki töluverðar fúlgur, sem þá tók lán, til dæmis til húsbygginga og íbúðarkaupa. Því þarf að bæta hag húsbyggjenda. Ennfremur þarf að draga úr skattheimtu. Bæði þingin gerðu ályktanir um af- nám tekjuskatts af almennum launatekjum. Það er rétt hugsun. Launþegar skyldu einnig skilja, að minni skattheimtu mundi fylgja samdráttur í ríkisgeiranum. Þingin ályktuðu um kaupmáttartryggingu. Verka- mannasambandið sagði: „Aukning og trygging kaup- máttar er krafa okkar, og til þess að svo geti orðið þarf ríkisstjórnin að gerast ábyrgðaraðili að samningunum.” Eftir er að sjá nánar, hvað felst í slíkum tillögum. Þær stefna vissulega í rétta átt eins og mál horfa. Frjálsir samningar eru æskilegir. En ríkið getur við núverandi að- stæður víða komið inn í og þarf að gera það. Ríkið ræður hér á landi yfir stórum hluta þjóðarbúsins. Til dæmis má ekki eyöileggja skynsamlega kjarasamninga með því að keyra upp verðlag á opinberri þjónustu. Haukur Helgason. Jafnaðarmenn eru eina stjórnmálaaflið, sem getur sótt fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og þ.a.l. breytt pólitískum styrk- leikahlutföllum í þjóðfélaginu, þannig að markverðum árangri skili. Jafnaðarmenn eru afdráttarlaus- ir stuðningsmenn varnasam- starfs lýðræðisríkjanna; við styðjum þá meginreglu í efnahags- lífínu að einstaklingar og fyrir- tæki keppi á markaði um verð og þjónustu; við erum andvígir þeirri spilltu ríkisforsjár- og fyr- irgreiðslupólitik, sem einkennir núverandi stjórnarflokka og reyndar AB líka; við ætlum lýð- ræðislega kjörnu ríkisvaldi tak- markað en þýðingarmikið hlut- verk til að jafna eigna- og tekju- skiptinguna í þjóðfélaginu eftir á, og höfum einir flokka fullmót- aða og framkvæmanlega stefnu í þeim málum. Málefnalegt frumkvæði Ólíkt hinum flokkunum er Al- þýðuflokkurinn nú sameinaður á traustum hugmynda- og stefnu- grundvelli. Hann er eini stjórn- málaflokkurinn, sem fullnægir þeim skilyrðum, sem nefnd voru í upphafi og hefur því nauðsynlegt vaxtarrými. Meðan Framsókn bíð- ur örlaga sinna, AB er í vörn, þá er Alþýðuflokkurinn í sókn. Hann hefur málefnalegt frumkvæði; og hann hefur augljósa getu, sem sannaðist í skoðanakönnunum sl. sjálfir.“ ,Oft er spurt: Væri ekki æskilegt að AB yrði með sem þriðja hjól undir vagni í nýrri nýsköpunar stjórn? Því svara kjósendur auðvitað Nýjar leiðir í pólitík vetur, til að vinna sér fylgi, bæði frá hægri og vinstri. Frá verka- lýðsinnum og jafnaðarmönn- um, sem hafa orðið fyrir vonbrigð- um með AB; frá samvinnumönn- um, sem viðurkenna staðreyndir um að forstjóraveldi SÍS og Fram- sóknar hefur afvegaleitt þá hreyf- ingu; frá óánægðum sjálfstæðis- mönnum sem ofbýður spilling pilofaldakapítalismans í Sjálf- stæðisflokknum og stendur stugg- ur af ofstæki markaðshyggju- trúboðsins frá hægri. En er þá ekki órökrétt, að Al- þýðuflokkurinn stefni að stjórnar- samstarfi með Sjálfstæðis- flokknum? Skoðum það nánar. Auðvitað kysum við helzt, að hér myndaðist 2ja-flokka kerfi, þar sem tvær meginfylkingar, annars vegar öflugur jafnaðarmanna- flokkur og hins vegar hægri flokk- ur eða fíokkar, skiptust á um völd- in. Hvers konar stjórnarsamstarf En meðan það hagsmunabanda- lag, sem gengúr undir nafninu Sjálfstæðisflokkur, hefur umtals- vert fjöldafylgi, verður bandalagið ekki svo auðveldlega sniðgengið við stjórn landsins. Og úr því að senda verður Framsókn í hug- sjónalega endurhæfingu, eins og Ingvar Gíslason er sammála mér um, er ekki margra kosta völ. Og menn skulu aðgæta eitt: Sjálf- stæðisflokkurinn er bandalag. Jafnaðarmenn eiga meiri samstöðu með sumum hópum þessa banda- lags en öðrum. Við þurfum t.d. að ná samstarfi við sjávarútvegs- og iðnaðarhópa Sjálfstæðisflokksins til þess að rétta hlut framleiðsluat- vinnuveganna og