Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 Andlát Ester Ingvarsdóttir lést 23. janúar sl. Hún var fædd 31. október 1935 í Þrándarholti í Gnúpverjahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingvar Jónsson og Halldóra Hansdóttir. Ester starfaði lengst af sem ráðs- kona, nú síðast á bamaheimili í Reykjavík. Hún var tvígift Fyrri maður hennar var Hafsteinn Á. Frið- riksson en hann lést ári eftir að þau giftust. Þau eignuðust tvö böm. Seinni maður hennar var Kristinn Magnússon, en þau skildu. Þau eign- uðust einn son saman. Útför Esterar . >• verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sigurborg Sigurjónsdóttir, Ofanleiti 29, Reykjavík, er látin. Elinborg Sigurðardóttir, Njörva- sundi 33, Reykjavík, andaðist í Borg- arspítalanum þriðjudaginn 28. jan- úar. Erna Guðmundsdóttir, lést í Landa- kotsspítala 29. janúar sl. Kristinn Björgvin Árdal verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fostudaginn 31.janúarkl. 10.30. Sigríður Jónsdóttir Thorlacíus, V est- urgötu 55, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 31. janúarkl. 13.30. Ásgrímur Stefánsson, Munkaþver- árstræti 37, sem lést þann 24. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 13.30. Útför Gerðar Ólafsdóttur, Bugðu- tanga 5, Mosfellssveit, sem lést í Landspítalanum 24. janúar sl., fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. janúarkl. 15. Jónas Skúlason, bóndi Hólsgerði í Ljósavatnshreppi, sem andaðist í sjúkrahúsinu í Húsavík 21. janúar, verður jarðsunginn frá Húsavíkur- kirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Þórodds- stað. Þorvaldur Emil Valdimarsson, Vall- argötu 20, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflarvíkurkirkju laug- ardaginn 1. febrúarkl. 14. Hallgrimur Lúther Pétursson frá Hesteyri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. jan- úar kl. 13.30. Eiríkur G. Brynjólfsson, Norðurgötu 48, Akureyri, fyrrverandi forstöðu- maður Kristnesspítala, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 31. janúar kl. 13.30. Guðlaugur Jakob Alexandersson frá Sólbakka, Hellissandi, verður jarð- sunginn frá Ingjaldshólskirkju laug- ardaginn 1. febrúar kl. 14. Sætaferðir verða frá Hópferðamiðstöðinni, Ár- túnshöfða, kl. 7 f.h. sama dag. Útför Gísla Þóris Albertssonar, Skógum, Austur-Eyjafjöllum, fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugar- daginn 1. febrúar kl. 14. Séra Valgeir Helgason, íyrrverandi prófastur Ásum, verður jarðsunginn að Grafarkirkju, Skaftártungu, laug- ardaginn 1. febrúar kl. 14. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8. 4 Aðalfundir Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20.30 í Sjómannaskól- anum. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel. Hallgrimskirkja - starf aldraöra »Opið hús verður á morgun, fimmtu- dag, í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30. Hulda Ólafsdóttiri kynnir fyrirhugaða leikfimi og Matt- f hildur Guðmundsdóttir les sögu. % Kaffiveitingar. Tilkynningar Útvarp Sjónvarp Hallveig Thorlacius, löggiltur skjalaþýðandi: Góðir bókmenntaþættir þakklátt efni Ég er nú ekki mikil íjölmiðla- manneskja og sá takmarkað af dagskránni í gær. Ég horfði á þátt- inn hans Ómars, það var í fyrsta sinn sem ég sé hann. Mér fannst gaman að honum og það setur allt- af vissan svip á að sjá beina