Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Peningamarkaður | Vióskipti Viðskipti Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fvrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvo ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári. Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða or óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja jhánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafn verði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364 stig en var 1337 stig í desember og verður 1396 í febrúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA (%) 21.-31.01. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÚRUM SJA sérlista «1 X s i! || ii íl ií li ti lí Ú INNLAN ðVERDTRYGGÐ SPARISJÚÐSBÆKUR tlbondin 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3|. mén. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23,0 23.0 25.0 23.0 25,0 25.0 6 mán. uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0 12mán. uppsógn 32.0 34.6 32.0 31.0 33,3 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sp.r.6 3 5 min 25.0 23,0 23,0 23.0 23.0 25.0 25,0 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0 INNLANSSKÍRTEINI THEmiuí. 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR A.iun.r.iknlng.r 17.0 17,0 8.0 8.0 10,0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 innlAnverðtryggð SPARIREIKNINGAR 3jamán uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6mán uppsogn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bm«l.rlkj«lnll.r.r 8.0 8.0 7.5 7.0 7,5 7.5 7.5 7.5 8.0 Startingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 Vastur-þýsfc mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Dansfcar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 útlAn óverðtryggð ALMENNIR VlXLAR |loty.nir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (Inry.xtir) 34.02) 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32,03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 VIOSKIPTASKULDABRtF 35.02) 35.0 5«i 33.5 kgt kgi kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 útlAn verðtryggð SKULDABREF AA21/2 iri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Langri cn 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLANTILFRAMLEIÐSUI SJANEÐANMALST) l)Lán til innanlandsframleíðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) wið kaup á viðskiptavíxlum og viðekiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaólag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtrvggð lán, nema í .Albvðubankanum osr Veislunarbankanum. Landssmiðjan í eigu starfsmanna: Góð veltuaukning ogtilboðí erlend verkefni „Við héldum þeirri áætlun að auka veltuna umfram verðbólgu,“ sagði Þorleifur Markússon, verslunar- stjóri hjá Landssmiðjunni hf. Síðasta ár var fyrsta starfsár nýs hlutafélags starfsmanna sem keyptu Lands- Bmiðjuna af ríkinu. Veltan jókst úr 55 milljónum 1984 í um 100 milljónir 1985. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er nánast sá sami og var um áramótin 34 og ’85. En í upphafí var starfsfólki sagt upp störfum en fljótlega bætt við aftur. Nýlega var sérverslun Landssmiðjunnar flutt úr fyrri húsa- kynnum, sem er lagerhúsnæði, í verslunarhúsnæði í Ármúla. Það er framgangsspor að mati hlutaðeig- andi. Síðasta sumar fóru nokkrir íslend- ingar til Oman en frá ríkisstjórn þess lands hafði borist boð um áhuga á samstarfi við Islendinga. Einn Is- lendinganna var Þorleifur Markús- son. Landssmiðjan hefur sýnt verk- efnum í Oman áhuga sem reyndar hefur áður verið greint frá hér i blaðinu. „Við sendum þeim tilboð i desemb- er,“ sagði Þorleifur. „Tilboðinu átti að svara sjötta janúar síðastliðinn en þeir báðu um opinn frest. Tilboðið er í endurhönnum eða endurbygg- ingu á fiskimjölsverksmiðju