Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Page 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 30. JÁNÚAR1986. Siðanefnd um auglýsingar Neytendasíðunni hefur borist bréf frá Siðanefnd um auglýsingar vegna kvartana og athugasemda um auglýsingar frá bönkum og öðrum peningastofnunum. Siða- nefnd hafði samband við alla hlut- aðeigandi aðila og ítrekaði mikil- vægi þess að neytendur fái ávallt réttar upplýsingar í tilboðum um ávöxtun sparifjár. Mörgum hefur eflaust ofboðið auglýsingaflóðið og hin óteljandi mismunandi gylliboð sem bankar og peningastofnanir halda að sparifjáreigendum og í þessu tilefni vill Siðanefnd m.a. koma á framfæri að „auglýsingar skuli ekki innihalda staðhæfingar eða myndir sem líklegar eru til að villa um fyrir neytandanum, beint — vegna auglýsínga banka og peningastofnana eða óbeint, með því að gefa eitt- hvað í skyn, halda eftir nauðsyn- legum upplýsingum eða með því að nota tvíræða framsetningu eða ýkjur". I sérákvæðum um lán og fjárfest- ingar segir: „Auglýsingar skulu . ekki hafa orðalag sem líklegt er til ! að villa um fyrir almenningi hvað I snertir lánakjör, eðli boðinna verð- bréfa, raunverulegan eða áætlaðan hagnað, eða innlausnarskilmála." Vonandi munu bankar og aðrar peningastofnanir taka þessum til- mælum Siðanefndar vel og auð- velda með því sparifjáreigendum að finna fé sínu sem öruggasta og besta geymslu. -S.Konn Megrun VIII: MINNISKAMMTAR ÞÝÐA FÆRRIHITAEININGAR Dýr og vandf eng- in raf magnskló Lára hringdi og vildi vekja at- hygli á kló sem hún keypti í Glóey, Ármúla 19, og kostaði 506,- krónur. Þetta var 25 ampera kló sem flutt er inn frá Þýskalandi og er ætluð í þar til gerða tengla sem rafmagns- frekum heimilistækjum, s.s. þvottavélum og eldavélum, er stungið í samband við. í heildsölu kosta þessar klær 276,60 kr. og þar við bætist álagn- ing verslunarinnar sem í þessu til- felli er 46,42% og þá er klóin komin upp í 405,- krónur. Ríkið rekur svo endahnútinn á þetta og tekur 25% í söluskatt, eða 101,25 krónur, og klóin er seld neytendum á 506,- krónur. En þaö er margt fleira merkilegt við þessar ágætu 25 ampera klær, því nú mun þess ekki langt að bíða að þær hverfi af markaðinum þrátt fyrir að mikið sé um slíka tengla og þeir algengir í húsum sem byggð voru fyrir 1980. Þjóðverjar eru hættir að framleiða þessar klær og það sem verið er að selja núna er afgangur frá Dönum sem einnig eru hættirframleiðslu. Áður en langt um líður gæti því reynst erfitt að fá kló á þvottavél- ina eða eldavélina og fólk verður þá að fara að hugsa fyrir því að tengja þessi tæki beint inn í vegg- tengilinn. -S.Konn Ávaxtakúrinn er greinilega mjög góður. Það er handhægt og fyrir- hafnarlítið að lifa á ávöxtum, gott úrval og hægt að fá góða magafylli, en samt vera talsvert fyrir innan 500 hitaeiningar yfir daginn. Rifjum upp matseðil fyrir einn dag: Morgunverður: Appelsína, tvær sveskjur eða hálft greip. Hádegisverður: Lítil melóna eða sneið af stórri melónu og ein sneið af vatnsmelónu. Síðdegis: Ferskja (eða samsvarandi ávöxtur). Kvöldmatur: Pera, appelsína, epli og plóma. Kvöldhressing: Epli. Á þessum skammti ertu vel innan „hættumarka“, færð innan við 500 hitaeiningar. I ávöxtunum er heldur ekki nein fita, sem ber að forðast af öllum mætti. Við leyfum okkur að minna enn einu sinni á vatnið. Og eitt enn. Hafið jafnan við hendina blað og skriffæri og skrifið niður allt sem þið látið ofan í ykkur. Það þýðir ekki að svindla. Það bitnar aðeins á okkur sjálfum. Minni skammtar í bókinni góðu er sagt frá „minni skammta kúmum“. Hann felst í því að borða minni skammta en vana- lega, en auðvitað að strika algjörlega út af matseðlinum hitaeiningaríkar fæðutegundir. Til þess að þessi kúr beri árangur má ekki borða nema um einn þriðja af því sem áður var gert. Hér fer á eftir dæmigerður matseðill eins dags með venjulega stórum skömmtum og hitaeininga- innihald hans. Hafið í huga að þetta er bandarískur kúr og því maturinn dæmigerður bandarískur matur: Það er auðvitað mikill sjónarmunur á því hvort heldur er borðaður heljarinnar stór matarskammtur eða hvort aðeins einn þriðji matarins er á diskin- um. Það er lika hægt að nota minni diska til þess að maturinn sýnist meiri - ef þið viljið endilega einhveija afar stóra skammta. DV-mynd KAE Morgunverður: 2,5 dl appelsínusafi 110 2 steikt egg í smjöri 230 2 ristaðar smurðar brauðsneiðar 220 kaffi með sykri og rjóma 65 Hádegisverður: 180 gr hamborgari 360 Smurt rúnnstykki 180 250 gr baunir með smjöri 160 3 smákökur 330 Kaffi með sykri og rjóma 65 Kvöldverður: 2,5 dl kremsúpa 80 250 gr steik með smjöri 520 Bökuð kartafla með smjöri 205 250 gr spinat með smjöri 95 Epplapæ 330 Kaffi með sykri og rjóma 65 Þetta gerir samtals 3.165 hitaein- ingar. Ef þú minnkar skammtastærð- imar geturðu farið niður fyrir 1000 hitaeiningar með nákvæmlega sams konar mat, nema hvað smjörinu er sleppt, eggið í morgunmatnum er soðið en ekki steikt og aðeins eitt. Rúnstykkinu í hádeginu er sleppt og aðeins drukkið svart og sykurlaust kaffi. Þetta er auðvitað mjög hentugur kúr fyrir þá sem geta staðist freist- inguna að fá sér stærri skammta. Við leyfum okkur að benda á að það getur stundum þurft; mikið viljaþrek og áður en maður veit af er maður farinn að bæta á sig aftur. Við minnum enn einu sinni á vat- nið, drekkið minnst tvo lítra á dag. Og eins mikið af sykurlausu og svörtu kaffi, tei og sykurlausum gosdrykkjum og hugurinn gimist. Meira seinna. -A.Bj. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.