Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 30
30
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986.
Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga
Reykjavíkurmeistarar Fram í 2. ílokki kvenna, ásamt þjálfurunum
Degi Jónassyni og Lárusi Lárussyni.
Ama Hansen og Ingunn Gylfadóttir.
Hef ur gengið vel f ram að þessu
— sögðu þær Arna Hansen og Ingunn Gylfadóttir úr Fram
Að lokinni verðlaunaafhendingu
fyrir sigur í Reykjavíkurmóti 2.
flokks kvenna tókum við tali þær
stöllur, Örnu Hansen og Ingunni
-■j, Gylfadóttur úr Fram. Þær voru að
vonum eldhressar.
„Leikurinn við Víking var erfiðast-
ur en hann unnum við 14-8. Það er
gott að hafa tvo þjálfara. Okkur er
sinnt meira og æfingarnar skila sér
vel. Vörnin hjá okkur er góð en
mórallinn er líka góður.
Okkur hefur gengið vel í haust og
framan af vetri og erum ósigraðar
enn. Við ætlum okkur í úrslit en þau
lið sem þar koma til með að berjast
eru FH, Stjarnan og Víkingur, ásamt
okkur.
Við erum ánægðar með að vera í
Fram enda sýnir það sig að okkur
er sífellt að bætast liðsauki. Við
fengum nokkrar stelpur úr ÍR í haust
þannig að það hlýtur að vera vel að
okkur búið.
Við emm 9 úr Fram í unglinga-
landsliðshópnum sem nýlega var
valinn, þannig að framtíðin er björt
i herbúðum Framara," sögðu þær
Ama og Ingunn að lokum.
Lárus Sigurðsson og Trausti
Ágústsson úr Val.
Reykjavíkurmeistarar Vals i 4. flokki ásamt þjálfurunum Magnúsi
Blöndal og Agli Sigurðssyni.
k
Þökkum þjálfaranum árangurinn
— segja Lárus Sigurðsson og Trausti Ágústsson úr Val
„Fram var erfiðasti andstæðingur-
inn í Reykjavíkurmótinu. Reyndar
var sá leikur i riðlakeppninni og
sigmðum við þá nokkuð örugglega.
Þeir vom of sigurvissir og við náðum
því að yfirspila þá frá upphafi,"
sögðu þeir Láms og Trausti, leik-
menn4. fl. Vals.
„Við höfum æft mjög mikið og
höfum haldið saman í 4-5 ár. Sam-
spilið er því gott og leikkerfin ganga
vel upp. Nú, mórallinn er mjög góður
og ekki vantar úthaldið. Ekki veitir
af því í erfiðum leikjum.“
1 úrslitaleiknum gegn IR höfðu
Valsmenn betur og sigruðu með 13
mörkum gegn 9. ÍR-ingar stóðu sig
þó vel og vom vel að 2. sætinu
komnir.
Þeir Láms og Trausti vildu að
lokum þakka þjálfurunum Magnúsi
Blöndal og Agli Sigurðssyni fyrir að
hafa leitt þá til sigurs í þessu móti
en þeir hefðu reynst leikmönnum vel
og lagt mikið á sig.
, Fram Reykjavíkurmeistari í 4. flokki kvenna
Reykjavíkurmeistarar Fram í 4. flokki kvenna með þjálfurunum Þór Björnssyni og Jóhannesi Felix-
syni. Hvað skyldi stúlkan siá á gólfinu?
2. UMFERÐ
ÍSLANDSMÓTSINS
HEFST UM HELGINA
Þessa helgi hefst 2. umferð íslands-
móts yngri flokkanna. Fyrst hefst
keppni 2. flokks karla og kvenna svo
4. flokks kvenna og 6. flokks karla.
Næstu helgi hefst síðan keppni í þeim
flokkum sem eftir em.
Keppni í 2. flokki karla fer fram á
4. stöðum, í Vestmannaeyjum, Hafn-
arfirði, Garðabæ og í Seljaskóla í
Breiðholti.
2. flokkur kvenna leikur á Sel-
tjarnamesi, Digranesi í Kópavogi,
Njarðvík og í KR-húsinu.
4. flokkur kvenna leikur í Álfta-
mýrarskóla og Sandgerði.
Að lokum leikur 6. flokkur karla í
KR-húsinu og Kársnesskóla í Kópa-
vogi.
Það þykir nokkuð undarlegt að 2.
flokkur karla leikur í litlu húsi í
Ásgarði í Garðabæ á meðan 6. flokk-
ur karla leikur í KR-húsinu en þar
er vítt til veggja og langt stafna á
milli. Ætti mótanefnd að breyta
þessu í framtíðinni en þetta kemur
lyrir á hverju ári.
Að lokum hvetur unglingasíðan
alla til að koma og hvetja ungling-
ana til dáða og stuðla að drengilegri
og skemmtilegri keppni.
Þórsarar standa sig
— í Noröurlandsriöli yngri flokkanna
Þar sem keppt er með hraðmótafyr-
irkomulagi í yngri ílokkunum er
sérstakur riðill með liðum af Norður-
landi. Lið Þórs frá Akureyri sendir
lið til keppni í öllum flokkum en KA
í öllum nema 3. flokki kvenna. Völs-
ungur frá Húsavík sendir lið til
keppni í 2. flokkum.
