Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Page 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Spurningin Finnst þér sjónvarpið hafa breyst til hins betra eða verra að undanförnu? Vilbert Stefánsson, vinnur hjá Miðfelli: Já, það hefur ekki versnað, ég er hrifinn af krummum. Það er orðið léttara og skemmtilegra en það var. Það var um tíma ansi lélegt en hefur batnað til muna. Nú greiði ég afnotagjaldið um leið og ég fæ rukk- unina. Það eru þarna hjá sjónvarp- inu núna réttir menn á réttum stað. Stefán Garðarsson, í verslunar- störfum: Það hefur breyst til hins betra. Sérstaklega finnst mér ís- lensku skemmtiþættimir merki um það, og poppþátturinn um síðustu helgi var góður. Guðmann Hannesson ellilífeyris- þegi: Það er orðin meiri fjölbreytni, margir góðir þættir, sérstaklega er þátturinn hans Ómars góður. Já, það er margt mjög gott í sjónvarpinu. Sæmundur Á. Tómasson nemi: Betra, t.d. kvikmyndakrónikan á sunnudagskvöldið og Blikur á lofti. Svo held ég líka að það sem kemur í stað Dallas verði mjög gott. Stefán Jónsson verkamaður: Frek- ar til hins betra, t.d. með þessu á miðvikudögum og þættimir sem voru á laugardögum voru líka merki um að sjónvarpið væri að breytast til hins betra. Svo eru líka lýsingar á landsleikjum og fleira gott. Anna Ásgeirsdóttir klæðskeri: Til hins betra, aukið úrval af músík t.d. Svo er þáttur eins og Á líðandi stund sem ermjög gaman að Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hver er hræsnari? Gunnlaugur skrifar: Ég hef aldrei heyrt aðra eins hræsni og fram kemur í grein Guðjóns nokkurs Guðmundssonar í blaði ykkar þ. 9. janúar sl. Hvernig er hægt að réttlæta hryðjuverk á saklausu fólki með því að benda á að gemingsmenn- imir séu í stríði við ísraelsmenn eða einhverja aðila? Ekki ætla ég að verja gerðir ísraelsmanna né annarra í þessu sambandi því að í mínum augum em þær þjóðir, sem í hemaðarbrölti standa, hver ann- arri verri. Ég verð að telja að Guðjón sé sæmilega upplýstur maður en hvemig getur hann rétt- lætt morð á saklausu fólki með því að beina athyglinni í aðra átt, þ.e. í þessu tilfelli til ísraelsmanna? Heldur Guðjón kannski að ef almenningur, sem hann virðist telja illa upplýstan, væri upplýstur um ástæður umrædds stríðs myndi hann sætta sig við umrædd hryðju- verk? Ég get engan veginn kyngt því að Palestínumenn séu að berja á ísraelum með því að fremja hryðju- verk á hverjum sem er og í flestum tilfellum á fólki sem lítið sem ekk- ert þekkir til ágreiningsefna um- ræddra aðila. Ætli ástæðan sé ekki frekar sú að Palestínumenn hafa ekki riðið feitum hesti frá átökum við ísraelsmenn á þeirra heima- slóðum og vilja frekar beita sér þar sem lítið sem ekkert er um vamir, þ.e. á vammlaust fólk. Vonandi veit Guðjón að í okkar heimi eru víða styrjaldarátök, bæði milli þjóða og þjóðarbrota, en skyldi það vera algengt hjá þessum aðilum að sprengja upp saklaust fólk til að vekja samúð með sínum málstað? Ég ætla að láta Guðjóni eftir að kanna það, Guðjón talar um þjóðarmorð ísraela á Palestínumönnum og líkir því við þýsku nasistana. Gerir maðurinn sér einhverja grein fyrir því um hvað hann er að tala? Ég ætla ekki að upplýsa Guðjón um helför gyðinga í seinni heimstyrj- öldinni en þessi samlíking hans er siðlaus og ekkert annað en hræsni af verstu tegund. Varðandi skrif hinna ýmsu fjöl- miðla um stríðshörmungar þá eru þau kapítuli út af fyrir sig. Skrifin og umfjöllunin er í flestum tilfell- um pólitísk og ekkert við því að gera nema reyna að mynda sér sjálfstæða skoðun sem oftast er næsta brengluð vegna þeirra ein- hliða skrifa sem maður les í sínu pólitíska málgagni. Fróðlegt er t.d. að bera saman fréttaflutning frá dögum Víetnam- stríðsins og þess sem í dag er skrif- að um átökin í Afganistan. Þegar Víetnamstríðið stóð yfir voru stanslausar mótmælagöngur gegn