Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986. Eldur logaði út um glugga herbergisins. Rúmið í herberginu fuðraði upp eins og sjá má á myndinni. DV-mynd GVA Eldurinn kom upp á deiiá 8 (sjá 1 á mynd). Vaktmaðurinn var við störf á deild 7 (sjá 2 á mynd). Vistmaðurinn, sem bjó í herberginu sem eldurinn kom upp í, mætti vaktmanninum í húsi sem tengir deildirnar (sjá 3 á mynd). Það kviknaði í út frá kertaljósi þegar kertið datt niður á gólf af þessari kommóðu. Þorsteinn Stein- grímsson rannsóknarlögreglumaður sést hér við rannsóknarstörf í gærmorgun. DV-mynd GVA Adeins einn vakt- maður var á vakt —ídeild7og8 þegareldurinnkomupp Það var maður sem var að koma frá Hafnarfirði sem tilkynnti um að eldur væri laus í Kópavogshæli. Hann sá eldtungur koma út um glugga er hann var á ferð í bifreið sinni yfir Arnarneshæðina. Vakt- menn á hælinu urðu eldsins ekki varir. Þeir vissu ekki að eldur væri laus fyrr en lögregla og slökkvilið var komið á vettvang. Átta vaktmenn voru við vinnu á Kópavogshælinu þegar eldurinn varð laus. Eldurinn kom upp á deild 8 sem er ein af fjórum deildum í heimiliseiningum á svæðinu (sjá mynd). Það eru aðeins tveir vakt- menn sem sjá um næturvakt á deildunum fjórum 60 vistmenn dveljast á deildunum. Þegar eldurinn kom upp á deild 8 var vaktmaðurinn við störf á deild 7 sem er næsta svefnálma við. Það vekur nokkra athygli að að- eins tveir vaktmenn skuli sjá um íjórar deildir sem eru í fjórum sér- stæðum svefnálmum. Hvor vakt- maður um sig hefur því umsjón með þrjátiu vistmönnum. - sos „Reykskynjarar eru falskt öryggi” — segir Símon Steingrímsson, forstjóri tæknideildar nkisspítalanna Ekkert viövörunarkerfi eöa reykskynjarar í Kópavogshæli Það hefur varið mikla athygh i sambandi við brunann í Kópavogs- hælinu í gær að ekkert eldviðvö- runarkerfi og enginn reykskynjari er á hælinu. Einfaldir reykskynjar- ar kosta ekki mikla peninga en aftur á móti er þó nokkur kostnað- ur við að koma upp fullkomnu eldviðvörunarkerfi. DV hefur frétt að það hafi verið búið að teikna og skipuleggja við- vörunarkerfi í Kópavogshælið 1980 og búið að leita tilboða í kerfið. Þá hafi verið skorin niður fjárfest- ing á kerfinu. „Við höfum oft óskað eftir því að viðvörunarkerfið væri sett upp hér á hælinu. Síðast minntumst við á það þegar fjárlagaáætlun var lögð fram. Því miður höfum við fengið þau svör að peningar væru ekki fyrir hendi,“ sagði Björn Gestsson, forstöðumaður Kópavogshælisins. - sos Símon Steingrímsson, forstöðu- maður tæknideildar ríkisspítal- anna. Símon sagði að spítalarnir hefðu allir verið byggðir áður en reglugerð um brunavarnir í sam- bandi við nýbyggingar var sett. „Bruninn í Kópavogshælinu verður örugglega til þess að stórá- tak verður gert í þrunavörnum," sagði Símon. - Hefur starfsfólk á spítulum ekki óskað eftir að reykskynjarar yrðu settir upp á meðan ekki væru komin fullkomin eldvarnakerfi? „Bæði starfsmenn, læknar og stjórnarmenn hafa óskað eftir reykskynjurum. Tækninefndin hef- ur talið það vera falskt öryggi að hafa reykskynjara sem ekki væru samtengdir. Það hefur sýnt sig að reykskynjarar, sem ganga fyrir rafhlöðum, hafa farið úr sambandi og ótryggt hafi verið að þeir virk- uðu. Við höfum ekki talið rétt að setja upp hundruð reykskynjara hér og þar.“ „Nei, tækninefndin er ekki á móti reykskynjurum. Við teljum þá aðeins ótrygga til fram- búðar,“ sagði Símon. Þess má geta að slökkviliðsmenn, sem DV ræddi við í gær, voru ekki á sama máli og tæknideild ríkissp- ítalanna. Þeir töldu reykskynjara bestu vörnina þar sem fullkomið eldvarnakerfi væri ekki. - sos „Ástæðan fyrir því að fullkomin eldvarnakerfi hafa ekki verið sett upp í ríkisspítulunum er íjárskort- ur. Spítalarnir eru með minni búnað en við sjálfir viljum," sagði Miklar skemmdir urðu af völd- um reyks í herbergjum deildar 8 eins og sést hér á myndinni. DV-mynd GVA, KVIKNAÐI í UT FRÁ KERTAUÓSI Kertaljós varð til þess að það kviknaði í einu herbergi á Kópa- vogshælinu í gærmorgun. Kerti féll ofan af kommóðu og niður á gólf. Þar komst eldur í rúmfatn- að. Glugginn í herberginu var opinn. Þegar stúlka, sem var í herberginu, oþnaði hurð her- bergisins, til að ná í hjálp, varð gegnumtrekkur í herberginu. Þetta varð til þess að eldurinn magnaðist og eldtungur læstu sig i þakskegg hússins. Gífurlegan reyk lagði um ganga svefnálmunnar og urðu miklar skemmdir af reyk og sóti. „Ég reikna með að það taki sjö til tíu daga að koma öllu í samt lag,“ sagði Björn Gestsson, for- stöðumaður Kópavogshælisins. - sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.