Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 1985næsti mánaðurin
    mifrlesu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678
Útgáva
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Síða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985. 3 HÖSKULDIBIRT OPINBER ÁKÆRA Höskuldi Skarphéðinssyni, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, var í flyrradag birt opinber ákæra í Saka- dómi Reykjavíkur fyrir hegningar- lagabrot og brot í opinberu starfi. Þess er krafist að Höskuldur verði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostn- aöar. Höskuldi er gefið að sök að hafa í bæjarþingsmáli sínu gegn Landhelgis- gæslu Islands og ríkissjóði „orðið sér úti um og látið leggja fram við þing- festingu málsins í bæjarþingi þann 19. mars 1985 til grundvallar stefnukröf- um sínum um greiðslu risnu vegna starfs síns sem skipherra hjá Land- helgisgæslunni tímabilið 1. apríl til 30. júní 1984 röng sönnunargögn, fjórar staðgreiðslunótur yfir keypt vínföng í Vínbúðinni, Snorrabraut 56, Reykja- vík, sem allar voru tilbúnar að efni og dagsetningum”. Staðgreiðslunóturnar fjórar eru samtals að f járhæð 4.870 krónur. Mál þetta hefur vakið töluverða at- hygli. Vegna þess samþykkti nýliðið þing Farmanna- og fiskimannasam- Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra. bandsins vantraust á forstjóra Land- helgisgæslunnar. Þingið krafðist þess einnig að Höskuldur yrði nú þegar lát- inn taka við sínu fyrra starfi en frá því í vor hefur hann ekki stýrt varðskipi. Var hann á biðlaunum þar til nýlega er honum var falið að annast námskeið fyrir kafara á vegum Landhelgisgæsl- unnar. -KMU. TF—SIF, hin nýja björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í gær. Lenti hún á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16.30 eftir fimm daga ferðalag frá Frakklandi. Lokaáfanginn í gær var frá Sumburgh á Hjaltlandseyjum með viðkomu í Færeyjum og Horna- firði. Flugstjórarnir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson flugu þyrlunni heim. Með um borð var Jón Pálsson yfirflugvirki. Við flugskýli Landhelgisgæslunnar tóku á móti þýrlunni og áhöfn hennar meðal annarra Jón Helgason dóms- málaráðherra, Gunnar Bergsteinsson, Óveðrið heilsaði upp á vegavinnuskúrana eins og gjörla má sjá á myndinni. Grundarfjörður: RASK AF VÖLD- UM ÓVEÐURSINS Frá Bæring Cecilssyni, fréttaritara DV í Grundarfirði: Umhleypingasamt hefur verið hér eins og viðast hvar annars staöar á landinu að undanförnu. Tvær óveðurs- hrinur gerði hér um daginn. I hinni fyrri fauk vagn á hvolf. A hann hafði verið hlaðið sperrum sem eiga að fara í íþróttahúsið hér í Grundarfirði, en það er núíbyggingu. Sama dag fuku tveir skermar af sjónvarpssendi sem er á Akurtröðum. Þar með varð sjónvarpslaust í Grund- arfirði og á utanverðu Snæfellsnesi. Síðar heilsaði svo önnur vindhviða upp á vegavinnuskúra rétt fyrir innan bæ- inn með þeim afleiðingum að einn þeirra hvarf út á haf og annar lagði af stað á eftir honum. Þeir sem eftir voru snerust við eöa fóru á hliðina. Þá urðu fiskitrönurnar skammt frá Grundarfirði einnig fyrir barðinu á óveðrinu, svo og trillur sem fuku á hlið- ina. Fiskitrönur fuku um koll og fleira lauslegt var á ferð i vindhviðunum. DV-myndir Bœring ÁLFTÁRÓS BAUÐ UEGST forstjóri Landhelgisgæslunnar, Gunn- ar Ásgeirsson, umboðsmaöur Aerospatiale á Islandi, fréttamenn og f jölskyldur flugliðanna. Þyrlan er af gerðinni Dauphin SA 365N. Hún kostar með öllum búnaði tæpar 135 milljónir króna. Landhelgisgæslan hafði sams konar þyrlu á leigu meðan á smíöi þessarar stóð. Leiguþyrlunni var skilaö í sumar. -KMU. Álftárós hf. átti lægsta tilboðið í inn- réttingu nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Tilboðin, sem voru fimm talsins, voru opnuð í gær. Tilboð Álftáróss í alla verkþættina f jóra hljóðar upp á 569 milljónir króna, sem er um 87 prósent af kostnaöar- áætlun. Næstlægsta tilboðið kom frá Hag- virki, 625 milljónir króna, sem er 96 prósent af áætlun. Aðrir sem buðu voru Istak, Flugtak og G. Pálsson. Tilboðin verða nú skoðuö nánar. Bú- ist er við að samið verði um verkið um áramót. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 1987. -KMU. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. nóv. 1985. Nýr framb j óðandi til borgarst j órnar Brynhildur K. Andersen húsmóðir í Reykjavík. Ég leita stuðnings þíns og legg áherslu á eftirfarandi: — að bæta kjör heimavinnandi húsmæðra — að gera mæðrum kleift að annast börn sín heima — að létta fólki kaup á fyrsta íbúðarhúsnæði — að auka aðstoð við aldraða í borginni - að sjúkrarými fyrir aldraða verði aukið sem fyrst — að efla skilning á mikilvægi starfsfólks sjúkrahúsa — að auka þjónustu í verslun og viðskiptum í borginni — að stuðla að endurhæfingu ungmenna sem ánetjast hafa _____________________vímuefnum,___________________ Stöndumvörð umheimilin og fjölskylduna. Takið þátt í prófkj örinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Mál:
Árgangir:
41
Útgávur:
15794
Registered Articles:
2
Útgivið:
1981-2021
Tøk inntil:
15.05.2021
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Stuðul:
Tidligere udgivet som:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 266. tölublað (20.11.1985)
https://timarit.is/issue/190424

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

266. tölublað (20.11.1985)

Gongd: