Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 14
14 DV. LAUGAEDAGUR 25. JANÚAR1986. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Megas í sextán ár. í febrúar koma út níu plötur sem hafa að geyma gamalt og nýtt efni meistarans. ég Rauðhóla-Ransý sem var byrjað ég að sé ekki í frásögur færandi ungur maður með milljón hug- að sýna á dögunum. Annað held eins og er. Ég er hress og glaður myndir." - ÞJV „Drýsill er hættur,“ sagði Eiríkur Hauksson söngvari þegar DV innti hann eftir högum sveitarinnar. Eiríkur syngur um þessar mundir með stórhljómsveit Gunnars Þórð- arsonar og í framhaldi af þvi gengu sögusagnir um að upplausn ríkti í liði Drýsils. Svar hans staðfestir það. „Mórallinn innan bandsins var breyttur. Menn voru orðnir áhuga- lausir fyrir að vinna vel. Það sem að mínu mati olli þessum breyting- um var platan. Við þurftum að standa vð fjárhagslegar skuldbind- ingar vegna hennar og okkur var nauðugur einn kostur að fara að spila á dansleikjum. Það var ekki markmiðið sem við höfðum sett okkur. Við ætluðum í upphafí ein- göngu að spila á tónleikum. En á dansleikjunum þurftum við að spila alls konar tónlist, jafnvel gömlu dansana! Menn misstu ein- faldlega áhugann." Þau leiðu mistök áttu sér stað á seinustu Rokkspildu að myndatextar víxluðust. Undir mynd af hljómsveit- inni The voice stóð að sveitin notaði tvö hljómborð! Þetta var og er vita- skuld alrangt enda var hér átt við hljómsveitina No time sem kom fram á sömu tónleikum. Undir myndinni af þeim stóð hins vegar að The voice væri ekki lengur efnileg heldur góð hljómsveit. Þetta er rétt staðhæfing en á röngum stað. Er það hér með leiðrétt. ÞJV Æskuhjálpin Ég sagði frá því á laugardaginn að æskufólk hefði tekið sig saman og hygðist halda tónleika til styrktar bágstöddum í Afríku. Rétt var það. Að gefiiu tilefni birti ég hér aftur símanúmerið sem hljómsveitir geta hringt í og látið skrá sig. Síminn er 671740. Skrásett er á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17 og 18.30. -ÞJV Hef ekki sagt bless“ - Þú vinnur á Broadway um Atvinnumennska „Það er ekki útilokað að Drýsill vakni til lífsins aftur. Það getur allt skeð ef menn taka sig saman i andlitinu. Það stóð alla vega til að halda kveðjutónleika í febrúar. En á þessari stundu get ég ekki sagt hvort af þeim tónleikum verður." - Nú syngur þú á tónlistarhátíð Gunnars Þórðarsonar á Broadway, hvemig kanntu við það? „Þetta er gaman og ólíkt því sem ég hef fengist við hingað til. At- vinnumennskan er allsráðandi og það er nokkuð sem ég hef ekki átt að venj ast. Svo er alltaf fullt hús.“ - Syngur þú mörg lög? „Ég syng lögin tvö af Borgar- bragnum og Blóðrautt sólarlag úr myndinni hans Hrafns. Auk þess radda ég í hinum og þessum lög- um.“ Drýsill er hættur. Verða kveðjutónleikar í febrúar eður ei? helgar, hvað ertu annað að bardúsa? „Ég stefni að því að vinna sóló- plötu sem hugsanlega gæti komið út með vorinu." - Áttu efni á hana? „Nei, ekki ennþá. En núna fyrst hef ég tíma til að setjast niður og semja. Músíkin á þessari plötu verður „mildari" frá því sem var með Drýsil. Ljúfar melódíur gætu jafhvel slæðst með.“ - Líður þungarokkið undir lok þegar Drýsill er horfinn af sjónar- sviðinu? „Nei, það vona ég svo sannarlega Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson ekki. Það verður hins vegar að játa að áhuginn hefur farið minnkandi. Það sést best á aðsókn á tónleika. Ég hef heyrt í nokkrum af þessum ungu hljómsveitum en mér hefur ekki fundist þær nógu sterkar. En það eru fleiri að æfa og ég vona að þessar sveitir nái að spjara sig. Hvað sjálfum mér viðvíkur, þá er ég ekki búinn að kveðja þunga- rokkið. Það er mér í blóð borið,“ sagði Eiríkur Hauksson. - ÞJV Níu plötur með Megasi - í einum stórum febrúarpakka Endurútgáfa á plötum Megasar hefur staðið fyrir dyrum um nokk- urt skeið. Ráðgert var að plöturnar kæmu út fyrir jólin en ekkert varð úr því. „Ég var ákaflega hamingjusamur að þetta kom ekki út í jólaplötu- flóðinu," sagði Megas sjálfur, „pakkinn hefði bara týnst.“ - Pakkinn? „Já, þetta er stór og mikill kassi með þykkum spjöldum. Hann inni- heldur sjö gamlar plötur og tvær nýjar.“ Þær gömlu plötur sem hér um ræðir eru: Megas (sú fyrsta) gefin út 1972, Millilending og Fram og aftur blindgötuna frá 1975, Á bleik- um náttkjólum gefin út 1977, bamaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról frá 1978 og loks tvö- föld Drög að sjálfsmorði, „live“ upptaka frá tónleikum í MH 1979. - En nýju plötumar? „Önnur er með völdum sálmum af Passíutónleikunum sem ég hélt í apríl. Hin hefur að geyma lög sem ég tók upp með hljómsveitinni íkarusi. Þau lög em af plötunum tveim sem hljómsveitin gaf út, Boys from Chicago og Rás 5-20. Svo í kaupbæti er ein lítil plata og lag sem var aðeins að finna á kasset- tunni Á bleikum náttkjólum." - Þetta er heljarinnar pakki. „Já, það má nú segja. Ætli hann sé bara ekki alltof stór fyrir flest alþýðuheimili? „Með milljón hugmyndir" - Gefur þú pakkann út sjálfur? „Nei, Hitt leikhúsið gefur hann út. Ég átti „teipin" en ákvað að láta þá sjá um útgáfuna. Ég hef ekki tíma til að standa í svoleiðis stússi.“ - Hvað ertu annars að gera núna, fyrir utan að hafa umsjón með sj ón varpsþáttum? „Ég er um þessar mundir að þýða fyrir Leikfélg Akureyrar. Svo þýddi Líður þungarokkið undir lok? Þegar Röddin varð Tímalaus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.