Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Qupperneq 17
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985. íþróttir íþróttir íþróttir_____________________i'þróttir íþróttii Duffield til ÍBKeðaVíðis Knattspyrnumaðurinn Mark Duflield, sem lék með KS frá Siglufirði í 2. deildinni í sumar og KA í 1. deildinni árið áður, er nú sterklega orðaður við lið Keflavikur og Víðis frá Garði. Duffield, sem er mjög sterkur miðvallarleikmaður, var staddur suður með sjó um síðustu helgi og ræddi þá við forráðamenn Viðis og ÍBK. Ekkert var ákveðið í þeim samræðum en engu að síður taldar miklar líkur á að hann léki með ÍBK eða Víði næsta sumar. Mark Duflield, sem leikið hefur landsleiki í knattspyrnu, myndi styrkja hvort liðið sem væri og að sama skapi yrði það mikið áfall fyrir KS að sjá á eftir þessum snjaila leikmanni. -SK. Brugge með 5 stiga forskot — eftir sigur á Lierse í 1. deild íBelgíu Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: „Ég held að við höfum gert leikmenn Cluþ Brugge svolitið hlægilega i dag.'Þeir áttu ekki sigurinn skilið og vitaspyrnan, sem þeir fengu, var gjöf,“ sagði Jan Bos- kamp, þjálfari Lierse, eftir leik liðs hans við Club Brugge í 1. deildinni belgísku um síðustu helgi. Þrátt fyrir stór orð Bos- kamp mátti Lierse þola tap, 3-2, í Brugge en ieikurinn þótti einhver sá allra- skemmtilegasti sem fram hefur farið í Belgíu í ár. Það var Ronny Martens sem náði for- ystunni fyrir Lierse strax á fjórðu minútu en franski sóknartengiliðurinn Papin jafnaði fyrir Brugge. Bosch kom Lierse yfir aftur, 1-2, en Querter náði að jafna úr víti. Það var síðan Wellens er gaf Li- erse rothöggið á 57. mínútu. Það sem eftir lifði leiksins sótti Lierse stíft og skoraði mark þremur mínútum fyrir leikslok en öllum tU undrunar veifaði iínuvörðurinn rangstöðu. Anderlecht fékk sína fyrstu jólagjöf í ár er dómari leiks þeirra við Beerschot gaf liðinu vítaspymu. Boltinn hrökk í hendi Enzo Scifo, leikmanns Anderlecht, innan vítateigs Beerschot og ellefu þús- und áhorfendur göptu af undrun þegar dómarinn benti á vítapunktinn. Van der Bergh skoraði úr vitapspyrnunni og jafn- aði 1-1, því áður hafði Goosens skorað fyrir Beerschot. Þykkt lag af snjó var á leikvelli Water- schei og það kom í veg fyrir að Ragnar Margeirsson og félagar hans gætu leikið. Club Brugge hefur nú fimm stiga for- skot í deUdinni. Liðið hefur hlocið 24 stig, Ghent er með nítján stig i öðru sæti ásamt Anderlecht sem leikiö hefur einum leik færra. fros ___________________ Kanada vann HM bikarinn í golf i Kanada vann sigui* i heimsbikarkeppni sveitaliða í golfi sem lauk í Bandarikjun- um i gær. Sveit þeirra var skipuö Vestur- íslendingnum Dan HaUdorsson og Dave Barr, þeir slógu 559 högg, fjórum minna en Englendingar sem höfeuðu í öðru sæti. Þetta er i annaö sinn sem Dan vinnur sigur í heimsbikarkeppninni. Hann vann einnig sigur í keppninni 1980. Dan lék 72 holurnar á 278 höggum en langbestum árangri náði Englendingur- inn Howard Clarke er lék á 272. Skiptu með sér sigrinum Frá Stefáni Amaldssyni, fréttamanni DV á Akureyri: Þór og Grindavík léku tvo leiki i l.deild- inni í körfuboltanum hér á Akureyri um helgina. I fyrri leiknum sigraði Þór, 67-57, eftir 36-22 i hálfleik.