Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Qupperneq 2
2 DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. NÓVEMBER1985. Könnun á húsnæðismálum ungs f ólks: MIÐJUNGUR BÝR í EIGIN HÚSNÆÐI •13 prósent fólks á aidrinum 18 til 29 ára búa hjá foreldrum sínum, rúmlega 1 prósent í leiguherbergi, 19 prósent í leiguhúsnæði og rúmlega 35 prósent búa í eigin húsnæði. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri könnun sem félagsmálaráðu- neytið og Húsnæðisstofnun ríkisins fól Félagsvísindastofnun Háskóla íslands að gera nú í sumar. Könnun- in er jafnframt fyrsta formlega verk- efnið sem Félagsvísindastofnunin vinnur. Borið saman við sambærilegar niðurstöður í Danmörku kemur í ljós að íslensk ungmenni búa mun lengur hjá foreldrum sínum en þau dönsku. íslendingar eru heldur fyrri til að eignast eigið húsnæði en Danir. Þegar þeir yfirgefa foreldrahúsin er algengara að þeir fari beint í eigið húsnæði miðað við Dani. Danirnir fara hins vegar í afar miklum mæli fyrst í leiguhúsnæði áður en þeir festa sér eigið húsnæði. Við 25 ára aldur hefur um helmingur ungmenna í báðum þessum löndum fest sér eigið húsnæði. Giftir búa hjá foreldrum Um 87 prósent ógiftra búa hjá for- eldrum sínum. Athygli vekur að um lo prósent þeirra sem eru í sambúð eða giftir búa einnig í föðurhúsum. Þetta bendir til þess að nokkuð stór hluti ungs fólks byrji búskap sinn Flestir vilja búa í eigin húsnæði. hjá foreldrum sínum. Þetta er óvenjulegt miðað við nágrannalönd- in. I könnuninni er bent á að þetta geti stafað af því að hér á landi er húsnæði nokkuð rýmra. Einnig er hugsanlegt að þetta bendi á þörf á eigin húsnæði og leiguhúsnæði. Meðalstærð húsnæðis þeirra sem búa í eigin húsnæði er tæpir 100 fm, í leiguhúsnæði 69 fm og þeirra sem búa heima hjá foreldrum 140 fm. Þá kemur fram að meðalleiga húsnæðis er mun lægri en heyrist í almennri umræðu. Hún er um 6.000 á landinu öllu. Meginþorri þeirra sem þátt tóku í könnuninni greiðir í leigu á bilinu 3.000 til 9.000 krónur. Aðeins 10 prósent spurðra segjast borga yfir 10.000 krónur í leigu á mánuði. Flestir vilja eigið húsnæði I könnuninni kemur fram að yfir- gnæfandi meirihluti, eða 93 prósent, telur það þýðingarmikið að búa í sinni eigin íbúð. Um 37 prósent spurðra vilja búa í einbýlishúsi og jafnstór hluti í blokkaríbúð. Um 2o prósent vilja stefna í raðhús eða sambýlishús. Aðeins lítill hluti kýs að leigja húsnæði. Tekjur Meðaltekjur fjölskyldna í könnun- inni eru um 41.000 krónur á mánuði. Þeir sem búa í heimahúsum eru með um 30.000 krónur, í leiguhúsnæði rúmar 41.000 krónur og þeir sem búa í eigin húsnæði hafa um 53.000 krón- ur í laun á mánuði. I þessum tilfellum er miðað við heildarfjölskyldutekjur. Meðalgreiðslubyrði fjölskyldna í eigin húsnæði er 54 prósent af tekj- unum. Greiðslubyrðin er þó áberandi meiri hjá lægstu tekjuhópunum, allt upp í 80 prósent. Hún stiglækkar eftir því sem tekjurnar hækka. Þeir sem eru með 80.000 krónur í laun á mánuði greiða aðeins 27 prósent af launum sínum í kostnað vegna hús- næðis. Fjölmargar upplýsingar, sem ekki hafa verið nefndar hér, koma fram í þessari könnun. Um hvert sé brýn- asta verkefnið til að bæta kjörin í húsnæðismálum nefna flestir vaxta- lækkun. Þar næst kemur síðan skatt- afrádráttur. -APH Fjölmennur fundur starfsmannafélags Hafskips: Dagsbrún óskar eftir við- ræðum við Sambandið Starfsmenn óska eftir aðstoð frá stjómmálamönnum Á Qölmennum fundi, sem starfsmannafélag Hafskips boðaði til í gær, mættu fulltrúar verkalýðsfélaganna, borgarfulltrúar og þingmenn. Á myndinni er Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, að ávarpa fundarmenn. DV-mynd KAE Stjórn Dagsbrúnar hefur óskað eftir viðræðum við stjórn Sambands- ins til að koma á framfæri áhyggjum yfir þróun Hafskipsmálsins, með atvinnuöryggi starfsfólks Hafskips hf. í huga. Frá þessu skýrði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, á fundi sem starfsmannafelag Hafskips boðaði til í gær. Auk starfsmanna mættu forystumenn verkalýðsfélaga, þingmenn Revkvíkinga og borgar- fulltrúar. Fundurinn hófst með því að for- maður starfsmannafélagsins, Valur Páll Þórðarson. fiutti ávarp. Hann sagði að atvinnuöryggi starfsmann- anna æri nú í veði. Tveir kostir væru nú fram undan. Annar að Eimskipafélagið yfirtæki reksturinn og hinn að Islenska skipafélagið héldi rekstrinum áfram. Fyrri kost- urinn væri ekki girnilegur fyrir starfsmenn því Eimskip sæktist áð- eins eftir viðskiptavinum Islenska skipafélagsins. Seinni kosturinn væri vænlegastur fyrir starfsmenn- ina. Þeim yrði tryggð atvinna og einnig myndi haldast áf'ram sam- keppni í