1. umferð fór fram 8. desember og
urðu úrslit leikja á þennan veg.
3. flokkurkarla.
KA-Þór 12-16
4. flokkur karla
Þór-Völsungur 24- 6
Þór-KA 17-14
KA-Völsungur 19- 6
Staðan í 4. flokki karla.
Þór 2 44-20 2 0 0 4
KA 2 33-23 1 0 1 2
Völsungur 2 12-43 0 0 2 0
3. flokkur kvenna.
Þór-Völsungur 16- 1
5. flokkur kvenna.
KA-Þór 8-11
Af þessu sést að Þórsarar standa
vel að vígi fyrir næstu umferð.
19 ára landsliðið stóð
sigvel, þó marga
lykilmenn vantaði
Unglingalandsliðið, skipað piltum
19 ára og yngri, hélt í keppnis- og
æfingaferð til Noregs skömmu fyrir
jól. Að sögn Geirs Hallsteinssonar
gekk ferðin vel í alla staði. Leiknir
voru tveir landsleikir gegn Norð-
mönnum og töpuðust báðir, sá fyrri
22-18, en sá seinni 24-18.
Ferðin var hugsuð sem undirbún-
ingur fyrir Norðurlandamót sem
haldið verður í október á þessu ári.
Ferð þessi var farin án fimm leik-
manna sem voru í byrjunarliði á
Norðurlandamóti 18 ára og yngri á
síðasta vori. Voru þeir ýmist meiddir
eða gátu ekki farið vegna anna.
Vegna þessa fengu minna reyndir
leikmenn að sýna getu sína og komu
þeir að vonum misjafnlega út.
Lykilmenn eins og Jón Kristjáns-
son úr KA, Árna Friðleifsson úr
Gróttu og Sigurjón Sigurðsson úr
Haukum vantaði og munar um
minna.
Lið Norðmanna er af flestum talið
eitt sterkasta unglingalandslið sem
Norðmenn hafa eignast og hafa þeir
til að mynda sigrað lið Dana og gert
jafntefli við Svía. Binda Norðmenn
miklar vonir við þetta landslið sitt.
Þessi æfingaferð er sú íyrsta sem
íslenskt unglingalandslið hefur farið
til útlanda og er vonandi að framhald
verði á slíku. „Svona ferðir skila sér
þegar til lengri tíma er litið,“ sagði
Geir að lokum.
Fram og Stjarnan efst í
stigakeppni f élaganna
Eftir 1. umferð í íslandsmóti yngri
flokkanna kom DV á keppni milli
einstakra félaga. Gefin voru stig eftir
frammistöðu einstakra flokka og
veitt stig, 5 stig fyrir fyrsta sæti í
sínum riðli, 3. stig fyrir annað sæti
og 1. fyrir 3. sæti. I þessari keppni
voru lið Fram og Stjömunnar úr
Garðabæ stigahæst með 22 stig.
Næst I röðinni var Grótta með 21
stig en þar á eftir lið FH, Víkings,
og KR með 17 stig hvert félag. Lið
FH var ásamt Fram og Stjömunni í
efsta sæti en vegna kærumáls I 4.
flokki kvenna dettur félagið niður
um nokkur sæti. Nú verður gaman
að sjá hvaða félög það eru sem leggja
mesta rækt við yngsta handbolta-
fólkið og sýna mestar framfarir milli
móta.
Iðnaðarbankamótið á Selfossi
í desembermánuði síðastliðnum
var haldið svokallað Iðnaðarbanka-
mót á Selfossi. Mót þetta hefur verið
haldið í einstökum flokkum undan-
farin ár, en var nokkuð stærra í
sniðum þetta árið og vom fleiri lið
með.
Keppni fór fram í öllum yngstu
aldursflokkunum utan 3. flokks
kvenna. Selfyssingar bjóða til móts-
ins 1-2 liðum af Reykjavíkursvæð-
inu.
Leikir vom skemmtilegir og var
hörð keppni um verðlaun sem veitt
em af Iðnaðarbankanum á Selfossi.
Sýnu skemmtilegust þótti keppni í
3. flokki karla en þar leiddu saman
hesta sína 3 af beim liðum sem hvað
best stóðu sig í 2. umferð Islands-
mótsins.
Lið Selfoss bar sigur úr býtum og
vann sigur bæði á liði Stjörnunnar
og Gróttu. Lið Stjörnunnar varð í
2. sæti.
I öðrum flokkum urðu eftirtalin
úrslit.
6. flokkur karla, sigurvegari lið Selfoss.
5. flokkur karla, sigurvegari lið Gróttu.
4. flokkur karla, sigurvegari lið Selfoss.
4. flokkur kvenna, sigurvegari lið Sel-
foss.
2. flokkur kvenna, sigurvegari lið FH.
Vonandi verður framhald á þessu móti
og er kærkomið fyrir Selfyssinga að fá
krakka af Reykjavíkursvæðinu til að
etja kappi við.