í síðari leik liðanna á sunnudag virtist einnig lengi vel stefna í sigur Þórs. Liðið hafði lo stig yfir i hálf- leik, 40-30, en Grindvikingar sneru dæm- j inu viö i síðari hálfleiknum og sigruöu, 69-65. Valdir hafa verið átta keppendur á NM í sundi unglinga sem háð verður í Osló um næstu helgi. Á myndinni að ofan eru í aftari röð frá vinstri Hrafnhildur Guðmundsdóttir, þjálfari sundfólksins, Helga Sigurðardóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og Símon Þór Jónsson. Fremri röð Hugrún Ólafsdóttir, Þuriður Pétursdóttir, Tómas Þráinsson, Arnþór Ragnarsson og Guðmundur Harðarson lands- liðsþjálfari. Fararstjórar verða Ellen Yngvadóttir og Guðfinnur Ólafsson. Þau munu sitja sundþing Norðurlanda ásamt Guðmundi. DV-mynd S. 20 vítaskot í súginn — hjá ÍR sem mátti þola tap gegn Val 71:73 í úrvalsdeildinni í körf u í gærkvöldi Það var öðru fremur mjög slakur leikur i fyrri hálfleik og hræðileg nýting úr vítaskotum sem gerði út um möguleika ÍR í leik liðsins við Val. f kringum tuttugu víta- skot liðsins fóru forgörðum í gærkvöldi er liðin mættust í Iþróttahúsi Seljaskólans í gær- kvöldi. Við því mátti ÍR ekki og mátti þola tap, 71-73. Liðið situr því sem fyrr eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins tvö stig. Sem fyrr segir hafði Valur mikla yfirburði í fyrri hálfeiknum og mun- urinn á liðunum í hléi var fjórtón stig, 40-26. ÍR-ingar komu grimmir til leiks í seinni hálfleiknum og stiga- munur liðanna hvarf sem dögg fyrir sólu. ÍR minnkaði muninn í 42-38 og jafnaði síðan, 63-63. Liðið lék á þess- um tíma mjög sterka vöm sem virtist koma Valsmönnum í opna skjöldu. Karate-mót í Ásgarði UMSK mótið í karate fer fram miðvikudaginn 27. nóvember í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ, og hefst mótið kl. 20.00. Keppendur eru frá Gerplu, Stjömunni og Breiða- bliki. Keppt verður í kata unglinga, kvenna og karla. Einnig er keppt í opnum flokki kumite um titilinn UMSK meistari í karate. Að lokum er keppt í sveitakeppni kumite í 3ja manna sveitum. Það félag sem fær flest stig í keppninni fær farandbikar í verðlaun og er sigurvegari mótsins. í fyrra sigraði Stjaman og hlaut 22 stig, Gerpla fékk 14 stig og Breiða- blik rak lestina meððstig. Valur náði þó að halda haus á síð- ustu mínútunum og sigurinn varð þeirra, 73-71. Leifur Gústafsson var besti leik- maður Vals. Mjög grimmur í fráköst- unum auk þess sem hann varð stiga- hæstur leikmanna. Einar Ólafsson átti einnig þokkalega kafla. Ragnar Torfason var í nokkrum sérflokki ÍR-inga í seinni hálfleikn- um en var á sama plani og meðspilar- ar hans í þeim fyrri. Stig Vals: Leifur 14, Tómas Holton 13, Jón Steingrímsson 11, Jóhannes Magnússon 10, Torfi Magnússon, Sturla Örlygsson og Björn Zoega 4. Stig ÍR: Ragnar 21, Karl Guðlaugs- son 11, Hjörtur Oddsson og Jóhannes Sveinsson 10, Bjöm Steffensen 8, Vignir Hilmisson 7, Jón Öm Guð- mundsson4. - fros Fjórði sigur Islands- meistara FH í röð — og KR sigraði í botnslagnum við Þrótt FH hélt áfram sigurgöngu sinni í l.deild handboltans á sunnu- dagskvöldið er Iiðið vann Fram, 28-25, í Laugardalshöll. Sigurinn var sá fjórði í röð hjá Hafnarfjarð- arliðinu og möguleikar liðsins á IHF sæti hljóta að vera nokkrir. Það voru FH-ingarnir sem voru öllu sprækari í byrjun. Þeir höfðu undirtökin framan af fyrri hálfleikn- um er leikurinn jafnaðist. í hálfleik hafði Fram náð eins marks forystu, 14-13. Seinni hálfleikur var í jafn- vægi allt þar til í stöðunni 21-21. Þá kvöddu íslands- meistaramir Fram- ara, skoruðu fimm mörk í röð en Fram náði að rétta sinn hlut örlítið í lokin. Þorgils óttar Mathiesen spilaði að venju stórt hlutverk hjá FH en einn- ig voru þeir Guðjón Ámason og Óskar Ármannsson atkvæðamiklir. Agnar Sigurðsson lék sinn besta leik fyrir Fram í vetur og var