Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986. 27 þessu ári. Guðmundur býr nú í Vestmannaeyjum. Sýningin eropin frá kl. 16-22.30 frá fimmtudegi til föstudagskvöld og 14-21 laugardag og sunnudag. Flestar myndirnar eru til sölu. James Barbagallo. stjóri pantaði verk fyrir píanó og hljómsveit sem átti að flytja í Æolian Hall í New York og var útkoman Rhapsody in Blue sem Ferde Grofé útsetti fyrir hljóm- sveit. Verkið var frumflutt 12. febrúar 1924 og lék Gershwin sjálfur einleik á píanó. Kímnigáfa Stravinskys kemur fram í Sirkus-polka sem er saminn undir áhrifum frá fyrstu sirkus- heimsókn hans þar sem eftirminni- legastar voru „fáklæddar konur í bleikum lífstykkjum standandi á hestbaki". Síðara misseri Sinfóníu- hljómsveitar íslands Fræösluvika Krabbameins- félagsins Krabbameinsfélagið efnir til „Fræðsluviku 86“ að Kjarvalsstöð- um dagana 25. janúar til 2. febrúar. Á sýningarsvæði í austurhluta Kjarvalsstaða verður komið fyrir fræðslusýningu um krabbamein sem unnin var í samvinnu við nemendur á þriðja ári í auglýsinga- deild Myndlista- og handíðaskóla Islands. Fjallað verður um hvað krabbamein sé, hvað valdi því og hvernig það er greint og með- höndlað. Einnig er frætt um starf- semi Krabbameinsfélagsins og framtíðarverkefni þess. Ætlunin er að senda sýninguna víða um land á næstu vikum. Einnig verða sýndar hundrað teikningar eftir 10-12 ára skóla- börn sem voru beðin að teikna myndir af einhverju sem þeim dytti í hug þegar þau heyrðu talað um krabbamein. Auk þess verða sýndar kvik- myndir um krabbamein, reykingar og brjóstamyndatökur og lit- skyggnur um starfsemi Krabba- meinsfélagsins. Alla sýningardagana verða fyrir- lestrar um krabbamein og í tengsl- um við suma þeirra verður kynning á stuðningshópum krabbameins- sjúklinga. Þrisvar í þessari fræðsluviku verða leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta að reykja, og nemendur Tónlistarskólans munu leika fyrir sýningargesti. Fræðsluvika 86 að Kjarvalsstöð- um verður opin kl. 14 til 22 og lýkur að kvöldi sunnudags 2. febrúar. Aðgangur er ókeypis. Sýning þessi markar upphaf að undirbúningi landssöfnunar undir kjörorðinu „Þjóðarátak þín vegna“ sem fram fer í apríl. Nú er að hefjast síðara misseri starfsemi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands á þessum vetri. Frá byrjun febrúar til maíloka verða haldnir átta Fimmtudagstónleikar, tvennir Stjörnutónleikar og þrennir Helg- artónleikar. Fyrstu Fimmtudagstónleikarnir verða 6. febrúar þar sem verða leik- in verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Mozart og Kodály undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat, einleikari á píanó verður Nancy Weems. 20. febrúar stjórnar Klauspeter Seibel 1. sinfóníu Beethovens og Carmina Burana eftir Carl Orff, en það er eitt vinsælasta verk fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara sem skrifað hefur verið á þessari öld. Það er Kór íslensku óperunnar og einsöngvararnir Sigríður Gröndal, Júlíus Vífill Ingvarsson og Krist- inn Sigmundsson sem flytja verkið ásamt hljómsveitinni. Tvennir tón- leikar eru í mars. Þeir fyrri 5. mars undir stjóm Jukka Pekka Saraste og einleikari verður sellósnilling- urinn Janos Starker. Þeir síðari verða 20. mars undir stjóm Thomas Sanderling og er einleikari Szymon Kuran, aðstoðarkonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Á tónleikum 3. apríl leikur píanó- leikarinn Martin Berkofsky Píanó- konsert nr. 4 eftir Rachmaninov og á þeim tónleikum verður einnig flutt Sinfónía nr. 10 eftir Sjostako- vits. Stjómandi er Frank Shipway. 