útsend- ingu. Ég horfi aldrei á Dallas ef ég mögulega kemst hjá því, það er hræðilegur þáttur og ég fagna því að hann sé að hætta. Annars, eins og ég segi, þá horfi ég ekki mikið á sjónvarp og það er mér ekkert sérstakt ástríðuefni hvort það er vont eða gott. Það er öðruvísi með fólk sem hefur lítið annað við að vera. En ég vel náttúrlega bara það sem ég vil horfa á og held að miðað við allar aðstæður getum við verið svolítið montin af sjónvarpinu okkar. Ég heyrði bókmenntaþáttinn hans Njarðar í gærkvöldi og fannst hann prýðilegur. Yfirleitt finnst mér voða gaman að þessu þáttum hans og reyni að hlusta á þá þegar ég get. Mér finnst of lítið gert að því í útvarpinu að lesa fyrir okkur ljóð. Þó það sé kannski ekki öll þjóðin sem hlustar þá er svo óvíða annars staðar en í útvarpinu hægt að heyra ljóðaupplestur. Svona góðir bókmennta- og ljóðaþættir eru mjög vel þegið efni. Ég er farin að hlusta minna á útvarp en ég gerði fyrir nokkrum árum. Nú hefur maður góð hljóm- flutningstæki og hlustar meira á þau. Útvarpið er sjálfsagt upp og ofan en það hefur alltaf verið frek- ar gott, held ég. Að lokum langar mig að nefna að ég hafði alltaf haldið að þeir sem létu hafa eitthvað eftir sér um dagskrána hefðu sérstakan áhuga á fjölmiðlum en nú skil ég að svo þarf ekki að vera. Því ég t.d. hefði seint farið að stinga niður penna að eigin frumkvæði til að segja álit mitt á dagskránni. AIDS og mannréttindi Orator heldur almennan félagsfund um AIDS og mannréttindi í dag, fimmtudaginn 30. janúar. Á fundin- um tala: Margrét Guðnadóttir pró- fessor um sjúkdóminn, orsakir hans og smitleiðir. Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari um AIDS og mannréttindin. Þorvaldur Kristins- son um AIDS og mannréttindabar- áttu homma og Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, um lög um varnir gegn alnæmi. Umræður verða eftir kaffihlé. Fund- urinn verður haldinn í stofu 101, Lögbergi. Ilefst hann kl. 20 og er öllum opinn. Náttúrufræöivika í bókasafni Kópavogs Nú stendur yfir Náttúrufræðivika í bókasafni Kópavogs. Kynnt eru rit um náttúrufræði, sýnd myndbönd með náttúrulífsmyndum o. £1. Þá hefur gæludýraverslunin Dýraríkið sett upp fiskabúr í safninu með ýmsum fiskum til augnayndis fyrir gesti safnsins. I kvöld, 30. janúar, kl. 20 mun Árni Waag, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, halda erindi með litskyggnum sem hann kallar: „Eru íslendingar að tapa í baráttunni við jarðvegs- og gróður- eyðingu?" öllum er heimilt að koma og hlýða á erindið og taka þátt í umræðum um efnið. Á morgun, föstudag, kemur taminn starri, Títla að nafni, í heimsókn og verður til sýnis milli kl. 11 og 17. Auk þess verða sýndar finkur í eigu Valdemars Sörensen. Bókasafn Kópavogs er opið alla virka daga kl. 11-21 og laugardaga kl. 11-14. Jazzklúbbur Reykjavíkur Starfs- og almanaksárið hefst hjá Jazzklúbbi Reykjavíkur með vold- ugri djamm-sessjón í Lækjarhvammi Hótel Sögu í dag, fimmtudaginn 30. janúar, kl. 21. Aðalgestur kvöldsins er pólski fiðlisnillingurinn Zsimon Kurm. Til liðs við sig fær Kurm Árna Elfar á þíanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Guðmund R. Einarsson á trommu. Ýmsir fleiri eru væntanlegir á pallinn þetta kvöld, þar á meðal hinn efnilegi jasspíanisti Friðrik Theodórsson og Þórir Magnússon trommuleikari, svo nokkrir séu