Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986.
9
Úr Sjálfstæðisflokknum
í Seðlabankann
Lokaatriðið í stólaskiptum sjálf-
stæðismanna fór fram í gær. Geir
stóð upp úr ráðherrasæti sínu og
kvaddi þar með flokkinn, kónginn
og prestinn. Seðlabankinn bíður
hans í haust og þá á Geir Hall-
grímsson ekki lengur afturkvæmt
í pólitíkina. Seðlabankinn er nefni-
lega athvarf fyrir pólitíska flótta-
menn sem ekki eiga afturkvæmt á
þing, nokkurs konar lávarðadeild
fyrir heiðursmenn sem vilja ekki
fara á elliheimili fyrir aldur fram.
Ekki verður sagt að Geir sé sestur
í helgan stein en sjálfsagt á honum
eftir að finnast kyrrlátt í bankan-
um, miðað við þann stormagný
sem leikið hefur um hann á löngum
stjórnmálaferli. Ekki kæmi mér á
óvart þótt Geir kunni þeim veðra-
breytingum vel.
Á kontór borgarstjóra
Nú eru rétt tæp tuttugu ár síðan
ég gekk inn á borgarstjórakontór-
inn hjá Geir Hallgrímssyni sem
nýráðinn skrifstofustjóri borgar-
verkfræðings. Tuttugu ár eru ekki
nema tíundi parturinn af tvö
hundruð ára sögu Reykjavíkur en
samt er eins og eilífð hafi liðið frá
þeim gömlu, góðu dögum. Og mikið
vatn hefur runnið til sjávar.
Við hittumst á kontórnum hjá
Geir á morgnana; hann sjálfur,
Gústaf E. Pálsson borgarverkfræð-
ingur, Gunnlaugur Pétursson
borgarritari, Páll Líndal borgar-
lögmaður og Jón G. Tómasson,
skrifstofustjóri borgarstjóra. Þetta
voru skemmtilegir fundir, ekki
vegna málanna, sem voru á dag-
skrá, heldur mannanna sem mættu.
Gústaf E. Pálsson var sérstæður
persónuleiki og synd að enginn
skuli hafa skrifað sögu hans. Gú-
staf átti langan og merkilegan feril
að baki áður en hann réðst til
borgarinnar. Mest þótti honum
sjálfum koma til afskipta sinna af
uppbyggingunni á Keflavíkurflug-
velli eftir stríðið. Því verki stjóm-
aði Gústaf eins og herforingi og
kunni af því margar sögur. Betri
vom þó þjóðsögurnar sem aðrir
kunnu af Gústaf og lifa enn manna
á meðal. Gústaf var stór maður á
velli og stórkarlalegur. Hann hló
með öllum líkamanum, hallaði
undir flatt og fór í einkennilegan
en vígalegan vinkil ef mikið lá við.
í viðskiptum sínum við fólk beitti
hann lagni, meðan lagnin nægði.
Annars beitti hann fortölum og ef
þær hrifu ekki eyddi hann ekki
fleiri orðum í viðmælendur sína.
Það sem hann ákvað, það var gert.
Það sem hann sagði, það stóð.
Páll Líndal var menningarvitinn
í hópnum. Hann sá um kúltúrinn
og listirnar í víðtækri merkingu
þess orðs - og þar fyrir utan fjörið
og fróðleikinn. Ekki mátti minnast
á hús eða fólk í bænum öðruvísi
en Páll rekti ættir og erfðir og
hann kunni að minnsta kosti eina
gamansögu í hveiju andvarpi. Þeir
lengdust stundum, fundirnir, þegar
Páll komst í stuð, en á honum
sannast máltækið að hláturinn
lengir lífið.