17. apríl stjórnar Páll P. Pálsson verki eftir sjálfan sig, Hendur fyrir strengjasveit, og flutt verða söng- lög og Sinfónía nr. 5 eftir Sibelius. Einsöngvari er bandaríska sópr- ansöngkonan Ellen Lang. Það er Manuela Wiesler flautuleikari sem leikur Flautukonsert eftir Sands- tröm 15. maí undir stjórn David Robertsson og síðustu tónleikarnir verða 22. maí. Þessir tónleikar verða hinir síðustu sem Jean-Pierre Jaequillat stjórnar sem aðalstjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Islands en hann hefur sinnt því embætti síðan 1980. Hann kveður með franskri tónlist - Pavane og Dafnis og Klói eftir Raval og Symphonie fantastique eftir Berlioz. Tvennir Stjörnutónleikar verða haldnir, 10. apríl og sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Á þeim fyrri verður flutt Stabat mater eftir Dvorák undir stjórn Guðmundar Emilsson- ar. Það er Söngsveitin Fílharmónía og einsöngvararnir Sylvia McNair, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Guð- bjöm Guðbjörnsson og William Sharp sem flytja verkið. Á sumardaginn fyrsta verða rjöl- skyldutónleikar þar sem m.a. verð- ur flutt tónverkið Pétur og úlfurinn eftir Prokofief. Gunnar Örn sýnir í Listasafni ASÍ Laugardaginn 25. janúar var opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Gunnars Arnar. Þetta er 18. einka- sýning Gunnars Arnar og eru á sýningunni 40 málverk og 5 skúlpt- úrar. Sýningin stendur til sunnudags- ins 9. febrúar og er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Upplestur í Norræna húsinu Sunnudaginn 2. febrúar kl. 16 les danski rithöfundurinn Svend Áge Madsen úr verkum sínum í Norræna húsinu. Svend Áge Madsen er með þekktari rithöfundum í Danmörku og kom fyrsta bók hans út árið 1963. Hann hefur síðan sent frá sér um það bil 20 bækur: skáldsögur, smásögur og leikrit fyrir bæði leiksvið og út- varp. Honum hafa áskotnast flest þau verðlaun, sem eru einhvers virð- is í Danmörku. Dagskráin hefst sem fyrr segir kl. 16 á sunnudag. Aðgang- ur er ókeypis og allir eru velkomnir. Nudd og gufubaðstofa Eigendaskipti hafa orðið á Nudd- og gufubaðstofunni Hótel Sögu. Nýi eigandinn er Ásta Sigrún Gylfadótt- ir. Þær sem starfa hjá henni eru Elín Bragadóttir og Árborg Ragnarsdótt- ir, sem eru með henni hér á mynd- inni, Sigurlaug Sigurðardóttir og íris Aðalsteinsdóttir. Boðið er upp á Fyrirlestur um íslenska píanó- tónlist í Norræna húsinu 1 Norræna húsinu stendur enn yfir sýningin „Tónlist á Islandi" þar sem íslensk tónlistarsaga er rakin frá því sögur hefiast. f tengslum við sýning- una er fyrirlestraröð og verða ffutt erindi ásamt tóndæmum um hverja helgi meðan á sýningunni stendur. Fyrirlesari um þessa helgi er Hjálm- ar H. Ragnarsson tónskáld og talar hann um íslenska píanólist, en Atli Heimir Sveinsson og Snorri Sigfús Birgisson leika sýnishorn úr píanó- verkum íslenskra tónskálda. Fyrir- almennt líkamsnudd, cellolitenudd, (appelsínuhúðarnudd) svæðanudd, slendertone, ljós og gufu. Opið er fyrir konur á mánudögum kl. 9-14, þriðjudögum frá kl. 9-21, miðviku- dögum kl. 9-12 og fimmtudögum kl. 9-19. Fyrir karlmenn er opið á mánu- dögum kl. 15—19, miðvikudögum kl. 13-21 og föstudögum frá kl. 9-19. Aðrar upplvsjngar ern í síma 23131. lesturinn hefst kl. 17 laugardaginn 1. febrúar í Norræna húsinu og eru allir velkomnir. Samtök Svarfdælinga í Reykja- vík halda aðalfund sinn í safnaðarheim- ili Langholtskirkju, Sólheimum 13, Reykjavík, fimmtudaginn 6. febrúar og hefst hann kl. 20. Venjuleg aðal- fundarstörf, á eftir verður spiluð fé- lagsvist. Hádegisfundur SVS og Varð- bergs Laugardaginn 1. febrúar halda Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg sameiginlegan hádegisfund í Átthagasal Hótel Sögu og verður fundarstaðurinn opnaður kl. 12. Mary Dau, sendiráðunautur í dönsku utanríkisþjónustunni og rit- höfundur um sovésk málefni, flytur framsöguerindi á ensku um „hlut- verk Norðurlandaþjóða við að draga úr spennu milli austurs og vesturs og svarar síðan fyrirspurnum. Að- gangur er heimill félagsmönnum í SVS og Varðbergi svo og gestum félagsmanna. Skaftfellingar Skaftfellingamót 1986 verður haldið í veitingahúsinu Glæsibæ laugar- daginn 1. febrúar og hefst með borð- haldi kl. 19.30. Séra Sigurjón Einars- son, Kirkjubæjarklaustri flytur há- tíðarræðu, kór söngfélagsins syngur og hljómsveit leikur fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða verður í Glæsibæ, laugardaginn 25. janúar kl. 14—16. Skaftfellingáfélagið í Reykjavík. Fundur landsforseta JC i Ev- rópu haldinn á Islandi JC Vík stendur fyrir fundi með lands- forsetanum JC í Evrópu dagana 6.