Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Side 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Ári eftir „Leyniaðgerð Móses“,
loftbrúna milli ísraels og sultar-
hornsins í Afríku, búa hinir blökku
gyðingar frá Eþíópíu enn við bág-
indi í fyrirheitna landinu. ísraels-
menn, sem með þeim starfa, kunna
að segja frá ótal basli við tilraunir
sínar til að brúa menningargjána
sem skilur að heimamenn og að-
komna gyðinga frá Eþíópíu. Við
því mátti búast. í þúsund ár voru
Eþíópíugyðingar - falashar (að-
komumenn eða ókunnugir) eins og
þeir kalla sig sjálfir á eigin mál-
lýsku (amharísku) - einangraðir
frá öðrum gyðingasamfélögum í
heiminum.
Þó hafa falasharnir verið furðu-
fljótir að tileinka sér sumt úr nýja
samfélaginu. Svo sem eins og
fjöldamótmæli og verkföll í and-
stöðu þeirra við kröfur æðstaráðs
rabbínanna (gyðingaprestanna)
um að þeir gangist undir sérstaka
helgiathöfn áður en þeir verði
teknir gildir inn í gyðingasamfé-
lagið.
Um 15 þúsund falashar í israel
Tveim mánuðum eftir að „Leyni-
áætlun Móses“ var hrundið í fram-
kvæmd seint í nóvember 1984 við-
urkenndu ísraelsmenn opinberlega
að þeir hefðu með leyndinni um
hríð smyglað falöshum heim til
ísraels. Hungursneyðin hafði kom-
ið þeim til þess að hraða þessum
þjóðflutningi. Fyrstu falasharnir
höfðu komið með skipi til ísraels
1973 og nokkrar þúsundir höfðu
sytrað þangað á næstu ellefu árum
eftir ýmsum leiðum. Falashar eru
taldir hafa verið alls milli 23 og 25
þúsund í Eþíópíu. Um 15 þúsund
þeirra eru komnir til fsrael. Þar
af 8 þúsund með loftbrúnni í „leyn-
iáætlun Móses“ í gegnum Súdan,
áður en opinber gagnrýni batt enda
á hana. - Fréttir af því að Súdan,
eitt aðildarríkja Arababandalags-
ins, væri áfangi í þessum flutning-
um vöktu gremju, sem varð ekki
aðeins til þess að stöðva þá, heldur
og átti það stóran þátt í bylting-
unni í apríl síðasta vor, þegar
Jaafar Nimeiri forseta var velt úr
sessi. Varaforsetinn og fjórir fyrr-
verandi embættismenn aðrir eru
Ví
í>í5f'f
Falashar við grátmúrinn í Jerúsalem. Rabbínarnir tregir til að taka þá inn í söfnuðinn.
Fyrirheilna landið
engin sæla fyrir
gyðingana frá Eþíópíu
nú á sakabek'k í Khartúm, ákærðir
fyrir landráð.
Hafnarfjarðarbrandarar
í ísrael varð mál falashanna strax
eins konar metnaðarmál þjóðar-
innar. Það vakti þjóðarstolt að sjá
þá koma út úr flugvélunum, sumir
enn með sand á milli tánna, sumir
enn innstilltir á þurrkana heima
og ríghéldu í plastbrúsa, fulla af
vatni, sem þeir höfðu tekið með
sér. Það liðu þó ekki margar vikur
áður en minna fór fyrir stoltinu.
Ókunnugleiki falashanna innan
um tækninýjungar tuttugustu ald-
arinnar, sem margar voru þeim
framandi, var fljótlega hafður í
flimtingum. Þegar falashamir urðu
þess áskynja að þeir voru hafðir
að skotspónum í alls konar „Hafn-
firðingabröndurum", drógu þeir sig
inn í skel og tóku að halda sig út
af fyrir sig. Þeir skildu auðvitað
að það var ekki græskulaust að
blöðin birtu sögur af mæðrum að
baða böm sín upp úr vatnssalernis-
skálum, áður en þær lærðu hið
rétta hlutverk þeirra.
Falasharnir voru auðveld skot-
mörk. Blakkur hömndslitur þeirra
skar þá úr. Það orð hafði borist af
þeim á undan þeim til ísraels að
þeir væru frumstæðir. - Eins og
flestir aðrir aðkomumenn vom þeir
sendir í sérstakar aðlögunarbúðir
þess opinbera til þess að læra málið
og samfélagsfræði. Innflytjenda-
yfirvöld halda enn verndarhendi
yfir þeim og blaðamenn em illa
séðir gestir í þessar búðir.
