Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Qupperneq 37
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986.
37
Sviðsljós
Sviðsljós_____________Sviðsljós____________Sviðsl
Þyngdarrækt auðkýfings
Kristín Onassis fyllir núna flokk einstæðra mæðra en þökk sé
peningum pabba gamla þarf hún ekki að óttast að hafa ekki
til hnífsog skeiðar. Og hjálparmenn eru á hverju strái því konan
hefur fjármagn til þess að greiða fyrir greiðann -eða þannig.
Annars er myndin tekin í skemmtigarði þar sem barnfóstran
viðrar gullungann Aþenu og Kristin hin gríska lætur líða úr sér
á næsta garðbekk með kókflösku sér við hlið. Eins og flestum
er kunnugt hefur Onassisfraukan átt við þyngdarvanda að
striða og varla bætir gosdrykkjaþamb og sælgætisát - sjá
bréfpoka á bekknum - úr því vandamáiinu.
Sælusvefnirtn krítiski
Joan Collins og eiginmaöurinn ungi
stálu senunni i góögeröarkokkteil i
Palm Springs fyrir skömmu þar sem
Kalli og Diana áttu aö vera aðalnú-
merin. Þar renndi parið sér út á
gólfiö og sogaöi að sér augnaráð
allra viðstaddra - heiðursgestunum
til mikillar gremju. En Peter kórón-
aöi svo senuþjófnaðinn meö því að
steinsofna undir hátíðarræöu prins-
ins síðar i veislunni. Svo langt var á
milli hjónakornanna aö Joan náöi
með engu móti í skottið á sínum
heittelskaða.
þegar vitað var um sjúkdóminn
sem hann leyndi alla vandlega
- bæði nána vini og ættingja.
Síðustu vikurnar
„Loksins rann svo upp stundin,
hann samþykkti að hitta mig og
ég fékk aðgang að herberginu
á spítalanum. Þá forðaðist hann
að horfast í augu við mig og
sneri út að næsta glugga. Þegar
ég spurði hann hvers vegna
hann hefði ekki sagt mér hvað
var að gerast fullyrti hann að
þá hefði ég snúið við honum
baki eins og allir aðrir. Ég neit-
aði og sagðist hefði reynt að
aðstoða hann við að fá bestu
fáanlega meðferð við sjúk-
dómnum. Rock fór þá að gráta
og banaleguna valdi hann að
dvelja heima í húsinu. Morgun-
inn sem hann lést flutti ég út
pg hef ekki komið þar síðan."
I erfðaskránni eftirlét Rock
Hudson elskhuganum unga
ekki einn eyri, allt rennur til
gamalla vina frá Universaltí-
manum - Mark Miller og Ge-
orge Nader. En málaferlin eru í
startholunum og svo er að vita
hver vinnur hvern í réttarsaln-
um.
Hanna Björk Guðjónsdóltir, sem fer með hlutverk pottormsins sem segir söguna, sést hér á æfingu ásamt
hljóöfæraleikurum. Höfundurtónlistarinnar, Jóhann Moravek, á hljómborðinu.
„Er heimurínn að verða
svona réttur?“
Fúsi froskagleypir aftur á fjalirnar
Leikfélag Hafnaríjarðar fer nú
aftur af stað með söngleikinn Fúsa
froskagleypi og verður sýning nú
um þessa helgi. Vegna mikilla anna
leikaranna er ekki hægt að halda
sýningum áfram um sinn. Leik-
stjóri er Viðar Eggertsson og með
helstu hlutverk fara Davíð Þór
Jónsson, Hanna Björk Guðjóns-
dóttir og Halldór Magnússon.
Verkið er eftir Danann Ola Lund
Kirkegaard og þýðinguna gerði
Olga Guðrún Ámadóttir. Ólafur
Haukur Símonarson gerði söng-
texta og Jóhann Moravek samdi
tónlistina. Bæði þýðendur og höf-
\mdur tónlistar höfðu mjög frjálsar
hendur við sitt verk og leikendur
eru allir áhugamenn. I leikritinu
er lýst ástandi í fyrirmyndarbæ þar
sem allt er í himnalagi að undan-
teknum Fúsa froskagleypi sem,
eins og segir í textanum, „... líkist
feitri eiturslöngu, því froskinn át
hann fyrir löngu. Hann læðist um
með ljótar krumlur sínar og lamar
helstu taugar....“ - yndislegt
englabarn í fúllri aksjón.
Sýnt verður, eins og áður sagði,
nú um helgina, á laugardag og
sunnudag. Fyrri sýning hefst
klukkan 14 en sú síðari klukkan
17, sami tími báða dagana.