Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Page 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985.
25 ’
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og;
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjömu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með:
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði,
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34% I
nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-'
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri:
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- J
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu'
bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og
39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eruj
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% |
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%:
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Takai
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir:
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meðj
34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða'
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings;
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningurj
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,:
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði
25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6j
mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%.1
Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða
eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum
reikningum reynist hún betri. Vextir færast
tvisvaráári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-!
um sé hún betri. Samanburður er gerður;
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé:
tekið út af reikningnum gilda almennir spari- j
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu!
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- i
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun;
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- j
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna!
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefúr
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax ;
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila'
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankarium, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 24 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er21ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í' 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónúr.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
1,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í nóvember 1985 er 1301
stig en var 1266 stig í október. Miðað er við
grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 4. ársíjórðungi 1985
er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3392 stig á grunni 100 frá 1975.
Sandkorn
Sandkorn
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%)
11.-20.11.1985
INNLANMEÐSÉRKJÖRUM sjAsérlista il li iilflllHÍl llllii
innlAn óverðtryggð SPARISJÚÐSBÆKUR Úbundin innstœfia 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22,0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25,0
6 mán. uppsögn 31,0 33.4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0
12mán. uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0
SPARNAÐUR - LANSRtTTUR Spar.fi 3 5 m*n. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
INNLANSSKlRTEINI Sp. 6 mán. og m. 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0
Til 6 mánafta 28.0 30.0 28.0 28.0
tEkkareikningar Avlsanareikninoar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 1.0 1.0 10.0 10.0
Hlaupareiknmgar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 0.0 1.0 10.0 10.0
innlAn verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppaögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6mán. uppsögn 3.S 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 1 3.5 3.0
innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.6 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 0.0
Starilngspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.6 11.5 11.0 11.5 11.5
Vastur-þýsk mörk 6.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.6 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 1.0 0.0 8.0 9.0 1.0 10.0 9.0
ÚTLAN OVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVtXLAR (forvaxtir) 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.n 30.0 30.0
VIÐSKIPTAVlXLAR (forvcxtir) 34.02) kr 32.5 kga 32.5 kgt kgc kv 34.0
ALMENNSKULDABREF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
vidskiptaskuldabrEf 35.02) kg. 35.0 33.5 kg. kg. k|* 35.0
HLAUPAREIKNINGAR ÚTLANVERÐTRYGGÐ YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.6 31.5 31.5 31.5
SKULDABREF <AÍJ1/2árl 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Langrian21/2ár 5.0 6.0 5.0 5.0 5.0 5.0 6.0 5.0 5.0
ÚTLAN T1L FRAMLEIÐSUJ SJÁNEÐANMALS1)
í Bandaríkj adollurum 9,75%, í sterlingspundum 12,75%, í ve6tur-þýskum mörkum 6^5%.
2) Viö kaup á viðekiptavíxlum og viðákiptaskuldabréfum er miðað við aérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparísjóöunum í
Hafimrfiröi, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkurog Sparisj. vélstj. ,
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskUalána er 2% á ári, besöi á verðtryggð og
óverðöyggð lán, nema {Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Það gæti ekki hver
sem er orðið freyja ef
farið væri eftir staðli
verkfræðinemanna.
STAÐALL
FYRIR
FREYJUR
Nýlega barst okkur í
hendur óvenjulegur
staðall frá Iðnaðar-
málastofnun íslands.
Er hann ætlaður fyrir
freyjur í ýmsum störf-
um, svo sem flugfreyj-
ur, bílfreyjur, skips-
freyjur og aðrar þær „er
vinna þjónustustörf i
þágu almennings“ eins
og segir í skjali þar að
lútandi.
Staðallinn tekur til
hæðar, mittismáls,
mjaðmamáls og
brjóstamáls freyjanna.
Þó er gert ráð fyrir að
„flugfreyjur og bílfreyj-
ur, sem sinna störfum í
þröngum göngum á
milli sætaraða, megi þó
hafa stærra bijóstamál
og minna mjaðmamál
en taflan sýnir“.
Síðan er drepið á
helstu gæðakröfur, sem
gera skal til freyjanna.
Þær skulu hafa lipran
limaburð, létt göngulag
og gönguhraði skal vera
sem næst 500 mm/sek.
Litarfesta andlita skal
standast 7200 sek. álag
við allt að 30 stig á Cel-
cíus, 800-1200 millibara
loftþrýsting og 30-80%
rakastig. Freyjur skulu
vera broshýrar til um-
hverfisins og ljómi
streyma frá ásjónu
þeirra og fasi. Ljóminn
mælist í candela og skal
vera minnst 25 candela
þegar þreytan er mest.
Freyjur skulu tala
gott mál, framsögn vera
áheyrileg og þýð. Radd-
styrkur skal vera um 5o
^ecibel og tónsvið 300-
700 hz.
Þess skal svo getið að
lokum að ofangreindur
staðall mun vera runn-
inn undan rifjum verk-
fræðinema í HÍ. En
hann er ekki verri fyrir
það.
HALDAÍZ.
Eins og flestir vita hefur
Z verið afnumin með
lögum úr íslensku rit-
máli.Talsverður styrr
stóð um þennan virðu-
lega bókstaf á sínum
tíma.
En þessi urðu sumsé
örlög hans og veitti ekki
af. Nægir að benda á
stafsetningarprófið
fræga sem Sverrir Her-
mannsson gekkst undir
hjá DV. Þar þvældist
zetan svo hrikalega fyr-
ir ráðherranum að
hann var kominn langt
niður fyrir núll í ein-
kunn þegar leiknum
linnti.
En það eru ekki allir
jafnósáttir við zetuna.