nefndir. Jasskvöld í Stúdentakjallaran- um í kvöld, fimmtudagskvöld. Kvartett skipaður eftirtöldum hljóðfæraleik- urum leikur: Pétur Grétarsson, trommur, Bjöm Thoroddsen, gítar, Stefán S. Stefánsson, saxófónn, og fleiri og fleiri blásturshljóðfæri. Gunnar Hrafnsson, kontrabassa. Tónleikarnir hefjast um kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Félagið ísland-ísrael Almennur félagsfundur verður hald- inn í kvöld, 30. janúar, kl. 20.30 í fundarsal í norðurálmu Hallgríms- kirkju. Dagskrá: 1. Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari segir frá ferðum sínum til ísrael - og leikur á fiðlu. 2. Kvikmynd frá Israel. Kaffi. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta, gestir velkomnir. Bubbi Mortens á Borginni Bubbi Mortens heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld, fimmtudags- kvöld. Hefjast þeir kl. 21 stundvís- lega, húsið opnað kl. 20.30. Miðaverð kr. 380. Félagsvist Húnvetningafélags- ins verður spiluð laugardaginn 1. febrú- ar kl. 14 í Skeifunni 17. Fjögra laug- ardaga keppni. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fræðslufundur um börn með astma Fræðslufundur Samtaka gegn astma og ofnæi um astmabörn er í kvöld, fimmtudaginn 30. janúar í Hótel Hofi við Rauðarárstíg og hefst kl. 20.30. Bjöm Árdal, bamalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum barna, heldur þar erindi og svarar fyrirspurnum. Þarna gefst tækifæri fyrir kennara, foreldra og aðra sem áhuga hafa til þess að fræðast um þessa sjúkdóma sem ekki eru óal- gengir heldur langalgengastir krónískra sjúkdóma bama. Böm með olhæmissjúkdóma eru langfjöl- mennastir „sjúklinga" í skólum, 15-20% nemenda í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum hafa astma, exem, frjókornsofnæmi, fæðuofnæmi o.s.frv. Þau veikjast af áhrifum al- gengustu hluta í umhverfinu. Auð- vitað er það einstaklingsbundið hversu alvarleg einkennin em og hve auðvelt er að hemja sjúkdóminn með meðferð, lyfjagjöf og fyrirbyggjandi aðgerðum. Margir sjúklingana em að vísu bara illa haldnir á vissum árstímum en allt of margir hósta og „hvína“ daginn inn og daginn út allan ársins hring. Þetta er ótrúlegt en staðreynd engu að síður (og hér er notast við bandarískar og skand- inaviskar viðmiðunartölur vegna skorts á rannsóknum hérlendis) að um níu þúsund íslendingar fá astmaköst. Sumir þeirra em svo illa famir að þeir em óvinnufærir og flestir verða fyrir tekjumissi vegna skertrar vinnuorku og úthalds. Ast- mi er lungnasjúkdómur, ekki smit- andi og sjúklingurinn á við öndunar- erfiðleika (nær ekki andanum, finnst hann vera að kafna) vegna þess að loft kemst ekki um öndunarvegi. Þetta stafar af þrengslum í berkjun- um vegna samdráttar í vöðvum og taugum, bjúg í slímhúð og aukinni slímmyndun. Astmaköstin geta var- að í nokkra klukkutíma, daga, jafn- vel vikur, og öll orka sjúklingsins fer í það eitt að draga andann. Ein af- leiðing og ekki sú veigaminnsta er andleg þjáning, þreyta, skortur á frumkvæði og sjálfstrausti, sem stafar að líkamlegum takmörkunum. En vaxa börnin ekki upp úr þessu, eldist þetta ekki af þeim? Langflestir astmasjúklingar hafa haft astma frá því þeir voru böm. Astmaköstin geta hætt eða horfið en þau koma oftast aftur síðar á ævinni. Samtök gegn astma og ofnæmi voru stofnuð 16. apríl 1974. Þau halda reglulega fræðslufundi, gefa út