Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Side 6
6 DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. NÓVEMBER1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur MEGN ðÁNÆGJA MED SJÁLFSALANN Á LSP —400 starfsmenn senda áskorun um að fá nýjan sjálfsala og betra brauð “Vegna skrifa á neytendasíðu DV 8. nóv. sl. um sjálfsala á Landspítala, viljum við koma á framfæri að yfir 400 starfsmenn Lsp. hafa undirritað áskorun til forstjóra Lsp. um að keyptur verði nýr sjálfsali. Mikil óánægja hefur verið meðal starfsfólks Lsp. vegna gamla sjálfsal- ans. Brauðið í honum er oftast gam- alt og ólystugt þó oft sé það borðað í neyð. Hér vinnur fólk allan sólar- hringinn og matsalurinn ekki opinn á öllum tímum. Oft kemur það fyrir, eftir að sjálf- salinn hefur verið “mataður“ á krón- um, að ekki er hægt að opna hann til að komast í “góðgætið". Það skal tekið fram, að þó kaupið sé ekki hátt er starfsfólkið reiðubúið að greiða fleiri krónur fyrir nýrra og betra brauð. Aðfaranótt 10. nóv. sl., þegar önnur okkar var á næturvakt, var ekkert brauð í sjálfsalanum og ekki var matsalurinn opinn, þannig að ekki er ætlast til að starfsfólkið fái mat, nema að koma með hann að heiman. Hjúkrunarfræðingur og sjúkra- liði á Landspítalanum. í bókinni er að fmna góðar leiðbeiningar um eitt og annað varð- andi blómaskreytingar eins og t.d. hvernig á að binda hurðarkrans. GULLFALLEGAR ÞURR- BLÓMASKREYTINGAR Þurrblómaskreytingar nefnist gullfalleg bók með myndum og leiðbeiningum um þurrblóma- skreytingar eftir Uffe Balslev, blómameistara í Blómavali. Mynd- irnar hefur Ragnar Th. Sigurðsson tekið. í bókinni eru myndir af margs konar þurrblómaskreytingum, þar að auki er sýnt hvernig á að binda hurðarkrans, þræða köngla og binda slaufur og búa til alls kyns jólaskreytingar. Uffe Balslev er danskur að ætt og uppruna. Hann kom hingað til Blómavals fyrir fimm órurn til þess að vinna við jólaskreytingar og ílentist svo hér á landi og er orðinn hálfgerður íslendingur. Hann vinnur enn í Blómavali, hefur hald- ið námskeið í blómaskreytingum bæði i Danmörku og hér á landi. Ragnar Th. Sigurðsson er að góðu kunnur sem ljósmyndari Vikunnar en hann var eitt sinn ljósmyndari á Dagblaðinu. Hann er þekktur að því að taka listrænar myndir. Hönnuður bókarinnar er Páll Amar Guðmundsson. Bókin er gefin út af Bókaútgáfunni Emi og Orlygi, prentuð á fínan mynda- pappír í Prentsmiðjunni Odda. A.Bj. Hurðarkrons PRENTUM Á LÍMBÖND Ódýr og góð þjónusta llastos lil* BÍLDSHÖFÐA 10 SÍMI 82655 ■■■'62S55 4*fg «*«» prentum *» ltmhó**«l „Ódýrar og frábærar” —afgangssull frá hádegismatnum “Ég gat ekki annað en rekið upp stór augu er ég las grein í DV 8. nóv. sl. um hinar ódým og “frábæru" sam- lokur í sjálfsalanum á Landspítalan- um,“ segir m.a. í bréfi fró sjúkraliða á Landspítalanum. “Sjálf vinn ég mikið á næturvökt- um þarna og hef oft farið niður að sjálfsala í von um að einhverjar ætilegar samlokur séu nú til. Oftast hef ég farið upp með súkkulaðistykki sem þarna fást. Má eiginlega bæta við, sem betur fer, því annaðhvort Umsjón: Anna Bjamadóttir og Þórunn Gestsdóttir gleymist að smyrja í blessaðan sjálf- salann eða samsullið á samlokunum fælir fólk frá.“ Síðan lýsir bréfritari nokkuð þeim samlokum sem boðið er upp á og segirm.a.: “Ég efast um að nokkrum þyki góð grjóthörð samloka með þorskhrogn- um og aspas eða með þessu svokall- aða salati sem er afgangssull frá hádegismat allt að hálfum mánuði aftur í tímann, eða það er það eina sem manni dettur í hug er bragðað er á samlokunum. Ég efa að það fólk sem sagt er hafa hrósað þessum samlokum sem bæjar- ins bestu samlokum hafi meint nokk- uð með því. Það hefur frekar verið að gera grín að öllu saman. En ef einhver hefur áhuga á að reyna þessar “góðu“ og ódýru sam- lokur þori ég að óbyrgjast að það gerist aðeins einu sinni og þá er vel hægt að unna honum þess. Fæst af starfsfólki Lsp. myndi hafa á móti því. Það eina sem ég get sagt þessum samlokum til ágætis er að þeir sem smyrja þær kunna svo sannarlega að spara hráefhiskostnað fyrir ríkið. Ef blessaður blaðamaðurinn hefði smakkað samlokurnar, sem því mið- ur voru ekki til (hefur líklega gleymst að smyrja í sjálfsalann þann daginn), er öruggt að greinin hefði verið um hið gagnstæða." A.Bj. Þarna er hann sjálfsalinn sem starfsfólk Landspítalans er ekki ánægt með. Hann tekur stundum við aurunum en lætur ekkert frá sér í staðinn. Þar að auki er fólkið ekki ánægt með brauðið. Raddir neytenda Útgjöldin þúsundkr. „Fáeinar línur til skýringa á óvenjuhóum útgjöldum í mat og hreinlætisvörum. Ég tók tíu slátur og keypti þar að auki tvo dilkakjötsskrokka og eitt stk. V-I sem ég lét reykja. AHt kostaði þetta tæpl. 14 þús. kr. Mikil notkun ó mjólkurmat skýrir að mestu það sem upp á vantar." - Kær kveðja.R. Þetta bréf er frá fjögurra manna Qölskyldu sem var með meðaltalskostnað í mat upp á rúml. 6300 kr. á mann. „Ajmar“ kostnaöur þessarar Qölskyldu var- rúml. 67 þús. kr. þannig að heildarútgjöldin fóru hátt i 90 þús. kr. - A.Bj. ..heillaráð...heillaráð... mm » _ »»• F unuuKamar i pappahólk Það er alveg tilvalið að geyma fondugafflana sína í pappahólk undan álpappír eða plastfilniu. Þá eru allir gafflamir á einum stað. Pappahólkur er líka sniðug geymsla fyrir grillpinna, en þó er auðvitað hægt að nota oftar en einu sinni. Pappahólkarnir innan úr kló- settpappírsrúllum eru tilvaldir sem uppistaða í einfalda jóla- sveina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.