Það hefur reynst miklum erfið-
leikum bundið að útvega áður
komnum falöshum atvinnu. í Eþí-
ópíu var það húsmóðirin í fjölskyld-
unni sem var aðalfyrirvinnan á
heimilinu, en hún annaðist bújörð-
ina. Hún hafði einnig unnið ýmiss
konar handiðn, sem í tækninni i
ísrael þykir of seinunnin í höndum
og óarðbær.
Fastheldnir á eigin siði og
venjur
Falasharnir fá illa slitið hugann
frá ættingjum sem eftir urðu í
Eþíópiu og hafa af þeim áhyggjur.
Það hvílir þungt á þeim að þeir
hafa ekki getað veitt nýlátnum
ástvinum sínum siðsamlega greftr-
un í ísrael samkvæmt eigin trúar-
siðum. Sálfræðingar hafa fundið
hjá þeim sömu þunglyndiseinkenn-
in og hjá eftirlifendum úr útrým- t
ingarbúðum nasistanna á sínum:
tíma. Nokkrir þeirra hafa fyrirfarið
sér.
Mest umtalaða vandamálið hefur
verið ágreiningurinn við rabbín-
ana sem eru mikilsráðandi í hverju
gyðingasamfélagi. Rabbínarnir
kvíða því að forfeður eþíópísku
gyðinganna hafi blandast þarlend-
um og vilja láta falashana gangast
undir táknrænar helgiathafnir til
nýrrar inntöku í gyðingasamfélag-
ið. Til dæmis gera þeir slíkt að
skilyrði fyrir hjónavígslum. Þessu
una falasharnir ekki. Auk fjölda-
mótmæla og verkfalla hafa þeir
látið eigin presta vígja sig til
hjónabands og sniðgengið rabbín-
ana.
I Eþíópíu er þjóðflutningur falas-
hanna enn viðkvæmt mál. Þar er
enn litið svo á að flutningur falas-
hanna hafi verið brot á alþjóðalög-
um og siðlaus afskipti af innan-
ríkismálum Eþíópíu. Þar vilja
margir vefengja að falasharnir geti
talist gyðingar og uppi eru kröfur
um að Israelar skili falöshuiium
aftur til Eþíójjfu. Viðskipti og
verslun milli Israels og Eþíópíu
haldast þó með eðlilegum hætti.
Sérfræðingar leyniþjónustu
Bandaríkjanna eru nú að komast
á þá skoðun að sovéski njósnarinn
Vitalí Júrtsénkó, sem strauk fyrst
til Bandaríkjamanna í ágúst en
síðan aftur til Sovétmanna í byrjun
nóvember, hafi allan tímann verið
á snærum yfirboðara sinna í
Moskvu.
Heimildarmenn innan leyniþjón-
ustunnar CIA segja að grunsemd-
imar hafi fyrir alvöru farið að
styrkjast nú nýlega eftir að sér-
fræðingar héldu áfram samanburði
sínum á þeim upplýsingum sem
Júrtsénkó hafði gefið CIÁ og þeim
upplýsingum sem CIA hafði annars
staðar frá. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum væri alls ekki ljóst hvort
Vitalí Júrtsénkó hefði gefið sig á
vald Bandaríkjamönnum til þess
eins að flækja fyrir þeim eða hvort
honum hefði raunverulega snúist
hugur um flóttann frá Sovétríkjun-
um.
Valdamenn í Washington og sér-
fræðingar eru enn mjög á öndverð-
um meiði um Júrtsénkó.
Tvöfaldur i roöinu?
En nú hafa komið fram nýjar
upplýsingar sem gefa til kynna að
Júrtsénkó hafi allan tímann unnið
fyrir Sovétmenn. Kannanir á fram-
burði hans þá þrjá mánuði, sem
bandarískir leyniþjónustumenn
yfirheyrðu hann, gefa til kynna að
raunverulegur tilgangur „flótta“
hans frá Sovétríkjunum hafi verið
að beina hausaveiðurum CIA frá
moldvörpu sem starfi innan banda-
rísku leyniþjónustunnar.
Upplýsingar, sem fengist hafa
eftir ýmsum leiðum, benda til að
ef slíkur njósnari hefst við innan
leyniþjónustunnar þá starfi hann
líklegast á æðstu stigum, að sögn
njósnasérfræðinga sem ekki vildu
Svikari í CIA
Var Júrtsénkó mýrarljós
láta nafna sinna getið. Þeir sögðu
að þeir ræddu þetta mál opinber-
lega vegna þess að þeir vildu knýja
á stjómvöld að kanna rækilega
starfshætti leynistofnana sem sjá
um upplýsingaöflun og leyniað-
gerðir fyrir Bandaríkjastjórn.
