Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANUAR1986. 5 Vinnubrögð ráðherra: L&m sig við starfsmenn með boði um árslaun Að ráðherrar bjóði rikisstarfs- þessráðsaðvíkjahonumúrstaríí. laun til að fá hann til að hætta vegna var gripið til þess að semja essen, segir að nokkur fordæmi séu mönnum upp á árslaun til að losna I blaðaviðtali hefur forsætisráð- starfi. Málavextir voru þeir að við manninn. Lauk þeim samning- fyrir að starfsmönnum sé boðið upp við þá úr starfi er ekki nýtt fyrir- herra skýrt frá því að fyrrverandi þessum starfsmanni var fyrst boðið ura með því að hann fékk greidd á árslaun til að fá þá til að hætta. brigði. Eins og kunnugt ;er :balið . fjármálaráðherra hafi notað svip- upp á að færa sig yfir í annað starf. ein árslaun og sagði starfi sínu Hann vill ekki greina frá þvi Sverrir Hermannsson mehnta- aðar aðferðir til að losna við starfs- Það vildi hann hins vegar ekki. 'lausu, hversu oft þetta hefur átt sér stað. málaráðherra Sigurjpni Valdi- mennúrstarfi. Ráðherrá sætti sig hins vegar ekki . SvipaA dæmi átti sér stað með Hann bendir á að þetta séu sainn- marssyni, framkværodastjóra LÍN, Samkvæmt upplýsingum DV frá við að þessi maður gegndi viðkom- «tarfsmann í ríkisendurskoðuninni ingar á milli aðila og ekkert ólög- árslaun ef hann segði isjálfur upp tráðuneytisstjóra fjármálaráðu- andi starfi, Starfsmaðurinn hafði og átti fyrrverandi íjármálaráð- legt viðþaðaðslíkirsamningarséu starfi sínu. Þetta þáði Sigurjón neytisins voru ákveðnum starfs- ekki brotið neitt af sér og því ill- herra þá einnig hlut að máli. gerðir. ekki og greip þá ráðherrann til manni í ráðuneytinu greidd árs- mögulegtaðsegjahonumupp. Þess Ríkislögmaður, Gunnlaugur Cla- - APH Nýtt fólk á Þjóðólf i og Suðurlandi BHMR vararvið fordæminu Á fundi launamálaráðs ríkis- starfsmanna í BHM sl. miðvikudag var samþykkt að mótmæia harð- lega brottvikningu íyrrverandi framkvæmdastjóra Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna úr starfi. BHMR telur að um ólögmæta brottvikningu hafi verið að ræða og vitnað er í lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Auk þess telur ráðið að efnisleg skilyrði til brottvikningar séu ekki til staðar. í fréttatilkynn- ingu frá BHMR er einnig greint frá því að þessir aðilar áskilja sér allan rétt til aðgerða í þessu máli. Mót- mælt er „valdníðslu menntamála- ráðherra í þessu máli“. Stjómvöld eru vöruð við þessu fordæmi. - ÞG Stúdentarí heimspeki mótmæla Stjórn og trúnaðarmenn Félags stúdenta í heimspekideild lýsa sig andvíg öllum hugmyndum um nið- urskurð á námslánum og þar með afnám þess jafnréttis sem Lána- sjóður íslenskra námsmanna er ætlað að stuðla að . Stjórnin krefst þess að menntamálaráðherra tryggi LÍN fé til að standa við skuldbindingar gagnvart náms- mönnum. - ÞG Mótmæli Mímis Stjórn Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun menntamála- ráðherra að lækka námslán á vor- misseri 1986. Ennfremur er mót- mælt „siðlausum vinnubrögðum ráðherra viðvíkjandi brottvísun Sigurjóns Valdimarssonar, fram- kvæmdastjóra LÍN“. í þriðja lagi mótmælir stjórnin harðlega veitingu lektors í íslensk- um bókmenntum við heimspeki- deild Háskóla íslands. - ÞG Flugleiðirfella niðurferðir Flugleiðir hafa fellt niður sunnu- dagsflug til Lundúna frá og með 26. janúar til og með 3. mars. Er ástæðan litlar bókanir í þessar ferðir, að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaðafull- trúa Flugleiða. Þá hefur ferðum til New York og Chieago fækkað um eina á viku af sömu ástæðum seinni hluta janúar ogfebrúar. . KÞ Frá Kristjáni Einarssyni, frétta- ritara DV á Selfossi: Hjá landsmálablöðunum hér á Suð- urlandi, framsóknarblaðinu Þjóðólfi og sjálfstæðisblaðinu Suðurlandi, hafa átt sér stað miklar sviptingar. Hjá framsóknarmönnum hefur Gísli Sigurðsson kennari látið af störfum og við tekið ung kona frá Eyrar- bakka, fornleifafræðingurinn Inga Lára Baldvinsdóttir. Framkvæmda- stjóri, sem einnig var auglýsinga- safnari Þjóðólfs, Inga Holdö, hefur einnig látið af störfum. Við tók Hlöðver Magnússon lögregluþjónn frá Selfossi. Á blaðinu Suðurlandi eru líka umbrot. Sigurður Jónsson ritstjóri og Hilmar Þ. Hafsteinsson auglýs- ingastjóri hafa sagt upp. Ekki hefur verið ráðið í þeirra störf. E UIROVISI O N SONG CONTEST í EVRÓPU 1986 Sjónvarpið minnir á samkeppni um gerð sönglags til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1986. Vakin er athygli á að skilafrestur hefur verið framlengdur til 25. janúar nk. Lagið má hvorki hafa komið út áður né verið flutt í útvarpi eða sjón- varpi. Það má ekki taka nema þrjár mínútur í flutningi. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja. Laginu skal skilað á nótum fyrir eitt hljóðfæri. Hljóðsnælda má fylgja. Nótur, texti og snælda skulu aðeins merkt heiti lagsins. Nafn og heimilisfang höfunda fylgi með í lokuðu umslagi merktu heiti lagsins. Hver höfundur getur sent inn fleiri en eitt lag. Lögin skulu þá send inn aðskilin og merkt eins og fyrr sagði. Sjónvarpið ábyrgist nafn- leynd. Undanúrslit fara fram í Reykjavík 15. mars í beinni sjónvarpsútsend- ingu, en lokakeppnin fer fram í Bergen 3. maí 1986 og verður sjón- varpað víða um heim. Einungis er keppt um lag, ekki flutning eða flytjendur. Sjónvarpið áskilur sér allan rétt til að ráða flutningi lagsins ef til kem- ur þ.e. útsetningu, flytjendum, hljómsveit, stjórnanda og allri sviðs- setningu. Dómnefnd velur úr innsendum lögum til þátttöku í undanúrslitum. Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir verðlaunalagið og ferð fyrir höfunda lags og texta til Bergen á úrslitakeppnina 3. maí 1986. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um. Skilyrði fyrir þátttöku lags er að útgáfuréttur þess sé ekki bundinn fyrirfram, heldur sé samningsatriði milli sjónvarpsins og höfunda, enda er sjónvarpið eigandi þeirrar útsetningar og útfærslu sem gerð er á vegum þess og keppir til úrslita. Lög skulu hafa borist sjónvarpinu eða verið póstlögð fyrir 25. janúar 1986. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 84428. utanáskrift: Ríkisútvarpið - Sjónvarp-Söngvakeppni Laugavegi 176, 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.