Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 2
2 Hvað segja Samhandsmenn um ákærurnarí kaffibaunamálinu? DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986. „Hvergi hægt að benda á auðgunarbrot ákærðu” —segir Erlendur Einarsson um ákæru „Ég vil taka fram að ég álít að það sé fyrir bestu, bæði okkur sem nú sætum opinberri ákæru, svo og samvinnuhreyfmgunni, að þetta mál verði rekið fyrir dómstólum, svo endanlega verði skorið úr sök eða sýknu manna í málinu." Á þessum orðum lýkur yfirlýsingu Erlends Einarssonar, forstjóra Sam- bandsins, sem hann sendi frá sér síðdegis í gær vegna ákærunnar á hendur honum í „kaffibaunamálinu" svokallaða. Erlendur segir að hann hafi ávallt verið þeirrar skoðunar að þeir sem ákærðir eru eigi að reka mál sitt fyrir dómstólum en ekki í fjölmiðlum. Hann hafi ekki skipt um skoðun þótt mál sé höfðað á hendur honum en þar sem hann sjálfur sé í forsvari fyrir fjöldahreyfingu snúist málið um meira en hann persónulega og því þyki honum rétt að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. í fyrsta lagi er dómsmál það sem hér er til umfjöllunar vegna meintra brota Sambandsins frá árunum 1979 til 1981, ekki þaðan í frá. Ákæran er frá ríkissaksóknaraembættinu sjálfu en engir aðrir - hvorki ein- staklingar né fyrirtæki - gera neina bóta- eða áfelliskröfu í málinu. Ekki er ákært fyrir tolla- eða verðlagsbrot, né brot á skattalögum, en verðlags- yfirvöld hafa staðfest rétt neytenda- verð á kaffi á umræddu tímabili. í öðru lagi hafa öll bókhaldsskil Sambandsins reynst í fyllsta lagi og hvergi er hægt að benda á auðgunar- brot þeirra sem nú sæta opinberri ákæru né að fé hafi verið haft af samfélaginu, heldur snýst málið um það hvemig staðið var að tekju- færslu milli Sambandsins og sam- starfsfyrirtækis þess. í þriðja lagi hafa umboðslaun Samþandsins frá árinu 1982 numið 4% af innflutningsandvirði kaffi- kaupanna en vom 8% árið áður. í fjórða lagi varð Sambandið að lúta reglum stjórnvalda Brasilíu um hin svokölluðu tvíþættu reiknings- skil á kaffíútflutningsviðskiptum en þar sem þau fólu meðal annars í sér útgáfu afsláttarstaðfestinga „Avis- os ‘, sem giltu einungis gagnvart „En þar sem ég er í forsvari fyrir fjöldahreyfmgu snýst málið um meira en mig persónulega.“ Er- lendur Einarsson, forstjóri Sam- bandsins. Kaffibaunamáliö í rannsókn áþriðja ár: Líkt í upphafi við Olíufélagshneykslið „Skattrannsóknarstjóri virðist hafa sett Samband íslenskra sam- vinnufélaga i verulega klípu. Við umfangsmikla rannsókn hefur uppgötvast að fimm milljónir Bandaríkjadala hafa verið milli- færðar frá Kaffibrennslu Akur- eyrar hf., sem er eign SÍS og KEA, til Sambandsins. Háttsettur maður í fjármálalífi landsins hefur í samtali við blaða- mann DV líkt máli þessu við Olíu- félagshneykslið fyrir aldarfjórð- ungi.“ A þessum orðum hófst forsíðu- frétt DV þann 3. janúar í fyrra. Almenningur fékk þar fyrstu fréttir afkaffibaunamálinu. Rannsóknardeild ríkisskattstjóra og gjaldeyriseftirlit Seðlabanka höfðu þá unnið hljóðlega að rann- sókninni í hálft annað ár, frá því haustið 1983. Rannsóknin hafði leitt þetta í ljós: Kaffibrennsla Akureyrar, en frá henni er Braga-kaffi, greiddi á þriggja ára tímabili, frá 1979 til 1981, alls um 16 milljónir dollara til Sambandsins fyrir kaffibaunir frá Brasilíu. Sambandið keypti kaffibaunimar í gegnum norrænt samvinnufyrir- tæki, NAF, og greiddi fyrir þær um 10,5 milljónir dollara. Þama var því gífurlegur mis- munur á því verði sem Sambandið greiddi fyrir kaffibaunimar og því verði sem Kaffíbrennslan var látin greiða Sambandinu fyrir kaffi- baunimar. Þama munaði um 5,5 i milljónum dollara eða um 230 millj- ónum króna á núvirði. Þegar eðlileg umboðslaun og þóknun hafa verið reiknuð Sam- bandinu fyrir innflutninginn telur ríkissaksóknari að eftir sitji 4,8 milljónir dollara, eða um 200 millj- ónir króna. Um þessi viðskipti sáu skrifstofa Sambandsins í London og innflutn- ingsdeildin í Reykjavík. Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn sinni í febrúar í fyrra. Hann sendi málið til ríkissaksókn- ara sem sendi það fljótlega í lög- reglurannsókn, til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Lögreglurannsókninni lauk átta mánuðum síðar, í nóvemberbyrjun. Ríkissaksóknari fékk kaffibaun- irnar þá aftur til sín. Hann hefur nú gefið út ákæru. -KMU Kaffibaunirnar umdeildu voru brenndar og malaðar hjá Kaffi- brennslu Akureyrar, dótturfyrirtæki SÍS og KEA. Textí: Kristján Már Unnarsson ríkissaksóknara síðari vömafskipunum eða sending- um, mun Sambandið í nokkrum til- vikum hafa orðið að leita aðstoðar erlendra aðila til að nýta þessa „Avisos" vegna kaffikaupa þeirra, ella hefðu afslættirnir tapast. Allt var þetta ítarlega bókfært og gjald- eyrisskil gerð enda mun enginn ágreiningur um þau uppgjör. í fimmta lagi ákvað Sambandið árið 1981 að lækka umboðslaun sin af kaffikaupum og var það mörgum mánuðum fyrir bókhaldsrannsókn skattrannsóknastjóra. En vorið 1984 var uppgjör af eldri viðskiptum tekjufært Kaffibrennslu Akureyrar með samþykki stjómar fyrirtækisins en Kaffibrennslan er í eigu sam- vinnuhreyfingarinnar. I sjötta lagi var Kaffibrennsla Akureyrar ekki viðmiðunaraðili þegar hámarksverð á kaffi var ákveðið af verðlagsyfirvöldum og seldi því á verði sem þau ákváðu, stundum neðan við hámarksverð. Þá segir Erlendur: „Þar sem verið er að birta mér hina opinberu ákæru í dag, hefi ég ekki haft tíma til að leita lögfræðilegs álits á ákæruatrið- um, en ég fæ ekki betur séð en meðal þeirra sé ávirðingaratriði um að hlíta viðskiptakjörum Brasilíumanna á alþjóðlegum kaffimarkaði, eins og rakið er hér að framan." Svo hljóðar yfirlýsing forstjóra Sambandsins. -KÞ „EG TEL EKKIUM NEITT SAKNÆMT ATRIDIAÐ RÆÐA” —segir Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri verslunardeildar Sambandsins „Ég átti ekki von á ákæmnni. Hún kemur mér mjög á óvart, einfaldlega vegna þess að ég tel ekki um neitt saknæmt atriði að ræða í þessu máli,“ sagði Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri verslunardeildar Sam- bandsins, um ákæru ríkissaksóknara ígær. - Verða viðbrögð þín þau að þú þurfir að segja af þér störfum hjá Sambandinu? „Ég held að það sé af og frá að nokkur maður láti sér detta það í hug. Ég er búinn að vinna i áratugi hjá Sambandinu og það styttist í það að ég hætti, en ekki út af þessu máli. Þaðer afogfrá." Hjalti, sem staddur var á Akureyri í gær, sagðist ekki hafa séð ákæruna og ekki vita nákvæmlega í hverju hún væri fólgin. Hann vildi því ekki tjá sig frekar um málið en vísaði til fréttatilkynningar frá Sambandinu. -KMU/JGH, Akureyri. „Það er ekki skemmtjlegt'' —sagði Amór Valgeirsson „Þú ert að segja mér fréttir...ég ákærður?" sagði Amór Valgeirsson, einn hinna ákærðu í kaffibaunamál- inu, í samtali við DV síðdegis í gær. Það varð löng þögn í símanum. Manninum hinum megin á línunni var stórlega brugðið. „Það er ekki skemmtilegt að vera ákærður," sagði hann svo. Arnór er deildarstjóri fóðurvöru- deildar Sambandsins. Hann tók við því starfi í ársbyrjun 1981, af Sigurði Á. Sigurðssyni, sem einnig er ákærð- ur í málinu. „Mér hefur ekki verið birt nein ákæra um þetta mál. Á meðan get ég ekki tjáð mig um málið,“ sagði AmórValgeirsson. . trj, „Get ekkert sagt” —sagði Sigurður A. Sigurðsson „Ég hef haft spumir af þessu,“ sagði Sigurður Á. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sambandsskrifstof- unnar í Lundúnum, þegar DV hafi samband við hann þangað í gær. Sigurður tók við framkvæmda- stjórastarfinu þar í ársbyrjun 1981 af Gísla Theódórssyni sem einnig er ákærður í kaffibaunamálinu. Áður starfaði Sigurður sem deildarstjóri fóðurvömdeildar. Sigurður vildi lítið tala um þetta mál. Það eina sem hann sagði var: „Ég get ekki rætt þetta mál við þig. Ég vísa á Sambandið heima.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki samband við Gísla Theódórs- son. Hann hætti störfum hjá Sam- bandinu í ársbyrjun 1981. KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.