fræðslurit og stuðla að aukinni þekkingu á astma og öðrum ofnæmissjúkdómum. Skrif- stofa þeirra er í Suðurgötu 10 og er opin kl. 13-17 alla virka daga nema föstudaga. Námskeiö í táknmáli Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, gengst fyrir námskeiði þar sem kennt verður táknmál. Námskeiðið er eink- um ætlað Sjálfsbjargarfélögum og kennurum í grunnskólum, en aðrir geta tekið þátt eftir því sem plássið leyfir. Tími: Þriðjudagar kl. 17.20-19.; 1. skipti 11/2. Staður: Félagsheimili | Sjálfsbjargar, Hátúni 12, (vesturinn- gangur). Námskeiðagjald: 500 kr. fyrir 10 skipti. Þröstur vann Erskákmeistari Reykjavíkur 1986 Þröstur Ámason, 13 ára, sigraði á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í gærkvöldi. Þar með er Þröstur orð- inn skákmeistari Reykjavíkur 1986. Hann hlaut einnig titilinn unglinga- skákmeistari Reykjavíkur 1986 á skákþinginu. Biðskák Hannesar Hlífars Stefáns- sonar og Héðins Steingrímssonar endaði með jafntefli. Hannes varð því númer tvö með 8 1/2 vinning, ásamt Amaldi Loftssyni og Bjama Hjartarsyni. -KB Bfístjórinn stakkaf áhlaupum Bifreið var ekið á ljósastaur í Lækjargötu í gærkvöldi kl. 21.45. Þegar lögreglan kom á staðinn var bílstjórinn hlaupinn af vett- vangi. Eigandi bifreiðarinnar var aftur á móti á staðnum. Hann hafði skollið með höfuð í fram- rúðuna og fengið skrámur og vankast. Eigandinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Eftir það fékk hann svefnplásshjá lögreglunni. Grun- ur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. -sos Leiðrétting Einar Kristinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri SÁÁ, vill koma eftir- farandi leiðréttingu á framfæri vegna fréttar í blaðinu 23. janúar sl. um happdrætti SÁÁ. „Það er ekki rétt eftir mér haft að happdrætti SÁÁ hafi fengið tuttugu bíla gefins til að nota sem vinninga. Hér er um mis- skilning blaðamanns að ræða. Hið rétta er að happdrætti SÁÁ greiðir bifreiðaumboðinu fullu verði alla þá bíla sem dragast út á selda miða. Hugleiðingar í fréttinni um að af- rakstur happdrættisins skipti tugum milljóna em fjarri öllum raunveru- leika en kæmi sér vel ef satt væri. Einnig vil ég taka fram að endanlegt vinningshlutfall í happdrætti SÁÁ er að jafnaði svipað því og gerist hjá öðrum líknarfélögum og væri e.t.v. sérstakt rannsóknarefni fyrir ungan og áhugasaman blaðamann." MS. Rainbowdómurinn veldur vonbrigðum „Þessi niðurstaða veldur auðvit- að vonbrigðum," svaraði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra í morgun. Hann var spurður um staðfestingu úrskurðar undirréttar í máli Rainbow Navigation Inc. sem áfrýjunardómstóll kvað upp sl. mánudag. Skipafélagið Rainbow Navigation Inc. höföaði sem kunn- — segir utanríkisráðherra ugt er mál gegn bandarískum stjómvöldum og fékk sett lögbann á útboð flotamálaráðuneytisins á sjóflutningum til vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. „Ríkisstjómin mun yfirfara gögnin, við þurfum að skoða for- sendur dómsins. Ég get ekki sagt hvert okkar næsta skref verður,“ sagði Matthías utanríkisráðherra. Ekki er vitað hvert næsta skref bandarískra yfirvalda verður í þessu máli. En áfram hefur Rain- bow Navigation forgang á skipa- flutningi vamarliðsins og íslensk skipafélög standa utan samkeppn- innar á þessu sviði. - ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.