Hún prýðir til að mynda
búk nýju þyrlunnar sem
Landhelgisgæslan fékk
á dögunum. Þykir
mörgum sem Gæslan
hefði mátt færa þetta
atriði til nútímalegri
vegar. Enda ástæðu-
laust að vera að þvælast
með rithátt sem löngu
hefur verið aflagður
víðast hvar.
Zetan trónir á skrokk
nýju þyrlunnar þótt
hún hafi verið afnumin
með lögum á sínum
tíma.
VERND Í
PRÓFKJÖRI
Eins og alþjóð veit fór
Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir.
prófkjör sjálfstæóis-
manna til borgarstjórn-
arkosninga fram nú um
helgina.Eins og nærri
má geta var margt lagt
undir,enda mikið í húfi.
Kandidatar opnuðu
kosningaskrifstofur og
auglýstu í gríð og erg.
Afraksturinn verður
svo væntanlega ljós
þegar þetta korn lítur
dagsinsljós.
Það var annars fátt
sem kom á óvart í þess-
um nýafstaðna slag.
Einhverjir munu þó
hafa furðað sig á því að
símanúmer, sem aug-
lýst voru á kosninga-
skrifstofu Jónu Gróu
Sigurðardóttur,skyldu
hafa verið skráð á fé-
lagssamtökin Vernd.En
Jóna Gróa er jú formað-
ur Verndar...
Umsjón:
JóhannaS. Sigþórsdóttir.
Menning Menning Menning
Jónas við píanóið
Hljómplata meö píanóleik Jónas-
ar Ingimundarsonar.
Upptaka: Halldór Víkingsson.
Skurður: Tape One.
Pressun: Alfa.
Útgefandi: örn og örlygur
Það teljast víst töluverð tíðindi að
út skuli koma tvær píanóplötur í
sömu vikunni í ekki stærra plássi en
Reykjavík. Reyndar munu píanóplöt-
umar þrjár ef allt er talið en ekki
fullvíst hvort allar bar upp á sömu
viku. önnur platan í röðinni með
píanóeinleik er sú sem hér um ræðir,
þar sem Jónas Ingimundarson leikur
Bach, Galuppi, Sveinbjöm Svein-
bjömsson og Liszt.
Jónas hefur leikinnmeð Bach, fyrst
sálminum Slá þú hjartans hörpu-
strengi og svo sálmforleiknum Nú
kom heiðinna hjálparráð. Sálmurinn
er í búningi Mym Hess og forleikur-
inn í búningi Busonis fyrir píanó.
Hvort tveggja viðurkenndar og all-
vinsælar gerðir, einkum meðal pían-
ista. Ég verð að segja eins og er að
ég hef alltaf vissa fyrirvara fyrir því
að leika Bach á píanó. En geri menn
það á annað borð finnst mér best á
því fara að menn geri það á svipaðan
hátt og Jónas Ingimundarson - láti
músík Bachs syngja sig sjálfa og vera
ekki með neinar vífilengjur í formi
breytinga á siyrkleika, hraða eða
annars konar röskunar.
Söngur ð hljómborð
Fausto Torrefranca, kunnur tón-
listarfræðingur og sérfræðingur í
hljómborðsleikurum og tónskáldum
átjándu aldar í heimalandi sínu,
ttalíu, skrifaði á sínum tíma um
Galuppi að hann hefði kunnað að
yfirfæra töfra ítalska sönglagsins
yfir á hljómborðið. Þeirri fullyrðingu
á maður auðvelt með aö trúa þegar
hlustað er á Jónas leika sónötu hans
númer fimm i C-dúr. Sónatan mun
Jónas Ingimundarson.
að vísu uphaflega samin fyrir sembal
en eins og Jónas syngur hana á
píanóið gæti hún eins hafa verið
original píanóstykki. Þess má reynd-
|ar geta að fyrrgreindur Torrefranca
jEyjólfur Melsted
........ ' '' " ■ ¥
taldi þessa sónötu bera mun hærra
númer svo að þess vegna gæti Gal-
uppi hafa haft eitthvert hinna betr-
umbættu Christofori pianoforte við
höndina þegar hann samdi hana.
Síðan koma tvö klassísk íslensk
píanóstykki, Idyl og Víkivaki Svein-
,bjöms Sveinbjömssonar, leikin af
sömu stöku alúðinni og annað á
plötunni.
I Takmarfcað úrval
I Síðari hliðin er tileinkuð Uszt og
|á henni leikur Jónas Goebrunnana
við Villa d'Este og Ballöðu númer
tvö í h-moll. Það er töluvert annar
blær á þessari hlið enda hljóðfærið
annað. Við verðum víst að viður-
kenna að í sjálfri höfuðborginni sé
slaghörpuúrvalið fulltakmarkað. í
Liszt er mikill þróttur hjá Jónasi
þótt ekki verði neistinn mældur i
kílóvoltum.
Upptakan er mjög sannfærandi og
vandvirknisleg sem sést eða öllu
heldur heyrist á því að sá sérstæði
syngjandi blær, sem einkennir leik
Jónasar, kemst afar vel til skila og
eftirvinnan verður á engan hátt til
að skemma þessa prýðilegu digita)
upptöku. Umbúðir eru smekklega
lunnar af Prentmyndastofunni og
Prismu í hönnun Sigurþórs Jakobs
sonar. Greinargóða kynningu t
umslagi skrifar Runólfur Þórðarson
en framhlið prýðir portrett Sigur-
geirs Sigurjónssonar. Nú geta þeir
mörgu, sem Jónas hefúr skemmt um
gjörvallt landið með píanóleik sin-
um, fengið hann við píanóið heima
í stofu hjá sér.
! KM
T