hemaði Bandaríkjamanna og glæpaverkum þeirra svo ekki sé talað um alla þá umfjöllun sem stríðið fékk í fjöimiðlum. Hvernig standa málin í dag? Jú, því verður ekki neitað að nokkur umfjöllun er um stríðið í Afganist- an en ekki er hægt að líkja þeim skrifum né annarri umfjöllun fjöl- miðla við þau stórfenglegu umbrot í fréttaflutningi sem áttu sér stað á dögum stríðsins í Víetnam. Hvað skyldi valda? Ástæðumar em margar, svo sem áhugaleysi le- senda sem orðnir em ónæmir fyrir •styrjaldarátökum, hlutdræg skrif pólitískra blaða, bann Rússa við vestrænum fréttamönnum í Afgan- istan og fl. Ekki get ég annað en furðað mig á því að jafn „samviskusamt blað“ og Þjóðviljinn skuli ekki skrifa meira um átökin í Afganistan en raun ber vitni. Þeir vilja kannski meina að Rússar séu að vemda hagsmuni sína eins og Bandaríkja- menn þóttust forðum en ekki tel ég líklegt að almenningur leggi trúnað á slíkt kjaftæði frekar en á dögum Víetnamstríðsins. Þjóðvilj- inn, sem oft hefur viljað vera sam- viska lítilmagnans, hefur kannski ekki áhuga á svona „smávægilegu stríði", heldur einbeitir sér að af- skiptum Bandaríkjamanna hér og þar í veröldinni. Fólk skyldi þó ekki halda að t.d. Morgunblaðið sé nokkm betra þegar á reynir. Við íslendingar skulum hafa það hugfast að hryðjuverk em ekki einkamál annarra þjóða. Frá mín- um bæjardyrum séð þá er ekki spuming hvort heldur hvenær við lendum inn í þessum vítahring nútímaþjóðfélags og það er ekkert sem við getum gert til að útiloka það. Milljónir horfa á knattspyrnu Knattspymuáhugamaður skrifar: Það hefur löngum verið svo að íþróttamenn hafa ekki verið sam- mála um hvað skuli sýnt í íþrótta- þætti sjónvarpsins. Nú undanfamar vikur hafa nokkrir sannir áhuga- menn um íþróttir sýnt sitt rétta andlit og sinn rétta íþróttaanda. Á ég þar við þá „Gísla“ og „Ólaf Áma“ sem hafa verið að fárast yfir knatt- spymusýningum og birtingu úrslita úr ensku knattspymunni í sjónvarp- inu. Ég er viss um að Bjami Felixsson getur svarað fyrir sig, en til þess að hann viti að til em þeir áhugamenn um knattspymusýningar sem eru tilbúnir að verja áhugamál sitt þá skrifa ég þetta bréf. En fyrst er því til að svara um getraunir að það er eins og þeir Gísli og Ólafur Ámi viti ekki að sala á getraunaseðlum er undirstaða margra íþróttafélaga. Með því að selja getraunaseðla tekst íþróttafélögunum að standa undir rekstri sínum. Þetta á ekki aðeins við um knattspymufélög heldur einnig blak- og frjálsíþróttafélög. í stuttu máli þá er knattspyma vinsælasta íþrótt í heimi. Milljónir manna horfa á knattspymusýningar í sjónvarpinu víða um heim. Beinar sýningar úr ensku knattspyrnunni em ekki einskorðaðar við Island heldur einnig mörg Evrópulönd og Afríku og víðar. Veit ég þess ekki dæmi að aðrar íþróttir séu jafnvin- sælar. Ég spyr: Hvað koma margir áhorfendur að sjá blakleiki eða á frjálsíþróttamót. Er hér um nokkra viðmiðun að ræða? En það sem er furðulegast er þessi öfundsýki sem skín í gegn í greinum þeirra Gísla og Ólafs Áma. Það er verið að sýna knattspymu á meðan ekki er sýnt blak og aðrar íþróttir. Þetta er auðvitað rangt. Mikið er sýnt af öðrum íþróttum. Knattspym- an er sýnd á laugardögum frá klukk- an 15-17. Ég spyr: Halda menn að einhver önnur íþrótt kæmi í staðinn? Frjálsar íþróttir em ákaflega lítið stundaðar á vetuma þannig að lítið efni er til frá þeim. En ég veit ekki betur en að mikið sé sýnt frá öðmm Aðstaða starfsfólks á Kópavogshæli Starfsmaður Kópavogshælis skrifar: Mig langar að bæta ýmsu við umsögn Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur um Kópa- vogshæli sem birtist í blaðinu 20. jan. síðastliðinn. I fyrsta lagi em þetta ekki eingöngu Sóknarkonur sem þessi mál varðar heldur Sóknarstarfsmenn, en orða mætti það svo að karlmenn séu í sókn í þessum störfúm. Rekstrarfyrirkomulag þessarar stofriunar