Pólitískt uppeldi
Gunnlaugur Pétursson sá um
peningana; hélt fast um þá eins og
fjárgæslumanni sæmir og barði sér
eins og búmaður. Hann hafði það
hlutverk að halda aftur af okkur
eyðsluseggjunum og dró þá hvergi
af. Én Gunnlaugur hefur hjartað á
réttum stað og mátti ekkert aumt
sjá. Hann hafði líka frá mörgu að
segja og þær voru stundum líflegar
frásagnimar sem flugu yfir fundar-
borðið hjá honum Geir, einkum
áður en hann mætti. Hvort þær
voru sannar eða lognar skiptir ekki
máli, miðað við skemmtunina sem
af því fékkst fyrir ungan nýgræðing
að læra þennan gálgahúmor.
Og til hliðar sat Jón G. Tómas-
son, júridískur nákvæmnismaður
með húmorinn og pappírana í lagi
og rústaði skýjaborgirnar með
ískaldri rökhyggju og raunsæi.
í þá daga var enn verið að byggja
borgina, leggja hitaveitu og mal-
bika aurstrætin. Þá var verið að
skipuleggja Fossvoginn og sam-
þykkja aðalskipulag þar sem
Breiðholtið var sveit og menn
þurftu að skoða landakort til að
vita hvar Grafarvogurinn var.
Innan Elliðaáa voru ennþá tíu eða
tuttugu lögbýli og við þurftum íjár-
hirði til að reka féð úr görðum
borgarbúa.
Það var í þessum selskap sem ég
fékk mitt uppeldi og það var á
þessum fundum sem Geir Hall-
grímsson lagði á ráðin og haslaði
sér völl. Hann var pólitíkusinn sem
bar ábyrgðina en þarna hafði hann
hópinn sem gekk í verkin.
Heiðarlegur í framan
Það er oftast sagt um Geir Hall-
grímsson að hann sé vandaður
maður, orðvar og traustur. Ekki
veit ég hvort Geir er alltaf á-
nægður með þessa dóma en gallinn
er sá að þetta er meira og minna
rétt. Ekki man ég eftir einu einasta
máli sem orkaði tvímælis út frá
. siðferðislegu sjónarmiði sem af-
greitt var á morgunfundunum á
Ellert B. Schram
skrifar:
sjöunda áratugnum - og segði sos-
um ekki frá því þótt ég myndi eftir
því!
Allt skyldi vera rétt og ráðsett
og aldrei fengu andstæðingar Geirs
á honum höggstað fyrir sukk eða
svínarí í embættisfærslu.
Hins vegar held ég það orðum
aukið að Geir sé einfaldur eða
saklaus í pólitískri refskák. Þar er
hann sakaður um dyggð sem hann
verðskuldar ekki. Geir Hallgríms-
son hefur löngum vitað sínu viti
og er ekki allur þar sem hann er
séður. Það er einfeldni hjá and-
stæðingum hans að halda hann
ginnkeyptan. Ég nefni þetta vegna
þess að þessi ljóður á ráði Geirs
verður að teljast til tekna ef hann
á að njóta sannmælis. Það segir
nefnilega ekki allt þótt menn séu
heiðarlegir í framan.
En gallamir við Geir eru fleiri
en ráðvendnin. Hann er seinþreytt-
ur til reiði og alveg er ég viss um
að Geir hefur aldrei lamið mann.
Sennilega bölvar hann ekki heldur
nema að yfirlögðu ráði þegar eng-
inn heyrir til.
Einhver kynni að halda að þessi
dagfarsprýði sé geðleysi en svo er
ekki. Það getur aftur á móti verið
meðfædd hæverska, enda segja
eldri Reykvíkingar að maðurinn
líkist Hallgrími föður sínum æ
meir og víst er að margt erfist
annað en útlitið. Mér er til dæmis
sagt að sjálfur hafi ég hreyfingarn-
ar frá afa mínum og skapið hennar
ömmu minnar. Geir hefur eflaust
erft bæði hreyfingar og skap og
einhvers staðar hlýtur nefið að eiga
upptök sín!
