Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 16
16 DV. LAUGAEDAGUR 25. JANÚAR1986. Nissan Patrol árg. 1984, ekinn 26.000 km. Til sýnis og sölu í sýningarsal okkar, Rauðagerði. [SHINGVAR HELGASON HF. jHHj Sýningarsalurinn/Rjiiiðaoerði, simi 33660 FLUGSKÚLINN FLUGTAK Fyrirhugað er að hefja bóklegt blind- flugsnámskeið í janúar. Væntanlegir nemendur hafi samband við skólann í síma 28122. reykjavíkurflugvelli Gamla flugturninum, Reykjavíkurflugvelli. Sími28122. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Verkfræðing eða tæknifræðing hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur við áætlanagerð við raforku- virki. Kunnátta í Fortan-forritun nauðsynleg. • Ritara til starfa í innlagnadeild. Upplýsingar veitir Jón Björn Helgason í síma 686222. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. febrúar 1986. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE Fyrri námskeið vorannar hefjast mánudag 3. febrúar. - 10 vikna námskeið - Kenntverðuráöllumstigum - Bókmenntaklúbbur - Leiklistarklúbbur fyrir þá sem iengra eru komnir (minnst 6 nemendur, mest 12 nemendur) - Barnaflokkur (7-12 ára) og unglingaflokkur (13-16 ára) ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram á Bókasafni Alliance Francaise alla virka daga frá kl. 1 5-19. Nánari upplýsingar í síma 22870. Veittur er 10% staðgreiðsk.afsláttur og 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Munið kvikmyndaklúbbinn. Sýningar (með enskum texta) á hverju fimmtudags<völdi kl. 20.30 í Regn- boganum. Fimmtudaginn 30. janúar: Stórmyndin „Rue Case- Negres" eftir Euzhan Palcy (1983). Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78, 83. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á Miðási 18, Egilsstöðurr, þingl. eign Austurverks hf„ fer fram samkvæmt kröfu Jóns G. Briem hdl. á eigninni siálfri fimmtudaginn 30. jan. 1986 kl. 10. Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á þörungaverksmiðju á Reykhólum I Barðastrandar- sýslu, þingl. eign Þörungavinnslunar hf„ fer fram eftir kröfu Iðnþróunar- sjóðs þriðjudaginn 28. janúar 1986 kl. 13.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. „Svona vill Flokkur mannsins hafa lífið; eins og Pepsi Cola,“ sagði Metúsalem Þórsson þar sem hann sat í sjónvarpsstofunni á Hótel Blönduósi og horfði á Coca— Cola auglýsingu: Sólbrenndir skrokkar á þilfari segl- skútu, öldugjálfur við borðstokkinn, sumar og sæla. 57 framboð Flokkur mannsins hefur verið á ferðalagi um landið að undanförnu til að undirbúa framboð vegna sveitarstjórnarkosninga í vor. Flokkurinn ráðgerir framboð á minnst 57 stöðum á landinu og því er nóg að gera. Helgarblað DV hitti 7 flokksmenn á Blönduósi í vi- kunni, allir voru þeir galvaskir og til í slaginn. 70 á Sauðárkróki „Við erum búin að ná okkur í 17 félaga hér á Blönduósi, 11 á Hvammstanga og 70 á Sauðár- króki,“ sagði Helga Óskarsdóttir flokkanna halda áfram að ráðskast með sig.“ Tíund? - Hvemig farið þið að því að fjármagna svona kosningaferða- lög. Greiðið þið kannski tíund af launum ykkar til flokksins? „Nei, ætli væri ekki nær að tala um tuttund,11 segir hópurinn einum rómi og hlær. „Við reynum að vera hress, það er hluti af stefriunni. Annars greiðir hver fyrir sig i svona ferðalögum og ef einhver verður blankur þá er hlaupið undir bagga. Við leggjum mikið upp úr góðum félagsskap. Það má segja að Flokkur mannsins sé millistig á verið í Framsóknarflokknum og bætir svo við: „Ég fæ beinverk af Framsókn, þess vegna gekk ég til liðs við Flokk mannsins. Maður lifir ekki nema í 70 ár á þessari plánetu.“ Annar sagðist hafa kynnst stefn- unni á götu úti, drifið sig á fund og kynnt sér stefnuna betur. Nú var hann allt í einu kominn í kosn- ingaferðalag. „Ég kann vel við mig í þessum félagsskap.“ Viltu í framboð? Flokkur mannsins notar ekki hefðbundnar aðferðir við undir- búning framboðanna 57 vegna sveitarstjórnarkosninganna. Metúsalem Þórsson og Helga Óskarsdóttir í broddi fylkingar Flokks mannsins í 10 stiga gaddi á Blönduósi í vikunni: - Hver vill fara í framboð? DV-mynd GVA. sem hafði orð fyrir flokknum. Helga var þekktur fiðluleikari hér áður fyrr en sinnir nú húsmóður- störfum og baráttumálum fyrir Flokk mannsins. „Boðorð okkar er að fólkið taki völdin og við ætlum að bjóða fram í sveitarstjórnar- kosningunum í vor til að fólk geti valið á milli þess að ráða eigin málum eða að láta fulltrúa þing- milli saumaklúbbs og Kiwanis- klúbbs." Beinverkur Þau segja að Flokkurinn þeirra sé nú til í 52 þjóðlöndum og íslensk- ir flokksfélagar um 5000 talsins. Þeir hafa verið sóttir til allra flokka en ef til vill mest af götunni. Ein stúlka í hópnum segist hafa Flokksfélagarnir fara bæ úr bæ og á milli bæja og spyrja vegfarendur jafnt sem bændur og búalið hvort það vilji ekki fara í framboð: Flokkur mannsins bjóði sæti á framboðslista sínum hverjum sem hafa vill. Sumir vita ekki alveg hverju á að svara. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.