er þjóðinni allri til háborinnar skammar hvað varðar vægast sagt alla hluti nema þá kannski einstaklega gott ög dugandi starfsfólk. Undanfarið hafa augu almennings þó einkum beinst að hinum hiyllilega at- burði sem átti sér stað þar hinn 8.1. sl. er eldur kom upp í einum af svefhskálum hælisins þar sem einn vistmaður lét h'fið. Þetta er aðeins eitt af mörgum atriðum sem ég ætla að tína til. Aðbúnaður og umhverfi sumra hverra sem þama eiga sér heimili er svo viðbjóðslegur að ef nm andleira heilbritrt fólk væri að ræða þori ég að leggja við líf mitt að þetta væri ekki talinn mannabústaður. Ekki má heldur gleyma starfsfólkinu. Aðstaða okkar er engu betri en vist- fólksins. Munum við varla láta bjóða okkur þetta öllu lengur. Okkur er ein- faldlega ýtt út í hom og virðumst ekki vera talin afskipta verð. Er ekki nóg komið og er ekki kannski helst til seint í rassinn gripið núna? Þarf þetta að vera svona þó svo það kosti mannslíf og misnotkun á starfsmönnum? Á ég vart orð til að lýsa þakklæti mínu í garð Kiwanishreyfingarinnar sem um þessar mundir stendur fyrir söfiiun fyrir fullkomnu brunavamakerfi íjrir hæhð. í þeirri hreyfingu er fyrst. og fremst starfað af hugsjón. Skyldu ráðamenn pyngju vorrar einnig starfa af hugsjón? Þeir fa þó greidd há laun fyrir sína vinnu. í ríkisstjóm er um margt að hugsa og að mörgu þarf að hyggja og skal það játað hér að því fleira sem um þarf að hugsa því fleira (jpi-iirrrlrnrmr* t>nðernúhara mannlegt. Tel ég að ekki sé rétt að það sé of seint að byrgja brunninn þó bamið sé þegar dottið í hann. Sérstaklega á þetta þó við um Kópavogshæli því þar er mikið af bömum. Er það mín skoðun og eflaust flestra annarra að fyrst það er verið að reka slíkar stofhanir á líka að gera það á mannsæmandi hátt f sambandi við lyfjagjafir á stofhun- inni þá hefur það viðgengist hingað til að starfsfólk sjái um þær. Ábyrgðin, sem er því samfara að gefa öðrum lyf, er eins og allir vita gífurleg. Það er mín skoðun að við ættum að eiga okkar sérstaka fúlltrúa í yfirstandandi samn- ingaviðræðum sem gæti kannski orðið til þess að við næðum þeim kjörum sem okkur em samboðin. Þætti okkur mjög sárt að hverfa frá störfúm okkar fyrir ekki meira mál en þetta í raun er, þ.e,- as. htið mál að laga. Að þessum orðum sögðum vil ég aðeins færa landsmönnum öllum mínar bestu óskir um bjartari framtíð Kópa- voiTshælis íþróttaviðburðum, svo sem körfu- bolta, handknattleik og vetraríþrótt- um. Muna sjónvarpsáhorfendur eftir því þegar íþróttafréttamenn sjón- varpsins vom tveir með hvor sinn íþróttatímann og hvor sitt íþrótta- efnið. Þá hafði Bjarni Felixson vinninginn með knattspymusýning- ar og annað gott efni. Það er leitt er íþróttamenn geta ekki unnt öðrum íþróttamönnum þess að fá að sjá áhugamál sín í sjónvarpinu. Það er lágt lagst að reyna að eyðileggja ánægju annarra, vitandi það að ekki er hægt að koma á beinum sýningum í stað ensku knattspyrnunnar á laugardögum. Ekki hef ég og félagar mínir, sem áhuga hafa á knattspymú, neitt við það að athuga þó að blak og aðrar íþróttir séu sýndar í sjónvarpinu. Vonum bra að allir fái sitt áhugamál á skjáinn. Það er hinn sanni íþrótta- andi. Rósa Jónsdóttir skrifar: Ég ætla nú ekki að hafa hátt, bara læða að nokkrum orðum um svo sem ekki neitt. Ég ætla að skammast svolítið, það em alltaf einhverjir að skammast. Ég ætla að gera það líka. En ég vona að enginn taki það neitt nærri sér, það er nefnilega hann Bubbi Morthens söngvari sem var í sjónvarpinu um daginn. Ég þekki manninn ekki neitt en mér þótti þetta samt alveg agalegt. „Ef kynfæri þitt er of stutt, þá gakktu feti framar“ og fleiri ljótir textar sem hann söng. Þeir fóru fyrir brjóstið á mér og svo er um margar fleiri. Ég vona mikið að þetta komi ekki fyrir aftur. Það má ekki, Hrafh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.