Erfðaprinsinn
Meðan Geir Hallgrímsson var
borgarstjóri var hann kóngur í ríki
sínu og þar að auki erfðaprinsinn
í Sjálfstæðisflokknum og enginn
skyldi gleyma því að um það leyti
sem sjálfstæðismenn fóru að
skyggnast um eftir nýjum foringja
var sjónvarpið að hefja göngu sína.
Þá þótti sigursælast að hafa
kennedyskt útlit og klæða sig í bláa
skyrtu í útsendingum.
Geir var okkar maður f þetta
hlutverk. Eða svo héldu bláeygðir
Heimdellingar sem sáu heims-
myndina og framtíðina í völdum
og höndum Sjálfstæðisflokksins.
Atvikin höguðu því svo að for-
mannsframinn barst upp í fangið á
Geir fyrr en búist hafði verið við -
og áður en hann var tilbúinn. Ég
hef að minnsta kosti þá söguskoð-
un að forsætisráðherrastóllinn,
sem beið Geirs eftir stórsigurinn í
kosningunum 1974, hafi reynst
honum óþægur ljár í þúfu.
Geir var búinn að hafa embættis-
mannagengið á morgunfundum hjá
sér í tíu ár. Það var honum viðráð-
anlegri félagsskapur heldur en
húmorslausir ráðherrar úr öðrum
flokkum og eigin flokki. Hann
hafði aldrei verið alinn upp við það
í heimahúsum að brúka munn eða
gjalda lausung með lygi. Það
kemur sér stundum illa að vera vel
upp alinn.
Ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar
gerði margt vel en annað illa - eða
alls ekki. Mannkostir Geirs Hall-
grímssonar nutu sín vel í þorska-
stríðinu þegar honum tókst bæði
að verja landhelgina og Atlants-
hafsbandalagið með þrautseigju og
þrákelkni sem á öðrum tímum
reyndist honum fjötur um fót. Og
kannski var þessi þrautseigja við
að troða marvaðann ljárinn í þúfu
ríkisstjórnar Geirs. Hann sat of
lengi við sinn keip, missti af rétta
augnablikinu til að láta til skarar
skríða - tók ekki áhættuna. Þeir
gambla ekki mikið í Zoegaættinni.
Eina feimnismálið
Ósigurinn sem á eftir fylgdi, átök-
in milli Geirs og Gunnars Thor-
oddsens og útreiðin, sem Geir
Hallgrímsson fékk í síðasta próf-
kjöri, eru óskemmtilegir bauta-
steinar á ferðalagi Geirs í gegnum
pólitíkina. Brotthvarf hans úr ráð-
herrastólnum nú er enn eitt áfallið
og sennilega hefur enginn stjórn-
málamaður á íslandi uppgötvað
jafnrækilega að laun heimsins eru
vanþakklæti.
Það er auðvitað alltof fljótt að
skrifa eftirmæli um Geir Hall-
grímsson. Samt segir mér svo hug-
ur að Geir fái góða dóma í ljósi
sögunnar sem farsæll og merkur
stjómmálamaður. Það skal hins
vegar játað að lítið gagn er að
hólinu þegar skórnir eru komnir á
hilluna.
Líf stjórnmálamannsins er ekki
alltaf dans á rósum. Víst hefur
Geir Hallgrímsson notið vegsemd-
ar og virðingar og valda. En hann
hefur líka fengið sinn skammt af
óþverranum og satt að segja hefur
maður dáðst að þeim sterku bein-
um hans sem hafa mátt þola aðsúg-
inn. Það þarf fysik í slíka hildar-
leiki, og þó hefur aldrei nokkur
haft minnsta grun um að Geir
Hallgrímsson stundi sport - ekki
síðan hann gerði tilraun til að verja
markið hjá Víkingi í fymdinni. En
það er nú önnur saga og kannski
eina feimnismálið hans Geirs! Mér
dettur ekki í hug að rifja þá ill-
kvittni upp en vona bara að markið
í Seðlabankanum verði þrengra en
markið í Sjálfstæðisflokknum.
Ellert B Schram