óum- deilanlega besti maður liðs síns. Þá var Hermann Björnsson drjúgur lokakaflann. Mörk FH: Þorgils óttar 9, Óskar 6/4, Guðjón 4, Héðinn Gilsson og Stefán Kristjánsson 3, Jón Erling 2, ValgarðurValgarðsson 1. Mörk Fram: Agnar 8, Hermann 7, Egill Jóhannesson 6/2, Ingólfur Steingrímsson 2, Jón Árni og Dagur Jónasson 1. öruggur sigur KR Seinni leikur kvöldsins var leikur botnliðanna KR og Þróttar. Þar varð aldrei nein spuming um úrslit. KR náði strax á fyrstu mínútunum 7-1 forystu og síðar 14-3. Staðan var 15-6 í hálfleik og vesturbæjarliðið gat leyft sér að keyra á "bekkjaliðinu" lokakaflann. Úrslitin 32-23. Jóhannes Stefánsson og Haukur Geirmundsson voru ásamt Áma markverði bestu menn KR. Gunnar Gíslason var drjúgur í hraðaupp- hlaupunum og þá átti Láms Lárus- son góðan leik gegn sínum gömlu félögum. Leikur liðsins var sann- færandi megnið af fyrri hálfleiknum en eftir það var fátt sem gladdi aúg- að. Brynjar Einarsson og Guðmundur Óskarsson vöktu athygli í Þróttara- liðinu með frammistöðu sem ekki hefur sést hjá þeim áður í vetur. Gísli Óskarsson átti ágætan leik en liðið saknaði Birgis Sigurðssonar sem ekki lék með liðinu að þessu sinni,- Eins og Þróttaraliðið hefur leikið í vetur þá ætti það ekki mikla mögu- leika í 2. deildinni. Mörk KR: Haukur 10/5, Stefán Arnarsson og Gunnar Gíslason 6, Lárus 4, Jóhannes Stefánsson 3, Friðrik Þorbjömsson 2, Páll Ólafs- son 1. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 6/1, Brynjar, Gísli og Guðmundur 5, Helgi Helgason 2. Já, nú er svo sannarlega allra veðra von. Þá er ekki verra að koma við á næstu smurstöð Skeljungs og láta yfirfara bílinn fyrir vetraraksturinn. Um leið og við skiptum um smurolíu og smyrjum undir- vagninn athugum við smurolíu- síuna, loftsíuna og eldsneytis- síuna og skiptum um þær ef með þarf, yfirförum rafgeym inn, mælum frostþol kælikerf- isins og rúðuvökvans og rakaverjum kveíkjukerfið. Við sjáum líka um að setja keðjur undir bílinn fyrir þig í ófærðinni. bílinn, vetrarþjónustan okkar er bæði ódýr og örugg. Smurstöðvar Skeljungs Þú verður ekki í neinum vandræðum með að komast heim aftur. DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. NÓVEMBER1985. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ellert Schram formaður öryggisnef ndar UEFA — ný nefnd sem á að rannsaka aðstöðu á knattspyrnuvöllum. Mikil ábyrgðarstaða formanns KSÍ ,Það verður gífurlega mikill vinna i þessu fyrir nefndarmenn. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, er búið að semja nýjar reglur um öryggi og aðbúnað á knattspyrnuvöllum almennt og fyrir nokkru var skipuð sérstök nefnd innan UEFA sem hefur það verkefni að gera úttekt á þeim völlum sem koma til greina i sambandi við úrslitaleiki í Evr- ópumótunum. Þetta er gert vegna harmleiksins, sem átti sér stað í Brussel í vor, þegar Juvent- us og Liverpool léku til úrslita i Evrópubikarnum, keppni meist- araliða,“ sagði Ellert Schram,- formaður KSÍ, en hann hefur verið skipaður formaður hinnar nýju nefndar UEFA, öryggis- nefndar UEFA, eins og hún hefur verið nefnd. Það er mikil ábyrgðarstaða sem Ellert hefur verið kjörinn til og sýnir vel það álit sem hann nýtur meðal forustumanna í knattspymumálum Evrópu. Sem kunnugt er þá er Ellert varaforseti UEFA. í nýju öryggis- nefndina voru kjömir fjórir menn auk Ellerts. Þeir eru Ernie Walker,- framkvæmdastjóri skoska knatt- spymusambandsins, Rolf Bakker,- fyrrverandi lögreglufulltrúi í Hol- landi, sem ráðinn hefur verið sér- stakur öryggisfulltrúi