-9. febrúar nk. og verður fundurinn haldinn á Hótel Loftleiðum. Um 50 fulltrúar, frá vel flestum löndum Evrópu, hafa boðað komu sína á fundinn auk þess sem Japan mun senda fulltrúa til að kynna næsta heimsþing JC hreyfingarinnar. Landsforsetar JC í Evrópu koma saman til fundar þrisvar sinnum á ári, á Evrópuþingum, heimsþingum og svo í febrúar ár hvert. Öllum aðildarlöndum í Evrópu er heimilt að bjóða í febrúarfundinn. Kosið er um fundarstað febrúarfundar á Evr- ópuþingi, sem haldið er í júní. Á síðasta Evrópuþingi, sem haldið var í Sheffield, Englandi, sl. sumar, bauðst JC Vík til að halda næsta febrúarfund á Islandi. Þrjú önnur lönd buðu i fundinn: Holland, Frakk- land og Mónakó. JC Vík vann kosn- inguna glæsilega enda ekkert til sparað að kynna ísland sem ákjósan- legan fundarstað. Auk landsforse- tanna og annarra embættismanna munu a.m.k. tveir fulltrúar frá al- þjóðastjórn JC hreyfingarinnar mæta á fundinn: varaheimsforseti og framkvæmdavaraforseti, sem hafa umsjón með Norðurlöndunum og Evrópu. Lokaprédikanir Tveir guðfræðistúdentar flytja lok- aprédikanir sínar í kapellu Háskóla íslands f dag. Þeir eru Gunnar E. Hauksson og Sighvatur Karlsson. Athöfnin hefst kl. 15 og er öllum opin. Suöurnesjadeildir A.A. halda árshátíð laugardaginn 1. fe- brúar kl. 19.30 í Festi Grindavík. Allt fólk sem treystir sér til að skemmta sér án áfengis velkomið. Upplýsingar hjá Valgerði í síma 30072. Borgfirðingafélagið í Reykjavík Spiluð verður félagsvist sunnudag- inn 2. febrúar í Nýja danskólanum, Ármúla 17a. Byrjað verður að spila kl. 14. Ferðalög Félag makalausra Skíða- og sleðaferð í Bláfjöll sunnu- daginn 2. febrúar. Lagt af stað frá Mjölnisholti kl. 11. Mætið vel klædd. Fyrirhuguð er pakkaferð til Akur- eyrar 14. febrúar. Tilkynnið þátt- töku á skrifstofunni. ATH. breyttan opnunartíma skrifstofunnar: Opið á kvöldin milli kl. 17 og 21. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga frí- stundahópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 1. febrúar. Lagt af stað frá Digranes- vegi 12 kl. 10. Nú birtir óðum og Kópavogsbúar eru velkomnir í laug- ardagsgöngur Hana nú á þorranum. Hreyfing, súrefni og samvera er takmark okkar. Ódýrar fjölskylduferðir út á land BSÍ-hópferðir bjóða nú upp á það nýmæli að gefa fólki kost á ódýrum fjölskylduferðum út á land, undir leiðsögn, til að skoða merka staði. Fyrsta ferð er á laugardaginn 1. febr. kl. 10. Verður leiðsögumaður í ferð- inni. Farið verður upp að Gulfossi og hann skoðaður í klakaböndum. Fólk getur hringt og fengið upplýs- ingar og pantað sér far í síma 25035 á skrifstofutíma. Verð í þessa fyrstu ferð er 700 kr. fyrir fullorðna, 400 kr. * fyrir 8-12 ára. 7 ára og yngri fá frítt í f. m. fullorðnum. Þessum ferðum, sem fjölskyldan getur öll tekið þátt í, verður haldið áfram fram eftir vetri. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudag 2. febrúar. Kl. 13: Stóra Kóngsfell í Bláfiöllum. Létt ganga. Kl. 13: Skíðaganga Bláfiöll og nágrenni. Verð í feröirnar er kr. 350. Brottför frá Umferðarmið- ' stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Til athugunar: Næsta mynda- kvöld verður miðvikudag 12. febrúar. Brekkuskógur - göngu- og skíðaferð helgina 14.-16. febrúar. Þórsmörk góuferð helgina 28. febrúar 2. mars. Vetrarfagnaður Ferðafélagsins verð- ur haldinn föstudag 7. mars í RIS- INU, Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. Útivistarferðir Kl. 10.30: Gullfoss í klakaböndum. Einnig farið að Geysi, Strokki, Haukadalskirkju, Bergþórsleiði og fossinum Faxa. Verð 750 kr. Nú er Gullfoss í fallegum klakaböndum. Kl. 13: Leiti-Jósepsdalur, skíðaganga og gönguferð. Gengið að gígunum Eldborg og Leiti og til baka um Jósepsdal þar sem skíðaíþróttin w blómstraði fyrrum. Skíðaganga jafnt fyrir byrjendur sem aðra. Fararstjóri Þorleifur Guðmundsson o.fl. Verð 350 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst sem flest. Myndakvöld á fimmtudag- inn 6. jan. í Fóstbræðraheimilinu. Nánar auglýst síðar. Helgarferðir: Laugardalur-Brekkuskógur 7.-9. febrúar. Frábær gistiaðstaða. Ótal göngumöguleikar, skíðagöngur. ' Tindafiöll 21.-23.febr. Þórsmörk í vetrarskrúða (góuferð) 7.-9. mars. o- .•/ ' „„^14606.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.