Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 12
12
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986.
TIL SÖLU
Range Rover árg. 1982
ekinn 35.000 km, útvarp + kassettutæki.
Eins og nýr, skipti á ódýrari, skuldabréf.
Opiðkl.10-19.
BILASALAN BUK
Skeifunni 8 Sími 68-64-77.
Tilkynning frá
Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1986 og endurnýjun eldri
umsókna.
Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu
1986 hefur eftirfarandi verið ákveðið:
1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði.
Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda
nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga,
sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um
sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðs-
stjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins, þar með
talið hagræðingarfé, hrekkur til verður lánað til
véla, tækja og breytinga, setn hafa í för með sér
bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir
skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða-
sjóðs liggur fyrir.
2. Vegna endurbóta á fiskiskipum.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður
lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og
endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð
Fiskveiðasjóðs liggur fyrir.
3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum.
Flugsanlega verða einhver lán veitt til nýsmíði
og innflutnings á fiskiskipum, þó eingöngu ef
skip með sambærilega afiamöguleika er úrelt,
selt úr landi eða strikað út af skipaskrá af öðrum
ástæðum.
Gert er ráð fyrir, að lánshlutfall verði 65% vegna
nýsmíði innanlands, en 60% vegna nýsmíði er-
lendis eða innflutnings. Engin lán verða veitt
vegna nýsmíði eða innflutnings opinna báta.
Gert er ráð fyrir að ekki verði heimilaðar erlendar
lántökur umfram lánveitingar Fiskveiðasjóðs.
4. Endurnýjun umsókna.
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að
endurnýja.
Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær fram-
kvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt
til.
5. Umsóknarfrestur.
Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 1986.
6. Almennt.
Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum
eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsing-
um, sem þar er getið, að öðrum kosti verður
umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á
skrifstofu Fiskveiðasjóðs (slands, Austurstræti
19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og spari-
sjóðum utan Reykjavíkur).
Umsóknir, er berast eftir tilskilinn umsóknarrrest,
verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu
1986 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík, 23. janúar 1986.
Fiskveiðasjóður íslands
„MÉR LÍÐUR EINS
OG KONU...“
„Ég held að það sé rétt, ég var dálítið stressaður í þættinum enda
í mörg hom að líta. Þetta er snúin áætlun og margt sem getur farið
úrskeiðis en samt sef ég vel,“ sagði Ómar Ragnarsson í samtali
viðDV.
Þættir hans, Á líðandi. stundu,
hafa nú verið sendir i loftið í tví-
gang, fyrst úr sjónvarpssal og síð-
astliðið miðvikudagskvöld úr kaffi-
stofu verkamanna við Sundahöfn.
„Ég hef kannski fullmiklar áhyggj-
ur vegna þess að ég er elstur þeirra
sem standa að þessu og finnst ég
bera meiri ábyrgð á því að þetta
gangi upp,“ sagði Ómar.
Það er ómögulegt að segja hvar
Ómar, Agnesi og Sigmund Emi ber
næst niður því sviðsmynd þáttarins
er hönnuð með það fyrir augum að
hægt sé að flytja hana í heilu lagi
hvert á land sem er.
„Það eru 13 eða 25 þættir eftir,
ég veit það ekki nákvæmlega, og
mér líður eins og konu sem er búin
að eiga tvö böm og á eftir að eiga
öll hin,“ sagði Ómar. „En þetta er
ögrandi verkefni að opna kassann
svona með beinum sendingum,
þetta er skemmtilegt.“
Agnes Bragadóttir mun halda
áfram að aðstoða Ómar í Á líðandi
stundu en óvíst með Sigmund Emi.
„Hann stökk inn í þáttinn með
nokkurra daga fyrirvara en hefur
staðið sig vel,“ sagði Ómar Ragn-
arsson.
-EIR
0
Bubbi Morthens og Bjössi
bolla (í dulargervi) bíöa eftir
þvi að koma fram meðal
verkamannanna í Sundahöfn.
iásifaí’.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins,
sat meðal verkamannanna og tók ekki undir þegar allir kyrjuðu „Nall-
ann“.
Omar, Guðmundur J., Agnes og Sigmundur Ernir.