landsbyggðar- innar gegnum nýja gengis- og gjaldeyrisverzlunarpólitík. Með slíku bandalagi verðum við að leggjast á eitt um að halda í skefj- um uppivöðslu braskaraliðsins og öfgamanna markaðstrúarinnar. Sú staðreynd, að þjóðin er komin fram á yztu nöf í erlendri skulda- söfnun, og nauðsyn þess að afstýra nýrri holskeflu óðaverðbólgu kall- ar á sterka stjórn, þ.e.a.s. samn- inga hinna raunverulegu höfuð- andstæðinga. Þetta þýðir að samstjórn þessara flokka kemur því aðeins til greina að jafnaðarmenn semji um málefni í slíku stjórnarsamstarfi út frá afdráttarlausum styrk. Við sýndum á sl. vetri að fylgi Alþýðu- flokksins getur verið á bilinu 20-25%. Með málefnalegri sam- ^ „En meðan það hagsmunabandalag, W sem gengur undir nafninu Sjálfstæðis- flokkur, hefur umtalsvert fjöldafylgiý verð- ur bandalagið ekki svo auðveldlega snið- gengið við stjórn landsins.“ Kjallarinn JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju stöðu og samstarfi við stuðnings- menn Bandalags jafnaðar- manna getur þessi fylking náð styrkleika yfir 30%. Nái hún slík- um styrkleika hafa gerzt stórtíð- indi: Slík kosningaúrslit væru al- varleg vefenging á forystuhlut- verki Sjálfstæðisflokksins. Og það mundi þýða, að þeir sundur- leitu hópar, sem nú starfa saman innan AB, mundu ekki framar geta gert tilkall til forystuhlut- verks meðal vinstri manna. Þar með hefði óheillaþróun í ís- lenzkum stjórnmálum, allt frá ár- inu 1938, verið snúið við. I stað þess að kommúnistar klufu stjórn- málahreyfingu jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinguna hvað eftir annað, væri því tafli nú snúið við. Þvi að þá mundi bróðurpartur núverandi verkalýðsfylgis AB snúast á sveif með okkur. Það þýddi að stjórnmálaþróunin hér á landi færi meir í þann farveg, sem hún hefur farið, annars staðar á Norðurlöndum. Er AB stjórnhæft? Oft er spurt: Væri ekki æskilegt að AB yrði með sem þriðja hjól undir vagni í nýrri nýsköpunar- stjórn? Því svara kjósendur auð- vitað sjálfir. Fái AB, þrátt fyrir allt, umtalsverðan stuðning kjós- enda, kæmi slikt auðvitað vel til greina. Stuðningur verkalýðsarms AB við slíkt stjórnarsamstarf væri auðvitað verulegur fengur. Það er t.d. athyglisvert, að hugmyndir Þrastar Ólafssonar um „lífs- kjarasáttmála“ ganga mjög í sömu átt og stefna Alþýðuflokks- ins. Ásmundur Stefánsson hefur reifað hugmyndir um atvinnu- pólitík á svipuðum nótum og við jafnaðarmenn. Þessir aðilar t.d. hafa sýnilega lært sina lexíu af óförum AB í þremur ríkisstjórnum. En því fer fjarri að forystumenn AB almennt hafi látið sér þá reynslu að kenningu verða. Á hitt er að líta, að vinstri öfga- hópar innan AB ættu mjög bágt með að þrífast í slíku samstarfi. AB yrði auðvitað að sætta sig við áhrifaleysi í utanríkismálum. Og það er fyrirsjáanlegt, að „bylting- arsinnar" og stjórnleysingjahópar, svo sem t.d. Fylkingin, Trotzky- istar, Fidelistar og aðrir istar yzt til vinstri í AB, myndu varla tolla innan AB í slíku stjórnarsamstarfi. Auðvitað væri æskilegt að þessir hópar, ásamt með leifum gamla Stalínistakjarnans, hrykkju út úr AB frá vinstri og stofnuðu eigin kommúnistaflokk. Alveg eins og það væri út af fyrir sig æskilegt, að kommúnistarnir með öfugu for- merki, þ.e. markaðshyggjutrúboð- ið, hrykki út úr Sjálfstæðisflokkn- um frá hægri og stofnaði nýjan hægriflokk. Slík þróun mundi auðvitað festa fjöldahreyfingu jafnaðarmanna mjög í sessi sem varanlegt stjórnarforystuafl og kjölfestu í íslenzkum stjórn- málum. Þetta er ekki svo óaðlaðandi framtíðarsýn fyrir frjálslynt og umbótasinnað fólk á fslandi. Þetta væri verðugt verkefni að vinna að fyrir nýja kynslóð, sem senn erfir skuldugt þjóðarbú og úrelt flokka- kerfi. Jón Baldvin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.