skipasiglingum. Síðan beindi formaðurinn orðum sínum til þeirra stjórnmálamanna sem mættir voru. „Við þurfum atbeina ykkar til þess að íslenska skipafélagið hf. og Út- vegsbanki Islands fái frið til þess að vinna að heilbrigðri lausn þessa máls,“ sagði formaðurinn. Hann nefndi m.a. aó þeir myndu beita sér fyrir því að fjárhagslegur stuðningur yrði veittur til þess að íslenska skipafélagið gæti haldið áfram rekstri sínum. Stuðningurfrá verkalýðsfélögum Forystumenn viðkomandi verka- lýðsfélaga lýstu allir yfir stuðningi sínum við kröfur starfsmanna um að allt yrði reynt til þess að tryggja þeim áframhaldandi atvinnu. Full- trúar Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Dagsbrúnar, Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Far- manna- og fiskimannasambandsins kvöddu sér hljóðs. Upplýsingaleysið gagnrýnt Jón G. Zoega, lögfræðingur og stjórnarmaður íslenska skipafélags- ins, skýrði frá því að félagið væri ekki pappírsfyrirtæki. Markmið fyr- irtækisins væri að tryggja starfs- mönnum þess áframhaldandi at- vinnu, tryggja frjálsa samkeppni og gæta hagsmuna hluthafanna. Fyrir- tækið myndi þiggja aðstoð stjórn- málamannanna. Nú væri komið tækifæri fyrir þá til að láta að sér kveða í máli sem snerti marga kjós- endur. Þessi ummæli féllu ekki í góðan jarðveg. Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalagi, sagði að þingmenn hefðu tekið þetta mál upp á Alþingi. Hins vegar hefðu viðkomandi ráð- herrar ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu þess. Hann sagði einnig að starfsmenn ættu að tryggja það að ef aðstoð yrði veitt yrði hún notuð í þeirra hag. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að tónninn í tali Jóns G. Zoega hefði verið ógeðfelldur. Hann hefði aðeins fengið upplýsingar um þetta mál í gegnum fjölmiðla. Einnig að forráða- menn skipafélagsins hefðu vísað á bug fullyrðingum um slæma stöðu þess fram á síðustu stundu. Hann sagði að nauðsynlegt væri að fá nánari upplýsingar um þetta mál. Hann gæti því miður ekki gefið nein gylliboð á þessum fundi. Jón Baldvin Hannibalsson tók í sama streng. Hann sagðist hafa átt von á greinargóðum upplýsingum um stöðu Hafskips á þessum fundi. Hann hefði vakið máls á þessu á Alþingi en ekki fengið svör. Hann gagnrýndi harðlega það upplýsinga- leysi sem hefði einkennt þetta mál frá upphafi. Hann varpaði þeirri spurningu fram hvort starfsmenn hefðu fengið nægilegar upplýsingar um eðli þessa máls og hvort fram- kvæmdastjóra skipafélagsins bæri ekki skylda til að veita meiri upplýs- ingar. APH MUNAÐI AÐEINS EINU ATKVÆÐI r — þegar SIS ákvað að hætta viðræðum við íslenska skipafélagið I atkvæðagreiðslunni í Sam- bandsstjórninni um hvort halda ætti viðræðum um stofnun nýs skipafélags áfram munaði aðeins einu atkvæði. I stjórninni eiga sæti níu menn. Atkvæði féllu þannig að fimm voru gegn stofn- uninni og fjórir vildu halda áfram viðræðum. Nokkur gagn- rýni kom fram á fundi kaupfé- lagsstjóra á hugsanlega stofnun nýs skipsfélags. Talið er að hún hafi haft afgerandi áhrif í at- kvæðagreiðslunni sem fram fór í stjórn Sambandsins. - APH íslands- siglingarnar endur- skipulagðar íslenska skipafélagið vinnur nú af fullum krafti við að endur- skipuleggja íslandssiglingarnar sem áður voru í eigu Hafskips. Þegar er byrjað að vinna að aukningu hlutafjár. Sú ákvörðun Sambandsins að hætta viðræðum um stofnun nýs skipafélags kom forráðamönnum íslenska skipafélagsins ekki á óvart. f tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi ekki komið á óvart sem sjáist best á því að þegar á föstudaginn hafi verið ákveðið að auka hlutafé í 200 milljónir króna til að tryggja áframhaldandi Islandssiglingar félagsins. Orðrétt segir í tilkynn- ingunni: „Nú er þetta næsta verkefni og í það verður gengið af fullum krafti.“ Þá hefur Útvegsbankinn óskað eftir áframhaldandi viðræðum við Eimskip um hugsanlega yfir- töku á eignum Hafskips og lán- um þess í bankanum. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, sagði að félagið væri til- búið að ræða við bankann. Á hvaða grundvelli það yrði gat hann ekki sagt um að svo stöddu. Valdimar Indriðason, stjórnar- formaður Útvegsbankans, sagði í viðtali við DV að í dag myndi bankastjórnin taka ákvörðun um hvert framhaldið yrði á málefn- um Hafskips. . APH Handtekin með falska ávísun Lögreglan í Reykjavík handtók íjóra um helgina, grunaða um ávísunarfals. Fólkið var á ferð- inni á Hótel Esju þar sem það ætlaði að gera upp reikning sinn með ávísun upp á lo þúsund krónur. Ávísunin var fölsuð. Málið er í rannsókn hjá RLR. - sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.