Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Page 1
 38.000 EINTÖK PRENTUÐI DAG. J.r-i. í RITSTJORN, AUGLYSINGAR EIÐSLA SlMI 270 ViSIR DAGBLAÐIÐ ' „Unds- • mennvilja foringja” í I____________ J „Éger vonsvikin” i t i i i ( ( ( ( ( ( ( I 271.TBL.-75. og 11. ÁRG.-ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1985. JúlíusHafstein úr!5. sætiíB.: „Þetta er mikill sigur fyrir mig. Ég færist úr 15. í 8. sæti. Þetta er baráttusæti," sagði Júlíus Hafstein sem lenti í 8. sæti. „En ég er hvergi hræddur, sjálf- stæðismenn ætla að halda sínum hlut í kosningunum. Listinn sýnir fram á mikla breidd. Mikill styrkur var að góðri kosningu Magnúsar L. Sveins- sonar. Nokkur barátta var á milli mín og Árna en ég á von á góðri samvinnu okkar á milli. Hin glæsi- lega kosning borgarstjóra er viður- kenning fyrir einstaka forystu. Landsmenn vilja góðan foringja, sérstaklega þegar erfiðleikar steðja að eins og núna.“ K.B. Árni Sigfússon komst í Sruggt sæti í prófkjörí sjálfstæðismanna: vona „Ég vonaðist eftir baráttusæti. Sigurinn var stærri en ég átti von á,“ sagði Ámi Sigfússon sem náði 7. sæti og er þvi eini nýliðinn í öruggu sæti. „Listinn ber vott um trygglyndi sjálfstæðismanna við þá sem nú sitja í borgarstjóm og veitir ungu fólki tækifæri. Einnig tengir hann saman ólík sjónarmið. Ég er full- trúi „sveiflukenndrar frjáls- hyggju", eins og ég kýs að kalla það. Og auðvitað unga fólksins. Jafnræði kynjanna er tryggt með þessum úrslitum. Davíð hlaut þá kosningu sem hann átti skilda. Unga fólkið studdi mig. 200 manna kjami, mest ungt fólk, var — segir Hulda Valtýs- dóttir sem féll í 11. sæti Hulda Valtýsdóttir mun hverfa úr borgarstjórn í næstu kosningum, miðað við fylgi Sjálfstæðisflokksins i síðustu kosningum, vegna fækkun- ar borgarfulltrúa í 15. Hún lenti í 11. sæti í prófkjörinu. „Ég er ekki búin að átta mig á þessum úrslitum. Ég er vissulega vonsvikin. Ég bjóst við að hlutur kvenna yrði meiri í örugg sæti. Maður getur víst aldrei verið örugg-' ur í svona kosningum. Mér sýnist ágætisfólk hafa lent i efstu sætunum. Að öðru leyti hef ég ekkert um þetta að segja,“ sagði Hulda Valtýsdóttir. _______________________K.B. 280 starfsmenn Hafskips: „Gætum hugsað okkur baktryggingu frá ríkis- og borgarsjóði” „Við boðuðum ekki til fundarins til að ræða orsakir og fortíð Haf- skipsmálsins heldur til þess að ræða um hvað væri hægt að gera nú þegar. Það er ekkert smámál ef þessi hópur lendir á götunni," sagði Valur Páll Þórðarson, formaður Starfsmannafé- lags Hafskips, í viðtali við DV. Hann sagði að starfsmenn hefðu ekki einfalda lausn. Það mætti hugsa sér einhverja baktryggingu frá ríkis- sjóði og borgarsjóði. „Þessi mál þarf að ræða og þetta voru þau skilaboð sem við vildum koma á framfæri á fundinum," sagði Valur. -APH — sjá einnig bls. 2 virkur í starfi i mína þágu fyrir kosningar. Þetta tókst með réttum og skipulögðum vinnubrögðum. Ég mun færa mig í baráttusætið ef þess verður óskað. Við viljum til stuðnings við okkur í væntanleg- um borgarstjórnarkosningum ungt fólk og við höfum meðbyr.” „Einhver þarf að víkja fyrir nýj- um mönnum," sagði Árni er hann var spurður um fall Sigurjóns Fjeldsted. „Sigurjón er heilsteyptur maður og kostur að hann datt frekar en aðrir,“ sagði Árni er blaðamaður hitti hann fyrir á heimili foreldra sinna í morgun. K.B. Fjölskylda Árna lék á als oddi er ljóst var hversu góða kosn- ingu í prófkjöri sjálfstæðis- manna hann hlaut. Sætir af- mælissigrar hafa einkennt þetta ár hjá foreldrum Árna. Pabb- inn, Sigfús J. Johnsen, fékk sigur Árna í afmælisgjöf, er 55 ára í dag. Mamman, Kristin Þorsteinsdótir, fékk einnig vænlega afmælisgjöf í ár, dóttir- in, Sif Sigfúsdóttir, hreppti titil- inn ungfrú Norðurlönd á af- mælisdegi Kristínar. DV-mynd KAE. Sídustu tölur úr próf kjörinu - sjá baksíðu Fullkomið tölvukerfi tekið í notkun á DV Eitt stærsta tölvukerfi landsins hefur verið tekið í notkun á DV. Þetta gerðist um leið og blaðið flutti nær alla starfsemi sína á einn stað í Þverholti 11. Kerfið er byggt upp á fjórum tölvum og sex seguldiskum að auki. Minni þessa alls er um 1,7 milljarðar bókstafa. Til samanburðar skal þess getið að í einu tölublaði af DV eru um ein milljón bókstafir. Þegar eru komnir í notkun um 50 skjáir eða útstöðvar. Þeir verða orðnir rúmlega 60 innan tíðar og um 80 þegar kerfið er allt komið í notk- un. Tölvukerfið er af gerðinni Norsk Data og verða allar deildir blaðsins tölvuvæddar. Á það við iim prent- smiðju, ritstjórn, skrifstofur og bók- haid, hönnun og safnvinnu, áskrift og dreifingu. Kerfið, sem Norsk Data býður upp á, er sérhannað til notkunar á blöð- um og hentar því sérlega vel. Þessi tæknivæðing blaðsins eykur afköst og styttir vinnslutíma. Hún skilar sér því til lesenda í enn nýrri og ferskari fréttum. - JH sjá nánar á bls. 4 Ritvélaglamur heyrist ekkf lengur á ritstjórn DV, nú sitja blaðamenn við tölvuskjái.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.