hollenska knattspymusambandsins, og auk þess eru tveir starfsmenn UEFA í nefndinni. Þegar við ræddum við Ellert í gær var hann að undirbúa för til Lyon í Frakklandi og fór utan til Frakk- lands í morgun. Hann hittir aðra nefndarmenn í Lyon en þar verður úrslitaleikurinn í Evrópukeppni bik- arhafa háður næsta vor. Síðan halda nefndarmenn til Spánar - til Barce- lona. Úrslitaleikur Evrópubikarsins, keppni meistaraliða, verður á Spáni næsta vor. Lið Barcelona er hins vegar þátttakandi í Evrópubikarnum sem Spánarmeistari. Ef Barcelona kemst í úrslit keppninnar verður úrslitaleikurinn háður í Madrid. Þá hefur Ellert verið boðið til Tokyo í Japan sem fulltrúi UEFA á leik Evrópumeistara Juventus og Suður-Ameríkumeistara Argentinos Juniors. Sá leikur verður í Tokyo 8. desember og það liðið sem sigrar hlýtur heimsmeistaratitil félagsliða. hsím Anderlecht vildi fá 45 milljonir fyrir Amór — og það var of mikið fyrir Mechelen sem keypti sex aðra leikmenn í staðinn. Frá Kristjáni Bernburg, fréttarit- ara DV i Belgíu: „Ég reyndi að festa kaup á Arnóri Guðjohnsen frá Anderlecht en verðið sem sett var upp var alltof hátt. Ég hefði þó getað keypt hann en ákvað í staðinn að kaupa sex aðra leik- menn,“ sagði forseti belgíska félags- ins Mechelen, Johan Cordier, í sam- tali við knattspymublaðið Foot. Verðið sem Anderlecht setti upp fyrir íslendinginn var hvorki meira né minna en 45 milljónir og það þó að leikmaðurinn hefði átt við meiðsli að stríða. Mechelen festi þess í stað kaup á markahæsta leikmanni belgísku deildarinnar í fyrra, Ronny Martens írá AA Ghent, er kostaði félagið fimmtán milljónir, hollenska lands- liðsmanninn Erwin Koeman fyrir tólf milljónir auk fjögurra annarra leikmanna. Greinilegt er að And- erlecht'vill ekki missa Arnór og setur því þetta háa verð upp. Arnesen fær ekki að fara. „Ég má ekki fara til Ajax því Anderlecht vill aðeins selja mig en Ajax vill leigja mig í sex mánuði. Ég kemst ekki í aðalliðið vegna þess að ég er kominn upp á kant við þjálfar- ann og með því að leika aðeins í varaliðinu þá kem ég trúlega til með að missa sæti mitt í danska landsliðinu,“ sagði Frank Arnesen sem á ekki sjö dagana sæla hjá Anderlecht. Forseti Anderlecht var ekki sáttur við ummæli Arnesen um að félagið vildi selja hann: „Það kemur ekki til greina að selja Arnes- en fyrr en við höfum fundið annan framherja í hans stað.“ Það bendir því flest til þess að leikmaðurinn dveljist hjá Anderlecht enn umhríð. -fros Ellert Schram Ellefu mörk Brynjars H. Frá Gunnlaugi A.Jónssyni, fréttamanni DV í Svíþjóð: Brynjar Harðarson var yfirburða- maður sem áður hjá Olympía þegar liðið sigraði Kavlinge, 36-26, á úti- velli á sunnudag. Brynjar skoraði 11 mörk í leiknum. Eftir sex umferðir í 2. deild,suð-vestur riðli, hefur Olympia sigrað í öllum leikjum sín- um og er auðvitað í efsta sæti. I þessum sex leikjum hefur Brynjar skorað 53 mörk eða um níu mörk í leik að meðaltali. Sænski landsliðsmaðurinn kunni í knattspymunni, Robert Prytz, hefur gerst atvinnumaður í Sviss. Byrjar að æfa og leika með Young Boys, Bem,eftir áramótin. Hann lék með IFK Gautaborg síðasta keppnistíma- bil en var áður atvinnumaður hjá Glasgow Rangers á Skotland i. hsím FERMAKEPPNI Hin árlega firmakeppni í knattspyrnu veröur haldin í íþróttahúsi Breiðholtsskóla dagana 30. nóv., 7. og 8. des. Þátttaka tilkynnist til Begga og Hansa í síma 82855 milli kl. 9 og 17 fyrir 27. nóv. Þátttökugjald kr. 3.500. SVONA GERUM VIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.