og und- irbyggingu verksmiðjunnar. Það eru tveir aðrir aðilar með í þessu, Verk- fræðiskrifstofa Guðmundar og Kristjáns og Rafhönnun." Að sögn Þorleifs er tilboðið nú að- eins í „grunnverk“ sem er tveggja mánaða vinna fyrir fjóra menn. Heildarverkefnið er áætlað ársverk fyrir fimmtán til tuttugu starfsmenn. Tilboðið sem Landssmiðjan sendi í þetta grunnverk er, eftir því sem næst verður komist, um eitt hundrað milljónir króna. -ÞG ÞORSKURINN Á141 KRÓNU í PARÍS Reykjavík Fáir bátar eru enn byrjaðir róðra frá Reykjavík. Fjórir bátar lögðu net sín fyrir helgina en afli var mestur á bát tæp 3 tonn eftir tvær nætur. Bv. Ásbjörn landaði 22. jan. 81 tonni, þar af voru 11 tonn karfi og 11 tonn ufsi, annað þorskur, afla- verðmæti kr. 1.166 millj. Bv. Jón Baldvinsson landaði 106 tonnum, þar af 80 tonn þorskur, aflaverð- mæti kr. 2.236 millj. Bv. Ásgeir landaði 90 tonnum, að álitið var 28. jan. Mikil ótíð hefur hamlað veiðum hjá smáum sem stórum skipum og hefur það dregið mjög úr veiðun- um. Landhelgismál Skyldu erlend veiðiskip, sem hafa fiskveiðileyfi innan íslenskrar landhelgi, mega fullvinna aflann um borð? Spuming til dómsmála- ráðherra. Þýskaland Bv. Ýmir landaði í Þýskalandi 24. janúar. Frekar slakur markaður var þann dag, meðalverð var kr. 46,20. Meðalverð á þorski var kr. 51,50. Besta verðið fékkst fyrir blálönguna en meðalverð á henni var kr. 64,30. Svipað verð var á karfa og ufsa, kr. 45 að meðaltali. Alls landaði bv. Ýmir tæpum 98 Fiskmarkaðirnir INGÓLFUR STEFÁNSSON tonnum, af því fóru 4 tonn í fisk- mjöl. Grimsby-Hull, Þrátt fyrir fremur lítið framboð af fiski í Grimsby síðustu daga hefur verðið ekki verið eftir fram- boðinu. Eingöngu hefur verið um gámafisk frá Islandi að ræða. Þorskur hefur verið um kr. 60 fyrir kg að meðaltali og best hefur sala á ýsu verið kr. 80 fyrir kg, aðeins úr einum gámi. Fiskurinn hefur ekki allur verið 1. flokks að gæðum og ræður það nokkuð um verðið. Svipað verð hefur verið á Hull- markaðnum og í Grimsby. París Á markaðnum hjá Rungis var rólegt yfir fisksölu. Ekki var mikið framboð af fiski og tiltölulega fáir sem gáfu sig að fiskkaupum, eftir góð viðskipti fyrir jólahelgina. Innflytjendur voru mjög ánægðir yfir jólaversluninni og sögðust þola svolitla lægð í viðskiptum annað slagið. Sala á laxi hafði gengið mjög vel og vantaði t.d. lax af stærðinni 1-2 og 2-3 kg. Var hann alveg uppseldur. Franski frankinn hefur aðeins hækkað að undan- förnu. Eftir miðjan mánuðinn var verðið hjá Rungis: Þorskur ............. kr. 141 kg Síld ................ kr. 60 kg Lýsingur, stór ....... kr.284kg Lýsingur, smár ....... kr.203kg Karfi ............... kr. 103 kg Skötubörð ........... kr. 181 kg Lax, l^ kg að þyngd .. kr. 370 kg Lax, 5-6 kg að þyngd . kr. 187 kg Ferskar, pillaðarrækjur kr. 522 kg Búist er við að nú síðari hluta mánaðarins fari að berast meiri fiskur á markaðinn en verið hefur. Þó er talið að góðar markaðshorfur séu á franska markaðnum. Boston Dagana 11.-13. mars 1986 verður haldinn fiskréttasýning í Boston og verða þátttakendur meðal ann- ars Brasilía, Chile og Kanada. Þessar þjóðir gera ráð fyrir sér- staklega mikilli kynningu á fram- leiðslu sinni. Áætlað er að um 100 þjóðir muni taka þátt í sýningunni. London, Billinggate Eftir áramót hefur verið lítið um fisk og hefur verðið haldist hátt. Rauðspretta, smá, kr. 88, meðal- stór, 119 kr. kg. Hausaður þorskur kr. 146 kg. Þorskflök kr. 212. Ufs- aflök kr. 82 kg. Skötubörð, stór, kr. 161 kg. Ferska síld vantaði á markaðinn fyrri hluta mánaðarins. Norskur lax, slægður, 5-6 kg, kr. 372, lax, 6-7 kg, kr. 400. - Ingólfur Stefánsson. Þorskurinn hefur farið á 60-80 krónur kílóið í Grimsby að undanförnu, en hjá Rungis i París á 141 krónu kilóið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.