Gordievskí sagði frá svikara
Fyrst var farið að tala um svikara
innan CIA eftir að Oleg Gordievskí,
Sovétnjósnarinn sem starfaði lengi
fyrir Vesturlönd en flúði svo til
Breta í apríl, sagðist hafa heyrt um
hátt setta moldvörpu innan banda-
rísku leyniþjónustunnar. Gordiev-
skí hefur ekki legið undir jafn-
sterkum gmn og Júrtsénkó um að
vera undir stjórn Sovétmanna.
Gordievskí hafði lengi sent vest-
rænum leyniþjónustum upplýsing-
ar svo gefist hafði góður tími til
að athuga allan hans feril og sann-
reyna upplýsingar hans með sam-
anburði við upplýsingar sem feng-
ust annars staðar frá.
Bretar héldu flótta Gordievskís
leyndum þangað til þeir ráku 25
Sovétmenn úr landi í september.
Bandarískir leyniþjónustumenn
segja að Júrtsénkó hafi sótt um
hæli í sendiráði Bandaríkjanna í
Róm í ágúst, fjórum mánuðum eftir
flótta Gordievskís.
„Engir svikarar“
Júrtsénkó „sagði okkur að það
væru engar moldvörpur innan
CIA“, sagði einn heimildarmaður.
Hann bætti við að hægt væri að
búa sér til dæmi um að Júrtsénkó
hefði „verið upphugsaður, skapað-
ur og sendur af stað vegna Gordiev-
skís“.
„Ef maður lítur á hina ýmsu þætti
þessa máls í gegnum grunsemdar-
gleraugu þá passar þetta allt sam-
an. En það er langt frá því að hægt
sé að koma með einhverjar sannan-
ir,“ sagði heimildarmaðurinn.
Flestir leyniþjónustumenn, sem
rætt hafa opinberlega um málið,
segjast trúa því að málið sé vaxið
eins og beinast liggur við að álykta:
að Gordievskí hafi lagst í þung-
Vitalí Júrtsénkó: Var hann flóttamaður af heilum hug eða var
hlutverk hans að bjarga svikara innan leyniþjónustu Bandaríkjanna?
lyndi og fengið óhemjumikla heim-
þrá eftir að ástarævintýri hans við
sovéska sendiráðskonu í Kanada
fór út um þúfur. Þeir segja að engin
önnur skýring geti verið á flótta
næstæðsta manns í njósnaneti
Sovétríkjanna í Bandaríkjunum.
Slíkan mann hefði KGB, leyniþjón-
usta Sovétríkjanna, einfaldlega
ekki efni á að setja í hendumar á
sérlærðum og þrautþjálfuðum yfir-
heyrslumönnum CIÁ.
Svikari innan CIA?
En umræddir heimildarmenn
segja að ef Sovétmenn hafi allt
viljað til vinna að halda svikara
innan CIA leyndum þá kunni það
að hafa gefið þeim nægilegt tilefhi
til að senda Júrtsénkó í klær erkió-
vinarins til að blekkja hann.
Á síðasta áratug voru uppi ásak-
anir um moldvörpu innan CIA.
Fyrmm varaforstjóri leyniþjón-
ustunnar, James Angleton, og aðrir
báru þær fram. Þær ásakanir voru
aldrei sannaðar.
Það var ekki fyrr en í síðustu
viku sem sumir leyniþjónustumenn
fóru að snúast á þá skoðun að
Júrtsénkó hefði ekki verið flótta-
maður af heilum hug. Þá höfðu
sérfræðingar borið ýmsar yfirlýs-
ingar hans saman við óháðar upp-
lýsingar og við upplýsingar Gordi-
evskís.
Sem yfirmaður njósna í Bretlandi
hefði Gordievskí venjulega ekki átt.
að hafa neinar upplýsingar um
njósnastarfsemi Sovétmanna í
Bandaríkjunum. Hann mun hins
vegar hafa sagt breskum leyniþjón-
ustumönnum að hann hafi heyrt
rætt um moldvörpu sem KGB á að
hafa haft innan bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA, án þess að hafa
nokkrar frekari upplýsingar um
það mál.
Umsjón: GudmundurPétursson ogÞórirGuömundsson